Morgunblaðið - 16.05.1986, Side 49

Morgunblaðið - 16.05.1986, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1986 49 Selfoss: Unnið af kappi við frágang nýs félaffsheimilis Selfossi. __ —7 AÐ UNDANFÖRNU hefur verið unnið að kappi við innréttingar í hinu nýja félagsheimili á Selfossi sem áformað er að opna 1. júní nk. Verið er að leggja síðustu hönd á innréttingar samkomu- salanna á annarri hæð og vinna við dúklagningu og máiun er hafin á 3. hæð, þar sem eru 20 hótelherbergi. Fyrsta samkoman sem áformuð er í húsinu er vegleg afmælis- veisla í tilefni af 50 ára afmæli Ungmennafélags Selfoss. „Það standa allar vonir til þess að húsið verði tilbúið 1. júní eins og áætlað var,“ sagði Stefán Ómar Jónsson bæjarstjóri en uppi hafa verið raddir um að til seink- unar kæmi. „Við erum bjartsýnir á að áætlunin standist, það eru öll tæki komin til landsins og okkar harðduglegu fagmenn munu örugglega skila verkinu á tilsettum tíma,“ sagði Stefán. Félagsheimilið hefur verið nokkuð lengi í byggingu, sl. Qögur kjörtímabil, og segja má að öll stjómmáiaöfl í bæjarfélaginu hafí komið að uppbyggingu þess. Sá hluti hússins sem tekinn er í notkun er anddyri og umferðar- miðstöð á neðstu hæð, samkomu- salir á annarri hæð og hótelher- bergi á þriðju hæð. Hluti þessa lýmis er lykilatriði fyrir annan áfanga hússins, leikhússálmu. Ráðgert er að taka allt að 27 milljónir að láni til að ljúka bygg- ingunni en undanfarin ár hefur hún verið kostuð næsta eingöngu af eigin fé bæjarins. „Ég tel tví- mælalaust að það hafí verið rétt að taka lánin á lokasprettinum þannig að sá tími sem líður frá fyrstu lántökum og til þess tíma að húsið verður opnað er ekki nema nokkrir mánuðir og því strax komin nýting á það §ár- magn sem bundið er í húsinu í formi lánsijár," sagði Stefán bæjarstjóri. Það eru Samvinnuferðir/Land- sýn sem gert hafa samning við Selfosskaupstað um rekstur húss- ins. Á Selfossi hafa heyrst gagn- lýnisraddir á þennan samning. Stefán Ómar bæjarstjóri var spurður hvort hann væri bjart- sýnn á rekstur hússins. „Já, ég er það, en það er alveg ljóst að það er lagt mikið undir og víst er að fyrstu eitt til tvö árin eru mikilvægust í því augnamiði að skapa jákvæða og góða ímynd af Selfossi sem ferðamannabæ og starfsemi hússins öll fái á sig gott orð. Því takist það ekki er ekki nóg að gefa fögur fyrirheit um að bæjarfélagið styðji við rekstur hússins fyrsta árið eins og nú var gert, heldur er víst að við blasi um áraraðir bæjarrekstur er krefðist sífelldra fjárútláta úr bæjarsjóði og þá væri illa farið fyrir gjaldendum þessa bæjarfé- lags.“ Ekki hefur enn verið ákveðið nafn á húsið en alls bárust rúm- lega 400 uppástungur í hug- myndasamkeppni sem bæjar- stjórnin auglýsti fyrir skömmu. Sig. Jóns. Hið nýja félagsheimili, Ölfusárbrú í forgrunni. Morgunblaðið/Sig. Jónsson m 'm Unnið að innréttingu hússins. Stefán Ómar Jónsson bæjarstjóri fylgist með. Brids Arnór Ragnarsson Siglfirðingar sigur- sælir í brids Hinn 10. maí sl. var haldið hér á Skagaströnd Norðurlandsmót vestra í tvímenningi í brids. 36 pör mættu til keppninnar frá 6 brids- félögum á Norðurlandi vestra. Spil- uð voru 2 spil á milli para með barometerfyrirkomuiagi, alls 70 spil, undir styrkri stjóm Ólafs Lár- ussonar mótsstjóra. Tíu efstu pör urðu sem hér segir: 1. Sigurður Hafliðason og Sigfús Steingrímsson Siglufírði með ! 262. 2. Bogi Sigurbjömsson og Anton Sigurbjömsson Siglufírði með 238. 3. Jón Sigurbjömsson og Björk Jónsdóttir Siglufirði með 171. 4. Hrafnhildur Skúladóttir og Þórdís Þormóðsdóttir Sauðár- króki með 170. 5. Margrét Guðvinsdóttir og Bjöm Guðnason Sauðárkróki með 125. 6. Reynir Pálsson og Stefán Benediktsson Fljótum með 122. 7. Ásgeir Jónsson og Jón Tryggvi Jökulsson Fljótum með 111. 8. Gunnar Stefánsson og Rúnar Jóhannsson Skagaströnd með 102. 9. Valtýr Jónasson og Baldvin Valtýsson Siglufírði með 99. 10. Ólafur Jónsson og Steinar Jónsson Siglufírði með 92. Eins og sést hér að ofan vom 5 af 10 efstu pömm frá Siglufírði og þar af em þijú pör úr sömu fjöl- skyldunni. Ólafur og Steinar Jóns- synir, sem em aðeins 13 og 14 ára gamlir, em synir Jóns Sigurbjöms- sonar og Bjarkar Jónsdóttur. Jón er svo aftur bróðir þeirra Boga og Antons. Var haft á orði í mótslok að þeir Ólafur og Steinar hefðu gert mörgum þeim er eldri em bréf þar sem gefendur geta sjálfír ákveðið upphæðina með sömu skil- málum, svo og dagsetningu gjald- daga í þar til gerðum ramma á gjafabréfi. Næsta skrefíð er nú að væntan- legir gefendur endursendi Brids- sambandinu gjafabréfið, útfylltu, og haldi eftir sjálfír neðsta afriti. Bridssambandið mun sjá um fram- haldið í samvinnu við Utvegsbanka íslands, aðalbanka í Reykjavík^, en þar hefur veri stofnaður sérstákur hlaupareikningur (nr. 5005) í nafni sjóðsins en eins og flestum mun kunnugt er honum ætlað að fjár- magna húsakaup sambandsins í Sigtúni 9. Bridssamband íslands vonar að félagsmenn hvar á landi sem er taki þátt í þessari herferð fyrir nýju húsnæði. Látum draum Guðmundar Kr. Sigurðssonar rætast. Þrefaldur sigur Siglfirðinga á Skagaströnd, Jón, Björk, Bogi, Anton, Sigfús og Sigurður. skömm til og að þeir bræður ættu einhvem tíma eftir að láta að sér kveða í framtíðinni í bridsmótum. ÓB Bridsfélag Tálknafjarðar Einmennings- og Firmakeppni félagsins er lokið. Jöfn og efst spil- ara urðu þau hjónakom Ævar Jón- asson og Guðlaug Friðriksdóttir. Dregið var um sigurvegara og hlut- skarpari varð Ævar Jónasson. Varð hann því einmenningsmeistari fé- lagsins. Röð efstu spilara/fírma varð þessi: Fiskvinnsla Ólafs Þórðarsonar (Ævar Jónasson) 434 Ríkisskip (Guðlaug Friðriksdóttir) 434 Vélsmiðja Tálknafjarðar (Kristín Ársælsdóttir) 411 Bjamabúð (Jón H. Gíslason) 402 Þórsberg hf. (Heiðar Jóhannsson) 399 Bridsfélagið þakkar þeim sem þátt tóku í keppninni. Bridssamband Vestfjarða Vestfjarðamótið í sveitakeppni verður spilað á Hólmavík dagana 14.—15.júnínk. Mótiðeropið öllum félögum innan Vestfjarðasvæðisins. Spilað verður allir v/alla og miðast spilafjöldi í leik við þátttöku í mót- inu. Skráning er hafin og geta væntanlegir keppendur haft sam- band við þá Ævar Jónasson á Tálknafírði, vs.: 94-2524, hs.: 94- 2535 og Hans Magnússon á Hólma- vík, vs.: 95-3118 og hs.: 95-3186, til skráningar eða nánari upplýsing- ar. Keppnisstjóri verður Hermann Lárusson Reykjavík. Vakin er athygli á því að skrán- ingu lýkur sunnudagskvöldið 8. júní. Eftir þann tíma er ekki hægt að ábyrgjast að keppendur fái að vera með. Guðmundarsjóðurinn Bridssamband íslands hefur nú sent út gjafabréf til allra skráðra félaga á Stór-Reykjavíkursvæðinu og í öll bridsfélög á landinu. Þessi bréf eru tvenns konar. Annars vegar 10.000 kr. bréf sem greiðist upp á 3 árum, óverðtryggt og vaxtalaust. Hins vegar óhlutbundin Sumarbrids í Reykjavík Árlegur Sumarbrids í Reykjavík hefst á þriðjudaginn kemur 20. maí. Spilað verður tvisvar í viku í allt sumar í Borgartúni 18 (hús Sparisjóðs vélstjóra). Umsjónar- menn verða að venju þeir Hermann og Ólafur Lárussynir. Spilamennska á þriðjudögum hefst í síðasta lagi kl. 19.30 en ef vilji er fyrir hendi frá keppendum má hefja keppni fyrr. Á fímmtudög- um mun húsið verða opnað fyrir kl. 19 (þegar sá frægi A-riðilshópur mætir á vettvang) og spilamennska hafín um leið og hver riðill fyllist. Ákveðið hefur verið að taka upp bronsstigakeppni yfír sumarið basði keppniskvöldin. Keppnisgjald verð- ur kr. 200 pr. spilara pr. kvöld. Sumarbrids er tilvalinn vettvang- ur fyrir alla að grípa í spil og kynnast skipulagðri keppnisspila- mennsku, auk þess að vera vett- vangur fyrir þá sem æfa sig á móti nýjum félögum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.