Morgunblaðið - 16.05.1986, Side 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR16. MAÍ1986
Katrín Ágiistsdóttir við eitt verka sinna
Hvolsvöllur:
Katrín Agústsdótt-
ir heldur sýningu
Katrin Ágústsdóttir opnar
myndlistarsýningu i Hérðas-
bókasafninu á Hvolsvelli á
morgun, laugardag, kl. 14.00.
Sýningin stendur fram á mánu-
dagskvöld og er opin kl. 14.00
til 20.00 daglega.
Katrín hefur haldið einkasýn-
ingar m.a. í Bogasal Þjóðminja-
safnsins, Gerðubergi, á Kjarvals-
stöðum, á Selfossi, Húsavík,
Sauðárkróki og í Þorlákshöfn.
Auk þess hefur hún tekið þátt í
nokkrum samsýningum svo sem
Listahátíð í Reykjavík 1982 og
Kirkjulistasýningu að Kjarvals-
stöðum 1983. Þá hefur hún einnig
tekið þátt í fatasýningum þar sem
hún hefur sýnt kjóla.
Fnunteikning F. Meldahls, arkitekts, að Alþingishúsinu frá árinu
1880.
Pyrirlestur um
gamla miðbæinn
Hörður Ágústsson listmálari
heldur fyrirlestur á morgun,
laugardag, um gamla miðbæinn
og að honum loknum verður ekið
um Kvosina og skoðaðar gamlar
og merkar byggingar.
Fyrirlesturinn er á vegum Torfu-
samtakanna, en þau gengust fyrir
slikum fyrirlestri sl. vor. Fyrirlest-
urinn verður haldinn í Odda, hugvís-
indahúsi HÍ, í stofu 101 og hefst
kl. 10. Að loknu matarhléi kl. 14
verður lagt af stað í skoðunárferð-
ina. Fréttatilkynning
Leiðrétting:
Kaupþing
framkvæmdi
könnunina
í FRÉTT á bls. 55 í Morgunblaðinu
í gær um könnun á bóksölu í apríl-
mánuði, er ranglega sagt í fyrirsögn
að Hagvangur hafi unnið könnun-
ina. Hið rétta er, eins og fram
kemur í sjálfri fréttinni, að það er
fyrirtækið Kaupþing sem hefur
þessa mánaðarlegu könnun með
höndum. Þetta leiðréttist hér með
og eru hlutaðeigandi beðnir velvirð-
ingar á þessum leiðu mistökum.
Félag áhugamanna
um heimspeki:
Alþjóðlegt
málþing
Alþjóðlegt málþing um réttar-
heimspeki á vegum Vettvangs,
hins islenska félags um heim-
speki réttar og menningar, verð-
ur haldið dagana 18.-21. mai nk.
Fyrirlesarar verða um 35 talsins,
flestir erlendir gestir, en nokkrir
íslendingar. Öll erindin verða flutt
á ensku. Málþingið verður á Hótel
Loftleiðum og hefst kl. 15.30 á
hvítasunnudag. Þingið er öllum
opið og er þátttökugjald 500 krónur
fyrir málþingið allt, en 250 krónur
fyrir einn dag. Dagskrá fæst á
staðnum.
Fréttatilkynning
Rannsakar heyrn
og tal á Norður-
landi vestra
Einar Sindrason háls-, nef- og
eyrnalæknir ásamt öðrum sér-
fræðingum Heyrnar- og tal-
meinastöðvar íslands verða á
ferð á Norðurlandi vestra dag-
ana 26. maí til 30. maí nk.
Rannsökuð verður heyrn og tal
og útveguð heymartæki. Farið
verður á eftirtalda staði: Siglufjörð,
26. maí, Sauðárkrók 27. maí,
Blönduós 28. maí, Skagaströnd 29.
maí og Hvammstanga 30. maí.
Tekið er á móti tímapöntunum á
viðkomandi heilsugæslustöðum og
er fólki bent á að panta tíma sem
fyrst.
(Fréttatilkynning.)
INNLENT
Frá Lions-klúbbnum Fjölni: Frá vinstri: Jón H. Magnússon forseti
Fjölnis, Brynjar Fransson, gjaldkeri Fjölnis, Rafn Sigurðsson,
forstjóri Hrafnistu og Málfrfður Finnsdóttir, lyúkr.deildarstjóri.
Frá Kiwanis-klúbbnum Heklu: Frá vinstri: Þórarinn Guðmunds-
son, Bent Jörgensen kjörforseti, Leifur Ásgrímsson, Guðleif Ólafs-
dóttir hjúkr.deildarstj., Jónmundur Hilmarsson og Rafn Sigurðs-
son forstj. Hrafnistu.
Ragnar Dh. Hermannsson formaður Óldunnar, Málfríður Finns-
dóttir, hjúkr.deildarstj., Hróbjartur Lúthersson, Þorvaldur Árna-
son og Rafn Sigurðsson forstj. Hrafnistu.
Hrafnista í Reykja-
vík fær 10 sjúkrarúm
FÉLAGAR i Lionsklúbbnum Rúmin verða notuð á hjúk-
Fjölni, Kiwanisklúbbnum runardeildum Hrafni.,tu og bæta
Heklu og Skipstjóra- og stýri- þau mjög vinnuaðstöðu starfs-
mannafélaginu Oidunni færðu fólks og vellíðan sjúklinga, eins
nýlega Hrafnistu í Reykjavík og segir í fréttatilkynningu frá
10 fullkomin sjúkrarúm að Hrafnistu.
gjöf.
Arleg'söngskemmt-
un Alafosskórs-
ins í Hlégarði
Alafosskórinn heldur sína ár-
iegu söngskemmtun í Hlégarði í
kvöld, föstudagskvöld, kl. 21.00.
Á efnisskrá eru létt lög úr ýms-
um áttum við undirleik hljóm-
^veitar. í hléi verður boðið upp
á kaffi og glæsilegt hlaðborð auk
tískusýningar. Sýningarflokkur
kórsins kynnir framleiðsluvörur
Álafoss hf.
Kórinn átti 5 ára starfsafmæli í
október sl. Af því tilefni var ákveðið
að ráðast í útgáfu á hljómplötu og
er upptökum nýlokið á fjórtán lög-
um. Nokkur lög af plötunni verða
sungin á skemmtuninni. Kórinn
mun fara í tónleikaferð til Banda-
ríkjanna í júlí nk. Sungið verður í
Washington, Cambridge, Princeton
og New York. Stjórnandi kórsins
er Páll Helgason. Hljómsveitina
skipa auk Páls, sem einnig leikur á
píanó, Hans Jensson tenórsaxa-
fónn, Guðjón Ingi Sigurðsson
trommur og Ómar Axelsson bassi.
Forsala aðgöngumiða er í héraðs-
bókasafni Kjósarsýslu.
Bxj ív
idv T t,. i
AílS nr 'fa
Álafosskórinn ásamt hljómsveit.