Morgunblaðið - 16.05.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.05.1986, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR16. MAÍ1986 Katrín Ágiistsdóttir við eitt verka sinna Hvolsvöllur: Katrín Agústsdótt- ir heldur sýningu Katrin Ágústsdóttir opnar myndlistarsýningu i Hérðas- bókasafninu á Hvolsvelli á morgun, laugardag, kl. 14.00. Sýningin stendur fram á mánu- dagskvöld og er opin kl. 14.00 til 20.00 daglega. Katrín hefur haldið einkasýn- ingar m.a. í Bogasal Þjóðminja- safnsins, Gerðubergi, á Kjarvals- stöðum, á Selfossi, Húsavík, Sauðárkróki og í Þorlákshöfn. Auk þess hefur hún tekið þátt í nokkrum samsýningum svo sem Listahátíð í Reykjavík 1982 og Kirkjulistasýningu að Kjarvals- stöðum 1983. Þá hefur hún einnig tekið þátt í fatasýningum þar sem hún hefur sýnt kjóla. Fnunteikning F. Meldahls, arkitekts, að Alþingishúsinu frá árinu 1880. Pyrirlestur um gamla miðbæinn Hörður Ágústsson listmálari heldur fyrirlestur á morgun, laugardag, um gamla miðbæinn og að honum loknum verður ekið um Kvosina og skoðaðar gamlar og merkar byggingar. Fyrirlesturinn er á vegum Torfu- samtakanna, en þau gengust fyrir slikum fyrirlestri sl. vor. Fyrirlest- urinn verður haldinn í Odda, hugvís- indahúsi HÍ, í stofu 101 og hefst kl. 10. Að loknu matarhléi kl. 14 verður lagt af stað í skoðunárferð- ina. Fréttatilkynning Leiðrétting: Kaupþing framkvæmdi könnunina í FRÉTT á bls. 55 í Morgunblaðinu í gær um könnun á bóksölu í apríl- mánuði, er ranglega sagt í fyrirsögn að Hagvangur hafi unnið könnun- ina. Hið rétta er, eins og fram kemur í sjálfri fréttinni, að það er fyrirtækið Kaupþing sem hefur þessa mánaðarlegu könnun með höndum. Þetta leiðréttist hér með og eru hlutaðeigandi beðnir velvirð- ingar á þessum leiðu mistökum. Félag áhugamanna um heimspeki: Alþjóðlegt málþing Alþjóðlegt málþing um réttar- heimspeki á vegum Vettvangs, hins islenska félags um heim- speki réttar og menningar, verð- ur haldið dagana 18.-21. mai nk. Fyrirlesarar verða um 35 talsins, flestir erlendir gestir, en nokkrir íslendingar. Öll erindin verða flutt á ensku. Málþingið verður á Hótel Loftleiðum og hefst kl. 15.30 á hvítasunnudag. Þingið er öllum opið og er þátttökugjald 500 krónur fyrir málþingið allt, en 250 krónur fyrir einn dag. Dagskrá fæst á staðnum. Fréttatilkynning Rannsakar heyrn og tal á Norður- landi vestra Einar Sindrason háls-, nef- og eyrnalæknir ásamt öðrum sér- fræðingum Heyrnar- og tal- meinastöðvar íslands verða á ferð á Norðurlandi vestra dag- ana 26. maí til 30. maí nk. Rannsökuð verður heyrn og tal og útveguð heymartæki. Farið verður á eftirtalda staði: Siglufjörð, 26. maí, Sauðárkrók 27. maí, Blönduós 28. maí, Skagaströnd 29. maí og Hvammstanga 30. maí. Tekið er á móti tímapöntunum á viðkomandi heilsugæslustöðum og er fólki bent á að panta tíma sem fyrst. (Fréttatilkynning.) INNLENT Frá Lions-klúbbnum Fjölni: Frá vinstri: Jón H. Magnússon forseti Fjölnis, Brynjar Fransson, gjaldkeri Fjölnis, Rafn Sigurðsson, forstjóri Hrafnistu og Málfrfður Finnsdóttir, lyúkr.deildarstjóri. Frá Kiwanis-klúbbnum Heklu: Frá vinstri: Þórarinn Guðmunds- son, Bent Jörgensen kjörforseti, Leifur Ásgrímsson, Guðleif Ólafs- dóttir hjúkr.deildarstj., Jónmundur Hilmarsson og Rafn Sigurðs- son forstj. Hrafnistu. Ragnar Dh. Hermannsson formaður Óldunnar, Málfríður Finns- dóttir, hjúkr.deildarstj., Hróbjartur Lúthersson, Þorvaldur Árna- son og Rafn Sigurðsson forstj. Hrafnistu. Hrafnista í Reykja- vík fær 10 sjúkrarúm FÉLAGAR i Lionsklúbbnum Rúmin verða notuð á hjúk- Fjölni, Kiwanisklúbbnum runardeildum Hrafni.,tu og bæta Heklu og Skipstjóra- og stýri- þau mjög vinnuaðstöðu starfs- mannafélaginu Oidunni færðu fólks og vellíðan sjúklinga, eins nýlega Hrafnistu í Reykjavík og segir í fréttatilkynningu frá 10 fullkomin sjúkrarúm að Hrafnistu. gjöf. Arleg'söngskemmt- un Alafosskórs- ins í Hlégarði Alafosskórinn heldur sína ár- iegu söngskemmtun í Hlégarði í kvöld, föstudagskvöld, kl. 21.00. Á efnisskrá eru létt lög úr ýms- um áttum við undirleik hljóm- ^veitar. í hléi verður boðið upp á kaffi og glæsilegt hlaðborð auk tískusýningar. Sýningarflokkur kórsins kynnir framleiðsluvörur Álafoss hf. Kórinn átti 5 ára starfsafmæli í október sl. Af því tilefni var ákveðið að ráðast í útgáfu á hljómplötu og er upptökum nýlokið á fjórtán lög- um. Nokkur lög af plötunni verða sungin á skemmtuninni. Kórinn mun fara í tónleikaferð til Banda- ríkjanna í júlí nk. Sungið verður í Washington, Cambridge, Princeton og New York. Stjórnandi kórsins er Páll Helgason. Hljómsveitina skipa auk Páls, sem einnig leikur á píanó, Hans Jensson tenórsaxa- fónn, Guðjón Ingi Sigurðsson trommur og Ómar Axelsson bassi. Forsala aðgöngumiða er í héraðs- bókasafni Kjósarsýslu. Bxj ív idv T t,. i AílS nr 'fa Álafosskórinn ásamt hljómsveit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.