Morgunblaðið - 16.05.1986, Síða 56

Morgunblaðið - 16.05.1986, Síða 56
JMEÐÁ NOTUNUM. QMnaðarbanlúnn fT EUHOCARD íiS?UGG0R FÖSTUDAGUR16. MAÍ 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Játar að hafa bundið og kef 1- að eiginkonuna Dánarorsök enn óljós EIGINMAÐUR konunnar, sem fannst látin í íbúð sinni að Feijubakka 10 hinn 6. þessa mánaðar, hefur við yfirheyrslur játað að hafa bundið og keflað konuna eftir átök þeirra á milli í íbúðinni um nótt- ina Ekki liggur þó fyrir að þessi meðferð hafi leitt til dauða konunn- ar, að þvf er Þórir Oddsson, vararannsóknarlögreglustjóri, sagði f samtali við Morgunblaðið f gær. Maðurinn bar við yfirheyrslur að til átaka hefði komið á milli þeirra hjóna um nóttina og hefði hann bundið konuna á höndum og fótum og kefiað hana. Síðan hefði hann skilið hana eftir í herbergi, en er hann vitjaði hennar síðar um nótt- ina hefði hún verið orðin lífvana. Svo virðist, sem hinir mennimir þrír, sem voru í íbúðinni umrædda nótt, hafi ekki vitað um það sem fram fór f herberginu. Þórir Oddsson sagði, að enn væri ekki hægt að slá neinu föstu um dánarorsökina. „Endanleg skýrsla um niðurstöður krufningar- innar liggur ekki enn fyrir og ýms- um rannsóknum, svo sem efnarann- sóknum á sýnum, er ólokið. Það er því ekki hægt að slá neinu föstu um dánarorsökina fyrr en allir þræðir þessa máls era komnir saman," sagði Þórir. Gömul umslög úr dánarbúi eyðilögð: Jafnvel hundr- uð þúsunda fóru forgörðum HÆTT er við að allveruleg verðmæti hafi faríð forgörðum þegar gömul umslög, mörg hver frá aldamótum, voru nú fyrir skömmu klippt niður, og frímerkin klippt af. Telur Magni Magnússon frímerkjakaupmaður í Magna að verðmætin geti jafnvel skipt hundruðum þúsunda. Málsatvik voru þau að ensk kona kom hingað vegna dánarbússkipta. Hún fann mikið magn af gömlum póstkortum og umslögum og klippti frímerkin af þeim. ,Hingað í verslunina kom kona til þess að kaupa frímerkjaverð- lista fyrir þessa konu svo hún vissi hvaða verðmæti hún væri með í höndunum," sagði Magni Magn- ússon. „Þessi kona sagði mér að enska konan hefði þá viku sem hún var hér notað til þess að klippa niður gömul íslensk umslög og póstkort úr dánarbúinu. Þetta gerði hún til þess að minna færi fyrir frímerkjunum, þar sem hún ætlaði með þau út og selja þau,“ sagði Magni. Magni sagði ljóst að mikil verð- mæti hefðu þama verið eyðilögð. „Það er sorglegt til þess að vita, að fólk veit svo lítið um hvemig á að umgangast gömul umslög, kort og bréf. Það gerist iðulega að fólk er að klippa af gömlum umslögum og póstkortum og klippir þá burtu mikil verðmæti. Ég hugsa að ef megnið af þessum umslögum hefur verið frá alda- mótum þá hefur blessuð konan klippt burtu tugi, jafnvel hundruð þúsunda," sagði Magni. Magni sagði að það sem gerði það að verkum að umslögin frá liðnum tíma ykju á verðmæti frí- merkisins, því þar gætu ' verið stimplar og póstsögulegir hlutir sem væra dýrmætir. - Morgunblaðið/Rax Sauðburður í borgarlandinu FYRSTU kynni mörg hundruð reykvískra smákrakka af íslensk- um búfénaði hafa um nokkurra ára skeið veríð í Fjárborg í Hólms- heiði ofan við Rauðavatn, þar sem fjáreigendur í höfuðborginni halda fé sitt. Þeir hafa með sér samtök, Fjáreigendafélag Reykja- víkur, sem á næsta árí verður 60 ára. Þar var þessi mynd tekin í gær þegar hópar barna af dagvistarheimilum borgarinnar komu í heimsókn til að fylgjast með sauðburðinum. Fjáreigendur halda upp á annað fyrramálið verða fjáreigendur afmæli nú um hvítasunnuna, með „opið hús“ í Fjárborg og nefnilega 200 ára afmæli Reylqa- þangað era allir velkomnir til að víkurborgar. Frá klukkan tíu í skoða nýfædd lömb og mæður þeirra. „Það verður engin sérstök uppákoma hjá okkur að öðra leyti - við viljum einungis gefa fólki kost á að koma og fylgjast með sauðburði í borgarlandinu," sagði Sæunn Andrésdóttir, formaður Fjáreigendafélags Reykjavíkur, sem á myndinni er að sýna fjáreig- endum framtíðarinnar fyrstu lömb sumarsins. Flugleiðir semja um flug fyrir Alsírbúa FLUGLEIÐIR og Air Algerie hafa gengið frá samningi sín á milli um að Flugleiðir annist Jón Sigurðsson, forstjórí Þjóðhagsstofnunar: Veruleg aukning á kaup- mætti launa á þessu ári | JÓN Sigurðsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir, að samkvæmt spám stofnunarinnar um tekju- og verðlagsþróun muni kaupmáttur launa aukast verulega á þessu árí. Standist spárnar megi segja, að kaupmáttarrýrnunin frá árunum 1982-1983 hafi að mestu unnist upp, ef tekið er mið af ráðstöfunartekjum. Þetta kom fram í erindi, sem hann flutti á fundi Rotarýklúbbs Reykjavíkur sl. miðvikudag og birt er i Morgunblaðinu i dag. Jón Sigurðsson sagði, að á mæli- kvarða kauptaxta virtist kaup- máttur munu aukast um 4-5% frá upphafi til loka samningstíma aðila vinnumarkaðarins. Að meðaltali yrði kaupmáttur taxtanna þó hinn sami og var í fyrra. Kaupmáttur ykist hins vegar veralega á mæli- -kvarða heildarlauna, en með heild- arlaunum er átt við ráðstöfunar- tekjur áður en skattar era dregnir frá. Nú vær því spáð, að heildarlaun hækkuðu um 25-26% á mann miili áranna 1985 og 1986, en í því fælist 4-5% kaupmáttaraukning á mann, sem væri heldur minna en í fyrra. Kaupmáttur ráðstöfunar- tekna á mann ykist líklega minna en atvinnutekna, eða um 3-4% samanborið við 6-7% í fyrra. Skýr- ingin á þessu væri sú, að beinir skattar og útsvör virtust að óbreyttu hækka heldur meira en tekjur manna á þessu ári öfugt við það, sem gerðist í fyrra, fyrst og fremst vegna þess, að tekjumar í fyrra, sem skattar greiðast af í ár, reyndust hærri en ætlað var, þegar ákvarðanir um álagningu vora teknar um mánaðamótin febrúar- mars sl. Sjá eríndi Jóns Sigurðssonar á miðopnu. áætlanaflug á milli Alsír og Frakklands. Heildarupphæð samningsins er um 900 millj- ónir, en aðeins hefur verið gengið endanlega frá samn- ingnum um áætlanaflug í sumar. Fyrir þann þátt samn- ingsins fá Flugleiðir 400 millj- ónir króna. „Nú er komið endanlegt sam- komulag á milli Flugleiða og Air Algerie, sem er niðurstaða þess rammasamkomulags sem við gerðum í vetur,“ sagði Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins í gær. Sigurður sagði að fyrsti hluti þessa samkomulags næði til áætlunarflugs á milli Alsírborgar og Parísar annars vegar og Oran í Alsír og Marseilles hins vegar. Þessi hluti samkomulagsins næði til fjögurra mánaða, og yrði fyrsta flugið 22. júní nk. „Flug- leiðir hafa leigt tvær vélar til þess að sinna þessum fyrsta hluta. Við leigðum eina DC-8 frá Kanada, ásamt áhöfn og eina Lockheed 1011 frá Bandaríkjun- um til þriggja mánaða, en að þeim tíma loknum gerum við okkur vonir um að geta komið inn okkar vélum í þetta flug,“ sagði Sigurður. Sigurður sagði að fyrsti hluti samkomulagsins, að upphæð 400 milljónir króna, væri endanlega frágenginn, en ekki væri búið að ganga frá seinni hlutanum. „Við gerum ráð fyrrir þvi að Air Algerie framlengi samningnum eftir fyrstu fyóra mánuðina um sjö og hálfan mánuð þannig að samtals verði þetta ársverkefni. í heild verður þetta því samningur upp á 900 milljónir," sagði Sigurður. Aðspurður sagðist Sigurður vera mjög ánægður með þennan samning, og sagðist hann gera ráð fyrir að útkoma Flugleiða í þessu dæmi yrði svipuð og gert hafði verið ráð fyrir, þegar rammasamningurinn varð til fyrr í vetur og gert var ráð fyrir að Flugleiðir önnuðust einnig píla- grímaflug fyrir Alsírbúa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.