Morgunblaðið - 04.06.1986, Síða 16

Morgunblaðið - 04.06.1986, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNl 1986 ÞOTUR af þessum gerðum flugu hættulega nálægt hvorri annarri yfir Austurlandi í fyrradag. Til vinstri er risaþota af gerðinni Boeing 747 og til hægri þota af gerðinni McDonnell Douglas DC8. Um borð i flugvélunum voru nær 600 manns, farþegar og áhafnir. Pétur Einarsson flugmálastj óri: Hættuatvik í lofti af alvarlegustu gerð Hann telur þó ekkí að víð árekstri hafi legið „ÞE'ITA verður ekki skýrt á annan hátt en að hér sé um röð af mannlegum mistökum að ræða,“ sagði Pétur Einarsson flugmálastjóri, f samtali við blaðamann Morgunblaðsins um atburð þann sem átti sér stað um kl. 16.45 yfir Austfjörðum, skammt sunnan við Eskifjörð sl. mánudag, en þá lá við árekstri tveggja erlendra flugvéla, sem samtals höfðu hátt f 600 manns innanborðs. Vélarnar flugu báð- ar í 10 þúsund metra hæð, og flugleiðir þeirra skárust þar sem að ofan greinir. Flugmálastjóri sjálfur fékk ekki upplýsingar um þennan atburð fyrr en rúmum tveimur klukkustundum eftir að hann átti sér stað, og þá var þegar f stað sett í gang rannsókn, og stóðu yfirheyrslur yfir flug- umferðarstjórum sem voru á vakt f Flugstjóraarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelli f fyrradag fram að miðnætti f fyrrakvöld. „Regiumar um þetta eru þannig að loftferðalögin segja að Flug- málastjóm eigi að rannsaka svona tilvik, og beri reyndar skylda til þess. Hins vegar er til í landinu óháð rannsóknamefnd flugslysa, sem getur rannsakað nánast allt sem henni dettur f hug f sambandi við flugmál. Ég hafði samband við formann nefndarinnar í morgun, Karl Eiríksson, og bað hann um að yfirtaka rannsóknina sem þeir auðvitað gerðu þegar í stað. Rann- sóknin er því úr höndum Flug- málastjómar, stýrt af rannsóknar- nefnd flugslysa. Þessi nefnd gefur okkur nú fyrirskipanir, og er hvorki undir ráðherra né öðrum, heldur starfar hún fullkomlega sjálfstætt," sagði flugmálastjóri. Rannsóknarlögregla ríkisíns beðin að koma innímálið Flugmálastjóri sagðist jafnframt hafa haft samband við Rannsóknar- lögreglu ríkisins, ef einhverjir þætt- ir þessa mál rejmdust vera lögreglu- mál. Sagðist hann hafa beðið þá að koma inn í málið til þess að fylgjast með því, ef ástæða reyndist til að þeir rannsökuðu einhveija þætti frekar. Aðspurður um hvort engin aðvör- unarmerki ættu að berast frá radar, þegar svo nærri árekstri í lofti lægi, sagði Pétun „Við tengjumst Stokk- nesradamum ekki fyrr en eftir um það bil eitt ár. Við emm núna í sambandi við Keflavfkurradarinn, en drægi hans er ekki nægjanlegt, til þess að þetta atvik sjáist á radar. Ef við væram komnir í samband við Stokknesradarinn, þá hefðum við séð þetta áTadar, en það gerðum vjð ekki. Jafnframt mpum við á næstu §órum árum tölvuvæðast, og inni í því tölvukerfi mun verða aðvörunarkerfi sem mun gefa að- vörun ef aðskilnaður flugvéla í lofti erekkinægur." Fjarlægð milli vélanna átti að vera 80 milur — Hver á aðskilnaður flugvéla þá að vera? „í þessu tilfelli þá hefði hann ekki mátt vera minni en 10 mínútur á vél, þar til þær skerast. Aðalregl- an um aðskilnað þegar flogið er yfir Norður-Atlantshafíð er 60 mflna hliðaraðskilnaður á milli flug- véla í sömu hæð og í lengd er það 15 mínútur. í þessu tilviki hefði aðskilnaðurinn þvi alls ekki mátt vera minni en 10 mínútur, þar sem flogið var yfir íslandi, og þá minnk- ar skyldan um aðskilnað úr 15 mín- útum í 10 mínútur. 10 mínútur í þotuflugi er í vegalengd um það bil 80 mflur, auk þess sem vélamar áttu að vera í sín hvorri hæðinni." — Hver var svo raunveralegur aðskilnaður vélanna, þegar þær mættust? „Aðskilnaðurinn var væntanlega 2 mínútur. Fram til hádegis í dag höfðum við vísbendingar um að fjariægðin á milli véla hefði verið um 12 mflur. Við fengum hins vegar nýjar upplýsingar um hádegi, sem gefa okkur tilefni til að ætla að §arlægðin hafi verið töluvert mikið minni, 4 mflur eða jafnvel enn minna." — Nú er það haft eftir flugstjóra Boeing 747-júmbóþotunnar, Ian Basnet, að DC-8-vél SAS hafi að hans mati verið um 50 fetum fyrir neðan Boeing-747-vélina og um 200 fetum til hægri, þegar vélamar mættust. Hvað vilt þú segja um þetta mat flugstjórans? „Það er mat hans, og vissulega rengi ég það ekki, því engir hafa betri tök á að meta stöðuna en einmitt flugmennimir. Hins vegar er geysiiega erfitt að meta þetta í lofti. Þú sérð hvort vél er nálægt eða ekki nálægt. Það verður hins vegar að segjast eins og er að það era óvissuþættir í þessu, þar sem við höfum ekki radarmyndir til að styðjast við. Til að mynda vitum við ekki hvemig vélunum miðaði áfram, þannig að þetta getur hlaup- ið á nokkram mínútum." „Engin ástæða til að rengja orð flugrnannanna“ — Er flugmálastjóm þeirrar skoðunar að það hafi verið stórkost- leg heppni að ekki varð árekstur í lofti milli þessara tveggja véla í fyrradag? „Ég tel enga ástæðu til að rengja orð flugmannanna, og vissulega höfum við fengið skeyti frá SAS í Svíþjóð þar sem sagt er að við árekstri hafi legið. Hins vegar er Þessa afstöðumynd fékk Morgunblaðið þjá Flugmálastjórn I gær, en hún sýnir flugleiðir þotanna, og hvar flugleiðir þeirra skerast, rétt sunnan við Eskifjörð. Það sem Flugmálastjóm notar sem forsend- ur, þegar reynt er að finna út hversu mikil fjarlægðin var á milli vélanna, þegar þær voru næst hvor annarri, eru staðsetningarskeyti sem Flugmálastjóra barst frá flugvélunum, með milligöngu Gufu- nesradíós, og kemst Flugmálastjóra þá að þeirri niðurstöðu að SAS-þotan hafi verið á umræddum punkti ld. 16.45, en Boeing 747-júmbóþotan kl. 16.47. Pétur Einarsson flugmálastjóri segist þó alls ekki rengja orð flugstjóranna, sem báðir hafa borið 1 skýrslum sinum að fjarlægðin hafi ekki verið nema um 180 metrar á milli Vélanna þegar Ieiðir skárust, og að SAS-vélin hafi aðeins verið örlít- ið neðár en Boeing-vélin, eða um 20 metrum. ekki vert að fullyrða frekar um þetta að svo stöddu." — Telur þú, Pétur, að þetta sé alvarlegasta atvik sem komið hefur hér upp? „Nei, það tel ég ekki. Það var að mínu mati alvarlegra þegar Flugleiða- og Loftleiðaþota vora hættulega nálægt hver annarri, í brottflugi I október í fyrra.“ „Flugumferðarstjórar neita að gera stöðu- skráningu“ — Liggur það fyrir að þeir flug- umferðarstjórar sem vora á vakt sfðdegis á mánudag, hafí verið við sín skyldustörf, þegar þetta atvik átti sér stað? „Flugumferðarstjórar hafa neit- að í fjölda mörg ár að gera stöðu- skráningu, þ.e.a.s. að sýna með skýrslugerð hvenær þeir taka við stöðu og hvenær þeir hætta. Þó hefur þetta verið starfsregla hérna, og það era alveg skýr fyrirmæli um að þetta eiga flugumferðarstjórar að gera. Það hefur reyndar þráfald- lega verið ftrekað við flugumferðar- stjórana hér í Reykjavík, en því hefur ávallt verið neitað af flugum- ferðarstjóram. Hins vegar er búið að gera þetta í Keflavík um nokkuð langa hríð. Það að flugumferðar- stjóramir neita þessari skýrslugerð, gerir það að verkum að við getum í rauninni aldrei sannað hvar mað- urinn í rauninni var á tilteknu augnabliki." — Nú hefur Albert Guðmunds- son sem fer með embætti sam- gönguráðherra í fjarvera Matthías- ar Bjamasonar gagnrýnt hversu seint honum barst vitneskja í hend- ur um þennan atburð. Hver er skýr- ingin á því að æðsti maður sam- göngumála á íslandi fær ekki vitn- eskju um þennan atburð fyrr en tæpum sólarhring eftir að hann á sér stað? Flugmálastjóri fékk ekki upplýsingar um atburðinn fyrr en rúm- um tveimur klukku- stundum eftir að hann átti sér stað „Strax þegar við fengum fregnir af þessu um kl. 19 í gær, vora allir viðkomandi flugumferðarstjórar sem náðist í teknir í yfirheyrslur. Þeim yfirheyrslum lauk ekki fyrr en um miðnætti, og þá var ekki annað sýnilegt en þetta væri annars stigs atvik, sem er ekki talið hættu- legt, en það nær til brota á starfs- reglum. Ef það verður slys eða við teljum að um stórfellda hættu á slysi hafi verið að ræða, þá tilkynn- um við ráðherra og ráðuneytinu það að sjálfsögðu. Þetta er auðvitað alltaf okkar mat, og það var ekki ljóst fyrr en í morgun, hvað flug- mennimir sem voru um borð í þessum vélum, litu alvarlega á þetta. Ýmsir aðrir þættir skýrðust frekar f morgun, þannig að rann- sókn og yfirheyrslur fóra í fúllan gang á nýjan leik. Á þeim tíma- punkti tók ég þá ákvörðun að biðja flugslysanefndina að yfirtaka þessa rannsókn, þannig að hún yrði fram- kvæmd með algjörlega hlutJausum hætti, jafnframt því sem ég óskáði eftir því að fá rannsóknarlögregl- una inrií niálið. Ég gáf Albert Gúðmundssyní þessa skýringu og hygg að hann sé sáttur við hana.“ — Þið skilgreinið þennan atburð í dag sem fyrsta stigs atvik, þ.e. hættuatvik í lofti af alvarlegustu gerð. Hversu alvarlegt var það? „Fyrsta stigs atvikin skiptast í þrennt: Það er raunveraleg árekstr- arhætta, það hefur legið við árekstri og það hefur ekki legið við árekstri. Þetta atvik teljum við nú fyrsta stigs atvik sem lfklega tilheyri ekki „legið við árekstri", en þó langt innan við aðskilnaðarmörk." — Hefur flugmálastjóri ein- hverja skýringu á því hvers vegna hann fær ekki upplýsingar um þennan atburð fyrr en rúmum tveimur tímum eftir að hann á sér stað, eða um kl. 19 í gærkveldi? „Nei, ég hef engar skýringar á því.“ — Hvaðan fékkst þú þessar upplýsingar? „Frá Loftferðaeftirlitinu." „Röð mannlegra mistaka“ — Er hægt að gera sér í hugar- lund hvort hér er um röð mannlegra mistaka eins og sama flugumferð- arstjórans, eða era þetta mistök fleiri manna? „Þetta er röð mistaka hjá fleiri en einum manni, það held ég að megi fullyrða. Hins vegar er rann- sóknin ekki komin neitt veralega á skrið, en samt sem áður er búið að taka einn mann, ímyndaðan söku- dólg, af vöktum. Hann verður send- ur í hæfnispróf og alls konar rann- sóknir, þannig að það er virkilega brugðist við. Hins vegar geri ég ekki ráð fyrir að svo stöddu að neinn verði leystur frá störfum." — Er svo komið Pétur, að útlit sé fyrir að greinileg brotalöm sé komin í innviði Flugmálastjómar? „Ég tel að þær skipulagsbreyt- ingar sem við létum ganga í gegn um síðustu áramót, við mikla and- stöðu flugumferðarstjóra, hefðu þurft að vera komnar á löngu fyrr, því þær vora sérstaklega lagaðar til þess að mæta hættunni á svona ástandi. Það er vitað mál að flug- umferðarþjónustan er nákvæmnis- þjónusta, þar sem menn verða að hafa mikinn sjálfsaga, vinna ná- kvæmlega eftir starfsreglum og vera afskaplega gætnir. Flugmála- stjóm hefur átt í miklum erfiðleik- um við Félag flugumferðarstjóra sl. 30 ár og slfk vandamál minnka ekki hættuna á svona tilvikum." — Er nokkuð hægt að fullyrða að þessar skipulagsbreytingar séu komnar í framkvæmd, fyrst flug- umferðarstjórar beijast ljóst og leynt gegn þeim? . „Skipulagsbreytingamar era 90% komnar í framkvæmd, en það vantar herslumuninn á að kerfið gangi upp eins og til var ætlast. Til dæmis var yfirvinnubann á flug- umferðarstjórum alveg þar til í dag, en þá var því aflétt, hvað sem nú olli því. Brátt komast þeir ekki hjá stöðuskráningunni, því það hefur verið ákveðið að slík skráning fari fram á tölvunum. Það gerist með þeim hætti að um leið og flugum- ferðarstjóri sest við tölvu, þá verður hann að „lykla“ sína stafi, til að hún opni honum tölvuna. Þessi skráning gerist sjálfkrafa. Ég er sannfærður um að vinnuaðferðir og ástand í flugumferðarþjónustunni hafí snarbatnað við þær breytingar sem þegar hafa átt sér stað, óg eigi enn eftir að batna, þegar ailar fyrirhugaðar bréytingar hafá átt sérstað." v A.B.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.