Morgunblaðið - 04.06.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1986
17
„Margréttuð söngveisla“
— segir Kristinn Hallsson um afmælis-
tónleika í Þjóðleikhúsinu í kvöld
„Þetta verður margréttuð
söngveisia," sagði Kristinn
HaUsson á æfingu í Þjóðleik-
húsinu í gær um tónleika sem
haldnir verða þar í kvöld í til-
efni 60 ára afmælis hans. A
tónleikunum koma fram 18
söngvarar við undirleik 7
píanóleikara. Kristinn syngur
dúett með Júlíusi Vífli Ingvars-
syni, aríu úr óperunni „Simone
Boccanegra“ eftir Verdi og auk
þess syngur hann með Fóst-
bræðrum í verki sem þeir
flytja.
I gær höfðu söngvaramir safn-
ast saman í Þjóðleikhúsinu til
æfínga og er blaðamaður leit þar
inn voru þau Guðmundur Jónsson
og Þuríður Pálsdóttir að æfa
saman dúett á sviðinu. Að tjalda-
baki sagðist Kristinn iítið hafa
komið nálægt skipulagningu þess-
ara tónleika, „Það eru mínir
yndislegu félagar sem hafa séð
um þetta, mestan þátt eiga þó
þeir Guðmundur Jónsson og skák-
jöfurinn Jóhann Þórir Jónsson, ég
geri bara það sem fyrir mig er
lagt.“
Að sögn söngvaranna er það
orðin nokkurs konar hefð að halda
stórsöngvurum slíka „Gala“-
tónleika á stórafmælum og meðan
Kristinn tekur lagið á sviðinu telur
Júlíus Vífíll á fingrum sér nokkra
slíka tónleika, sextugsafmæli
Guðmundar Jónssonar var haldið
hátíðlegt með þessum hætti fyrir
nokkram áram, einnig sextíu ára
afmæli Þorsteins Hannessonar og
Maríu Markan, sjötíu ára afmæli
Stefáns íslandi og sextíu og sjötíu
ára afmæli Péturs Jónssonar.
„Þetta leggst ágætlega í mig,“
segir Kristinn eftir að hafa hlust-
að á dúett úr óperanni „Don
Giovanni“ eftir Mozart sem þau
Guðmundur og Þuríður sjmgja,
en þau verða með fyrsta dagskrár-
atriðið að loknu ávarpi Helga
Sæmundssonar ritstjóra. Þrír
aðrir dúettar era meðal dagskrár-
liða, Júlfus Vífill Ingvarsson og
Kristinn Hallsson syngja dúett úr
óperanni „Vald örlaganna", Sieg-
linde Kahmann og Sigurður
Bjömsson syngja úr óperanni
„Paganini" eftir Lehár, Ólöf Kol-
brún Harðardóttir og Garðar
Cortes syngja dúett úr óperett-
unni „Sardasfurstinnan." Einsöng
syngja þau Magnús Jónsson, Elín
Sigurvinsdóttir, Jón Sigurbjöms-
son, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Guð-
mundur Guðjónsson, Halldór Vil-
helmsson, Kristinn Sigmundsson,
Kristján Jóhannsson, Anna Júl-
íana Sveinsdóttir og Már Magnús-
son auk afmælisbamsins, Kristins
Hallssonar. Einar Markússon leik-
ur einleik á píanó, Impromptu
eftir Samuel Ball.
„Það eru mínir yndislegu félagar sem hafa séð um þetta“,
sagði Kristinn um undirbúning söngveishmnar.
Dýrafjörður:
Bíll út af vegi
og niður í fjöru
UM kl. 16 á mánudag var lögregl-
unni á ísafirði tilkynnt umferð-
arslys rétt utan við Lambadal í
Dýrafirði. Fólksbifreið fór þar út
af veginum og hafnaði niður í
fjöru, liðlega 20 metrum neðar.
Að sögn lögreglunnar á ísafírði
var ökumaðurinn einn í bifreiðinni,
og var í fyrstu haldið að hann væri
mikið slasaður. Var ökumaðurinn
fluttur í sjúkrahúsið á ísafírði, en
við læknisrannsókn reyndist hann
minna slasaður en talið hafði verið.
Lögreglan upplýsti jafnframt að
bifreiðin væri gjörónýt.
Skagaströnd
verður áfram
Skagaströnd
SAMFARA kosningunum á laug-
ardaginn fór fram skoðanakönn-
un á Skagaströnd um nafn stað-
arins.
Gefnir vora 3 möguleikar:
Skagaströnd, Höfðakaupstaður og
bæði nöfnin áfram eins og verið
hefur. Úrslit urðu þau að 211 vildu
Skagaströnd, 27 kusu nafnið
Höfðakaupstað og 60 vildu hafa
bæði nöfnin áfram.
Sýning’ í
Asgrímssafni
í ÁSGRÍMSSAFNI hefur verið
opnuð sýning á Reykjavíkur-
myndum Asgríms Jónssonar í
tilefni Listahátíðar i Reykjavík
og 200 ára afmælis borgarinnar
síðar í susnar.
Flestar myndirnar era málaðar á
á áranum 1910 til 1920, en As-
grímur sneri heim frá námi erlendis
1909 og settist þá að í Reykjavík.
A neðri hæð hússins eru sýndar
vatnslitamyndir en í vinnustofunni
uppi hefur verið komið fyrir olíu-
málverkum.
Safnið. verður opið í sumar alla
daga nema laugardaga milli 13.30
og 16.00. Aðgangur er ókeypis.
Stefnt að tveimur
en ekki þremur
í Morgunblaðinu í gær var það
haft ranglega eftir Gísla S. Einars-
syni, efsta manni A-listans á Akra-
nesi, að þeir Alþýðuflokksmenn
hefðu stefnt að því að fá þijá menn
fyrir kosningarnar og það tekist.
Hið rétta er að þeir stefndu að
því að fá tvo menn kjöma, sem og
tókst.
Morgunblaðið biðst velvirðingar
á þessum mistökum.
Fróðleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
LANDSHAPPDRÆTTI
TÓNLISTARSKÓLA
RAGNARS JÓNSSONAR
GIÆSILEGIR VINNINGAR
11BÍIAR
PS
44 hljóðfæri
að eigin vali
KENNSLU
Mercedes Benz
190 E
Volkswagen Golf CL
árg. 87.
KENNSLU
TONUSTARSKOíA
RAGNARS IONSSONAR
TONLISTARSKOLA
RAGNARS JÓNSSONAR
Akureyrí—Reykja vík
Tilstyrktarútgáfuátónlistarkennslumyndböndum,
fyrirgrunnskóla ogalmenning.
SPARISJÓÐUR GLÆSIBÆJARHREPPS
LANDSBANKINN
Baiiki allra laudsmanna