Morgunblaðið - 04.06.1986, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1986
Flamingói
húrra og „olé“
eftirAitor Yraola
Ekki þarf nema fletta dagskrá
Listahátfðar Reykjavíkur, þar sem
meistarinn mikli Pieasso er efstur
á blaði, til að manni verði það ljóst
að aðstandendum hátíðarinnar hef-
ur tekist að fikra sig nær settu
marki, sem einnig var stefnt að á
fyrri hátíðum, semsé því að vanda
sem best skipulag hátíðarinnar og
leggja ríka áherslu á gæði þess sem
upp á er boðið. Hvað þetta atriði
snertir mundu margir verða til að
hrópa húrra fyrir nefndum, lista-
mönnum og erlendum sendiráðum
sem hafa stefnt til Reykjavíkur
ijómanum af erlendri menningu.
Brúnin á eldheitum áhugamönn-
um um „flamingóa" lyftist heldur
betur þegar þeir ráku augun í þetta
dagskráratriði Listahátíðar, „flam-
encoflokkur frá Spáni", sem vita-
skuld þurfti ekki að kynna neitt
frekar, flestir íslendingar sem fara
í frí tii Spánar hljóta að hafa notað
tækifærið til að horfa á „flamenco",
sem í hugum margra er tákn þessa
lands.
Með fullri virðingu fyrir flam-
encodönsurunum sem héldu með
gítara sína og léttleika til þess lands
sem þeir ímynduðu sér að væri „á
enda veraldar", þá er það samt álit
flestra þeirra Spánveija sem fást
við lista- og aðrar menningarhátíðir
að „flamenco" sé fyrst og fremst
skemmtiatriði fyrir túrista. Þó gera
þeir á þessu undantekningar og
nefna í því sambandi Þjóðarballett-
inn, dansflokk Antonio Gades, og
frábæra listamenn eins og dansar-
ann Antonio, gítarleikarann Manolo
Sanlúcar eða Paco de Lucía, sem
hver um sig skarar fram úr í sinni
listgrein.
Hin fræga Europalia-hátíð, sem
alveg frá 1969 hefur verið sá vett-
vangur þar sem Evrópulöndunum
er gefínn kostur á að koma á fram-
færi margbrotinni listaarfleifð
sinni, var í fyrra haldin í Belgíu,
og var Spáni boðið að taka þátt í
henni, enda Spánveijar nýorðnir
Aitor Yraola
meðlimir í Efnahagsbandalagi Evr-
ópu og þar með ekki lengur álitnir
utangarðs í menningarlegu tilliti,
liðinn hjá langur og martraðar-
kenndur vetur Franco-stjómarinn-
ar, og bundu Spánveijar þátttöku
sína við málverka- og höggmynda-
sýningar, leiklist, tónlist, dans, að
ógleymdum upplestmm og umræð-
um. Á þessari miklu hátíð í höfuð-
borg Belgíu, sem stóð frá 22. sept-
ember til 22. desember, gaf að líta
verk Picasso, Dalí og Miró. Einnig
verk klassísku málaranna Veláz-
ques, Murillo og Goya. Þá var nú-
tímalist á dagskrá og vom fulltrúar
hennar Tápies, Gaudí, Chillida. Á
leikfjöiunum gafst mönnum kostur
á að sjá „Blóðbrúðkaupið" eftir
Lorca og „Lífíð er draumur" eftir
Calderón de la Barca. Einnig mættu
til leiks hljómsveitir ásamt einleik-
umm, meðal annars Sinfóníuhljóm-
sveit Spánar, dansflokkar, og er
ástæða til að nefna stóra sýningu
á spænskum þjóðdönsum. Setti
hana upp Maurice Béjart. Og þama
sungu Montserrat Caballé og José
Carreras. Jafnframt gafst mönnum
kostur á að hlusta á Amancio Prada
og Narciso Yepes. Bókmenntimar
gleymdust ekki heldur; fyrirlestrar,
umræður, upplestrar og viðræður
við ýmsa rithöfunda. Að lokum má
geta þess að Belgar fengu tækifæri
til að kynnast nokkmm þeim hátíð-
um sem alþýða manna heldur á
Spáni, kjötkveðjuhátíðinni á Tene-
rife, flugeldahátíðinni í Valencia og
hestamótinu í Jerez. Á þessari
miklu menningarhátíð vom flam-
encotónlist og dans aðeins í auka-
hlutverkum.
Um daginn var ég að tala við
vin minn um hvemig best væri að
kynna spænska menningu á íslandi
og sagði hann sposkur á svip að
nú ætti að sæta lagi að afloknu
gítarspili og flamencodansi að
stofna til nautaats á grasvellinum
fyrir framan aðalbyggingu háskól-
ans.
Með því að fá hingað flamenco-
dansflokk sem valinn var af handa-
hófí hefur kynning á spænskri
menningu að mínum dómi ekki
tekist sem skyldi, miðað við fyrri
kynningar, og hefur orðið til þess
að undmnarsvipur kæmi á nokkrar
myndir Picasso. Að festa í sessi
klisjukennda mynd af Spáni sem
stílar upp á hopp og hí með bjöllu-
trommum og „olé“-hrópum, mynd
sem vissulega má fínna á Costa del
Sol. Hún er sjálfsagt vinsæl og
falleg og gefur í aðra hönd og fyrir
hana borga margir glaðir og í góðri
trú.
Af gefnu tilefni dettur manni í
hug hvort ekki sé kominn tími til
að spyija íslendinga, t.d. með könn-
un sem mætti gera símleiðis, hvem-
ig þeir vilja skemmta sér á eigin
hátíðum. Þótt niðurstaðan yrði mér
og öðmm kannski undmnarefni,
yrði hún að minnsta kosti til þess
að skipulagsnefndimar forðuðust
að taka andlausar geðþóttaákvarð-
anir sem í þessu ákveðna tilviki
komu mér einkar spánskt fyrir sjón-
ir.
Höfundur er lektor í spænsku við
Háskóla íslands.
Pening’amarkaðurinn
GENGIS-
SKRANING
Nr. 101-3 júní 1986
Kr. Kr. Toll-
Ein.KL09.I5 Kaup Sala gengi
Dollari 41,500 41,620 41280
SLptrnd 61,731 61,910 62,134
KuuialUrí 29334 29,920 29,991
Dönskkr. 43943 4,9085 42919
Norekkr. 53607 52762 52863
Scnskkr. 5,6744 5,6908 5,7111
FLmsrk 7,8569 72796 7,9022
Fr.franki 5,6849 5,7014 5,7133
Belg. franki 0,8868 02893 02912
Sr.franki 213709 21,9341 22,0083
HolL gyllini 16,0931 16,1396 16,1735
y-þmark 18,1088 18,1612 18,1930
ILlíra 0,02643 0,02651 0,02655
Austurr.sch. 23758 22833 22887
PorLeacudo 03704 02711 02731
Sp. peaeti 02840 02848 02861
jap-jen 024131 024201 024522
Irsktpund 55,029 55,188 55221
SDR(SéreL 472616 47,6982 47,7133
INNLÁNSVEXTIR:
Sparisjóðsbœkur
Landsbankinn....... ........ 9,00%
Útvegsbankinn............... 8,00%
Búnaðarbankinn.............. 8,50%
Iðnaðarbankinn.............. 8,00%
Verzlunarbankinn..... ...... 8,60%
Samvinnubankinn..............8,00%
Alþýðubankinn................ 8,50%
Sparisjóðir................. 8,00%
Spariajóðsreikningar
með 3ja mánaða uppsögn
Alþýðubankinn............... 10,00%
Búnaðarbankinn...............9,00%
Iðnaðarbankinn...............8,50%
Landsbankinn............... 10,00%
Samvinnubankinn...............8,50%
Sparisjóðir...................9,00%
Útvegsbankinn............... 9,00%
Verzlunarbankinn............ 10,00%
með 6 mánaða uppsögn
Alþýðubankinn............... 12,50%
Búnaðarbankinn............... 9,50%
Iðnaðarbankinn...............11,00%
Samvinnubankinn............. 10,00%
Sparisjóðir................. 10,00%
Útvegsbankinn............... 10,00%
Verzlunarbankinn............ 12,00%
með 12 mánaða uppsögn
Alþýðubankinn............... 14,00%
Landsbankinn.................11,00%
Útvegsbankinn............... 12,60%
Verðtryggðir reikningar
miðað við lánskjaravisrtölu
með 3ja mánaða uppsögn
Alþýðubankinn................ 1,00%
Búnaðarbankinn...... ........ 1,00%
Iðnaðarbankinn.............. 1,00%
Landsbankinn................. 1,00%
Samvinnubankinn...... ....... 1,00%
Sparisjóðir................. 1,00%
Útvegsbankinn................ 1,00%
Verzlunarbankinn............. 1,00%
með 6 mánaða uppsögn
Alþýðubankinn................ 3,00%
Búnaðarbankinn.......,.... 2,50%
Iðnaðarbankinn... .......... 2,50%
-■ Landsbankinn................. 3,50%
Samvinnubankinn ........ .... 2,50%
Sparisjóðir.................. 3,00%
Útvegsbankinn............... 3,00%
Verzlunarbankinn............. 3,00%
með 18 mánaða uppsögn:
Samvinnubankinn...... ....... 7,50%
með 24 mánaða uppsögn:
Samvinnubankinn............. 8,00%
Að loknum bindrtíma 18 mánaða og
24 mánaða verðtryggðra reikninga
Samvinnubankans er innstæða laus
tvisvar á ári eins og á 6 mánaða reikn-
ingum.
Ávísana- og hlaupareikningar.
Alþýðubankinn
- ávísanareikningar............6,00%
- hlaupareikningar............ 3,00%
Búnaðarbankinn................ 2,50%
Iðnaðarbankinn................ 3,00%
Landsbankinn....... .......... 4,00%
Samvinnubankinn...... ........ 4,00%
Sparisjóðir................... 3,00%
Útvegsbankinn................. 3,00%
Verzlunarbankinn1)............ 3,00%
Eigendur ávísanareikninga í Verzlun-
arbankanum geta samið um ákveðna
lágmarksinnstæðu á reikningi sínum og
af henni eru reiknaðir almennir spari-
sjóðsvextir auk uppbótar.
Stjömurelkningan
Alþýðubankinn')............ 8-9,00%
Alþýðubankinn býður þrjár tegundir
Stjömureikninga og eru allir verð-
tryggöir, I fyrsta lagi eru reikningar fyrir
ungmenni yngri en 16 ára, meö 8%
vöxtum. Reikningurinn er bundinn þar
til eigandinn hefur náð 16 ára aldri. í
öðru lagi eru reikningar fyrir aldraða —
lífeyrisþega — með 8% vöxtum. Upp-
sagnarfrestur er mismunandi eftir aldri
eiganda, 3 til 9 mánuðir. Vextir og
verðbætur eru lausar til útborgunar i
eitt ár. Þá eru þriggja Stjörnureikningar
með 9% vöxtum. Hver innborgun er
bundin í tvö ár. Vextir og verðbætur
eru lausar til útborgunar í eitt ár.
Afmalisreikningur
Landsbankinn................ 7,25%
Afmælisreikningur Landsbankans er
bundinn í 15 mánuði og ber 7,25%
vexti og er verðtryggður. Innstæða er
laus í tvo mánuði eftir að binditíma lýk-
ur. Heimilt er að leggja inn á reikninginn
til31.desember1986.
Safnlán - heimllislán - 18-ián - plúslán
með 3ja til 5 mánaða bindingu
Alþýðubankinn............... 10-13%
Iðnaðarbankinn................8,50%
Landsbankinn................ 10,00%
Sparisjóðir...................9,00%
Samvinnubankinn...............8,00%
Útvegsbankinn................ 9,00%
Verzlunarbankinn............ 10,00%
6 mánaða bindingu eða lengur
Alþýðubankinn............... 13,00%
Iðnaðarbankinn............... 9,00%
Landsbankinn................ 11,00%
Sparisjóðir................. 10,00%
Útvegsbankinn............... 10,00%
Innlendir gjaldeyrisreikningar:
Bandaríkjadollar
Alþýðubankinn................ 7,50%
Búnaðarbankinn...... ...... 8,00%
Iðnaðarbankinn...... ........ 8,00%
Landsbankinn................. 6,00%
Samvinnubankinn...... ..... 6,50%
Sparisjóðir.................. 6,25%
Útvegsbankinn................ 6,25%
Verzlunarbankinn..... ...... 6,50%
Steríingspund
Alþýöubankinn............... 11,50%
Búnaðarbankinn....... ....... 9,50%
Iðnaðarbankinn................9,00%
Landsbankinn................ 9,50%
Samvinnubankinn..............10,00%
Sparisjóðir...................9,50%
Útvegsbankinn............... 10,00%
Verzlunarbankinn............ 10,50%
Vestur-þýsk mörk
Alþýðubankinn................ 4,00%
Búnaðarbankinn............... 3,50%
Iðnaðarbankinn............... 3,50%
Landsbankinn............... 3, 50%
Samvinnubankinn...... ....... 3,50%
Sparisjóðir.................. 3,50%
Útvegsbankinn................ 3,50%
Verzlunarbankinn............. 3,50%
Danskarkrónur
Alþýðubankinn................ 8,00%
Búnaðarbankinn...... ........ 7,00%
Iðnaðarbankinn............... 7,00%
Landsbankinn............... 7, 00%
Samvinnubankinn...... ....... 7,50%
Sparisjóðir.................. 7,00%
Útvegsbankinn................ 7,00%
Verzlunarbankinn..............7,00%
ÚTLÁN S VEXTIR:
Almennir vixlar (forvextir). 15,25%
Skuldabréf, almenn................ 15,50%
Afurða- og rekstrarián
í íslenskum krónum.......... 15,00%
íbandaríkjadollurum.......... 8,25%
ísterlingspundum............ 111,5%
í vestur-þýskum mörkum..... 6,00%
íSDR......................... 8,00%
Verðtryggð lán miðað við
lánskjaravfshölu
íalftað2Vaár.................... 4%
Ienguren2'/2ár.................. 5%
Vanskllavextlr................. 27%
Óverðtryggð skuldabráf
útgefin fyrir 11.08. ’84.. 15,50%
Skýringar við sérboð
innlánsstof:nana
Landsbankinn: Ársvextir af Kjörbók eru
13,0% — ávöxtun hækkar eftir því sem inn-
stæða er lengur óhreyfð. Á þriggja mánaða
fresti er ávöxtun Kjörbókar borin saman við
ávöxtun á sex mánaða verötryggðum reikning-
um og sú ávöxtun valin sem reynist hærri.
Vextir eru reiknaðir tvisvar á ári á höfuðstól.
Kjörbók er óbundinn reikningur, en frá út-
borgaöri fjárhæð dregst 0,7% gjald en þó
ekki af vöxtum liðins árs.
Útvegsbankinn: Ábót er óbundinn reikning-
ur. Borin er saman ávöxtun á óverötryggðum
reikningum og þriggja mánaða verðtryggðum
reikningum og hærri ávöxtunin valin. Ef inn-
stæða hefur verið hreyfð, reiknast almennir
sparisjóösvextir á reikninginn. Vextir eru færð-
ir einu sinni á ári á höfuðstól, en verðbætur
bætast við höfuðstól ef ávöxtun þriggja mán-
aðareikningaervalin.
Búnaðarbankinn: Gullbók ber 13,0% vexti
á ári - ávöxtun fer hækkandi eftir því sem
innstæða er lengur óhreyfö. Gerður er saman-
burður við ávöxtun þriggja mánaða verð-
tryggöra reikninga og ef hún er betri er hún
valin. Vextir eru færðir tvisvar á ári á höfuð-
stól. Ef tekið er út af reikningnum er reiknað
0,75% úttektargjald og er það dregið frá áunn-
umvöxtum.
Metbók Búnaðarbankans er bundinn reikning-
ur til 18 mánaða. Hverju innleggi er hægt að
segja upp með 18 mánaða fyrirvara. Vextir
eru lausir til útborgunar í 6 mánuöi. Nafn-
vextir eru 14.50% og höfuðstólsfærslur vaxta
tvisvar á ári. Gerður er samanburður á ávöxtun
6 mánaða verðtryggöra reikninga og Met-
bókar. Ávöxtun Metbókar er aldrei lakari en
ávöxtun 6 mánaöa reikninga.
Verzlunarbankinn: Kaskóreikningur. Þá
ársfjórðunga (jan.—mars o.s.frv.) sem inn-
stæða er óhreyfö eða einungis ein úttekt (eftir
að lausir vextir hafa verið teknir út) fylgja
vextir þeim sparifjárreikningum bankans sem
hæsta ávöxtun gefa. Af úttekinni fjárhæð
reiknast almennir sparisjóðsvextir. Innstæða
á Kaskóreikningi, sem stofnaður er í síðasta
lagi á öðrum degi ársfjórðungs og stendur
óhreyfð út ársfjórðunginn nýtur Kaskókjara
með sama hætti og innstæða á Kaskóreikningi
sem til hefur verið heilan ársfjórðung og fær
hlutfallslegar verðbætur m.v. dagafjölda í
innleggsmánuði. Stofninnlegg siðar á ársfjórð-
ungi fær hæstu ávöxtun í lok þess næsta á
eftir sé reikningurinn í samræmi við reglur um
Kaskókjör. Ef fleiri en ein úttekt er á ársfjórð-
ungi, eftir að lausir vextir hafa verið teknir út,
fær reikningurinn almenna sparisjóðsvexti.
Vextir og verðbætur leggjast við höfuðstól í
lok hvers ársfjórðungs hafi reikningurinn notið
Kaskókjara. Vextir eru ávallt lausir og úttekt
vaxta skerðir aldrei Kaskókjör.
Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur. Eftir
því sem innstæða er lengur óhreyfð reiknast
hærri vextir. Fyrstu tvo mánuði 8% vextir,
eftir tvö mánuði 8,25%, eftir þrjá mánuði 8,5%
o.s.frv. uns innstæða hefur verið óhreyfð í 6
mánuði þá reiknast 12% vextir. Frá og með
12 mánuðum eru vextir 12,5% og frá og með
18 mánuðum 13%. Aunnar vaxtahækkanir
reiknast alltaf frá þvi að lagt var inn. Vaxta-
færsla á höfuðstól er einu sinni á ári.
Alþýðubankinn: Sérbók ber allt að 16%
vexti en vextir hækka eftir því sem innstæða
er lengur. Hver innstæða er meðhöndluð sér-
staklega. Höfuðstólsfærslur vaxta eru fjórum
sinnum á ári. Þá er einnig gerður samanburður
á ávöxtun Sérbókar og þriggja mánaða verð-
tryggðra reikninga og sú hagstæðari valin.
Sparisjóðir: Trompreikningur er verð-
tryggður og ber auk þess grunvexti 6 mánaða
verðtryggs reiknings. Vextir eru færðir á höf-
uðstól tvisvar á ári. Hreyfingar innan mánaðar
bera sérstaka Trompvexti 12,5% ef innistæða
hefur verið án útborgunar i þrjá mánuði eða
lengur, en annars almenna sparisjóðsbókar-
vexti. Ársfjóröungslega er ávöxtun lægstu
innistæðu á liðnum þremur mánuðum borin
saman við sérstaka Tropmvexti og ef þeir
gefa hærri ávöxtun er mismun bætt við vaxta-
stöðu Tropmreiknings.
Sparisjóður Vélstjóra ert með Sparibók,
sem er bundin í 12 mánuði og eru vextir
15,5%, eru þeir færðir á höfuðstól einu sinni
á ári. Þegar útborgun hefur staðið í stað í 12
mánuði er hún laus til útborgunar næstu 30
daga, eftir það binst hún á ný næstu 11 mán-
uöi. Eiganda sparibókar er tryggt að bókin
gefi aldrei lægri ávöxtun á árí en sex mánaða
bundinn verðtryggður reikningur.
Sparisjóður Reykjavikur og nágrennis,
Sparisjóður Kópavogs, Sparisjóður Hafnar-
fjarðar, Sparisjóðurinn í Keflavfk, Sparisjóður
Mýrarsýslu og Sparisjóður Akureyrar eru með
Topp-bók, sem er bundin í 18 mánuði og eru
vextir 14,5%, eru þeir færðir á höfuðstól tvi-
svar á ári. Þegar innborgun hefur staðið í 18
mánuði er hún laus til útborgunar næstu 30
daga, eftir það binst hún á ný og er laus til
útborgunar í 30 daga á sex mánaða fresti.
Eiganda Topp-bókar er tryggt að bókin gefi
aldrei lægri ávöxtun á ári en sex mánaða
bundinn verðtryggður reikningur.
Iðnaðarbankinn Bónusreikningur er óverð-
tryggður reikningur og ber 11% vexti. Óverð
tryggð Bónuskjör eru 2,5%. Mánaðarlega eru
borin saman verðtryggð og óverðtryggð bón-
uskjör og ávöxtun miðuð við þau kjör sem eru
hærri á hverjum tíma. Vextir eru færðir á
höfuðstól tvisvar á ári. Heimilt er að taka út
tvisvar á hverju sex mánaða tímabili.
Lífeyrissjóðslán:
Lffeyríssjóður starfsmanna ríkitlns:
Lánsupphæð er nú 500 þúsund krónur og er
lánið vísitölubundið með lánskjaravtsitölu, en
ársvextir eru 5%. Lánstími er allt að 25 ár,
en getur verið skemmri, óski lántakandi þess,
og eins ef eign sú, sem veð er í er IrtiHjörleg,
þá getur sjóðurinn stytt lánstímann.
Greiðandi sjóðsfélagar geta sótt um lán úr
lífeyrissjóönum ef þeir hafa greitt iðgjöld til
sjóðsins í tvö ár og tvo mánuði, miðað við
fullt starf. Biðtími eftir láni er fjórir mánuðir
frá því umsókn berst sjóðnum.
Lffeyrissjóður verzlunarmanna:
Lánsupphæð er nú, eftir a.m.k. 3ja ára aðild
að lífeyrissjóðnum og fimm árum eftir síðustu
lántöku, 150.000 krónur.
Höfuöstóll lánsins er tryggður meö láns-
kjaravísftölu, en lánsupphæðin ber nú 5%
ársvexti. Lánstíminn er 3 til 5 ár að vali lántak-
anda.
Lánskjaravfsrtala fyrir maí 1986 er 1432
stig en var 1428 stig fyrir apríl 1986. Hækkun
milli mánaðanna er 0,28%. Miðað er við vísi-
töluna 100 í júní 1979.
Byggingavísitala fyrir apríl til júni 1986 er
265 stig og er þá miðað við 100 í janúar 1983.
Handhafaskuldabréf í fasteignaviðskipt-
um. Algengustu ársvextir eru nú 18-20%.
Sérboð Nafnvextlr m.v. óverðtr. verðtr. Verðtrvaa. Höfuðatóls fœrsl.
Óbundiðfé kjör kjör tímabil vaxta á ári
Landsbanki, Kjörbók: 1) ?—13,0 3.5 3mán. 2
Útvegsbanki.Ábót: 8-13,0 1,0 1 mán. 1
Búnaöarb., Gullbók 1) ?—13,0 1,0 3mán. 2
Verzlunarb., Kaskóreikn: 8,5-12,0 3,0 3mán. 4
Samvinnub., Hávaxtareikn: 8-13,0 1-2,5 3mán. 1
Alþýðub., Sérvaxtabók: 10-16,0 1,0 4
Sparisjóðir, Trompreikn: Bundiðfé: 12,5 3,0 1 mán. 2
Búnaðarb., Metbók: 14,50 3,5 6mán. 2
Iðnaðarbanki, Bónus: 11,0 2,5 1 mán. 2
Sparisj. vélstj: 15,5 3,0 6mán. 1
1) Vaxtaleiörótting (úttektargjald) er 0,75% hjá Búnaöaörbanka og 0,7% í Landsbanka.