Morgunblaðið - 04.06.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.06.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4.JÚNÍ 1986 Ítalía: Þrjú núll numin aftan af lírunni Torino, Italíu. Frá Bryiyu Thomer, fréttaritara Morgunbladsins. ITALSKA ríkisstjómin hefur nú gengið frá öllum helstu atriðum varðandi myntbreytingu hér á Italíu og er nýju lírunnar að vænta í umferð næsta vor. Þremur núllum verður kippt aftan af lirunni, þannigf að í stað þess að kosta 27 isl. aura, eins og verðgildi hennar er nú, mun hún kosta um 27 krónur þegar breytingin er komin tU framkvæmda. AP/Simamynd SlökkviUðsmenn að starfi í pappírsgeymslu Ruberts Murdoch i London. Á myndinni má sjá dráttarvagna fullaaf pappírsrúllum. Líran er, sem kunnugt er, verð- lægsta myntin í Evrópu. Er mynt- breytingin tímabær, þar sem við- skiptatölur rúmast vart lengur í Mesti bruni í London í áraraðir: Talið að kveikt hafi verið í pappírsgeymslu Murdochs London. AP. BRUCE Matthews, framkvæmdastjóri útgáfufyrirtækis Ruperts Murdoch í London, fullyrti í gær að fyrrum prentarar The Timea og The Sun hefðu kveikt í pappírsgeymslu fyrirtækisins í fyrrinótt. Talsmaður prentara visar þessu á bug en sjónvarvottar sáu tvo menn kasta einhveiju inn í vöruhúsið og hlaupa síðan á brott rétt áður en eldur blossaði upp. Vöruhúsið er í Deptford, í um 3ja km fjarlægð frá hinu nýja blað- húsi Murdochs í Wapping. Þar brunnu 20.000 tonn af blaðapappír, Tony-verð- launin af- hent í fer- tugasta sinn New York. AP. Siðastliðið sunnudagskvöld voru Tony-verðlaunin afhent í fertugasta sinn. Þau eru árlega veitt þeim sem skara þykja fram úr á leiksviði og eru veitt i nítján flokkum. „Leyndardómur Edwins Droods" fékk verðlaun sem bezti söngleikur- inn, en gamanleikur Herb Gardners, „I‘m not Rapppaport" fékk öllum á óvart verðlaun sem bezta leikritið. „Pm not Rappaport" fékk tvenn verðlaun önnur, þar af ein fyrir bezta leikara, en það var Judd Hirsch. Lily Tomlin fékk verðlaun fyrir einleik sinn í „The Search for Signs of Intelligent Life in the Universe" eftir Jane Wagner. I þakkarræðu sinni þakkaði hún fjölda fólks, sem viðriðið var sýninguna, þar á meðal yfirsætavísunni. Flest verðlaun hlaut „Leyndar- dómur Edwins Drood", söngleikur sem byggður er á síðustu skáldsögu Charles Dickens, en hann lést frá henni ólokinni. Söngleikurinn fékk fímm verðlaun, þar af tvenn ætluð höfundi og ein til handa popptón- smiðnum Rupert Holmes. Leikstjór- inn, Wilford Leach, fékk verðlaun fyrir beztu söngleikstjóm. Bob Fosse, sem hefur fengið Tony-verðlaun átta sinnum áður, fékk sín níundu fyrir að semja og stýra dansatriðum í „Big Deal“. Tony-verðlaunin heita eftir Antoinette Perry, en hún var áhrifa- mikil í bandarísku leikhúslífi meðan hennar naut við. en Matthews segir brunann engin áhrif hafa á prentun blaða Murdochs, þar sem aðeins um 10% af þeim pappír, sem fyrirtækið notar, koma frá Deptford. Talsmenn lögreglunnar segja eldsvoðann mjög grunsamlegan og leikur grunur á að um íkveikju hafi verið að ræða. Talið er að eld- sprengjum hafi verið varpað inn f vörugeymsluna. Hefur Scotland Yard verið falin rannsókn málsins. Að sögn íbúa í nærliggjandi hús- um voru tveir menn á vappi fyrir utan vöruhúsið í fyrrakvöld og skyndilega hentu þeir einhveiju inn í húsið og hlupu svo á brott. Augna- bliki seinna gaus eldur upp og varð húsið samstundis alelda. Eldurinn varð strax mjög ákafur og stóðu eldstungur 60 metra í loft upp. Sást eldurinn mjög víða að. Það tók slökkviliðsmenn níu klukkutíma að ná tökum á eldinum. Alls tóku 250 slökkviliðsmenn og 35 brunabílar frá 17 slökkvistöðvum í London þátt í slökkvistarfí. Ennfremur var not- aður sérstakur slökkvibátur, sem sprautaði inn yfir vöruhúsið úr ánni Thames. Eldsvoðinn er einn hinn mesti í London í áraraðir. í janúarlok sagði Murdoch upp 5.500 prenturum og hafa þeir mótmælt því með miklum aðgerðum við hið nýja blaðhús hans í Wapping. Komið hefur þar til harðra átaka fyrrum starfsmanna og lögreglu, síðast í fyrrakvöld. Hafa prentaramir fyrrverandi reynt nær árangurslaust að hindra starf- semina í Wapping og stöðva útgáfu blaða Murdochs. Ifyrir viku bauð Murdoch nýja samninga og hafa atkvæði ekki verið greidd um til- boðið ennþá. Óttast er að eldsvoðinn í Deptford verði til að auka heift í deilunni. AP/Sfmamynd Frá brunanum i pappirsgeymslu Ruberts Murdoch. Eins og sjá má er þak vöruhússins fallið niður og í baksýn má sjá ónýta vörubifreið og pappirshrúgur. Kyodo-fréttastofan í Japan: Leiðtogafundur Kóreu- ríkjanna er væntanlegur Tókýó, Japan. AP. FORSETAR Norður- og Suður-Kóreu, Kim II Sung og Chun Doo Hwan, munu eiga með sér fund síðar á þessu ári, að sögn japönsku fréttastofunnar Kyodo á sunnudag. Þetta verður fyrsti fundur leið- toga rikjanna frá því landinu var skipt í lok síðari heimstyijaldarinn- í frétt Kyodo segir að fundurinn kunni að verða haldinn í október í haust og segir að Norður-Kóreu- menn í Tókýó hafí staðfest fréttina. Háttsettur embættismaður í Seoul sagði hins vegar í samtali við AP-fréttastofuna, að sér væri ekki kunnugt um að slíkur fundur væri fyrirhugaður. Að undanfömu hafa komið upp endurteknar fregnir í Japan um að fundur leiðtoga Kóreuríkjanna væri í uppsiglingu. Ríkisstjóm Suður- Kóreu hefur ávallt borið allar slíkar fregnir til baka og það sama hefur ríkisstjóm Norður-Kóreu gert í mörgum tiivikum. Samkvæmt frétt Kyodo munu Hæstar meðaltekjur í Sam- einuðu furstadæmunum Washington. AP. HÆSTU tekjur á ibúa árið 1984 eru í Sameinuðu arabfsku furstadæmunum, Quatar og í Sviss og þvi er segir í bráða- birgðaskýrslu Alþjóðabankans sem var birt i dag. í sameinuðu arabísku fursta- dæmunum býr 1,277.000 manns og meðallaun em 22.300 dollarar á ári eða um 930 þúsund ísl. krón- ur. í Quatar búa 292 þúsund fbúar og meðallaun vom 20.600 dollarar eða um 865 þúsund fls. krónur. Sviss kemur í þriðja sæti með um 15.990 dollara eða um 670 þúsund ísi. krónur. Alþjóðabankinn hafði ekki tölur um meðallaun í Sovét- ríkjunum. í §ölmennasta ríki heims, Kína, vom meðallaun meðal hinna lægstu í heimi, eða sem svarar 310 dollumm um 13 þúsund ísl. krónur. Samkvæmt þessari bráða- birgðaskýrslu búa 317 milljón manns í löndum — einkum í Afr- íku — þar sem meðallaun hafa faríð lækkandi á síðasta áratug. Meðallaun hafa einnig lækkað í Argentínu, Perú, Venesúela, Jamaica, Bólivíu, E1 Salvador og Papua Nýja Guinea. Meðaltekjur hafa lækkað mest í Nicaragua á þessum tíma, um fimm prósent á ári að meðaltali. Fátækasta ríki er Miðafríku lýðveldið, þar sem 2,5 milljón búa og vom meðallaun árið 1984 270 dollarar eða ellefu þúsund krónur. Alþjóðabankinn fær ekki tölur frá ríkjum sem lúta kommúniskri stjóm. venjulegum reiknivélum. Hin nýja líra, „þunga líran", eins og Italir kalla hana, hefur enn ekki verið kynnt fyrir almenningi. Um er að raeða mynt að verðgildi '/íoo úr lím, */io, Vo, auk hálfrar og einnar lím peninga. Verðgildi seðlanna verður ein líra, fímm, 10, 50, 100, 500 og 1000 lírur. Italskur almenningur skiptist í tvo hópa í afstöðunni til myntbreyt- ingarinnar. Annars vegar em þeir, sem meðhöndia daglega tölur upp á hundmð milljóna og milljarða líra og em ánægðir með breytinguna. Hins vegar em svo þeir, sem hafa áhyggjur af verðhækkunum í kjöl- far breytingarinnar þrátt fyrir lof- orð um óbreytt verðlag. I byrjun verða báðar myntgerð- imar í notkun, en ítalski seðlabank- inn vonast til að gamla líran verði horfin úr umferð í lok ársins 1988. leiðtogaramir ræða ýmis málefni sem tengjast því að sum atriði Ólympíuleikanna í Seoul 1988, verða í Norður-Kóreu. Samkvæmt opinberri tilkynningu í Norður-Kóreu hefur Kim 11 Sung lýst því yfír í opinberri ræðu að eftirmaður hans á forsetastóli hafi verið valinn. Hann lét hins vegar hjá líða að nefna um hvem væri að ræða. Stjómmálaskýrendur hafa nokkur undanfarin ár haldið því fram að eftirmaður Sung yrði sonur hans, Kim Jon II, sem nú er 44 ára að aldri. Yrði það í fyrsta skipti í sögunni sem sonur leiðtoga í ríki þar sem stjómkerfi kommúnista er við líði, tæki við af föður sínum. 113. af- mælisdagnr elzta Bretans Swansea, Wales AP ANNA Williams, elzti borgari Bretlands, hélt upp á 113. afmælisdag sinn á mánudag. Hún dvelur á elliheimili í Suður-Wales. Dóttir hennar Constance, sem er áttræð, sagði að móðir sín hefði aldrei reykt og fengi sér bara ein- stöku sinnum sjerriglas, hún hefði mikla matarlyst og væri sæmilega brött andlega. „En hún þreytist fljótt og þótt hún borði vel er hún alltof horuð,“ sagði dóttirin. Elzti karlmaður Bretlands býr einnig í Swansea. Hann heitir John Evans, er fyrrver- andi námuverkamaður og verður 109 ára í ágúst. * Irland: Sex nunnur fórust í eldsvoða Dyflinni. AP. SEX nunnur biðu bana er eldur kom upp í klausturskóla í Dyfl- inni í fyrradag. Sváfu nunnumar á efstu hæð í svefnálmu skólans. Ekki er vitað um eldsupptök. Fimmtán nunnum tókst að forða sér úr eldsvoðanum og gerðu þær itrekaðar tilraunir til þess að bjarga hinum úr eldinum en það tókst ekki. Atburður þessi hefur vakið djúpa og almenna sorg í írska lýðveldinu, þar sem mikiil meirihluti íbúa er kaþólskur. Patrick Hillery, forseti landsins, og Garret Fitzgerald, for- sætisráðherra, svo og Charles Haugey, leiðtogi stjómarandstöð- unnar, hafa allir fært aðstandend- um þeirra, sem létust, samúðar- kveðjur sínar. „Nunnumar urðu eldsins varar skömmu eftir að hann kviknaði," var haft eftir einni þeirra, sem björguðust. „Þær hefðu því átt að geta forðað sér. Gólfið í ganginum eða stiginn hljóta að hafa látið undan og því fór sem fór.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.