Morgunblaðið - 04.06.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.06.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1986 27 Veruleg aukníng á flutningum félagsins ARNARFLUG jók flutninga sína talsvert fyrstu fínun mánuði ársins, bæði í farþegaflutningum og vöruflutningum. I fréttatilkynningu frá Arnarflugi segir að tekjuaukning félagsins hafi þó verið meiri en sem því nam. Samtals 10.482 farþegar ferðuð- ust með millilandaflugi Amarflugs á tímabilinu. A sama tímabili í fyrra voru farþegamir 8.742. Aukningin er því um 20 prósent. Vöruflutningamir jukust um 48 prósent milli ára. Það sem af er þessu ári hafa verið flutt 494 tonn en 334 á sama tíma í fyrra. Ljóst er að flutningar félagsins munu enn aukast í sumar, segir ennfremur í fréttatilkynningunni. Unnið að götuleik- sýningu á GÖTULEIKHÚS verður í Reykja- vik 17. júní nk. og er það leik- hópurinn „Veit mamma hvað ég vil“ sem stendur að sýningunni, en hún er styrkt af Reykjavíkur- borg. Þátt í sýninguni geta allir tekið 17.júní sem hafa áhuga, en unnið er að undirbúningi hennar í Borgarskálan- um, Sigtúni 5. Þangað geta þeir sem áhuga hafa á að leika á götum borgarinnar þjóðhátíðardaginn, mætt kl. 20.00 næstu kvöld. (Úr f réttatilkynningll.) Velti öðrum og ók hinum út af Akureyri. BIFREIÐ valt á Moldhaugna- hálsi um helgina. Okumaðurinn var ölvaður, hafði stolið bif- reiðinni á Akureyri og er hún talin ónýt. Okumaðurinn meiddist ekkert við veltuna en gekk frá slysstaðn- um niður að Skjaldarvík, um kíló- metra leið, þar sem Subaru-bifreið varð á vegi hans. Lyklamir voru í Subarunum og tók ökumaðurinn hann einnig ófijálsri hendi. Ók hann aftur vestur á bóginn en lenti út af veginum við bæinn Gloppu í Öxnadal. Aftur slapp hann ómeiddur og fékk síðan far með bíl sem var á leið vestur. Lögreglan hafði fengið upplýsingar um málið og stöðvaði alla bíla sem leið áttu vestur SkagaQörð. Sauðárkrókslögregl- an fékk manninn afhentan við Varmahlíð er hún stoppaði bifreið- ina sem hann var í og játaði hann strax. Hann svaf síðan úr sér hjá lögreglunni á Sauðárkróki. Seinni bifreiðin, sem hann ók útaf i Öxnadalnum, er eitthvað skemmd — en þó mun minna en sú fyrri. Meiðsli lítilsháttar en eignatj ón verulegt NAFN höfundar greinarinnar „Eitt er nauðsynlegt" féll því miður niður f blaðinu í gær. Hann er Pétur Magnússon fyrrverandi kaup- maður og bankamaður. - Blaðið biðst velvirðingar á þessum mistök- um. Morgunblaðið/Júlfus Áreksturinn á mótum Barónsstígs og Skúlagötu. Báðir bílarnir eru mikið skemmdir, en ökumenn þeirra meiddust aðeins lítilsháttar. TVEIR mjög harðir árekstrar urðu í Reykjavík á mánudag. Meiðsli á mönnum voru lítil en eignatjón mikið. Báðir árekstramir urðu með þeim hætti, að sveigt var í veg fyrir bíla, sem komu á móti. í öðrum árekstrinum skemmdust þrir bílar og einn ljósastaur eu tveir bílar í hinum. Rétt fyrir klukkan 8 varð „rússn- eskur" árekstur á mótum Hring- brautar og Hofsvallagötu. Volgu-bíl var þá ekið í austur eftir Hring- brautinni og sveigði ökumaður bíls- ins til norðurs inn á Hofsvallagötu, en beint í veg fyrir Lödu-bíl, sem var á leið vestur eftir Hringbraut- inni. Við höggið stöðvaðist Ladan, en Volgan hélt áfram eftir Hofsvalla- götunni unz hún rakst á ljósastaur með þeim afleiðingum að hann féll á þakið á Volvo, sem ekið var fram- hjá á sömu stundu. Ökumenn beggja bflanna voru einir í bflunum. Oku- maður Lödunnar var í bílbelti og sakaði ekki en ökumaður Volgunnar skarst lítillega. í hádeginu á mánudag varð jap- anskur" árekstur á mótum Baróns- stígs og Skúiagötu. Bíl af gerðinni Mazda var þá ekið til norðurs eftir Barónstíg og hugðist ökumaður hans sveigja til vesturs eftir Skúlagöt- unni. Ekki vildi betur til en svo, að hann ók beint í veg fyrir aðra Mösdu, sem var á leið austur eftir Skúlagöt- unni á innri akrein. Ökumenn voru einir í bflunum og skárust báðir nokkuð, hvorugur notaði bílbelti. Báðir bílamir eru mikið skemmdir. uwsnvoi Nafn höfund- ar féll niður Sýslunefndar- kosningar í Stykkishólmi Stykkishólmi. í SAMBANDI við hreppsnefnd- arkosningar í Stykkishólmi sem fóru fram sl. laugardag, var einnig kjörinn fulltrúi fyrir Stykkishólmshrepp í sýslunefnd Snæfellsness og Hnappadals- sýslu. Var Agúst Bjartmars kennari kjörinn með 376 atkvæðum og varamaður hans Benedikt Lárusson framkvæmdastjóri. Alls vom 3 list- ar í kjöri. Ámi. Röng mynd RÖNG úrklippumynd birtist með grein Sigrúnar Jónsdóttur í blaðinu í gær. Var birt mynd af grein Selmu Júlíusdóttur frá 29. maí, en átti að vera af grein hennar, sem birtist 25. maí, þar sem Sigrún er að svara þeirri grein. Biðst blaðið velvirðing- ar á þessum mistökum. Byggingaþjónustan: Arkitektar veita almenn- mgi raðgjof Byggingaþjónustan hefur feng- ið til liðs við sig arkitekta og landslagsarkitekta sem veita munu almenningi ráðgjöf inilli 16.00 og 18.00 á miðvikudögum. Arkitekta hefur Byggingaþjón- ustan á sínum snærum allan árs- ins hring en Iandslagsarkitekt- arnir verða út júní. I fréttatilkynningu frá Bygginga- þjónustunni segir að ráðgjöfin sé bæði fagurfræðilegs og tæknilegs eðlis. Byggingaþjónustan er til húsa í Iðnaðarmannahúsinu við Hallveig- arstíg. Umferðin í aprfl: Færri slys en á sama tíma á síðasta ári í aprilmánuði slösuðust 37 manns í umferðinni og einn lést. í aprfl 1984 slösuðust alls 66 manns og í apríl 1985 voru þeir 83. í samanburði við þrjá fyrstu mán- uði þessa árs virðist umferðarmenn- ing landans þó ekki hafa tekið miklum stakkaskiptum í apríl. Samkvæmt bráðabirgðaskýrslu umferðarráðs slösuðust 30 einstakl- ingar í umferðinni í janúar sl., 32 í febrúar og 24 í mars. Þá varð eitt dauðaslys í janúar, Qögur i febrúar ogþrjúímars. GOTT KAST GEFUR FISK S115DKR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.