Morgunblaðið - 04.06.1986, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1986
>
mnmn
j, fflér gefcjciót c&mönnum sem siefnc{
c\b cmYwjerju-1'
áster...
... að safna svepp-
um saman.
TM Reg. U.S. Pat. Off.—all rlghts reserved
®1985 Los Angeles Times Syndicate
Ég get ekki sagt þér það
núna. Ég er ekki ein!
Þið lítið inn aftur — eftir svo
sem nokkur ár?
HÖGNI HREKKVÍSI
„ NEGLURNAR rMÍMAR 6RU í &ESTA LACSI,
þAK.MA FyRIR.
iimi miniiii
lllllll III11II
Þajiniff «i6ð Btyttu af T6m»i
syni í Austnrstrwti ein »ér
gMnnni en hún verður.
og vestar I
Hsunnynd beirrn Dagnýjnr Helg^ulóttur og Goðnn Pál*-
fyrir aftan er hfft mannarasála^þar mb í or Utrmð
Höggmyndin af Tómasi
í Austurstræti að nýju
I uiiuid hfimnovnd «/ Tónuui Goð- I gifti, «m er táta him venJdlega, maiuiaiiM. °g I
‘ l*Swi á rtendur frvmí. Hluti úr kv»*nu Aurtunrtnrt. eftu
Höggmyndin af Tómasi
í Austurstræti að nýju
Aðgát skal höfð
í nærveru sálar
Dómkirkjupresturinn í Reykja-
vík, séra Þórir Stephensen skrifar
ádrepu á fréttastofu sjónvarpsins í
Mbl. í dag, 23. maí. Tilefni þessara
skrifa prestsins er myndbirting rík-
isfjölmiðilsins af „sexmenningun-
um“ í Hafskipsmálinu svokallaða,
er þeir voru leiddir til yfírheyrslu.
Ég tek heilshugar undir þessi orð.
Flest okkar getum einnig tekið
undir orð prestsins, þar sem hann
vitnar í Biblíuna: „Allt sem þér
viljið, að ...“, „Dæmið ekki, ...“
og síðast en ekki sízt: „Verið mis-
kunnsamir".
Presturinnn minnir réttilega á,
að allir þessir menn eiga sér ijöl-
skyldur, maka, böm og jafnvel
aldraða foreldra. Séra Þórir segir
einnig: „hinir umræddu menn hafa
e.t.v. gengið mjög á rétt náungans".
Því miður eru mörg dæmi úr
fréttamiðlum okkar um miskunnar-
leysi gagnvart Qölskyldum þeirra,
er bijóta af sér. Engum er hlíft,
heldur ekki „konum og bömum".
En spyrja má. Hversu oft hugsa
þeir menn, sem „e.t.v. hafa gengið
á rétt náungans", svo notuð séu orð
dómkirkjuprestsins, um fjölskyldur
sínar, er þeir standa í lögbrotum?
Ástæða þessa bréfkoms míns er,
að ofarlega er í huga mér sá harm-
leikur, er varð í einu af úthverfum
borgarinnar ekki alls fyrir löngu. í
frétt í einu blaðanna var birt nafn
hins ólánssama manns, ásamt aldri
og heimilisfangi, og þess getið í
leiðinni, að 12 ára drengur hafi
verið staddur í íbúðinni er ógæfan
dundi yfír. Hvers á þetta bam að
gjalda?
Ég hefði viljað sjá svona skrif
frá prestum borgarinnar oftar,
þegar veija þarf „konur og böm“
fyrir fjölmiðlum. Það er rétt: „Að-
gát skal höfð í nærveru sálar“, en
við emm öll „böm Guðs“, eða er
það ekki?
Stefania Einarsdóttir
Meðfylgjandi mynd á baksíðu
Morgunblaðsins 29. maí vakti bæði
athygli mína og hryggð, því mér —
eins og flestum öðmm — er annt
um minningu Tómasar Guðmunds-
son skálds. Myndin sýnir bijóstlíkan
af Tómasi, bæði fyrir og eftir þá
breytingu sem ráðgerð er af borgar-
yfírvöldum. Stallinn á ekki að
hækka að mun, en aftur á móti á
að teygja úr hálsi Tómasar í stíl
meistarans Pablos Picasso. Picasso
var fmmlegur listamaður sem
hvergi vék frá sínum sérkennilegu
stílbrögðum, því það er ekki hægt
að blanda saman stíltegundum í
einni og sömu mynd svo vel fari á.
Hjá Picasso samræmist andlitssvip-
ur og höfuðlag hinum langa hálsi.
Honum myndi aldrei hafa dottið f
hug að setja langan háls á hlutlæga
bijóstmynd. Ef nota á þessa nýju
hugmynd hefði þurft að stílfæra
andlit og höfuðlag Tómasar í anda
Picasso, svo að eftirlíkingin yrði
fullkomin. Mér fínnst að annaðhvort
mætti mjókka eða hækka stallinn
— ef nauðsyn krefur — en láta
hálsinn halda sér.
Ég mælist því til þess að borgar- t
yfirvöld að þau athugi sinn gang
áður en verkinu verður komið í
framkvæmd.
Gréta Sigfúsdóttir
Víkverj! skrifar
essa dagana hellist heims-
knattspyman yfír okkur frá
Mexíkó. Danir eru þar verðugir
fulltrúar Norðurlandanna og eru
miklar vonir bundnar við frammi-
stöðu þeirra. Valinn maður í hveiju
rúmi segja sérfróðir, Laudrup,
Larsen, Olsen, Nielsen og hvað þeir
heita nú allir. Vonandi standa Danir
undir merki og halda áfram á sömu
braut og þeir mörkuðu með glæsi-
legri frammistöðu í Evrópukeppn-
inni fyrir tveimur árum.
Danir eru knattspymusjúkir
þessa dagana. Ekki aðeins hörðustu
áhugamenn. Þjóðin er með hitasótt
vegna HM í knattspymu. í ríki
Margrétar drottningar og Schluters
sjást ekki aðrir litir en rautt og
hvítt. Fánalitir Dana að sjálfsögðu,
en ekki aðeins við hún á flaggstöng-
um, heldur á ólíklegustu stöðum.
Kaupahéðnar sáu sér fyrir löngu
leik á borði og segja að allt sem
beri liti danska landsliðsbúningsins
í knattspymu sé góð söluvara; bolt-
ar, treflar, skyrtur, húfur, hljóm-
plötur og snældur svo dæmi séu
tekin um hluti, sem tengja má
íþróttinni. En einnig ótrúlegri hlutir
svo sem sápur og sjampó, sjón-
varpstæki, kaffí og bjór.
Danir eru stoltir af landsliðs-
mönnum sínum og landsliðsmenn-
imir geta verið stoltir af stuðnings-
mönnunum. Á sama tíma og ólæti
á knattspymuleikjum em stöðugt
vandamál víðs vegar í heiminum,
fer gott orð af dönskum íþróttaá-
hugamönnum. í Englandi er orðið
„holligans" notað yfír þann leiða
hóp manna, sem æst hefur til óláta
á leikjum, jafnvel með þeim afleið-
ingum að tugir hafa látið lífíð. í
Danmörku ganga fylgismenn
danska landsliðsins undir heitinu
„roligans". Þeir syngja og tralla á
leikjum liðs síns, en kunna að taka
sigri jafnt sem ósigri. Það sama er
ekki hægt að segja um villimennina,
sem hleypa upp leikjum. Vonandi
eiga „þeir góðu, rólegu“ eftir að
verða meira áberandi í Mexíkó
heldur en „hinir óðu og æstu“. Má
Víkveiji bíða um „roligans" í stað-
inn fyrir þá örmu „hooligans".
XXX
Víkveiji átti þess kost á dögun-
um að svipast um í Stavanger
í Noregi, og einnig var nágrennið
lítillega skoðað. Gífurleg breyting
hefur átt sér stað í atvinnulífi á
þessum slóðum síðustu áratugi. Úti
fyrir ströndinni eru einhver dýr-
mætustu olíuvinnslusvæði Norður-
sjávarins og atvinnulíf í landi teng-
ist mjög þessari gullkistu Norð-
manna. Þegar ekið er um borgina
og nácrenni hennar verður fljótt
ljóst hversu mjög.olían hefur breytt
möguleikum íbúanna og einnig að
Norðmenn hafa haslað sér völl á
ýmsum sviðum, sem þá dreymdi
ekki einu sinni um fyrir þijatíu
árum eða svo. Auk smíði risavax-
inna borpalla og mannvirkja til olíu-
vinnslunnar hafa Norðmenn aflað
sér orðstírs við ýmsan hátækniiðn-
að.
í grennd við borgina eru gjöful
landbúnaðarhéruð og þegar ekið
var um byggðimar í grennd við
Stavanger mildan vordag fyrir
mánuði, mátti sjá stórbyggingar
alþjóðlegra olíufyrirtækja á aðra
hönd og bónda dreifa niykju á tún
sín á hina. Andstæðumar voru á
fleiri stöðum, nánast hvarvetna, til
dæmis í gamla bænum og við höfn-
ina. Sambýlið virtist ganga vel.
Gamall, norskur blaðamaður,
sem Víkveiji ræddi við, var stoltur
af mikilli sókn í iðnaði og tækni
um leið og hið gamla og uppruna-
lega hefði verið varðveitt. Auðvitað
væru ekki allir á eitt sáttir um þróun
mála og sumir hefðu viljað stoppa
klukkuna og sleppa olíunni. Norð-
menn hefðu reynt að fara að öllu
með gát, þeir hefðu reynt að halda
áfram að vera Norðmenn og sjálfum
sér samkvæmir. Hann sagðist telja
að vel hefði til tekizt, þó svo að
einstaka úrtölumanni sýndist ann-
að.