Morgunblaðið - 04.06.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.06.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1986 33 Stórmótið í Bugojno: Karpov tapaði fyrir Sokolov Skýk Margeir Pétursson Um þessar mundir stendur yfir í júgóslavneska smábænum Bugojno geysilega öflugt skák- mót með þátttöku átta af sterk- ustu stórmeisturum heims. Mesta athygli vekur þátttaka Anatoly Karpovs, fyrrum heimsmeistara, því þetta er hans sfðasta keppni þar til hann mætir Gary Kasp- arov f einvígi um heimsmeistara- titilinn þann 28. júlf. Karpov hefur ekki enn náð að vinna skák þótt fjórum umferðum af mótinu sé lokið. í fjórðu umferð varð hann að lúta í lægra haldi fyrir ungum landa sínum, Andrei Sokolov og áður hafði hann gert jafntefli við þá Spassky og Timman. Þá á Karpov biðskák við landa sinn Jusupov sem hann á möguleika á að vinna. Ummæli Karpovs í blaðaviðtali f Belgrad rétt áður en mótið hófst, kunna að skýra slaka frammistöðu hans til þessa. „Vitanlega mun ég reyna að sigra í Bugojno, en það verður ekki auðvelt því ég verð að geyma mörg byijanaafbrigði þang- að til ég mæti Kasparov í sumar." Þá sagðist Karpov vera bjartsýnis- maður að eðlisfari og gera sér góðar vonir um að vinna heimsmeistara- titilinn til baka, strax á þessu ári. Að loknum fjórum umferðum á mótinu höfðu jjórar skákir unnist, en staðan var nokkuð óljós vegna fjölda biðskáka. í fyrstu umferð vann Miles Ljubojevic í aðeins 22 leikjum, en Júgóslavinn svaraði fyrir sig með því að vinna Jusupov í þriðju umferð og Timman í þeirri Qórðu. Staðan er nú þannig; 1,—2. Miles (Englandi) 2610 stig, 2 */2 v. 1.—2. Ljubojevic (Júgósl.) 2605 stig 2Va v. 3. Spassky (Frakkl.) 2610 stig 2 v. 4. Sokolov (Sovétr.) 2595 stig. IV2+2 biðskákir. 5. Portisch (Ungvl.) 2610 stig 1 v.+2 biðskákir. 6. Karpov (Sovétr.) 2700 stig 1 v.l biðskák. 7. Timman (Hollandi) 2645 stig. V2 v.+2 biðskákir. 8. Jusupov (Sovétr.) 2645 stig 0 v.+3 biðskákir. Það er athyglisvert að þrír stiga- hæstu keppendumir verma botn- sætin, en aðeins fjórum umferðum af 14 er lokið og biðskákir ótefldar. Góð frammistaða Miles bendir til þess að sigur Kasparovs heims- meistara yfír honum í einvíginu, 5V2—V2, hafí verið næstum einstakt afrek. Sumir vildu halda því fram að Miles hefði teflt undir styrkleika, en aðeins viku eftir einvígið gerir hann sér lítið fyrir, vinnur Ljubojevic í 22 leikjum og tekur forystuna á þessu sterka móti. Það kemur engum á óvart að Karpov skuli hafa valið Bugojno sem síðasta áfangastað fyrir átökin í sumar. Þar hefur honum ávallt vegnað vel og júgóslavneski blaða- maðurinn Bjelica, sem á stóran þátt í mótshaldinu, er mikill vinur hans. Fræg er t.d. spumingin sem Bjelica hafði eftir Karpov þegar Ólympíu- mótið í Grikklandi 1984 stóð sem hæst og Karpov hafði 5—0 yfír f heimsmeistaraeinvíginu í Moskvu og þurfti aðeins einn sigur í viðbót. „Hvemig er veðrið í Sáloniki?" spyrði Karpov Bjelica, því hann bjóst •Adð afrv vafgreiða 'K^sparpv snarlegá óg ná sfðustu umferðum Ólympíumótsins. En eftir þetía virtist sem álög legðust á Karpov. Það er liðið meira en eitt og hálft ár síðan hann spurði til veðurs í Grikklandi. Enn hefur honum ekki tekist að afgreiða Kasparov, heldur hefur hann misst titilinn. Mótið í Bugojno er einnig merki- legt fyrir þær sakir að þar tefla þeir Artur Jusupov, 26 ára og Andrei Sokolov, 23 ára, en í septem- ber næstkomandi hefst í Sovétrílg'- unum einvígi þeirra um sigurinn í áskorendakeppninni. Sigurvegarinn þar mætir þeim sem tapar í heims- meistaraeinvíginu í sumar. Þeir Jusupov og Sokolov standa því næstir þeim Kasparov og Karpov f keppninni um heimsmeistaratitilinn og geta með réttu krafíst þess að vera álitnir þriðju og fjórðu bestu skákmenn í heimi. Jusupov hefur enn ekki náð að standa undir þessu á mótinu í Bugojno, en Sokolov sýndi í fjórðu umferð að hann virðist eiga fullt erindi í einvígi við rísana tvo. Sok- olov er afskaplega vaxandi skák- maður. Hann hefur verið talinn heppinn en er í raun óvenjulega yfírvegaður og bjargar oft í hom í flækjum og tímahraki. Hann er sóknarskákmaður og eftir að Karpov mistókst að fínna haldgóða áætlun í miðtaflinu blés Sokolov til sóknar. Hann fómaði peði á drottn- ingarvæng en kom í staðinn peði á kóngsvæng í návígi við svarta kónginn. Karpov náði ekki að koma mönnum sfnum í vömina í tæka tíð og var óveijandi mát þegar hann gafst upp. Þetta var óþægiiegur ósigur fyrir Karpov, því það er ekki ólíklegt að hann mæti Sokolov í einvígi næsta vetur. Þá tapar hann afskaplega sjaldan með svörtu í spánska leikn- um. Síðast var það gegn Ljubojevic í Torino 1982. Enski rithöfundurinn Raymond Keene sem ég ræddi við í síma á laugardaginn benti mér á að þessi ósigur Karpovs markaði tfmamót að því leyti að þetta væri í fyrsta sinn sem Karpov tapaði fyrir landa sfnum á móti utan Sovétríkjanna, a.m.k. síðan 1975, er hann varð heimsmeistari. Senni- lega þarf að fara allt aftur til ársins 1970 til að fínna dæmi um slíkt, er Karpov tapaði fyrir Korchnoi í Hastings. Hvítt: Sokolov (Sovétr.) Svart: Karpov (Sovétr.) Spánski leikurinn 1. e4 - e5, 2. Rf3 - Rc6, 3. Bb5 - a6, 4. Ba4 - Rf6, 5. 0-0 - Be7, 6. Hel - b5, 7. Bb3 - d6, 8. c3 - 0-0, 9. h3 - Bb7, 10. d4 - He8, 11. Rg5 - Hf8, 12. Rf3 — He8,13. Rbd2 Meðal þeirra sem hafa lagst svo lágt að þráleika gegn Karpov í þessari stöðu eru stórmeistaranir Hiibner, Nunn og Chandler. 13. - Bf8, 14. Bc2 - Rb8, 15. a4 — c5,16. d5 Sokolov lokar miðborðinu og miðar greinilega að því að sækja á kóngsvæng. 16. — Rbd7,17. b4 — c4 Karpov hlýtur að vita hvað hann er að gera, en eftir þessa lokun virðist frumkvasðið lenda varanlega í höndum hvíts. Til greina kom 17. — cxb4, 18. cxb4 — a5!? eða ein- faldlega 17. — g€ og halda spenn- unni á drottningarvæng. 18. Rf 1 — Rh5?! Upphafíð á slæmum kafla í skák- inni fyrir Karpov þar sem hann leikur.mönnunum fram og til baka án árangurs. Mér virðist aem hann hafi ætláð sér of stóra hluti í þess- ari s}Cák, ;óireinlegá vanmetið Sok- olov pg ætlað sjálfur að þreifa fyfir sér með aðgerðir á kóngsvæng. Það er eina skýringin á því að hann hafnar hinu sjálfsagða og eðlilega framhaldi 18. — g6 og 19. — Bg7. 19. R3h2 Ekki 19. Rxe5? - Hxe5, 20. f4 — Rxf4, 21. Bxf4 — He8 og svartur stendur vel vegna yfírráða sinna yfír e5-reitnum. 19. - g6,20. Be3 - Be7,21. Dd2 Hvítur leyfír að sjálfsögðu ekki 21. — Bg5. 21. - Hf8,22. Bh6 - Rg7,23. Rg3 Það er orðið ljóst að ef Karpov hefur haft einhveija áætlun, þá hefur hún mistekist. Riddarinn á g7 stendur sérlega afkáralega. 23. - KI18, 24. Rg4 - Rf6, 25. Rxf6 - Bxf6, 26. Hf 1 - Dd7, 27. f4! Andrei Sokolov vann Karpov örugglega á kóngssókn. Hann gæti senn ógnað veldi Kasparovs og Karpovs í heimsmeistara- keppninni. Fómar peði, en nú hefur hvítur það í hendi sér hvenær hann opnar f-línuna með uppskiptum á g6. 28. — axb4, 29. cxb4 — bxa4, 30. Hf3 — Kg8,31. Df2! En alls ekki 31. Hafl? - a3!, 32. Bbl — De7 og svarta frípeðið er stórhættulegt. 31. - Bh4, 32. Bxg7 - Bxg3, 33. Hxg3 - Kxg7, 34. f6+ - Kh8, 35.Hga3 Það er orðið ljóst að hvítur kemur a.m.k. til með að vinna peðið til baka og stendur þá miklum mun betur að vígi. 35. - Db5,86. De3 - Hg8 Auðvitað ekki 36. - Dxb4?, 37. Hbl 37. h4! „Nú er hvítur með yfírburða- stöðu," sagði Keene og það er ljóst að Karpov stendur ffammi fyrir erfíðu vali. Á hann að drepa á f4 og opna f-línuna yfír hvíta stór- skotaliðið eða láta kyrrt liggja og treysta á mótspilið á drottningar- væng. Ég tel að hann hefði tví- mælalauast átt að velja fyrri kost- inn, eftir 27. — exf4, 28. Bxf4 (Ef hvftur drepur með drottningu eða hrók leikur svartur 28. — Be5 og síðan 29. — f6 með nokkuð traustri stöðu) De7 hefur hann a.m.k. vald yfír e5-reitnum. 27. — a5?, 28. f5! Hvítur er í sókn á bæðum vængj- um. Ef nú 37. — Bc8 þá einfaldlega 38. Hxa4 og eftir að hvítur kemur hrók á 7.-línuna verður fátt um vamir. Viðbrögð Karpovs við þess- um óþægiléga leik lýsa örvæntingu: 37. - g5, 38. hxg5 - Hg6, 39. Kf2-h6 Eftir 39. - Hag8, 40. Hhl - Karpov er ekki í nærri eins góðu formi og Kasparov, en það eru enn tveir mánuðir til stefnu. Hxg5, 41. Dh3 - Hxg2+, 42. Kfl — c3+, 43. Bd3 hefur svartur ekki fleiri tromp á hendinni og mátið blasir við. 40. Hhl - Kh7, 41. Bdl! - Hag8, 42. Dh3 Hótar 43. Dxh6+ og mátar. 42. — Hh8, 43. Bh5 og svartur gafst upp. Endirinn gæti orðið 43. — Hxg5, 44. Bxf7 - h5, 45. Dxh5+ — Hxh5,46. Hxh5 mát. Heimsmeistaraeinvigið í London og Leningrad Einvfgi þeirra Karpovs og Kasp- arovs um heimsmeistaratitilinn verður háð í þessum tveimur borg- um. Ifyrstu tólf skákimar verða í London en hinar tólf í Leningrad. Búist er við viku hléi á meðan skipt verður um stað. Keppnin í London hefst 28. júlí og má vænta þess að flutt verði til Leningrad í lok ágúst- mánaðar. Þeim sem hafa í hyggju að sjá einvígið og aðra skákviðburði á meðan það stendur jrfír skal bent á að skrifa til John Boon, c/o American Express, 19 Bemers Street, London Wl, Englandi. Skrifstofan útvegar hótel í London á afsláttarkjömm, miða á einvígið og aðra viðburði.s.s. Lloyds Bank- mótið í lok ágúst og söngleikinn „Chess" sem nýlega hefur verið frumsýndir. Einvígið fer fram á Park Lane-hótelinu, sem verður undirlagt af skák og skákmönnum seinni hluta sumars. Ffyrir sterkari skákmenn (ca. 2100 stig og yfír) virðist upplagt að taka þátt í opna Lloyds Bank-mótinu í lok ágúst og sjá nokkrar einvígisskákir í leiðinni. AMBASSADEUR XLT 2 HHðuplótw tdbat Mfio- n Of cn ati mttrt BXtHifM.lMHpiatuir pn HUMi áU. Altir óraidir Uatar þéttir gtfn Ueriagv. N' Ý AMBASSADEUR VEIÐIHJÓL í MEÐAL- VERÐFLOKKI. Þau hjól hleypa sjaldan snurðu á línuna. Þrjú stillanleg bremsukerfí, tvö þeirra í köst og eitt í veiði. ^Abu Garcia HAENARSTRÆTI 5, REYKIAVÍK. SIMI16760. £ ' 1$ÍI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.