Morgunblaðið - 04.06.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.06.1986, Blaðsíða 48
...JMEÐÁ NOTUNUM... ©Iðnaðarbankinn -mrtMabMfci MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Lá við árekstri tveggja þota með tæplega 600 manns innanborðs yfir Austfjörðum: Kjartan Sigmundsson og Rósmundur Skarphéðinsson selja eggjafenginn ímið- bænum á ísafirði. Salan var mjöggóð enda ísfirðingar áfjáðir íað komast íþennan norðlæga vorboða. Flugmenn telja að aðeins hafi munað hársbreidd /V Flugrnálastjórn telur að fjarlægð milli vélanna hafi verið nálægt 4 mílum en reglur kveða á um 80 mílna aðskilnað FLUGMENN þotanna tveggja sem flugn í sömu hæð yfir Aust- fjörðum í fyrradag, te\ja að fjar- lægðin á milli vélanna hafi verið miklum mun minni en flugmála- yfirvöld hér telja. Eru flug- mennimir þeirrar skoðunar að ekki hafi verið nema um 130 metra hliðarfjarlægð á milli vél- anna og hæðarmismunur hafi ekki verið nema um 20 metrar. Flugmálastjóm telur að hliðar- fjarlægð milli vélanna hafi verið nálægt 4 milum. Reglur um flug á þessum slóðum kveða á um 80 mílna aðskilnað á milli flugvéla. Rannsókn þessa máls er nú í höndum flugslysanefndar og hefur flugmálastjóri, Pétur Ein- arsson, jafnframt farið þess á leit við Rannsóknarlögreglu rik- isins að hún fylgist með rannsókn málsins, og komi inn í rannsókn- ina, ef þörf krefur. skýrslur flugstjóra vélarinnar höfðu borist flugmálastjóm, að ljóst varð að hér var um fyrsta stigs atvik að ræða, en þannig er hættuástand í lofti af alvarlegustu gerð skil- greint. Hafði flugmálastjóri þá samband við rannsóknamefnd flug- slysa, og fól henni sem fullkomlega sjálfstæðum aðila rannsókn þessa máls, auk þess sem hann hafði samband við Rannsóknarlögreglu ríkisins. Flugmálastjóri segist ekki geta skilgreint þennan atburð á annan hátt, en hér sé um „röð mannlegra mistaka að ræða“, hjá flugumferðarstjóm í Reykjavík. Rannsóknin er nú í höndum rannsóknamefndar flugslysa, og er ekki enn vitað hversu langan tíma hún mun taka. Sjá viðtal við flugmálastjóra bls. 16 og frekari fréttir á bls. 4. ísafjörður: Morgunblaðið/Úlfar Agústsson Svartfuglseggin komin kafirði. FYRSTU eggjatökumennimir komu úr Hombjargi um helg- ina. Það vom þeir Kjartan Sigmundsson, Rósmundur Skarphéðinsson og Tryggvi Guðmundsson, en þeir hafa í fjölda ára sótt egg í bjargið. Þeir létu illa yfir árangrinum, sögðu bjargið í klakaböndum og illt yfirferðar. Um 3.000 svartfuglsegg náðust f 5 daga túr og voru þeir Kjartan og Rósmundur að selja eggin í miðbænum þegar fréttaritari hitti þá að máii. Kjartan hafði orð á því að ekkert sérstakt hefði gerst, nema það að hann sá í fyrsta skipti mink í Homvíkinni. Það var inni á gólfi í húsinu sem þeir bjuggu í. „Við stóðum bara ailt í einu augliti til auglitis þama inni á gólfinu og þar sem ég sá í augum hans að honum leist ekkert betur á mig enn mér á hann þá gaf ég honum bara duglegt spark og sendi hann inn í eilífðina," sagði Kjartan. Þeir félagamir leggja fljótlega upp aftur og má búast við meira af eggjum í næstu viku. Þeir taka verðlagsmálin greinilega mjög alvarlega því þeir selja eggin á sama verði og í fyrra. Úlfar. Það var um kl. 16.45 í fyrradag sem DC 8-þota frá SAS með 186 farþega innanborðs á leið frá Grænlandi til Kaupmannahafnar tilkynnti flugtuminum í Reykjavík að hún hefði mjög naumlega sloppið við árekstur við breska Boeing 747-júmbóþotu, sem var á leið með 375 farþega frá London áleiðis til Seattle í Bandaríkjunum. Vélunum hafði verið beint af flugumferðar- stjóm í Reykjavík í sömu flughæð, 10 þúsund metra, og skárust flug- leiðir vélanna rétt suður af Eski-' firði. Er haft eftir flugmönnum beggja véla að svo seint hafí sést. til hinnar vélarinnar, að þeir hafi ekki haft ráðrúm til þess að gerat neitt, heldur hafi vélamar mæst og þotið hvor fram hjá hinni á ógnar- hraða. Pétur Einarsson flugmálastjóri fékk ekki að vita af þessu atviki fyrr en liðlega tveimur klukku- stundum eftir að það átti sér stað, og þá þegar voru rannsókn og yfir- heyrslur yfir viðkomandi flugum- ferðarstjórum hafnar. Það var svo ekki fyrr en í gærmorgun, eftir að Morgunlaðið/Júlíus LÖGREGL UHJÓL OGBÍLL ÍÁREKSTRI Árekstur varð á gatnamótum Snorrabrautar og Njálsgötu um klukkan 11.30 í gærmorgun. Fólksbifreið sem ekið var eftir Njáls- götu og út á Snorrabraut og lögreglubifhjól sem ekið var eftir Snorrabraut lentu saman. Lögreglumaðurinn sem ók mótorhjólinu slasaðist og var fluttur i slysadeild Borgarspítalans. Hann var meðal annars fótbrotinn. Vitanlega átti að til- kynna mér þetta fyrr - segir Albert Guðmundsson er fer með málefni samgönguráðherra „ÞAÐ segir sig sjálft að auðvitað finnst mér það ekki eðlilegt,11 sagði Albert Guðmundsson, sem nú gegnir embætti samgöngu- Davíð Oddsson borgarstjóri: Góður rekstur á Granda eftir endurskipulagningu 22 milljóna kr. tap í fyrra, eiginfjárstaða 500 milljónir REIKNINGAR Granda hf. fyrir árið 1985 voru lagðir fram til kynningar í borgarráði í gær. Að sögn Davíðs Oddssonar sýndu reikningarnir 22 milljóna króna tap en eiginfjárstöðu upp á tæpar 500 milljónir kr. Sagði Davíð að góður rekstur hefði verið á fyrir- tækinu frá því að sameiningin var að fullu um garð gengin i lok mars. Davíð sagði að eiginQárstaða Granda hf. væri 26% af heildareign félagsins sem teldist mjög gott. Veltufjárstaðan væri hins vegar erfíð eins og annarra fyrirtækja í þessari atvinnugrein. Hann sagði að reikningamir sýndu aðeins rekstur í rúman mánuð, áður en sameiningin hafði að fullu átt sér stað, og segðu því litla sögu um rekstur fyrirtækisins á heilu ári. Stofnun fyrirtækisins og endur- skipulagning hefði ekki verið fullfrágengin fyrr en í lok mars. Reksturinn síðan lofaði góðu um framhaldið, til dæmis hefði rekstur- inn skilað 26 milljóna króna fram- legð í apríl, sem teldist góður rekst- ur í þessari grein. Borgarstjóri sagði að vangavelt- ur um rekstur Granda hf. í kvöld- fréttum útvarpsins í gærkvöldi væru byggðar á mjög alvarlegum misskilningi. Þar hefði verið vaðið í mikilli villu og sagðist hann ekki trúa öðru en það yrði leiðrétt. ráðherra í fjarveru Matthíasar Bjarnasonar, er hann var spurð- ur hvort hann teldi það eðlilegt að honum hefði ekki verið til- kynnt um atburðinn yfir Aust- fjörðum fyrr en tæpum sólar- hring eftir að hann átti sér stað. „Vitanlega ætti að tilkynna þeim sem fer með málefni samgöngu- ráðuneytisins um svona atburð þegar í stað, en það verður líka að segjast eins og er að flug- málastjóri var mjög • upptekinn framan af við rannsókn málsins. Ég er því sáttur við skýringar flugmálastjóra.“ „Sem starfandi samgönguráð- herra hafði ég að sjálfsögðu sam- band við ráðuneytið er ég frétti um atburðinn. Eftir það hafði ég sam- band við flugmálastjóra til þess að kanna hvað hann hafði gert,“ sagði Albert Guðmundsson. Hann sagðist af samtali sínu við Pétur Einarsson flugmálastjóra hafa sannfærst um að flugmála- stjóri hefði fullnægt öllum þeim lagaskyldum sem á honum hvfldu um ábyrgð í þessu máli, en það væri að hefja allar þær rannsóknir sem lög gerðu ráð fyrir, þegar svona lagað gerðist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.