Morgunblaðið - 04.06.1986, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.06.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1986 41 Morgunblaðið/Júlíus 50 ára stúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík stofnuðu á dögunum verðlaunasjóð við skólann er stuðla skal að eflingu íslenskrar tungu. 50 ára stúdentar við Menntaskólann í Reykjavík stofnuðu verðlaunasjóð til eflingar íslenskri tungu Við skólaslit Menntaskólans í Reykjavík sem fram fóru í síðustu viku stofnuðu 50 ára stúd- entar þaðan verðlaunasjóð sem vera skal til eflingar íslenskri tungu. Stofnfélagamir útskrifuðust árið 1936 og voru þá 46 talsins en nú eru 26 á lífí. Veitt var í fyrsta skipti úr sjóðnum við skólaslitin nú á dögunum og hlaut Einar Heimis- son viðurkenningu fyrir góðan ár- angur í íslensku á stúdentsprófi. Myndin hér að ofan var tekin af nokkrum hluta stofnfélaga verð- launasjóðsins fyrir utan aðalbygg- ingu Menntaskólans í Reykjavík. Tina Turner hefur jafnan þótt nokkuð djörf í klæða- burði en hún kærir sig samt ekki um nektarmyndir af sér í Playboy. Tina kærir sig ekki um nektar- myndir Tina Tumier, sem nú er orðin 47 ára gömul, hefur löngum tíðkað að koma fram fáklæddari en dægur- lagastjörnur gera yfirleitt. En þeim hjá Playboy þykir hún samt allt of mikið klædd og vildu fá að birta af henni myndir allsnakinni. Þeir buðu henni jafnvirði 5 milljóna ísl. króna, en Tína sagði þvert nei. Nú hefúr Playboy hækkað tilboðið upp í jafnvirði um 20 milljón fsl. kr. en Tina hefur ekki látið svo lítið að ansa því. COSPER - Þú skammast bara, ert ekkert glaður að sjá mig aftur. og varð meiri manneskja fyrir bragðið, held ég. Hið þýðingarmesta fyrir mig nú er að vera í sambandi við fólk sem er vingjamlegt í minn garð. Fjöl- skylda og vinir eru mér allt — án vináttu verður lífíð næsta lítils virði. Helst vil ég umgangast fólk sem er blátt áfram og óáleitið - alltof margir ganga um með grímu og reyna að sýnast aðrir en þeir eru,“ segir Travolta. ERTÞU GOÐUR? FJÁRÖFLUN 5. OG 6. JÚNÍ 1986 tíl tækjakaupa fyrir endurhæfingardeild hjaitasjúklinga að Reykjalundi ■.'Hlp LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKUNGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.