Morgunblaðið - 04.06.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.06.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1986 7 LISTAHÁTÍÐ í REYKJAVÍK Tryggið ykkur miða og borð strax ídagísíma 77500. Staðurinn sem hrttir í mark. Enn gefst tækifæri til aó upplifa þessa glæsi- legu tónlistarhátíð með Gunnari Þórðarsyni og okkar snjöllu tónlistarmönnum n.k. laugardags * , 5": iw* Morgunblaðið/Júlíus Rússneska skipið Ivan Franco 1A í Sundahöfn í fyrradag’, en er nú á Akureyri. Skemmtiferðaskip koma 17 sinnum hingað í sumar SKEMMTIFERÐASKIP koma hingað til lands alls 17 sinnum í sumar á vegum ferðaskrifstofanna Atlantik, Úrvals, Faranda og Samvinnu- ferða-Landsýnar, Fyrsta skipið á vegum Atlantik kom í fyrradag og verður í dag á Akureyri. Það er rússneska skipið Ivan EVanco og er það með um 500 Þjóðveija innanborðs. Þá koma hingað rússnesku skipin Maxim Gorki, sem reyndar hefur siglt hingað undanfarin 12 sumur, Mik- hail Lermontov, Estonia og Odessa — öll með þýska farþega. Síðasta skemmtiferðaskipið, sem kemur á vegum Atlantik, er Vistafjord sem kemur 8. ágúst, en það er rekið af breska skipafélaginu Cunard, sem einnig rekur Queen Elisabeth II og jafnframt var Titanic í eigu þess félags. Alls verða 12 skipakomur á vegum Atlantik og koma því sum þessara skipa oftar en einu sinni hvert. Á vegum Samvinnuferða-Land- sýnar kemur rússneska skipið Kazakhstan, fyrst 26. júní og síðan 13. júlí. Sænska skipið Funchal verður síðan á Akureyri 8. júlí og í Reykjavík 9. júlí. Flest skipanna fara til Akureyrar líka og þá sumir farþeganna landleiðina á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Á vegum Urvals kemur þýska skipið Europa 13. júlí I sumar og er það eina skipakoman á vegum þeirrar ferðaskrifstofu að þessu sinni. Eitt skip kemur á vegum ferða- skrifstofunnar Faranda. Það er rússneska skipið Mihail Kalinin, sem hingað kemur 28. júlí með um 300 tékkneska farþega. Austur-Barðastrandarsýsla: Hreppsnefndarmenn biðjast undan kjöri Miðhúsum, Reykhólasveit. ÓTRÚLEGA lítill áhugi virðist vera á sveitarstjórnarmálum hér. Alls staðar eru óhlutbundnar kosningar en margir af núver- andi hreppsnefndarmönnum hafa notað þann rétt sinn að neita áframhaldandi setu í hreppsnefnd. í Geiradalshreppi hefur öll hreppsnefndin beðist undan því að vera í lq'öri en allir aðrir íbúar sveitarinnar eru í kjöri. Meðal þeirra sem nú hætta í hreppsnefndinni er Gróðri hefir lítið farið fram undan- farna daga Stykkishólmi. ÞÓTT komið sé fram I júní hefir gróðri sáralítið farið fram. Seinustu daga hefir verið meiri hiti, en hann hefir þó aldrei komist upp fyrir 8 stig og er það munur en undanfarin vor. Tún og blett- ir eru því verulega gráir ennþá. Grásleppuveiði hefir heldur verið að glæðast undanfarið en veiði í dag er langt frá því að vera sæmileg. Sumir tala um að veiðin sé 10—20% af því sem hún var í fyrra. Þó hittir maður sjómenn sem enn hafa ekki tapað trú á að veiði glæðist, en nú fer að síga á seinni hluta vertíðar. - Arni. AL’WA.y HEIMSFRÆGE Grímur Amórsson á Tindum, en hann hefur verið hreppsnefndar- oddviti í áratugi. í Reykhólahreppi hefur oddvit- inn, Vilhjálmur Sigurðsson á Miðja- nesi og einn annar hreppsnefndar- maður, beðist undan kosningu. í Gufudalssveit eru allir í kjöri nema núverandi hreppsnefnd. Oddviti þar hefur verið Reynir Bergsveinsson. í Flateyjarhreppi eru allir í kjöri. Ástaeðan fyrir þessari stöðu er einfaldlega sú að fjárhagsstaða hreppanna er þung og lítið hægt að gera. í umræðunni hér er talað um að rétt væri að hinar nýju hreppsnefndir sameinist um sveit- arstjóra að loknum kosningum til að annast framkvæmdastjóm fyrir hreppana fjóra. - Sveinn. erbie Hancock Herbie Hancock fæddist í Chicago og hóf planónám sjö ára gamall. Hann hafði undraverða hæfileika og lék píanókonsert ID dúr eftir Mozart með sinfóníuhljómsveit Chicagoborgar aðeins ellefu ára gamall. Á þessum árum vaknaði áhugi hans á vísindum og elektrónlskum fræðum sem átti eftir að skipta miklu fyrir list hans. Fyrsta plata hans kom út árið 1962 og þar voru samverkamenn hans frægir jazzmenn: Freddie Hubbard og Dexter Gordon. Sama ár hóf hann samstarf við Miles Davis sem varði á sjötta ár. Hann hefur m. a. unnið sem píanóleikari með Wes Montgomery, Quincy Jones og Sonny Rollins og samið mörg lög. Lag hans „The Watermelonman" er á plötum yfir tvö hundruð listamanna. Hann hefur og samið tónlist við margar kvikmyndir, m. a. við hið heimsþekkta meistaraverk Antonionis, „Blow up“. Hancock hefur hvað eftir annað komið aðdáendum sínum sem öðrum á óvart I tónlistarþróun sinni; hann hefur óhikað haldið eigin leiðir, opnað nýjar víddir I funki, rokki og elektrónískri tónlist, sjaldan sá sami I dag sem hann var I gær. Hvað sem því líður er heimsfrægð hans og geysilegar vinsældir tilkomnar vegna þess að hann er frábær tónlistarmaður. Matseðill kvöldsins Amerísk baunasúpa New York- sleik Oslakaka Royal Orlane Húsið opnar kl. 7 fyrír matargesti Miðasala og borðapantanir í Gimli kl. 16.00—19.00 í dag, símí 28588, og í Broadway ð morgun kl. 11.00—17.00, sími 77500 LISTAHÁTÍÐ í REYKJAVÍK Börkur seldi í Grimsby BÖRKUR NK seldi á þriðjudag rúmar 140 lestir af fiski, mest þorski, í Grimsby. Heildarverð var 8.559.000 krónur, meðaiverð 61,05.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.