Morgunblaðið - 17.06.1986, Síða 2

Morgunblaðið - 17.06.1986, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. JÚNÍ1986 Guðmundur J. Guðmundsson vegna frétta Ritzau: Aldrei þegið fé frá Hafskip GUÐMUNDUR J. Guðmundsson, alþingismaður og formað- ur Dagsbrúnar og Verkamannasambands Islands, segir í yfirlýsingu, sem Morgunblaðinu barst í gær, að hann hafi „aldrei, hvorki fyrr né síðar, þegið fé frá Hafskip né nokkru öðru skipafélagi, fyrirtæki eða forsvarsmönnum þeirra.“ Tilefni yfirlýsingarinnar er frétt í „ríkisfjölmiðl- um“ á sunnudagskvöldið. í sjónvarpsfréttum á sunnudags- kvöld las Bogi Ágústsson, fréttarit- ari sjónvarps í Danmörku, pistil, sem hann byggði á skeyti frétta- stofunnar Ritzau, en Magnús Guð- mundsson er fréttaritari hennar hér á landi. Pistill Boga hófst á þessum orðum: „Ritzau, fréttastofan danska, segist í dag hafa áreiðan- legar heimildir fyrir því að einn af áhrifamestu verkalýðsleiðtogum ís- lands, eins og það er orðað, hafi tekið við háum peningaupphæðum úr leynilegum bankareikningum Hafskipsmanna ... frétt Ritzau var send út í dag og er skrifuð af Magnúsi Guðmundssyni, fréttarit- ara Ritzau á íslandi. Magnús ber fyrir sig ónefnda en áreiðanlega heimildarmenn. Verkalýðsleiðtog- anum, sem aldrei er nefndur á nafn, er lýst sem einum áhrifamesta verkalýðsleiðtoga landsins." Hér fer í heild yfírlýsing Guð- mundar J. Guðmundssonar, sem Morgunblaðinu barst í gær, en Guðmundur situr nú fund á vegum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar í Genf: „Yfirlýsing I gærkvöldi var í ríkisfjölmiðlum frétt af svokölluðu Hafskipsmáli. Þar var látið að því liggja að þekkt- ur alþýðubandalagsmaður og verkalýðsforingi hafí þegið mútur frá Hafskip hf. Ekki duldist neinum sem á heyrðu að þar var átt við undirritað- an, Guðmund J. Guðmundsson. Þar sem ég er staddur erlendis hef ég beðið um að eftirfarandi yfírlýsing verði birt. Ég hef aldrei, hvorki fyrr né síðar þegið fé frá Hafskip né nokkru öðru skipafélagi, fyrirtæki eða for- svarsmönnum þeirra. Allar aðdrótt- anir í þá veru eru úr lausu lofti gripnar. Eg mun fara fram á að yfírstand- andi opinberri rannsókn verði hrað- að sem mest og málið .skýrt opin- berlega. Það er ákaflega vftavert að ríkisQölmiðill skuli birta frétt í þessum búningi, þar sem m.a. er vitnað í vitnisburð manns sem situr í gæsluvarðhaldi. Það er ný aðferð til að gera óhróður trúverðugan. Ég hef gert ráðstafanir til að hraða för minni heim hið fyrsta. 15.6.1986. Guðmundur J. Guðmundsson." ■- ’-i * © INNLENT Sjaldan verður það of brýnt fyrir ökumönnum, sem ferð eiga um óbyggðir landsins, að gæta fyllstu varúðar þegar farið er yfir ár, að fara yfir á réttum stöðum. Þessi mynd er tekin við ána Krossá f nágrenni Þórsmerkur, þar sem Morgunblaðið/Karl T. Sæmundsson Bronco-bifreið hafði fest sig aðfaranótt sunnu- dagsins og losnaði ekki fyrr en síðdegis á sunnudaginn. Rétt hjá þessum stað er skilti, þar sem ökumenn eru varaðir við því að fara yfirána. Svavar Gestsson ekki ritsljóri Þjóðviljans Málamiðlun um þriðja ritstjórann sem ráðinn verði með haustinu NIÐURSTAÐA fyrsta fundar útgáfustjórnar Þjóðviljans i gær varð sú að, ákveðið var að feia nýkjörnum formanni útgáfu- stjómarinnar, Ragnari Ámasyni, og ritstjórum Þjóðviljans þeim Ossuri Skarphéðinssyni og Ama Bergmann að leita eftir þriðja manni á ritstjórastól Þjóðviljans, sem víðtæk samstaða geti tekist um. Hann taki til starfa á haust- mánuðum. Svavar Gestsson, for- maður Alþýðubandalagsins, greindi frá þvi á fundinum að hann myndi ekki geta tekið að sér ritstjórastarf, sökum anna við formennskustörf. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins voru átök um þetta mál Morgunblaðið/Geir Ólafsson Lögreglan ósk- ar eftir vitnum Harður árekstur varð á mótum Hringbrautar og Hofsvallagötu á laugardagskvöld. Mazda- bifreið sem ók norður Hofs- vallagötu lenti á Ford-bifreið, sem ók austur Hringbraut. Bifreiðiraar em mjög illa fam- ar, ef ekki ónýtar, en meiðsli farþega vom óveraleg. Öku- menn em ekki á einu máli nm hvor þeirra ók yfir á grænu ljósi og beinir lögreglan þvf til hugsanlegra vitna að þau gefi sig fram við Slysarannsókna- deild lögreglunnar. mikil sl. helgi og fékkst ekki mála- miðlunamiðurstaða sú, sem hér er greint frá, fyrr en snemma í gær- morgun. Munu aðilar málsins vera sáttir við þessa niðurstöðu og þeir sem íhugað hafa uppsagnir við blaðið að undanfömu munu nú hafa horfíð frá slfkum hugleiðingum að undanskildum Óskari Guðmunds- syni, ritstjómarfulltrúa, sem hafði þegar ákveðið að hætta hjá Þjóðvilj- anum í sumar. Svavar Gestsson, formaður Al- þýðubandalagsins, lagði á fundin- um í gær fram bókun, þar sem segir m.a.: „f umræðum um rit- stjóra Þjóðviljans undanfama daga hefur mitt n_afn verið nefnt m.a. í flölmiðlum. Ástæðan er sú að Ijöl- margir félagar í flokknum og út- gáfufélaginu hafa verið að leita að manni til þess að skipa þriðja rit- stjórasæt.ið á blaðinu. Ljóst er af viðtölum að meirihluti stjómar út- gáfúfélagsins hvetur mig eindregið til þess að takast á hendur ritstjóm blaðsins . . . Annir mínar sem formanns flokksins gera mér ekki kleift að þessu sinni að taka áskor- unum.“ Svavar var í gær spurður hvort hann yrði áfram með í umræðunni sem ritstjóraefni, þegar farið yrði að ræða ráðningu ritstjóra með haustinu: „Ég reikna ekki með því. Eftir að Iíður að haustinu, þá fer nú að styttast í alþingiskosningar, og annir eiga þá eftir að aukast. Ég reikna því síður með því að mitt nafn verði með í þeirri umræðu." Svavar var spurður hvort hann teldi þessa niðurstöðu farsæla lausn málsins: „Það er m.a. hlutverk formanna í stjómmálaflokkum að leysa vandamáí og ég tel að í þessu tilviki hafí það tekist og með það er ég ánægður.“ Össur Skarphéðinsson, ritstjóri í^jóðviljans, sagði að loknum fund- inum í gær. „Eg er mjög ánægður með þessa niðurstöðu og ef það tekst að fínna góðan mann í rit- stjórastól hér við hliðana á okkur Ama, þá er ég mjög ánægður." Lúðvík Geirsson, blaðamaður Þjóðviljans, sagði í samtali við Morgunblaðið í gæn „Ég heyri ekki annað en að menn hér á ritstjóm Þjóðviljans séu mjög ánægðir með þessa niðurstöðu og að þetta sé sú lausn málsins sem menn geta mjög vel fellt sig við.“ Lúðvík var spurður hvort blaða- menn Þjóðviljans litu á Össur sem sigurvegara þessa máls: „Já, ég held að menn hljóti að meta stöðuna þannig. Hann hefur sýnt það að hann hefur fúll völd á þessu blaði og hann hefur ritstjómina og starfs- menn blaðsins sér að baki. Það sem við eram hvað ánægðastir með er að niðurstaða þessa fundar varð breið samstaða og menn sáu þama að sér og leituðu eftir samkomulagi. Þó svo að það megi að einhveiju leyti líta á þessa niðurstöðu, sem vopnahlé fram á haustið, þá liggur það nú fyrir að menn ætla að standa saman að þvi sem verður í fram- haldinu." Ragnar Ámason, nýkjörinn for- maður útgáfustjómar Þjóðviljans, var spurður hvort hann og ritstjórar Þjóðviljans væra famir að svipast eftir þriðja ritstjóranum: „Við eram nú ekki famir að hittast ennþá, við sem voram settir í það verkefni að ráða þriðja ritstjórann. Við þurfum fyrst að leggja línumar fyrir þá vinnu, en ég býst við að við munum eins fljótt og unnt er fara að líta í kringum okkur," sagði Ragnar. Áfangaskýrsla Flugslysanefndar: Misskílningur og ónákvæmt orðalag - olli því að SAS- og BA-þotunum var heimilað að fljúga í sömu hæð VIÐ RANNSÓKN Flugslysanefndar á atviki því er tvær farþegaþot- utr höfðu nær rekizt hvor á aðra yfir Austurlandi fyrir nokkra hefur komið fram, að misskilningur og ónákvæmt orðalag í samskipt- um innanlandsdeildar og úthafsdeildar flugumferðar hafi valdið því, að vélunum var báðum heimilað að fljúga í sömu hæð. Enn- fremur segir að fijálslynd túlkun á starfsreglum um stjóraun flug- véla í gegnum flugstjórnarsvæðið, það er úr einni deild í aðra, virð- ist einnig hafa orðið til þess að ábyrgðarkerfi starfsreglna hafí riðlazt eða brostið. Þessar upplýsingar koma fram í fréttatilkynningu frá samgöngu- ráðuneytinu. Þar segir, að ráðu- neytinu hafi borizt áfangaskýrsla Flugslysanefndar vegna rannsókn- ar á „flugumferðaratviki" er orðið hafí á íslenzka flugstjómarsvæðinu þann 2. júní síðastliðinn. í fréttatil- kynningunni er gangur mála rakinn í stóram dráttum og sagt, að nefnd- in hafí farið yfír skýrslur um fyrri atvik svipaðs eðlis, sem orðið hafí í íslenzka flugstjómarsvæðinu, kjmnt sér tiltæk gögn um samskipti flugumferðarstjómar og flugmála- stjómar í því efni, þar á meðal afskipti samgönguráðuneytis og sérstaklega kynnt sér skýrslur bandarísku flugmálastjómarinnar, dagsetta í desember 1985. Þá segir orðrétt í tilkynningunni: „Rannsókn atburðarins hefur staðið sleitulaust frá þvi að hann gerðist. í áfangaskýrslunni eru einnig’ gerð- ar ýmsar tillögur til úrbóta er varða verklega þjálfun og nám í flugum- ferðarstjóm, samskiptaörðugleika, tækjabúnað og framkvæmd starfs- reglna. Rannsókninni er hins vegar ekki lokið og því ekki unnt að svo stöddu að greina frá niðurstöðum hennar."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.