Morgunblaðið - 17.06.1986, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 17.06.1986, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRISJUDAGUR 17. JÚNÍ 1986 3 Hve margir horfa á HM í fótbolta? - Hlustendakönnun fer fram á næstunni á vegum sjónvarpsins ÚTVARPSRÁÐ samþykkti sam- hljóða á fundi sínum sl. föstudag að láta fara fram hlustendakönn- un á þvi hversu margir fylgdust með beinum útsendingum sjón- varpsins á heimsmeistarakeppn- inni i fótbolta sem nú fer fram í Mexíkó. Pétur Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri sjónvarpsins, sagði í samtali við blaðamann að ráðgert væri að könnunin færi fram á næstu dögum og myndi hann ráðfæra sig við tilvonandi framkvæmdaaðila á morgun viðvíkjandi alla skipulagn- ingu hennar. „Ekki hefur verið ákveðið hveijir endanlega taka að sér könnunina eða hversu stórt úr- takið verður, en okkur finnst rétt að könnunin fari ftam þar sem nokkuð hefur verið umdeilt, bæði af sumum fulltrúum útvarpsráðs auk annars almennings, hve stórum hluta dagskrárinnar skuli varið til slfkra viðburða sem heimsmeistara- keppninnar í fótbolta. Aðrar hlust- endakannanir, sem gerðar hafa verið, hafa t.d. leitt í ljós að færri hafa horft á þessar hefðbundnu fótboltaútsendingar sjónvarpsins á laugardögum, ensku knattspyrn- una, en menn héldu áður,“ sagði Pétur. Broddurinn sló í gegn FÓLK knnni svo sannarlega að meta broddinn sem félagar i Samkór Selfoss buðu upp á á Lækjartorgi sl föstudag. Brodd- urinn og kökumar sem til sölu 'voru hurfu eins og dögg fyrir sólu. „Þetta var alveg meiriháttar að selja fólkinu broddinn," sagði Ólöf Halldórsdóttir formaður Samkórs- ins um torgsöluna. Fólk dreif að og beið hreinlega eftir að salan hæfist og lét ekki á sig fá þótt það slagrigndi á meðan á sölunni stóð. „Þú verður að láta mig fá svolít- ið,“ sagði kona úr Breiðholtinu og maður úr Kópavoginum vildi gerast áskrifandi að broddi og bað um að fá ábendingu um bónda I Flóanum sem gæti látið hann fá brodd. Annar maður skildi ekkert í þvi að Mjólk- urbú Flóamanna skyldi ekki taka við broddinum og selja hann. “Mað- ur er alveg vitlaus f þetta“, sagði hann. „Það er svo sannarlega markaður fyrir þetta," sagði ólöf Halldórs- dóttir,„og það er alveg víst að við komum betur undir þetta búin næst með helmingi meira af broddi.“ ólöf sagði að kökumar hefðu einnig runnið út og mikil ásókn hefði verið í heimabakaða hveitibrauðið og ferðin f heild hefði tekist vel. Sig.Jóns. Kópavogur: A-flokkarnir í meirihlutaslj ór n Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag hafa náð með sér samkomulagi nm myndun meiri- hluta í bæjarstjóm Kópavogs. Fyrsti fundur nýs meirihluta verður haldinn nk. föstudag. Bæjarstjóri verður áfram Krist- ján Guðmundsson, sem verið hefur bæjarstjóri þar sl. fjögur ár. Flokkamir hafa ákveðið að skipta með sér embættisstörfum ár frá ári. Gert er ráð fyrir að fyrsta árið muni fulltrúi frá G-lista gegna for- mennsku í bæjarráði og fulltrúi frá A-lista fara með embætti forseta bæjarsljómar. Á síðasta kjörtímabili vom full- trúar Alþýðuflokks, Framsóknar- flokks og Alþýðubandalags í meiri- hlutastjóm í Kópavogi. Aðalfundur SÍS haldinn á Akureyri 20. og 21. júní nk. AÐALFUNDUR Sambands is- lenskra samvinnufélaga verður haldinn á Akureyri dagana 20. og 21. júní nk. Fundurinn hefst kl. 13.30 þ. 20. júní á Hótel KEA og lýkur sfðdegis á laugardag. Til fundarins koma 120 fulltrúar kaupfélaganna innan sambands- ins, stjórn þess og framkvæmda- stjórn, framkvæmdastjórar sam- starfsf yrirtækja og aðrir gestir. Auk venjulegra aðalfundarstarfa Iiggur fyrir fundinum umræðuefnið „Samvinnuhreyfing framtíðarinn- ar“. Þess má geta að þetta er síðasti fundur Erlends Einarsssonar sem forstjóra en hann lætur af störfum forstjóra 30. júní nk. eftir rúmlega 30 ára starf. Ejgja ara öfum nallþórur orðinu HUSIVERSLUNARINNAR Ibreyttar, Hallargarðurinn er ánin Veitingahöllin vinsælasti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.