Morgunblaðið - 17.06.1986, Side 10

Morgunblaðið - 17.06.1986, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. JÚNÍ1986 Allt er endurtekning eftir Jóhann Hjálmarsson Við lát Jorge Luis Borges (1899—1986) koma tengsl hans við Island og íslenska menningu fyrst í hugann. Fomar norrænar bók- menntir voru honum umhugsunar- efni og innblástur. Hann samdi dálitla bók um efnið og í verkum hans, einkum ljóðum, er oft vikið að norrænum sagnaheimi. Hann orti til dæmis ljóð um Snorra Sturlu- son. Hingað til lands kom Borges nokkrum sinnum. Ég kynntist honum og ritara hans, Maríu, í einni af þessum ferðum. Eins og fram hefur komið í viðtöium Matthíasar Johannessen við Borges taldi hann íslenskar bókmenntir gegna miklu hlutverki í samtímanum og hann brýndi fyrir ungum skáldum að missa ekki sjónar á arfinum. Að mati Borges áttu skáldin að minna á heim fombókmenntanna með því að skírskota til þeirra. Skírskotanir áttu þó að vera í hófí eða með þeim hætti að æskilegt væri að íslensk skáld færu að yrkja eins og fom- skáldin, gerast fomleg í tjáningu sinni. Það sem vakti fyrir honum var að rétt orð, rétt setning iiðins tíma, höfðaði til samtímans í vel ortu ljóði. Vissulega eru góð dæmi um þetta í samtímaljóðlist okkar. Orðin sjálf voru Borges upp- spretta og nautn. Þegar hann var á íslandi átti hann það til að vitna í fom kvæði og sögur og spyija margs um orð og merkingu þeirra. Ég held að áhugi hans á íslensku máli og bókmenntum hafí kviknað við lestur fomenskra bókmennta. í þeim var Boregs vel að sér. í ljóðum hans er oft bergmál frá Bjólfskviðu, kappinn Hengest gengur í þeim ljós- um logum. í sagnagerð sinni tók Borges oft mið af Islendingasögum. Hann tamdi sér hnitmiðun í stíl, lagði kapp á að láta samtöl segja mikið um persónumar, en forðaðist viða- miklar lýsingar. Hann heillaðist af þvf hve vitundin um örlög manna er rík í verkum fomra, íslenskra höfunda. Þessa vitund gat hann auðveldlega látið birtast í sögum sem gerast í Argentínu og á fleiri stöðum. í sögum Borges og Ijóðum er maðurinn staddur í völundarhúsi án dyra eða hring sem ekki verður rofínn. Einn maður er jafnframt allir menn. Borges sjálfur er að minnsta kosti tveir Borgesar eins og í einni sögunni. Verk hans verða ekki auðveldlega skilgreind. Það er að vísu hægt að flokka þau eftir heimspekilegum og bókmenntaleg- um kerfum, einkum efni þeirra. Það væri líka hægt að búa til skrá yfír það hvert Borges sækir fyrirmyndir sínar. Mörg verka hans fjalla um önnur verk. Sjálfur lagði hann áherslu á að vera góður lesandi. Víða rekumst við á nokkurs konar skýrslur um það sem hann hefur verið að lesa, eitthvað í bókum sem heldur fyrir honum vöku og krefst túlkunar. Ekki er fráleitt að kalla sum verk Borges þýðingar, en þá í merkingunni að um fíjálslegar endursagnir sé að ræða. Borges lifði í heimi bóka og safna, en kom stundum út undir bert loft. Orðin breyttust þá í ilm eða andblæ, klið borga. Enn hef ég ekki ort ljóðið, yrkir Borges. Æviverk hans var sífelld leit að þessu eina ljóði, tilraun til að orða hugsun sína þannig að vel mætti við una. Hjá Borges vegur varðveislan þungt; hann leit á verk sín sem hluta stærri heildar sem ekki mátti glatast. Hugarflug skáldsins freistar þess að draga upp mynd af hinu dular- fulla, óskiljanlega. Það verður naumast skýrt nema með því sem felst í dulúð orðanna, orðin sjálf geyma ráðningu sem ekki er þó nein allsherjarlausn. Það kemur ekki á óvart að meðal uppáhalds- höfunda Borges voru Émanuel Swedenborg, William Blake og Edgar Allan Poe. Borges hlaut margar viðurkenn- ingar, en ekki Nóbelsverðlaunin eins og mörgum þótti sjálfsagt að hann fengi. Svíum þótti skáldið of hægrisinnað. í sænskri uppsláttar- bók um bókmenntir, sem út kom 1971 (Litteraturhandboken), fær Borges þá einkunn að „venjuleg mannleg vandamál snerti hann lít- ið“. Þetta var skrifað á tímum hinna „virku" bókmennta og er ítrekað í nýrri útgáfu 1984. Meira er vert um að mörg skáld Suður-Ameríku telja sig standa í þakkarskuld við Borges og hafa lært margt af honum. Utan Argentínu var vegur hans hvað mestur í Bandaríkjunum og Frakklandi. Eins og hjá öllum meiriháttar skáldum var dauðinn síendurtekið yrkisefni hjá Borges. Hefur dauðan- um nú tekist að frelsa hann úr því völundarhúsi sem hann orti svo mikið um? Speglamir voru honum líka áleitin yrkisefni, endurtekning- in, sú vissa að allt er að vissu marki endurtekning. QIK/IAD 911KÍ1 —91*17(1 SOLUSTJ LARUS Þ VALOIMARS diivian 4ii3U u lögm johþorðarsonhol Vorum að fá til sölu: Á úrvalsstað við Funafold Glæsileg raðhús í smíöum á „einni og hálfri hæö“. Innanveggjamál íb. um 170 fm. 4 rúmg. svefnherb. Bílsk. fyrir tvo bíla. Sólsvalir um 12 m langar. Allur frágangur utanhúss fylgir. Fokh. að innan. Byggjandi Húni sf. Frábær sveigjanleg greiöslukjör. Teikn. á skrifst. 3ja og 4ra herb. íbúðir við: Kleppsveg — Hrfsateig — Eyjabakka — Laugaveg — Lindargötu — Skúlagötu — Álfheima — Dvergabakka — Hverfisgötu — Æsufell — Hraunteig — Ránargötu — Álfhólsveg — Hvassaleiti — Furugrund. Kynnið ykkur nánar söluskrána. Með öllu sér og góðum bílskúr Sunnan megin í Kópavogi. Sór ib. á 2 hæðum um 160 fm i tvíbhúsi. Allt sér. Svalir á báöum hæðum. Ræktuð lóð. Mikið útsýni. Helst í vesturborginni eða á Nesinu Læknir nýkominn frá námi i Ameríku óskar eftir einbhúsi eða raðh. Stór sérhæð kemur til greina. Miklar og góöar greiðslur fyrir rótta eign. Hagar — Melar — nágrenni 3-4 herb. íb. óskast til kaups á 1. hæö með sólsvölum. íb. í lyftuhúsi kemur til greina. Rótt eign verður borguð út. Opið í dag þriðjudag kl. 9-13. Gleðilega þjóðhátfð. AIMENNA FASTEIGNASAL AM LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 NU ER TÆKIFÆRIÐ AÐ EIGNAST SINA FYRSTUIBUÐ Breytt áætlun SVR í dag Þjóðhátíðardaginn 17. júni verða gerðar nokkrar breyting- ar á akstursáætlun SVR. Ekið verður eftir tímaáætlun helgi- daga en aukavögnum verður þó bætt við eftir þörfum. Um miðbik dagsins, þegar há- tíðahöldin standa sem hæst í Lækjargötu, við Fríkirkjuveg og í Hljómskálagarði, verður breytt frá venjulegri akstursleið vagnanna. Breytingin nær til þeirra 9 leiða sem fara um Lælqargötu. Vagnar á leiðum 2, 3, 4 og 5, á vesturleið, sem aka venjulega um Laugaveg og Lækjargötu munu aka um Skúlagötu og Tryggvagötu og hafa viðkomu í Tryggvagötu við brúna upp á Toll- stöð. Á leið austur hafa þessir vagnar viðkomu í Hafnarstræti. Vagnar á leiðum 6, 7, 13, 14 og 17, sem venjulega hafa enda- stöð við Lækjartorg og neðan Bemhöftstorfu, færa sig í Hafnar- stræti. Meðan á kvöldskemmtun stend- ur á Lækjartorgi verður reynt að halda uppi akstri eftir venjubundn- um akstursleiðum, en reynist mjög mannmargt á Lækjartorgi og Lækjargötu verður að grípa til sama fyrirkomulags og gildir um miðbik dagsins eins og áður var kynnt. Frostafold 22-24-26 Grafarvogi Mjög nákvœm og vönduð byggingarlýsing og teikningar liggja frammi hjá fasteignasölunum. GRUNNMYND: Lýsing: 2ja og 3ja herb. íb. sem afh. tilb. imdir tréverk og máln. með milliveggjum. Að utan verður húsið fullfrág. og málað, lóð verður tyrfð. Húsið stendur mjög hátt og er útsýni eitt hið besta í borginni. íb. eru m. suðaustursvölum og mjðg sólríkar. Sérþvottaherb. fylgir hverri íb. Með íb. getur fylgt stæði í bílageymslu. Afhending: Febrúar - apríl 1987. Stutt í alla þjónustu. T.d. eru verslun og skóli í aðeins 300 m fjarlægð. Dagvistarheimili í 100 m fjarlægð. Gæsluvöllur í 200 m fjarlægð. Boltaleikvöllur í 50 m fjarlægð og strætis- vagnastoppistöð í 200 m fjarlægð. Dæmi um greiðslukjör fyrir þann sem er að kaupa í 1. sinn og er í fullgild- um lífeyrissjóði. 2ja herb. íb. Við undirritun kaupsamn. Með húsnæðismálaláni Eftirst. mega greiðast á 12 mán. (31.667.-á mán.) _____________ Samtals kr. 1.830.000. 250.000.- 1.200.00.- 380.000.- 3ja herb. íb. Við undirritun kaupsamn. 350.000.- Með húsnæðismálaláni 1.400.000.- Eftirst. mega greiðast á 14 mán. 640.000.- (45.714,-á man.) _____________ Samtals kr. 2.390.000.- /5P\FASTEIGNASALAN ÍCy FJÁRFESTING HF. Tryggvsgötu 26 -101 Rvk. - 8:62-20-33 Lögfriadingar Pítur Þór SiguröMon hdl., Jónína Bjartmarz hdl. BYGGINGARAÐILI: BYGGINGARFÉLAGIÐ GYLFIOG GUNNAR SF. TEIKNING: KJARTAN SVEINSSON. FASTEIGNA FF I^eJ markaðurinn ÓMfMoötu 4, aémar 11540 — 21700. Jón OuómundM. iðiurtL Uó E. LOv* Mngrtúa Qu6toufl66on K

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.