Morgunblaðið - 17.06.1986, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 17.06.1986, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. JÚNÍ 1986 13 Tveir kórar Listahátíðarlok V ínarstrengjakvartettinn Tónlist Jón Ásgeirsson Fyrir þá, sem aðeins sækja klassíska tónleika, lauk Listahátíð með tónleikum Vínarkvartettsins. Eini gallinn við þau klassísku atriði, sem á Listahátíð voru, er að þau voru allt of stutt. Miklir listamenn koma, leika eða syngja nokkur meistaraverk og eru síðan famir, en þegar hljóðnar, situr heimafóik og á aðeins eftir minn- ingar, sem að vísu efla með fólki áræði til að glíma sína eigin glímu til þrautar. Vínarkvartettinn flutti C-dúr-kvartettinn K.V. 465 eftir Mozart, ópus 3, eftir Alban Berg og þann fjórtánda eftir Schubert. Félagamir í Vínarkvartettinum em Wemer Hink, Hubert Kroisa- mer, Klaus Peisteiner og Friedrich Dolezal, allt frábærir tónlistar- menn. Nítjándi kvartett Mozarts (K.V. 465) hefst á krómantískum inngangi, sem leiðir svo yfir í ekta Mozart-laglínu, er framsag- an hefst. Allur kvartettinn er eitt blómaútflúr í tónum, þar sem undursamleg fegurðin er jafn sjálfsögð og úti í gróðurþrunginni náttúru og að því leyti var leikur Vínarkvartettsins eins og göngu- ferð um þessa vin. Strengjakvart- ett nr. 3 eftir Alban Berg er galdr- aður upp með rómantískri dulúð og á móti rósagarði Mozart, eins og næturstemmning, þar sem til- vist hins óræða virðist aðeins vera armlengd frá því að umvefja hvem náttfara örmum sínum. Leikur Vínarkvartettsins var sérlega fín- gerður og að því leyti flutti verkið með sér andblæ rómantíkur, um leið og þar sagði til um óorðna hluti. Síðasta verkið í þessari stuttu heimsókn, er Vínarkvart- ettinn rétt tillti sér á bæjarhelluna og gat almæltra tíðenda, var kvartett sá eftir Schubert, sem nefndur hefur verið Dauðinn og stúlkan. Það er undarlegt með Schubert, eins mikill lagasiða- meistari og hann var, átti hann og einstaklega létt með að vinna úr einföldum tónhugmyndum. í tónverkum hans sameinast því ótrúleg lagaauðgi og sinfónísk tækni, sem fær sagnfræðinga til að staðhæfa að Schubert hefði orðið mestur allra tónskálda, ef maðurinn með ljáinn hefði ekki lagt ljánum svo breitt, að aftók hvert blóm, sem á vegi hans varð. Það er eins með sönginn og blóm- in, því fallegri sem þau eru, því sjálfsagðari eru þau og því þarf maðurinn að temja sér gætni; hvar hann drepur niður fæti. I fíngerðri fegurð náttúrunnar eru margslungnir þræðir ofnir í eitt og því verða allar skemmdir al- gjörar. Vínarkvartettinn er einn fallegasti þáttur Listahátíðar 1986. Fyrir þá sem aðeins sjá fyrir sér hið ytra tilstand Listahá- tíðar, er rétt að benda á, að heim- sókn Claudio Arrau, Margaret Price, The New Music Consort, Thomas Lander og Vínarstrengja- kvartettsins eru tíðendi stór og góð, tónleikar með verkum Jóns Nordal, sem í rúm þijátíu ár hefur átt hlut að stórbrotnum fram- gangi tónlistar á íslandi og af- rakstur þeirrar vinnu, sem kom svo skemmtilega fram á tónleikum Guðna Franzsonar í tónsköpun ungu kynslóðarinnar og glæsileg- ur söngur Kristjáns Jóhannssonar, er svo sannarlega þess virði að menn geri sér dagamun til glaðn- ings og skemmtunar, enda var aðsókn á alla þessa tónleika mjög góð. Þá er víst lítið annað eftir en að þakka allan velgjöming og biðja öllum heilla. Kór Landakirkju í Vestmannaeyjum og Skólakór Seltjamamess, héldu tón- leika í Háteigskirkju en saman ætla þessir kórar að fara í tónleikaferð til Italíu. Á tónleikunum í Háteigskirkju söng Skólakór Seltjamamess fíögur lög, eitt íslenskt þjóðlag, eitt ítalskt og tvo negrasálma, undir stjóm Mar- grétar Pálmadóttur. Margrét hefur náð að æfa nokkuð góðan kór, enda bæði vel menntuð í söngfræðum og auk þess alin upp í einum af bestu bama- kórum landsins, Barnakór Öldutúns- skóla í Hafnarfirði. Kór Landakirkju flutti þijú lög fyrst, Heyr himnasmiður eftir Þorkel Sigurbjömsson, þá Ave vemm eftir Mozart og Sigurhátíð sæl og blfð eftir Hándel. I tveimur seinni lögunum lék strengjakvartett, sem í em Guðný Guðmundsdóttir, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Elísabeth Dean og Gunnar Kvaran. Kvartettinn flutti sér- staklega tilbrigðaþáttinn úr þeim strengjakvartett eftir Schubert, sem nefndur er Dauðinn og stúlkan, en tilbrigðaþátturinn, sem kvartettinn lék ágætlega, er unninn yfir þetta sama lag. Síðasta verkefni kóranna var sameiginlegur flutningur á messu eftir Schubert, en verk þetta mun Schubert hafa samið er hann var um það bil átján ára. Kór Landakirkju er áheyri- legur kór, all vel æfður, undir stjóm Guðmundar H. Guðjónssonar. Ein- söngvarar, bæði með kómnum og í lögum eftir Áma Thorsteinsson og Pál ísólfsson, vom Már Magnússon, ung og efnileg söngkona, Esther H. Guð- mundsdóttir að nafni, Viðar Gunnars- son og Aðalsteinn Einarsson, er skiluðu öll sínu vel. Undirleikari, auk stjóm- anda Kórs Landakirkju, var Orthulf Pranner. f tilefni af ferðinni hafa aðstandendur ferðarinnar látið prenta vandaða efnisskrá á ítölsku. Söngfólki og hljóðfæraleikumm er óskað góðrar ferðar og vonandi tekst þeim að koma heim með sólina með sér. NÝU OG, GIÆSILEGT HOTEL A SELFQSSI kótet SELFOSS EYRAVEGI 2, 800 SELFOSSI, SÍMI 99 2500 Gisting í 20 herbergjum. Verð á tveggja manna herbergi kr. 1.950.- Verð á eins manns herbergi kr. 1.450.- Glæsilegir samkomu- og ráðstefnusalir á annari hæð fyrir allt að 400 manns í sæti. Allar veitingar, fyrsta flokks matur í veitingabúð á 1. hæð. í hótelinu eru snyrtistofa og snyrtivöruverslun, hárgreiðslustofa, gleraugnaverslun, minja- gripaverslun og umferðamiðstöð. Við gerum okkar ýtrasta til að uppfylla allar þínar óskir. Við sjáum um fundi og ráðstefnur fyrir þig. Allt I einum pakka -ferðirtil ogfrá Selfossi (leigubílar/ langferðabílár) fundaaðstaða, veitingar og gisting. Vertu velkominn á Selfoss í vinarlegt umhverfi! HÖFUM OPNAÐ NÝTT HÓTEL VIÐ,ÖLFUSÁRBRÚ Á SELFOSSI.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.