Morgunblaðið - 17.06.1986, Side 23

Morgunblaðið - 17.06.1986, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. JÚNÍ 1986 23 Tilraunasportbíllinn frá Subaru sem er til sýnis næstu daga hjá umboðinu í tilefni af 10 ára innflutningi Subaru-bíla. Tilraunabíll til sýnis biðja ferðaskrifstofur um að nota VISA- greiðsluseðla. VISA- greiðsluseðlamir eru ekki einungis ætlaðir til greiðslu fyrir gistingu, heldur einnig fyrir bflaleigu og fleira sem tengist sérstakri ferða- mannaþjónustu. Öm var spurður hvort hann ætti ekki von á andstöðu ferðaskrif- stofumanna við notkun á þessum VISA greiðsluseðlum, því hún hefði í för með sér að ferðaskrifstofumar þyrftu að gera upp við hótelin fyrr en ella, og gætu þar af leiðandi haft greiðslumar fyrir hótelgisting- una skemmri tíma en ella í veltunni hjá sér. „Ferðaskrifstofumar geta haft greiðslufrest í allt að 30 daga, og aðalkosturinn sem við sjáum í notk- un þeirra á þessum greiðsluseðlum er að þá geta þær gefið út greiðslu- seðil á nánast hvaða hótel sem er í heiminum. Auðvitað gemm við ráð fyrir því að þær noti áfram eigin greiðsluseðla, ásamt VISA-seðlun- um, en við bendum á trygginguna sem í notkun VISA seðlanna er fólgin, einkum og sér í lagi þegar um einstaklingsferðir er að ræða, t.d. á framandi slóðir. Það er rétt að benda á að ferðaskrifstofumar verða ekki fyrir tekjutapi þótt þær taki upp notkun VISA-seðlanna, en hótelin verða hins vegar fyrir út- gjaldaauka, því þóknun þeirra til VISA verður um 2,5%. Það virðist hins vegar ekki ætla að koma í veg fyrir að notkun á þessari þjónustu breiðist út, því hótelin spara sér þar með fyrirhöfnina sem fylgir inn- heimtu, auk þess sem greiðslan til þeirra er algjörlega tryggð með notkun VISA.“ Öm upplýsir jafnframt að í tengslum við þessa þjónustu bjóði VISA nú upp á ákveðna bókunar- þjónustu hjá hótelum innanlands sem utan og hjá innanlandsflugi Flugleiða. Hún verður í því fólgin að ferðamaður, sem bókar sig inn á hótel með VISA-þjónustunni með því að gefa upp kortnúmer sitt við bókun, á hótelherbergi sitt víst, hversu seint sem hann kemur á áfangastð. Hann greiðir líka fyrir gistingu, fyrstu nóttina sem bókuð er, þó svo að áætlun hans fari úr- skeiðis og hann nái ekki að koma á hótelið á fyrirhuguðum tíma. Afpanti hann hinsvegar fyrir kl. 18 daginn sem hann pantaði, sleppur hann við borgun. Öm segir að þar með standi ferðamaðurinn ekki frammi fyrir því að búið sé að láta öðmm eftir hótelherbergi hans, ef hann er seinn fyrir. Sami háttur verður hafður á hjá innanlandsflugi Flugleiða, þannig að ferðamaður sem nýtir sér þennan bókunar- möguleika getur treyst því að bið- listafarþegar hafa ekki fengið sæti hans, ef hann einhverra hluta vegna nær ekki út á flugvöll fyrr en á síðustu mínútum fyrir brottför. Sami háttur er hafður á hvað greiðslu snertir - þ.e. ef ferðamað- urinn missir af vélinni, verður hann samt sem áður að greiða farseðil- inn. Loks nefndi Örri nýjung sem VISA tekur nú upp að erlendri fyrirmynd, en það er svokölluð forgangsafgreiðsla eða hraðaf- greiðsla við brottför af hótelum hérlendis sem erlendis. Hafi kort- hafi í upphafi gefið upp kortnúmer sitt við skráningu inn á hótelið og sagst mundu vilja njóta hraðaf- greiðslunnar, ef svo ber undir, getur hann með engum fyrirvara horfið af hótelinu, þar sem hann hefur þegar lýst sig ábyrgan fyrir úttekt á hótelinu. Þetta sagði Öm að kæmi sér iðulega vel fyrir menn á við- skiptaferðalögum, sem þyrftu að skipuleggja tíma sinn vel og hefðu takmarkaðan tíma til þess að bíða í móttökum hótela eftir lokaupp- gjöri. í tilefni af þvi að 10 ár eru liðin frá þvi að innflutningur hófst á Subaru-bílum til landsins, var umboðið með bílasýningu um helgina og stendur hún næstu daga. Aðal-sýningargripurinn er tilraunabíll sem sérstaklega var fenginn til landsins af þessu til- efni. SAMNORRÆNT samstarfsverk- efni er að fara af stað á sviði iðnaðarrannsókna. Það eru Norræni iðnaðarsjóðurinn (Nordisk Industrifond) og danska Tækniakademían (Aka- demiet for de Tekniske Viden- skaper) sem hafa undirbúið það. Verkefnið felst í því að menn sem lokið hafa háskólaprófi og hafa sérstakan áhuga á iðnþróun, geta sótt um 2-3 ára nám í iðnaðar- rannsóknum í samvinnu við stofnun eða skóia í einu landi og fyrirtæki í öðru. Námið er að hluta til flármagnað af Norræna iðnaðarsjóðnum, sem Bíllinn var á sýningu í Evrópu og fer héðan til Japan. Ekki er hann komin á það stig að vera settur í framleiðslu, heldur er hann enn í þróun. Einnig eru til sýnis sportlegri bfltegundimar frá Su- baru, Coupé og XT turbo. Frá því að innflutningur hófst fyrir 10 árum hafa á fimmta þúsund Subaru bflar selst hérlendis. greiðir hluta af launa- og ferða- kostnaði o.fl. Vonast er til að nám af þessu tagi leiði til áþreifanlegrar samvinnu í iðnaðarrannsóknum milli Norðurlandanna, umsækjend- ur öðlist reynslu og þekkingu á atvinnulífi, atvinnulífið fái dugandi rannsóknarmenn sem skili þeim í fremstu röð í ýmsum þáttum tækni- þróunar og að rannsóknarstofnanir og skólar fái betra samband við atvinnulífið og önnur Norðurlönd. Upplýsingar um verkefni þessi og viðmiðunarreglur um styrkveit- ingu fást hér á landi hjá Hermanni Sveinbjömssyni í iðnaðarráðuneyt- inu. Norrænt samstarf um iðnaðarrannsóknir GEGN STEYPU SKEMMDUM STEINVARI 2000 hefur þá einstöku eiginleika aö vera þétt gegn vatni i fljótandi ástandi, en hleypa raka i loftkenndu ástandi auðveldlega i gegnum sig, tvöfalt betur en hefðbundin plastmálning. Viljir þú verja hús þitt skemmdum skaltu mála meö STEINVARA 2000. ÓSA/SIA VJterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! ASEA CYLINDA Þvottavélar og þurrkarar ...eins og hlutirnir gerast bestir Árangur náinnar samvinnu sænsku neytendastofnunarinnar KONSUMENTVERKET, textilrannsóknastofnunarinnar TEFO og tæknirisans ASEA. Nýsköpun sem fær hæstu einkunnir á upplýstasta og kröfuharðasta markaði heims fyrir árangur, taumeðferð og rekstrarhagkvæmni. ASEA CYLINDA tauþurrkari Skynjar sjálfur hvenær tauið er þurrt, en þú getur líka stillt á tíma. 114 lítra tromla, sú stærsta á markaðin- um. Það þarf nefnilega 2,5 sinnum stærri tromlu til að þurrka í en til að þvo í. Tekur því úr þvottavélinni í einu lagi. Mikið tromlurými og kröftugt útsog í stað innblásturs stytta þurrktíma, spara rafmagn og leyfa allt að 8m barka. Neytendarannsóknir sýna að tauið slitnar ekki né hleypur í þurrkaranum, heldur losnar aðeins um lóna af notkunarslitinu. Það er kostur, ekki síst fyrir ofnæmisfólk. Sparar tíma, snúrupláss og strauningu. Tauið verður mjúkt, þjált og slétt, og æ fleiri efni eru gerð fyrir þurrkara. Getur staðið á gólfi eða ofan á þvottavél- ASEA CYLINDA þvottavélar Þvo best, skola best, vinda best, fara best með tauið, nota minnst rafmagn. Vottorð upp á það. Gerðar til að endast, og í búðinni bjóðum við þér að skyggnast undir glæsilegt yfirborðið, því þar er ekki síður að finna muninn sem máli skiptir: trausta og stöðuga undirstöðu, vöggu á dempurum í stað gormaupphengju, ekta sænskt ryðfrítt krómnikkelstál, SKF-kúlulegur á 35 mm öxli, jafnvægisklossa úr járni í stað sandpoka eða brothætts steins o.fl. Athyglisverð er lika 5-laga ryð-og rispu- vörn, hosulaus taulúga, hreinsilúga, grófsía, sápusparnaðarkerfi með lyktar- og hljóðgildru, stjórnkerf: með framtíð- arsýn og fjölhraða lotuvinding upp í 1100 snúninga. ASEA CYLINDA er nú eini framleiðandi heimilisþvottavéla á Norðurlöndum. Með stóraukinni framleiðslu og tollalækkun er verðið hagstætt. Og vist er, að gæðin borga sig, STRAX vegna betri og ódýrari þvottar, SlÐAR vegna betri endingar. /Fonix HÁTÚNI 6A SlMI (91)24420 Bobby furusettið sem svo margir hafa beðið eftir er loksins komið -og verðiðereins ogáður framúrskarandi gott. Slitþofs- prófun áklaeða Bobby sófasett 3+2+1 kostar aðeins 19.840. 4.980.- út og 2.500 á mánuði. Veistu aö hjá okkur fœröu massiva veggskápa úrfuru 264 cm breiöa og 184 cm mm háa á aöeins kr. O O ■ 9 O w húsgagna höllin BÍLDSHÖFÐA 20 — 112 REYKJAVÍK — 91-681199 og 681410 HUSCÖCIM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.