Morgunblaðið - 17.06.1986, Síða 35

Morgunblaðið - 17.06.1986, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. JÚNÍ 1986 35 Séð yfir mannfjöldann og tjaldbúðirnar á ÞingvöUum 17. júni 1944. - Viltu skýra nánar við hvað var átt, þegar þú sagðir, að tíminn ynni málinu í marg- földum skilningi? - Þá er átt við í senn breytta þjóðhætti, tækni og stöðu þjóðar- innar. Borið hefir verið við fjarlægð- inni milli Reykjavíkur og Þingvalla. Þá er haft í huga að þingið yrði að heyja þar sem ríkisstjóm, stjóm- arskrifstofur og yfirstjóm stjórn- sýslunnar er til staðar. Þá er reikn- að með að endurreisn hins foma Samvinnutryggingar: Erlendur áfram formaður AÐALPUNDUR Samvinnutrygg- inga og Andvöku var haldinn á Hótel KEA á Akureyri á föstu- daginn. Samþykkt var að veita Iþrótta- bandalagi Akureyrar og Ung- mennasambandi Eyjafjarðar 250.000 kr. styrk, hvom félagi. Þá var stjóm félagsins einróma endur- kjörin, og Erlendur Einarsson, for- stjóri Sambandsins, gegnir því stjómarformennsku í félaginu næstu tvö árin, en hann mun sem kunnugt er láta af störfum sem forstjóri SIS í haust. Hækkun fram- færsluvísitölu 0,66% síðast- liðinn mánuð VÍSITALA framfærslukostnaðar hækkaði um 0,66% frá byxjun maímánaðar á þessu árí fram í júnímánuð. Mestur hluti þessarar hækkunar stafar af hækkun á verði matvöru, einkum á eggjum og mjólkurafurðum ýmiskonar, en að öðru leyti á verðhækkun ýmissa vöru og þjónustuliða þátt í hækkun framfærsluvísitölunn- ar. í frétt frá Kauplagsnefnd kemur fram að síðastliðna tólf mánuði hafi vísitala framfærslu hækkað um 23,9% og að hækkun vísitölunnar { síðasta mánuði samsvari 8,2% árshækkun. Þá kemur einnig fram að á síðustu þremur mánuðum hefur vísitalan hækkað um 3%, en sú hækkun jafngildir 12,6% verð- bólgu á einu ári. þingstaðar þýddi óhjákvæmilega að flytja höfuðborgina frá Reykjavík til Þingvalla eða jafngildi þess meðan þinghaldið stæði yfir. Þykir mönnum þá í of mikið ráðist. Kemur þar hvorutveggja til óhagkvæmni og kostnaður. En tímamir breytast. Jafnvel 1923 gerði Björn Þórðarson síðar forsætisráðherra lítið úr vandanum af vegalengdinni frá Reykjavík til Þingvalla. Hann sagði þá í gagn- merkri ritgerð um gildi Þingvalla, sem birtist í Eimreiðinni: „Fyrir höfuðstaðarbúa er vegurinn til Þingvalla ekki nema góð stekkjar- gata...“ Hvað mætti þá segja í dag miðað við þær framfarir sem orðið hafa í samgöngumálum síðan? Þegar svarað er spurningunni hvort Alþingi skuli flytja til Þing- valla ber að hafa í huga að tækni- þróun í samgöngum og fjarskiptum gjörbreytir öllum viðhorfum í þess- um efnum. Á næstu öld, hvað þá heldur á síðari öldum, getur tækni- þróunin hafa rutt úr vegi hindrun- um svo að ekki verði vandkvæði á því að Reykjavík verði áfram höfuð- borgin þótt Alþingi verði á Þingvöll- um við Öxará. Þegar að því kemur verður þjóðinni svo vaxinn fiskur um hrygg að fólksfjölda og efnum að hún verður þess umkomin að sýna það þrek sem þarf til að endur- reisa hinn forna þingstað. - En verður Reykjavík ekki vangert með þessu og Þingvöllum ofgert? - Hér er gert ráð fyrir að Reykjavík verði eftir sem áður höfuðborgin þótt Alþingi verði á Þingvöllum. Áþekk skipan þekkist annars staðar. Þannig er t.d. Amst- erdam höfuðborg Hollands þó að Haag sé aðsetur ríkisstjómarinnar og þjóðhöfðingjasetrið sé í Soestdijk í Utrecht-héraði. Er þetta áþekkt því sem hér væri Alþingi á Þingvöll- um, ríkisstjórnin í Reykjavík og forseti íslands að Bessastöðum í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Eftir sem áður væra þau öll æðstu stjórn- völd ríkisins staðsett í hinu foma landnámi Ingólfs Amarsonar á höfuðborgarsvæðinu og útjaðri þess. Þá er gert ráð fyrir að frambúð- arskipan Þingvalla verði ekki ein- ungis í samræmi við sögu staðarins heldur og náttúra svo að helgi hins foma þingstaðar verði ósnortin. Mannvirkjum mætti og koma fyrir vestan Almannagjár. En hafa ber í huga að fegursta verndun Þing- valla er fólgin í því að þjóðin njóti helgi þeirra og náttúru til sam- funda, þjóðhátíða og þinghalds svo sem var í árdaga. - Hver eru meginatriði þess sem þú vildir sagt hafa um staðsetningu Alþingis? Ljósm. Kaldal. Kópía Ljósmyndasafnið. - Ég legg megináherzlu á: 1. Elsta þing heims á heima á hinum foma þingstað. 2. Ákvörðunin um að Aiþingi skyldi háð í Reykjavík var ekki gerð til allrar framtíðar. 3. Ákvörðunin miðaðist við þeirrar tíðar aðstæður. 4. Þegar aðstæður leyfa og „þjóð- arandi og þjóðarkjarkur" gera mögulegt verður Alþingi flutt á sinn forna þingstað. 5. Flutningur Alþingis er ekki nú til ákvörðunar. - Aðlokum? - Mikilvægast nú er að halda áttum. Það verður svo helst gert að menn hafi í heiðri hollráð Magn- úsar Jónssonar, sem hann gaf við umræðu í neðri deild Alþingis 1926 um þingsályktunartillöguna um þjóðaratkvæði um þinghald á Þing- völlum. Hann komst svo að orði: „Það má ekki flana að neinu í svona tilfinningamáli, sem svo kynni að valda óánægju á eftir. Það er í þágu málsins sjálfs að fara varlega." VERÐLÆKKUN VEGNA NYRRA SAMNINGA VIÐ" VERKSMIÐJURNAR, TÓKST OKKUR' AÐ L/EKKA VERÐIÐ Á HEIMILIST/EKJUM: DÆMIUMVERÐ: KERAMIK ELDAVÉL SEM KOSTAÐI ÁÐUR stgr.kr. 57632,- KOSTAR NÚ stgr kr. 44,384,- Suöurlandsbfaut 16 SirrK 9t 35200 ÞETTAER PEX fargjald, kr. 13.940 FlogiÖ alladaga vikunnar FLUGLEIÐIR □ Pöbbar og diskótek i London hafa dýrlegt aðdráttarafl. Taktu þátt í götu- leikhúsi London. . . þú þarft hvorki að hafa kúluhatta né broddaklipp- ingu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.