Morgunblaðið - 17.06.1986, Page 38

Morgunblaðið - 17.06.1986, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. JÚNÍ1986 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Sendill óskast Viljum ráða sendil til starfa strax til sendi- ferða í banka, toll o.fl. Þarf að hafa vélhjól til umráða. Sanitas hf. Símavarsla Starfskraft vantar til afleysinga við síma- vörslu. Vaktavinna. Þarf að geta hafið störf strax. Umsóknir merktar: „H — 2615“ sendist augldeild Mbl. sem fyrst. Sveitarstjóri Hreppsnefnd Stöðvarhrepps auglýsir starf sveitarstjóra lausttil umsóknar. Uppl. gefa Björn Hafþór Guðmundsson í síma 97 5890/5851 og Sólmundur Jónsson í síma 97 5859. Skriflegar umsóknir berist skrifstofu Stöðvarhrepps fyrir 30. júní 1986. Hreppsnefnd Stöövarhrepps. Sveitarstjórastaða Starf sveitarstjóra Vatnsleysustrandarhrepps er laust til umsóknar. Umsóknum með uppl. um aldur, menntun og fyrri störf skal skilað á skrifstofu hrepps- ins, Vogagerði 2, Vogum, fyrir 28. júní 1986. Uppl. veita sveitarstjóri, Kristján Einarsson, í síma 92 6541 eða 6529 og oddviti hrepps- nefndar, Ómar Jónsson, í síma 92 6637. Framreiðslumaður Vantarvananframreiðslumann nú þegar. Uppl. gefur Birgir Jónsson í síma 34780. gullni mmm LAUQAVEQI178 - BISTRÓ Á BESTA STAÐ í BÆHUM - Kennarar Við Hafnarskóla Höfn, Hornafirði, eru lausar eftirfarandi kennarastöður: Almenn kennsla (yngri barna), íþróttakennsla, stuðningskennsla. í Hafnarskóla eru 200 nemendur á aldrinum 6—12 ára. Ennfremur er laus enskukennarastaða við Heppuskóla (7.-9. bekkur) á sama stað. Ódýrt húsnæði til staðar. Flutningsstyrkur greiddur. Upplýsingarveita: Skólastjóri Hafnarskóla, sími 97-8148, yfirkennari Hafnarskóla, sími 97-8595, skólastjóri Heppuskóla, sími 97-8321. Skóianefnd. Areiðanleg kona óskast strax til þess að búa hjá og annast aldraða konu. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 12133 og 28878. Skrifstofustjóri Síldarverksmiðjan í Krossanesi óskar að ráða skrifstofustjóra. Æskilegt er að umsækjend- ur séu viðskiptafræðingar eða hafi sambæri- lega menntun en menn með góða starfs- reynslu koma þó til greina. Uppl. um starfið eru veittar á skrifstofu fyrir- tækisins á Glerárgötu 30, Akureyri, og umsóknir sendist þangað fyrir 24. þessa mánaðar. Lagerstörf Óskum eftir að ráða traustan og áreiðanleg- an mann til lager- og afgreiðslustarfa. Þarf að geta hafið störf strax eða fljótlega. Upplýsingar gefnar á skrifstofunni, Skúlagötu 51, í síma 12200. 66PN SEXTÍU OG SEX NORDUR í V, Sjóklæðagerðin hf., Skúlagötu 51, - v/Skúlatorg, Reykjavik. Grunnskólinn Ólafsvík Okkur vantar kennara í eftirtaldar greinar: Stærðfræði, raungreinar, sérkennslu, tón- mennt, almenna kennslu, íþróttir og á skóla- bókasafn. Gott skólabókasafn fyrir hendi. Við búum í 1200 manna athafnabæ í örum vexti. Við sjáum um að útvega húsnæði. Skólinn okkar er vel útbúinn tækjum. Vinnu- aðstaða er góð í góðu skólahúsi. Samgöngur við Reykjavík eru mjög góðar. Félagslíf er bæði líflegt og gott. Og eitt enn skólinn okkar verður 100 ára á næsta ári. Allar nánari upplýsingar gefur Gunnar Hjartar- son í síma 93-6293 og Margrét Vigfúsdóttir í síma 93-6276. Svæðisstjórn málefna fatlaðra Norðurlandi eystra VistheimUið Sóiborg, Akureyri Þroskaþjálfar Staða yfirmanns á skóladagheimili er laus frá 1. september. Staða deildarstjóra laus frá 1. september. Einnig vantar í stöður þroskaþjálfa. Afleysingar Kokk/matreiðslumann vantar til afleysinga í eldhús í júlí og ágúst. Hafið samband um nánari upplýsingar í síma 96-21755 virka daga frá kl. 10.00-16.00. Auglýsingateiknari Lærður auglýsingateiknari með starfsreynslu óskar eftir vinnu í Reykjavík. Upplýsingar í síma 15901 eða 92-4727 milli kl. 10.00 og 17.00. Atvinnuauglýsing Góð kona óskast til að sjá um heimili í Ár- bæjarhverfi og passa 4 og 6 ára stelpur allan daginn virka daga, nema á föstudögum til kl. 14.00. Upplýsingar í síma 681829. Dómarafulltrúa- staða Staða dómarafulltrúa við embætti sýslu- manns í Barðastrandarsýslu er laust til um- sóknar. Húsnæði verður útvegað. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfs- manna. Umsóknir berist skrifstofu embættis- ins fyrir 30. júní 1986. Sýslumaður Barðastrandarsýslu. Sveitarstjóri Staða sveitarstjóra á Höfn í Hornafirði er laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist undirrituð- um fyrir fimmtudaginn 19. júní 1986. Undirritaðir veita frekari upplýsingar. Stefán Ólafsson, Silfurbraut 13, 780 Höfn, sími 97-8479, Sturlaugur Þorsteinsson, Fiskhól7, 780Höfn, sími97-8706 og 97-8709. Bókhald - Góð laun Öflugt þjónustufyrirtæki nálægt miðbæn- um, vill ráða starfsmann til framtíðarstarfa sem fyrst. Viðkomandi færi bókhald fyrirtækisins ásamt þvi að sjá um allar greiðslur fyrirtæk- isinstil viðskiptavina þess. Allt tölvuunnið. Við leitum að aðila með góða viðskipta- menntun og krafist er góðrar kunnáttu og reynslu í bókhaldsstörfum, t.d. að viðkom- andi hafi unnið á endurskoðunárskrifstofu, hafi tamið sér skipulögð vinnubrögð og hafi öruggaframkomu. Gott tækifæri fyrir aðila, sem hefur gaman af bókhaldi og er að leita að góðu ábyrgðar- starfi hjá traustu fyrirtæki. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, sendist skrifstofu okkar fyrir 26. júní nk. þar sem nánari upplýsingar eru veittar. GuðntTónsson RÁDCJÖF &RÁÐNINCARÞJÓNUSTA TÚNGÖTU 5, 101 REYKJAVlK — PÓSTHÓLF 693 SÍMI 621322 Kveðja, forstöðumaður. Sakadómur Reykjavíkur: Þorgeir dæmdur fyrir ærumeiðandi ummæli í SAKADÓMI Reykjavíkur hefur verið kveðinn upp dómur í máli ákæruvaldsins gegn Þorgeiri Þorgeirssyni, rithöfundi, fyrir „æru- meiðandi aðdróttanir í garð lögreglumanna í tveimur greinum í Morgunblaðinu,“ eins og segir í ákærunni. Tildrög málsins eru þau, að í desember 1983 ritaði Þorgeir tvær greinar í Morgunblaðið og kallaði lögreglumenn þar m.a. „einkennis- klædd villidýr" og „lögregluhrotta". Þóttu ummæli Þorgeirs varða við 108. grein almennra hegningarlaga nr. 19 frá 1940. í greininni segir: „Hver, sem hefur í frammi skamm- aryrði, aðrar móðganir í orðum eða athöfnum eða ærumeiðandi að- dróttanir við opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldu- starfi sínu, eða við hann eða um hann út af því, skal sæta sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 3 árum. Aðdróttun, þótt sönnuð sé, varðar sektum, ef hún er borin fram á ótilhlýðilegan hátt.“ Af hálfu ákærða var því haldið fram að ummæli þau, sem saksótt var fyrir, séu slitin úr samhengi í ákæru málsins. Dómurinn vísaði því frá og einnig þeirri staðhæfingu ákærða að hann hafi starfað í skjóli 72. greinar stjómarskrárinnar þar sem segir, að ritskoðun og aðrar takmarkanir fyrir prentfrelsi megi aldrei í lög leiða. Þorgeir Þorgeirsson var dæmdur til greiðslu sektar að upphæð 10 þúsund krónur og til að greiða allan sakarkostnað. Þá var vetjandi hans, Tómas Gunnarsson, víttur harðlega fyrir tilefnislausar málsýfingar. Dómurinn var kveðinn upp af Pétri Guðgeirssyni sakadómara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.