Morgunblaðið - 17.06.1986, Page 45

Morgunblaðið - 17.06.1986, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 1986 45 speki Umsjón: Gunnlaugur Guómundsson íslenska lýöveldið í tilefni dagsins ætla ég að fjalla um stjömukort lýðveldis- ins íslands. Til er sú tegund stjömuspeki sem fjallar um þjóðfélög. Gerð eru stjömukort t.d. fyrir þá stund þegar lýst er yfír sjálfstæði þjóða og útfrá því reynt að ráða í eðli þjóð- félagsins og þróun mála á hverjum tímabili. StjörnukortiÖ Staða pláneta, 17. júní 1944 kl. 14 á Þingvöllum, var þannig að Sól, Merkúr, Venus, Satúm- us og Úranus vom í Tvíbura, Tungl var í Nauti, Mars, Júpít- er og Plútó í Ljóni, Neptúnus og Rísandi í Vog og að lokum Krabbi á Miðhimni. Menntakerfi Það sem fyrst vekur athygli við kortið eru fímm plánetur í Tvíbura í 9. húsi. Tvíburi er merki hugsunar, og 9. er hús æðri menntunar og ferðalaga. Undirritaður telur útfrá því að einn helsti styrkur lýðveldisins Islands sé fólginn í sterku menntakerfí. Margir álíta að siíkt sé sjálfsagt en staðreynd- in er hins vegar sú að þegar litið er til jarðarkringlunnar í heild telst almenn menntun á slíku stigi sem hér er til undan- tekninga. FerÖamál 9. hús tengist einnig ferðamál- um. Það vísar ekki einungis til þess að ferðamannaiðnaður geti blómstrað hér á landi, heldur einnig til þess að á undanfömum 40 árum hafa ferðalög alls þorra landsmanna verið tíð og sjóndeildarhringur íslendinga sem þjóðar hefur víkkað til stórra muna. Það heyrir einnig til undantekninga að annar hver þegn þjóðlands hafí ferðast hálfa veröldina á enda. Varasamar hliðar á Tvl- bura og 9. húsi eru eirðarleysi, skortur á festu og stefnuleysi. Stórhugur Mars og Júpíter í samstöðu við Ljón er táknrænt fyrir stórhug og þá miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað á liðnum áratugum. í íslensku þjóðlífi hefur rikt bjartsýni og kraftur. íslendingar dagsins í dag eru duglegir og vinnusamir. Þjóðin er stoit, kappsfull og metnað- argjöm. Neikvæðar hliðar á þessu em of mikið kapp og flottræfilsháttur, of mikil bjartsýni og útþensla. HúsnœÖis uppbygging Staða Tunglsins í Nauti er táknrænt fyrir ráðandi efnis- hyggju, en jafnframt m.a. vold- uga húsnæðisuppbyggingu. Sennilega hugsa margir lítt út í það að við höfum byggt yfir heila þjóð á fáeinum áratugum. Það er ekki svo lítið afrek. Neikvæð hlið er staða Tungls- ins í 8. húsi, hætta á skulda- söfnun, erlendri sem innlendri. VelferÖarríki Vog Rísandi og Neptúnus em táknræn fyrir velferðarhug- sjónina sem ríkir á íslandi. Þó kannski sé víða pottur brotinn ríkir hér samtrygging og þegn- ar landsins búa við öflugt heil- brigðiskerfí, öfugt við það sem er víðast annars staðar. Þegar á heildina er litið er kort lýð- veldisins íslands kraftmikið og stórhuga. Undirritaður vill óska íslendingum til hamingju með daginn. X-9 DYRAGLENS Kvöldmatur! Ef þig skyldi langa til að vita það þá var þessi máltíð fram- lag frá einkaaðilum. Ég sendi einkaaðilum kveðjur mínar! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Það þykir fallegt í skák þegar mönnum er fómað til að ná fram kóngsókn sem leiðir að lokum til máts. Þegar allt kemur til alls er það markmið íþróttarinn- ar að máta andstæðinginn og skiptir þá engu máli hvor hefur meiri liðsafla á borðinu. Hið sama er oft uppi á teningnum í brids: það getur verið nauðsyn- legt að fóma kóngafólki í þeim tilgangi að vinna sögnina. Lítum á tiltölulega einfalt dæmi. Austur gefur; A/V á hættu. Vestur ♦ 42 ♦ D10976 ♦ 765 ♦ G92 Norður ♦ 53 ♦ 854 ♦ ÁG9842 ♦ 83 Austur ♦ KDG10 ♦ KG32 ♦ D103 ♦ KIO Suður ♦ Á9876 ¥Á ♦ K ♦ ÁD7654 Vestur Norður Austur Suður — — 1lauf 2lauf Pasa 2tíglar Dobl 3 spaðar 4 hjörtu Pass Pass 4 spaðar Pass Pass Dobl Pass Pass Pass Mjög fjörugar sagnir. Opnuu austurs á laufí var gervisögn, sýndi aðeins opnun en lofað ekki endilega laufí. Og dobl hant, á tveimur tíglum var úttektai- dobl fyrir hálitina. Eigi að síður keyrði suður spilið upp I fjóra spaða, enda væri lítilmannlegt að gefa upp með svo falleg spil. Austur doblaði með bókina I trompinu og hugsaði sér gott til glóðarinnar. En sagnhafi sá til þess að austur yljaði sér ekki við eldinn I þessu spili. Hann fékk fyrsta slaginn á hjartaás, fómaði síðan tígulkóngnum á altari innkom- unnar með því að yfirdrepa með ás og svínaði laufdrottningunni. Tók svo laufásinn og stakk lauf. Austur henti viturlega tígli, en það dugði ekki til. Sagnhafi spilaði næst litlu trompi frá báð- um höndum, trompaði svo hjarta austurs, tók spaðaásinn og spil- aði siðan frílaufunum. Hann hafði nú fulit vald á spilinu og austur fékk aðeins þtjá slagi á tromp. Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlegu móti í Moskvu í vor kom þessi staða upp í B-flokki, í viðureign sovézku stórmeistar- anna Vasjukov, sem hafði hvitt og átti leik, og Cehov. Svörtum hefur fatast vömin illilega, því síðasti leikur hans var 24. — He8 — e6? 25. Dxe6! og svartur gafst upp, því 25. — Bxe6? er auðvitað svar- að með 26. Hf8+ og mátar. Va- sjukov sigraði f B-flokknum ásamt 2 ungum löndum sínum Azmapar- ashvili með 7l/t v. af 11 möguleg- um. Þrír Sovétmenn urðu í 4.-6. sæti með 6Vt v., þeir Kaidanov, Kuzmin og Makarichev. Fjórir útlendingar voru með á mótinu og urðu þeir í fjórum neðstu sætunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.