Morgunblaðið - 17.06.1986, Side 47

Morgunblaðið - 17.06.1986, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 1986 47 Heilsuskokk Abyrgðar og IR Tryggingarfélagið Ábyrgð og íþróttafélag Reykjavíkur hafa ákveðið að gangast fyrir heilsu- skokki í sumar með því að bjóða upp á þijár æfíngar í viku undir eftirliti íþróttakennara. Verður fólki boðið upp á léttar æfíngar þrisvar í viku á skokkbrautunum við Laugardalslaugina á tímabil- inu kl. 16.30 til 18.30 mánudaga, miðvikudaga og fímmtudaga. Ifyrsti tíminn verður á morgun, miðvikudaginn 18. júní. Æfíngataflan fyrstu vikuna er sem hér segir: Upphitun: Sérhver æfíng hefst á því að þú gengur í 2-3 mínútur og breytilegum hraða áður en þú hefur hina eiginlegu æfíngu. 1. dagur: Upphitun. Skokka 50 m + ganga 50 m - 4 sinnum. Skokka 100 m + ganga 100 m - 4 sinnum. Skokka 50 m + ganga 50 m - 4 sinnum. Teygjur. 2. dagur: Upphitun. 1500 m skokk og ganga til skiptis, 100 metrar í einu. Teygjur. 3. dagur: Upphitun. Skokk 50 m + ganga 50 m - 2 sinnum. Skokk 100 m + ganga 100 m - 6 sinnum. Skokk 50 m + ganga 50 m - 2 sinnum. Teygjur. Þá fara hér á eftir nokkrar ábendingar frá Guðmundi Þórar- inssyni íþróttakennara: Hvað þurfum við, sem lítið sem ekkert höfum hugsað um líkama okkar að gera þegar við viljum breyta því og byija að skokka? Fyrst þurfum við að fínna okkur tíma og ákveða að mæta f þá. Þar lcemur Heilsuskokk Ábyrgðar og ÍR til móts við okkur. Við þurfum að líta örlítið í eigin barm. Höfum við ekki verið svona bæri- lega frísk og ekkert amað að? Þá er ekkert til fyrirstöðu því að mæta og fara í gegnum upp- bygginguna. Ef við höfum hins vegar ekki verið frísk, en viljum þó rejma að bæta líkama okkar, förum við til læknis og tölum við hann um málið. Þarf ekki feikna útbúnað til að skokka? Nei, í raun ekki. Við þurfum að eiga góða, stöðuga skó, sem fara okkur vel, og eru ekki slitnir. Skómir eru mikilvæg- astir. Að öðru leyti má vera í svo til hveiju sem er, meðan það er ekki of þröngt og lítið, og á meðan það miðast við veður dagsins. Heilsuskokk Ábyrgðar og ÍR býður alla, sem áhuga hafa, vel- komna í Laugardalinn til ánægju- legrar samveru og heilsusamlegr- ar áreynslu. Æfíngar verða reglulega á mánudögum, miðvikudögum og fímmtudögum milli kl. 16.30 og 18.30. Nýkjömir borgarfulltrúar vígðu pinu-golfvöUinn á laugardag. Hér má sjá Pál Gíslason borgar- fulltrúa spreyta sig á einni braut- inni. Pínu-golf í Öskjuhlíð KEILUSALURINN í Öskjuhlíð hefur bætt nýjung við starfsemi sína. í skjólgóðum garði hefur verið opnaður niu brauta pínu- goIfvöUur en pinu-golf er vinsæl íþrótt fyrir alla fjölskylduna. Fram af klettunum í garðinum steypist faUegur foss sem nefnd- ur hefur verið Reykjavikurfoss og er ætlunin að færa borginni að gjöf í tUefni 200 ára afmælis- ins. V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.