Morgunblaðið - 06.07.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.07.1986, Blaðsíða 1
96SIÐUR B 148. tbl. 72. árg. Nicaragua: Biskup gerður útlægur Managua, Nicaragua, AP. BISKUPNUM Pablo Antonio Vega, sem ríkisstjórn Nicaragna gerði landrækan á föstudag fyrir aðild að sprengjutilræði i strætis- vagni þar sem 12 manns létu líf- ið, hefur verið veitt pólitískt hæli í Honduras, að sögn embætt- ismanna þar. Vega kom til höfuðborgar Hond- uras, Tegucigalpa, seint á föstu- dagskvöldið. Hann er sagður við góða heilsu, en vildi hins vegar ekkert láta hafa eftir sér um útlegð- ardóminn. Vega er annar klerkur- inn, sem ríkisstjóm sandinista í Nicaragua gerir landrækan, en átök milli ríkisstjómarinnar og róm- versk-katólsku kirkjunnar í landinu hafa farið harðnandi. Þá hefur rík- isstjómin einnig rekið úr landi nokkra presta af erlendum uppmna. Auk aðildar að sprengjutilræðinu ásakar ríkisstjómin Vega fyrir að hafa opinberlega stutt baráttu Ronalds Reagans, forseta Banda- ríkjanna, fyrir að skæmliðum, sem beijast gegn stjómvöldum í Nic- aragua, verði veitt hemaðaraðstoð. Gengis- lækkun í Kína Peking, AP. KÍNVERJAR felldu gengi gjaldmiðils síns, yuan, um rúmlega 13% gagnvart Bandaríkjadollar og öðrum helztu gjaldmiðlum i gær. Tilgangurinn með þessu er að stemma stigu við streymi gjaldeyris úr landinu. Gengislækkuninni er ætlað að örva útflutning og koma á meiri jöfnuði í utanríkisviðskiptum, sem verið hafa Kínveijum mjög óhag- stæð. Hefur innflutningur á ýms- um neytendavömm verið takmark- aður í þessu skyni. Ennfremur hafa Kínveijar hvatt helztu við- skiptalönd sín til að auka innflutn- ing frá Kína í þeim tilgangi að bæta stöðu gjaldeyrisvarasjóðs landsins, sem hefur rýmað alvar- lega. Þrátt fyrir innflutningshöft minnkaði gjaldeyrisforði Kínveija á fyrsta ársfjórðungi 1986 úr 11,91 milljarði dollara í 10,35 milljarða. I lok ársins 1984 var gjaldeyris- forðinn 14,42 milljarðar dollara. í fyrra „leiðréttu" Kínveijar gengi yuansins 12 sinnum gagn- vart Bandaríkjadollar og nam lækkunin rúmlega 20%. Gengis- lækkunin nú er talin munu draga úr innflutningi, en auka fjárfest- ingar útlendinga og örva ferða- mannastraum. STOFNAÐ 1913 Barátta í anda náungakærleika er boðskapur páfans til fátækrar alþýðu Kólombíu Cali, Kólombiu. AP. „HVERNIG getur maður borið traust til fólks eða sam- taka, sem reyna að innprenta kerfi eða hugmyndafræði, sem hefur ofbeldi að leiðarljósi; sem með niðurrifsstarf- semi reyna að setja félagslegt jafnvægi úr skorðum og sem reyna að stytta sér leið að markinu með hryðjuverkum og skæruliðastarfsemi,“ sagði Jóhannes Páll II páfi á fjöldafundi með hundruðum þúsunda fagnandi íbúum Kólombíu í bænum Calí, sem er um 290 kílómetra í suð- vestur frá höfuðborginni Bógóta. Skæruliðahreyfingin 19. apríl dreifði á fundinum skjali með mynd af páfanum og svohljóðandi tilvitn- un eignaðri honum: „Við hljótum að bera þá fyrst og fremst fyrir SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1986 bijósti, sem hafa hvorki til hnífs og skeiðar, né klæði og skjól, eða aðgang að menningarverðmæt- um“. A bakhlið blaðsins var tákn hreyfingarinnar og vígorð: „Með fólkinu, með vopnum til valda". Páfinn er í vikulangri heimsókn í Kólombíu, sem lýkur á þriðjudag. Hann er nú á ferðalagi um sveitir landsins og hefur meðal annars heimsótt fátæka fiskimenn og indíána, afkomendur frumbyggja landsins, í hreysum sínum. A ferð sinni hefur páfinn harðlega for- dæmt ofbeldi og stéttastríð, en sagt að hann styðji kröfur bænda til eignar á því landi sem þeir búa á. „Megi barátta ykkar ávallt vera í anda trúarinnar um náungakær- leik í samræmi við kristilegt sið- ferði," sagði hann meðal annars. Prentsmiðja Morgunblaðsins Chile: Stjórnar- andstaða fagnar Santiago, AP. Stjórnarandstaðan í Chile lýsti tveggja daga verkföll og mót- mælaaðgerðir gegn stjórn Au- gustos Pinochet, forseta, vel heppnuð. Verið er að undirbúa frekari aðgerðir af þessu tagi, en tilgangurinn með þeim er að knýja á um lýðræðislegar kosn- ingar í Chile. A sama tíma og leiðtogar þeirra samtaka, sem stóðu að mótmæla- verkföllum, fögnuðu, sakaði Pino- chet forsprakka þeirra um að stuðla að upplausn og ala á sundrungu í þjóðfélaginu. „Nicaragua er þeirra fyrirmynd; þeir vilja sama ástand hér,“ sagði forsetinn. Verkföllin tókust mun betur en •skipuleggjendur þeirra gerðu ráð fyrir og ollu þau meiri röskun en nokkrar aðrar aðgerðir stjómarand- stæðinga frá því Pinochet rændi völdum af Salvador Allende í bylt- ingu hersins árið 1973. Jarðarbúar nær fimm milljarðar Washington, AP. FLESTIR svokallaðir mannfjöldafræðingar telja, að jarðarbúar verði fimm milljarðar í byijun næsta árs. Erfitt er þó að slá þessu föstu vegna ófullkominna upplýsinga frá mörgum löndum. A sínum tíma töldu fræðing- amir, að ^ögurra milljarða markinu hefði verið náð 1976, en síðari rannsóknir bentu til þess, að þau tímamót hefðu orðið tveim árum fyrr. Um það bil 90% allra ný- fæddra koma nú í heiminn í fátækum löndum þriðja heims- ins, þar sem hungur og sjúk- dómar valda hárri dánartölu ungbama. Búist er við, að mannkynið telji sex milljarða einstaklinga um næstu aldamót. Spánverjar varaðir við BeirútjJLÍbanon, AP. SAMTÓK sem hafa klofið sig út úr skæruliðahreyfingu Palestínu- arba, PLO, hafa varað spænsku ríkisstjórnina við þvi að skaða Palestínumann, sem er i haldi á Spáni vegna sprengjutilræðis á flugvellinum í Madrid. Sýrlendingar styðja þennan hóp Palestínuskæruliða, sem er undir stjóm Abu Moussa. Palestinumaður- inn hefur viðurkennt að þessi hópur hafi staðið á bak við sprengjutilræðið sem særði 13 manns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.