Morgunblaðið - 06.07.1986, Page 21

Morgunblaðið - 06.07.1986, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1986 21 Álafosskórinn á förum til Bandaríkjanna Álafosskórinn. Álafosskórinn leggnr þann 12. júlí nk. upp í söngferð til Banda- ríkjanna og hefst dagskráin í Washington D.C. Álafosskórinn er félagsskapur starfsfólks ullarverksmiðjunnar á Álafossi og hefur það markmið, ásamt söng, að auka samheldni og kynningu á þessum stóra vinnustað. Auk þess er annað aðalatriðið að kynna framleiðsluvörur fyrirtækis- ins með ýmsum hætti, svo sem með tískusýningum bæði heima fyrir og ekki síður erlendis. Páll Helgason söngstjóri. Kórinn hefur farið nokkrar ferðir til útlanda og nú síðast fyrir tveimur árum til Rússlands. í Washington mun íslendingafé- lagið sjá um móttökur en formaður þess er Guðrún Martynys og Sigríð: ur Presker er stjómarmaður. í Washington verður svo söng- skemmtun í West Park-hótelinu þar íborg. Þann 14. júlí verður svo haldið til Coldwater-verksmiðjunnar í Maryland og er m.a. erindið að taka upp betra samband við þetta fyrir- tæki og starfsfólk þess. Verk- smiðjustjórinn, Alan Owen, hefur undirbúið móttökumar þama og er þetta í fyrsta skipti að því að talið er að starfsfólk í íslensku iðnfyrir- tæki kemur í heimsókn til þeirra hjá Coldwater. Stefnt er að því í framtíðinni að taka upp nánara samstarf milli þessara fyrirtækja og starfsfólksins á félagslegum gmnni með gagnkvæmum heim- sóknum o.fl. Næst verður haldið til Princeton N.J. en þar er verslun Roberts Landau, en það fyrirtæki er mjög þekkt fyrir kynningu á islenskum fatnaði m.a. frá Álafossi. Landau hefur undirbúið væntanlegar upp- ákomur kórsins þama, t.d. í versl- uninni og víðar um borgina. í Princeton er þekktur drengja- kór sem starfar við American Boy- choir School en drengjakór skólans heimsótti ísland fyrir tveim ámm við góðan orðstír. Skólastjórinn og stjómandi drengjakórsins er mikill áhugamaður um íslensk málefni og mun skipuleggja söngskemmtanir og sýna hópnum Princeton-háskóla og annað er merkilegt getur talist á þessum slóðum. Að endingu mun íslendingafélag- ið í New York taka á móti hópnum þar undir forystu þeirra Péturs G. Thorsteinssonar og Jóhanns Schev- ing, en Jóhann starfar hjá dóttur- fyrirtæki Álafoss í New York. í New York em fyrirhugaðar ýmiskonar uppákomur en að lokum verður samkoma á vegum íslend- ingafélagsins með dansi, söng o.fl., og þar mun kórinn hitta margan landann í útlegðinni. Tískusýningarhópur er starfandi í kómum og mun reyna að koma við sýningum sem víðast i ferðinni og er þetta liður í starfseminni. Söngstjórinn lagði mikla áherslu á að af öðrum þræði væri aðalerindið að kynna íslenska framleiðslu og þá einkum og sér í lagi framleiðslu Álafossverksmiðjunnar og fyrir- tækið í heild. Söngstjóri kórsins er Páll Helga- son frá Akureyri og hefur hann starfað við Álafossverksmiðjuna sem innkaupastjóri í nokkur ár en hann hefur lagt stund á tónlist frá bamæsku. Kórinn er ekki síður vinsæll meðal heimafólks og leggur fyrir sig verkefni af léttara taginu. Kómum var boðið til Keflavíkur- flugvallar fyrir nokkm en það þótti hvergi nærri nóg og var hann beð- inn um að koma aftur. Undirtektir þar vom feikna góðar og framlag þeirra virtist falla þessum aðilum vel í geð en það lofar góðu um ferðina vestur. Eins og áður sagði er Páll Helga- son söngstjóri og stofnandi kórsins en einsöngvari með kómum er Helgi Einarsson, þar að auki er fímm manna hljómsveit sem leikur undir. Það þarf víst ekki að nefna það hversu mikil og góð landkynning það er að kórinn fer slíka ferð því aldrei er of mikið gert af því að kynna landið okkar, fólkið og menninguna. — Jón ITOLSKU ALPARNIR, MEÐ SIGURÐIDEMETZ Einstaklega áhugaverð 2ja vikna ferð 28. ágúst til Suður-Tyról í ítölsku Ölpunum. Leíðsögumaður í ferðinni er Sigurður Demetz Franzson, kunnur söngvari og gleðimaður sem gjörþekkir Týról. Verð kr. 55.666.- (miðað við gengí 26/6). INNIFALIÐ f VERÐI: Gisting með morgun- og kvöldverði á góðu hóteli í Bolzen, 11 nætur og Groeden, 3 naetur. Þaegilegur og nýtískulegur rútubfll í 7 daga. Allar skoðunarferðir, þjóðdansakvöld og vínkjallaraheimsókn. FERÐATILHÖGUN: 28. ágúst. Beínt flug til Salzburg, þaðan er ekið til Bolz- en yfir Brennerskarð. 29. ágúst. Eftir hádegí er farið (skoðunarferð um Bolzen og Runkelsteinhöllin heimsótt, með leiðsögn. 30. ágúst. Eftir morgunverð er haldið til Eggental. ekið yfir Karerskarðíð til Canazei, Cortina, Toblach um Puster- dalinn til Bolzen. Þessi hringur er kallaður Dolomitahringurinn. 31. ágúst. Eftir morgunverð er haldið í skoðunarferð til Meran og þorpsins Týról með gönguferð um Tappein- stfginn til Meran og skoðunarferð í Týrólhöllina með leíðsögn. 1. sept. Frjáls dagur. 2. sept. Dagsferð upp á Tschoggelberg, toglyftuferð til Vilpian, Moelten, gönguferð um Salten til Jenesien og því næst farið í toglyftu til Bolzen. 3. sept. Eftir hádegi er farið til Kaltem þar sem boðið er uppá vínprófun og heimsókn til hallarinnar Sigmunds- kron. 4. sept. Dagsferð til Ritten með toglyftuferð til Unter- rittnerhof og þaðan gengið tii Bolzen. 5. sept. Dagsferð til Sterzing, Penserjoch, Samtheim. 6. sept. Dagsferð til Feneyja og Murano. 7. sept. Frjáls dagur. 8. sept. Dagsferð til Seiseralm, stutt gönguferð og tog- lyftuferð niður til St. Ulrich. Kvöldverður og gisting f Groeden, uns haldið verður heim. 9. sept. Eftir morgunverð er heildagsgönguferð um Groeden og þjóðdansakvöld. 10. sept. Frjáls dagur. 11. sept. Ekið til baka til Salzburg og beint flug heim. Víð lánum þér VHS-myndband mcð stuttri kynníngarmynd frá Suður-Týról og veitum allar nánarí upplýsíngar á skrifstofunní. BFERÐA Ce+itcat MIOSTOÐIIM Tcauei AOALSTRÆTI 9-REYKJAVlK - S. 2 8 1 3 3

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.