Morgunblaðið - 06.07.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.07.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1986 23 við alla hluti. Ég hef til dæmis ekki tæki til að geta þvegið öll efni. Það er mikilvægt að þurrka þau sem fyrst svo að litir renni ekki til og ég hef engar þurrkur til þess. En ástandið heima er ekki alvarlegt og ég reyni að gera það sem ég get.“ Á styrk til að gera við íslenska muni Aðbúnaður á Abegg-stofnuninni er fyrsta flokks. Þvotta-, þurrkun- ar-, viðgerðar- og geymsluaðstaða er til fyrirmyndar og þangað er oft leitað þegar merkir munir finnast eða gera þarf við mikil verðmæti. Margrét sagði að íslenskir þjóðmun- ir væru oft nokkuð grófir í saman- burði við textílinn sem hún kemst í kynni við á svissneska safninu. En hökullinn, sem hún hafði með sér, er fínn og fallegur þótt slitinn sé. „Hann er talinn vera frá Eng- landi," sagði hún. „Hann var mjög einkennilega settur saman og eins og einhver viðvaningur hefði verið þar að verki.“ Hökullinn er skreytt- ur stórum, ísaumuðum krossi sem Margrét lauk fyrst við að gera við. „Það kom í ljós að gullið í krossinum er skínandi fínt. Eg þurfti ekki að bursta það upp eftir að ég hreinsaði hann og forstöðukonan hér sagði að það væri mjög hreint og fínt gullið í honum." Margrét metur vinnuaðstöðuna á Abegg-stofnuninni mikils. Þar ríkir ró og friður og hún sagði að það væru veruleg viðbrigði að koma aftur heim í annimar á Þjóðminja- safninu eftir þrjá mánuði í sveita- sælunni. Hún heldur laununum sín- um heima, enda vinnur hún að ís- lenskum verkefnum, en fær auk þess styrk frá Abegg-stofnuninni. „Þeir sem komast hér að í þjálfun vinna yfírleitt að verkefnum fyrir stofnunina en mér er leyft að vinna að íslenskum hlutum. Eg efast um að margir geri sér grein fyrir hversu mikils virði það er fyrir íslenska Þjóðminjasafnið," sagði hún. For- stöðukona viðgerðardeildar Abegg-stofnunarinnar hefur ávallt boðið henni að koma aftur hvenær sem hún vill og Margrét segist gera það þegar hún getur. Hún hefur búið á mismunandi stöðum þau fjögur skipti sem hún hefur starfað í Sviss en í vor bjó hún á gistiheimili sem kaþólskar nunnur reka inni í Bem. Aginn þar var mikill og hún varð að vera komin heim fyrir klukkan 10 á kvöldin. En Margrét sagði að það væri á sig leggjandi fyrir aðstöðuna á Abegg-stofnuninni og auk þess væri vinnudagurinn langur, frá átta til fímm. Grein og myndir: Anna Bjarnadóttir islenskl hökullinn sem Hargrét byrjaði að gera við á Abegg- stofnuninni er ansi slitinn og máður. Margrét setur efni á bak við hökulinn svo að götin sjáist ekki og festir niður þræði sem hafa losnað í skrautsaumnum. Margrét Gísladóttir við vinnu sina. mig svo að ég hefði fleiri möguleika en handavinnukennslu. Fyrst datt mér í hug að læra handritaviðgerð- ir, af því að ég hafði heyrt talað um þær, en faðir minn, Gísli Gests- son, sem var safnvörður á Þjóð- minjasafninu, stakk upp á að ég lærði að gera við gamla textílmuni. Ég ákvað strax að snúa mér að því og Þór Magnússon, þjóðminja- vörður, hjálpaði mér að komast á þjóðminjasafnið í Stokkhólmi _ í þriggja mánaða nám 1973. Ég starfaði nokkur sumur Þjóðminja- safninu með kennslunni en hætti að kenna 1978 og hef verið í fullu starfi á safninu síðan. Ég hef sæmilegt pláss á Þjóð- minjasafninu, en annars er þröngt um alla þar. Ég get gert einföldustu hluti þar og það er af nógu að taka. Það eru hreinar línur að ég kemst ekki yfír að gera að öllum hlutum sem með þarf. Hlutir sem liggja óhreinir áratugum saman molna smátt og smátt og það er mikilvægt að þvo þá. Sumir hlutir hanga held- ur ekki nógu vel og ég hef tekið nokkra niður, hreinsað þá og sett á þá útbúnað þannig að það fari betur um þá. En ég get ekki gert Það tók Margréti þijá daga að fínna rétta litinn á efnið sem hún lagði á bak við hökulinn frá Hítar- dal. Hún sótti litunamámskeið hjá efnafyrirtækinu Ciba Geigy í Basel árið 1983 og veit því hvað hún er að gera þegar hún velur efni til að laga þjóðmunina. En heima hefur hún enga aðstöðu til að lita efni. „Ég hef litina en mig vantar öll tæki til að getað notað þá,“ sagði hún. Starf hennar er mikið þolin- mæðisstarf og væri ekki við allra hæfí en hún s gisf hafa gaman af því. „Það er sérstaklega gaman þegar hlutimir taka svona breyting- um,“ sagði hún, strauk varfæmis- lega yfír hökulinn og bætti svo við: „Sumir íslensku munimir eru skemmtilega skítugir og taka stakkaskiptum þegar ég hreinsa þá.“ Allir óhreinir hlutir molna smátt og smátt Margrét er eini Islendingurinn sem hefur lært að gera við textíl- muni. „Ég kenndi handavinnu í Húsmæðraskólanum á Laugarvatni í fímmtán ár en kærði mig ekki um að vera á Laugarvatni ævilangt og ; ákvað að leggja eitthvað nýtt fyrir MKHEVROPUFERD ÚRVAI5 6.Á6ÚST iNÚERU UJX TRIER KOBLENZ RÍN RUDESHEIM MADNE i ii:ii ji:i jíievk j ferðabílinn í Luxemborg máttu vera viss um að framundan sé frábært ferðalag. Ferðatilhögun Úrvalsfararstjórinn Friðrik G. Friðriksson verður með hópnum allan tímann. Farið verður um Þýskaland, Sviss, Varla er hægt að hugsa sér jafn fyrirhafnar- og áhyggjulausan ferðamáta og rútuferðina um Mið-Evrópu. Allt hefur verið þrautskipulagt og þegar þú stígur inn í loftkældan lang- FREIBURG EISASS MUNCHEN KUFSTEIN Frakkland, Austurríki og Lúxemborg og margir ógleymanlegir staðir heimsóttir. Alls tekur ferðin 15 daga, farið 6. ágúst og komið aftur þann 20. Innifalið Flug, gisting í 14 nætur á fyrsta flokks hótelum - öll herbergi eru með Sér baðherbergi, 14 morgunverðir, 11 kvöldverðir, allur akstur og skoðunarferðir, aðgangur að söfnum, köstulum, skemmtigörðum, vínkjöll- urum o.fl. Sigling á Rín og þaulkunnugur íslenskur fararstjóri. Verð pr. mann kr. 50.442,- í þríbýli; kr. 51.562,- í tvíbýli; kr. 59.267,- í einbýli. Þú finnur ekki þægilegri ferðamáta. Ferðaskrifstofan Úrval v/Austurvöll. Sími (91) 26900. GOTT FÖLK I SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.