Morgunblaðið - 06.07.1986, Page 28
28
Jón ásamt Bjarna syni sínum.
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ1986
„Allt hefur faríð
í önn lífsins“
SEGIR JÓN BJARNASON í AUÐSHOLTI
Það er til lítils að spyrja Jón í Auðsholti hvort börn
hafi verið látin vinna mikið í hans ungdæmi. Hann
er af þeirri kynslóð sem fór að vinna um leið og
vettlingi varð valdið og enn er hann vinnandi þótt
kominn sé fast að áttræðuog eigi erfitt með að
komast um sakir fötlunar. í Auðsholti annast hann
heimili sitt, tveggja sona sinna og bróður síns, og
innanstokks eru næg verkefni. Spurningu um það
hvort hann gæti ekki hugsað sér að eiga náðugri
daga á elliheimilinu á Flúðum svarar hann eiginlega
ekki, en svipurinn gefur til kynna að það sé ekki til
umræðu.
Eg hef unnið alla mína
ævi og geri það á meðan
ég get. Ég missti kon-
una mína árið 1973 og
síðan hef ég séð um
heimilið. Hún hét Borghildur Hann-
esdóttir og var úr Hraunhreppi í
Mýrasýslu. Þegar ég var tíu ára
missti ég móður mína og um sama
leyti fékk faðir minn slæma liðagigt
svo hann var ekki vinnufær. Auk
hans var þá ekki annað fullorðið á
heimilinu en gömul kona. Ég sá
einn um sauðburð það vor. Það var
ekki um annað að ræða. Á öllum
heimilum í grenndinni átti fólk nóg
með sig og meir en það víðast hvar.
Það var mikið haft fyrir lífínu og
brýnustu nauðsynjum og það þótti
ekki tiltökumál þótt ábyrgð og mikil
vinna legðust á herðar börnum og
unglingum ef verkast vildi. Ég man
líka eftir stúlku á bæ einum hér í
nágrenninu. Hún missti móður sína
þegar hún var nýfermd og átti þá
þijú yngri systkini. Þessi stúlka tók
við móðurhlutverkinu á heimili sínu
og sá upp frá því alveg um uppeldi
yngri systkinanna auk allra annarra
starfa sem hún hafði á hendi. Um
annað var ekki að ræða og ég held
að enginn hafi býsnast jrfír því. Það
er sjálfsagt ekki auðvelt, ef það er
þá yfirleitt mögulegt, fyrir þá kyn-
slóð sem nú er ríkjandi í þessu landi
að gera sér í hugarlund aðstæður
og lifnaðarhætti alþýðufólks í upp-
hafí þessarar aldar. Svo frábrugðið
var mannlífíð og dagsins önn því
sem nú tíðkast. Allt var unnið með
handafli því engar voru vélamar til
að létta stritið. Þó held ég helst að
samgönguerfiðleikar hafí öðru
fremur háð athöfnum manna og
áreiðanlega voru þær helsti tálminn
hér um slóðir, eins og þeir eru að
vissu leyti enn því að í vetrarflóðum
er Auðsholt umflotið vatni og verð-
ur þá eins og eyja í flatneskjunni
hér í kring," segir Jón Bjamason.
Til glöggvunar á staðháttum skal
þess getið að Auðsholt er austan
Hvítár, gegnt Skálholti. Á meðan
vegleysur voru á þessum slóðum
fóru flutningar að og frá bænum
þannig fram að nánast allt þurfti
að feija yfír Hvítá.
„Það er til marks um erfiðar
samgöngur hér um slóðir að mjólk-
urbíll kom í fyrsta sinn í Auðsholt
10. desember 1958, en þá var loks
komin brú á Litlu-Laxá hér skammt
austur af. Þangað til var allt feijað
yfír Hvítá eða farið með það á sleða
þegar áin var ísi lögð. Þetta voru
erfiðir flutningar og eitt sinn varð
ég fyrir því að fara niður um ís
með hest sem dró sleða. Ég fór á
undan og teymdi hann en ísinn var
veikur. Það stóð í taglmarki að klár-
inn botnaði og var þetta þó gríðar-
lega stór hestur. Eina fímm menn
þurfti til að draga hann upp en það
tókst. Þetta var árið 1957, rétt áður
en brúin kom. En erfiðast var þó
þegar Auðsholt einangraðist í vetr-
arflóðum. Þá getur hæglega orðið
tveggja metra dýpi hér úti á mýrun-
um. Þessi vetrarflóð eru ekki árviss
viðburður hér en algeng eru þau á
útmánuðum. Þau eru misjafnlega
mikil. Ifyrir nokkrum árum kom
mikið flóð en í ár hefur það ékki
orðið. Stærstu flóð sem ég man
eftir komu 1930 og 1948. Þá höfðu
orðið gífurlegar leysingar til fjalla."
— Er samt gott að búa hér?
„Það er svona meðalgott. Þetta
var mikil slægjujörð. Erfíðar sam-
göngur hafa ævinlega háð búskap
á þessari jörð. Það var alltaf siður
hér og reyndar óhjákvæmilegt að
fara með sláturfé til Reykjavíkur
þar til sláturhús kom á Selfoss árið
1948. Ég tók þátt í því í meir en
tuttugu ára að flytja sláturfé á bát
hér yfír ána. í Auðsholti voru Ijórir
bændur sem stóðu saman að þess-
um flutningum. Við vorum með
þijá báta og flutti hver þeirra átta
til tíu kindur í einu. Þegar yfír ána
kom var féð sett í aðhald sem kallað
var. Það var svona lausleg rétt. í
Landmannahreppi og Holtunum var
það bara kallað „haldið". í aðhald-
inu voru kindumar þar til allt var
komið yfír ána og þá hófst sjálf
ferðin til Reykjavíkur en hún tók
4—5 daga. Ifyrsta daginn var farið
að Efra-Apavatni í Laugadal. Á