Morgunblaðið - 06.07.1986, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1986
33
honum sem rithöfundi, en viðhorf
hans eru ólík mínum, hann hefur
hitann annars staðar úr. Hann er
áreiðanlega einn af virtustu rit-
höfundum Kanada í dag og kunn-
átta hans er ótvíræð. Valgardson
var við nám í Suðurríkjum Banda-
ríkjanna og bjó þar í mörg ár. Mér
finnst hann helst eiga samleið með
rithöfundum Suðurríkjanna eins og
Flannery O’Connor, Shirley Jackson
eða Eudora Welty. Flest verka hans
gerast í Nýja íslandi, en hann sér
persónur sínar frá sérstöku sjónar-
homi. Við getum kallað það utan-
garðsfólk, og þó, tilvera þess er
ekki alveg utangarðs heldur við
útjaðar þjóðfélagsins, þar sem það
kemst naumlega af. Trúin er afar
ríkur þáttur í lífi þessa fólks. Þetta
er sá grunnur sem Valgardson
vinnur út frá.“
Þú skrifar sjálfur oft um utan-
garðsfólk — hver er munurinn á
ykkur?
„Ég skrifa nokkuð eins og ég
skynjaði þetta fólk norður í Nýja
íslandi sem lifði talsvert í löndum
hetjusagna, því hetjumar voru því
nálægar. Imyndunarafl þess var á
stundum hamslaust og gróskumik-
ið. Bygging nýs lands hefur líka í
för með sér sköpun nýrrar mýtólóg-
íu. Hetjur verða til, slíkar aðstæður
geta ávallt af sér trú eða trúar-
brögð. Alþýðan raðar mýtunum í
kerfi, og um sögupersónuna mynd-
ast nokkurs konar helgisögn, og
að lokum verður sú hin sama per-
sóna að goðmagni.
Ég skrifaði einu sinni smásöguna
Sofandi Jesús og skransafnar-
arnir, og aðalsögupersónan, skran-
safnarinn, var eins_ konar forsögu-
legur jarðarguð. Ég nefndi hann
Sofandi Jesús. En sagan hefur ekki
trúarlega merkingu, heldur birtist
í henni fjöldi af minni háttar atrið-
um. Nafn skransafnarans er t.d.
Marteinn Elíasson, og að vissu leyti
er hann afskræmd mynd af Mar-
teini Lúter. Hann hefur haft bæki-
stöð sína í turni, sem í sögunni er
í raun og veru gamli flugtuminn á
herflugvellinum á Gimli, sem nú er
búið að loka, frekar en hinn tuminn.
Nafnið Elíasson og hróp Krists á
krossinum minnir á Elia — Elia eða
„Guð minn Guð minn, því hefur þú
yfirgefið mig?“ Elíasson er þannig
sonur Guðs. En þessi guð _er einnig
guð einkaframtaksins. Á einum
stað í sögunni þegar gera á aðsúg
að Sofandi Jesús þar sem hann er
að safna msli á haugunum segir
hann: „Þetta er einkaeign, þeir
hafa engan rétt.“ Öðmm þræði er
Sofandi Jesús í sögunni bara venju-
legur maður sam safnar msli en í
hina röndina er eitthvað í honum
af fólki sem ég kynntist á Gimli,
fólki sem lifði þessu hamslausa
gróskumikla lífí. í vitund minni
hefur þetta fólk orðið að einhvers
konar fmmguðum sem ég reyni að
fella inn í söguna. Ef það heppnast,
og ef vondur munnsöfnuður sem
þessi persóna lætur út úr sér er í
ætt við aur, ringlulreið og einstakl-
ingshyggju, þá em hér á ferðinni
fmmdrög að guðunum Hefestusi,
Vulcan eða Pluto, guðum undir-
heimanna, sem gera sér ívemstað
í mslaveröld.“
Nú var sú bók sem þessi smásaga
birtist í bönnuð til kennslu við
Gagnfræðaskólann á Gimli.
„Já, þetta smásagnasafn, sem ég
neftii Fimmtíu sögur og ein ráð-
legging, var bannað á þeim for-
sendum að einn meðlimur skóla-
nefndarinnar sagðist hafa fengið
nafnlaust kvörtunarbréf sem hann
sýndi engum öðmm nefndarmanna.
Það er því ekki auðvelt að gera sér
grein fyrir á hvaða forsendum
nefndin byggði þá ákvörðun sína
að banna bókina. Sérstaklega ef við
lítum á það að athyglin beindist að
þeim hluta bókarinnar sem ekki var
tekinn til meðferðar í kennslustund-
um. Sum orð þóttu Ijót og ekki við
hæfí unglinga. Mér þótti sjálfum
undarlegt að sjá ljósrit af smásögu
minni þar sem hringur var dreginn
um „ljótu“ orðin. Annars er ég viss
um að þetta var ekki raunvemlega
ástæðan — annað lá að baki. Eg
held að vegna þess að sumar smá-
sögumar em greinilega úr umhverfí
Gimli, hafí fólk talið sig þekkja þar
tilteknar persónur og ekki fallið í
geð. Ég hafði ekki sérstakar per-
sónur í huga heldur miklu fremur
aðstæður eða atvik í mjög víð-
tækum skilningi. Ég hef átt tal við
margt fólk sem segir. „Ah-ha, ég
veit um hvem þú ert að hugsa."
En ég get aðeins svarað því til að
svo sé ekki. Aftur á móti kannist
það við svipaðar kringumstæður.
Þess vegna er ég viss um að vont
orðbragð var ekki það sem áhyggj-
unni olli, heldur hitt að sumum
fannst of nærri sér gengið. Annars
kvarta ég ekki undan sveitungum
mínum, þeir hafa tekið mér vel.
Allir búnir að gleyma þessu núna.“
Þú hefur gefið út nokkrar
ljóðabækur.
Ég gaf fyrir nokkmm ámm út
ljóðabókina Sinubruni, sem er
nokkuð langur ljóðabálkur. Aðal-
persónan í Sinubmna hefur Þór,
Freyju og Frey að viðmælendum
sínum. Ég reyndi í þessu ljóði að
skapa persónu sem komin er á efri
ár og fínnur dauðann nálgast. Mér
fannst goðafræðin falla hér vel að
með Yggdrasil sem hina miðlægu
líkingu. Þetta lífsins tré eyðist frá
krónu jafnt sem rótum, auk þess
sem það rotnar innan frá, sem leiðir
til óumflýjanlegs hmns. Persóna
mín, sem hefur nú loks horfst í
augu við þann vemleika að hann
muni sjálfur mæta dauðanum, sér
samsvarandi hmn eða eyðingu allt
í kringum sig. Hann sér krabbamein
allsstaðar, brýr og byggingar að
falli komnar og svo framvegis.
Hann sér dulræn tákn á himni,
dverga og afskræmdar mannvemr
á stjái í kringum sig. Ragnarök em
framundan. Og hvemig skilur hann
þetta? Hann reynir fyrst að kryfja
hlutina til mergjar með mýtólógíuna
sem hjálpargagn. Um það fjallar
fyrsti hluti ljóðsins. En þetta bregst
honum. Þú byggir ekki líf þitt á
norrænni goðafræði hér í Manitóba.
I öðmm hluta leitar hann svara í
vísindinum, en sú leit er einnig án
árangurs. Hann leitar áfram svara
í persónulegri reynslu sinni sem
bam, en svörin er þar ekki heldur
að fínna. Leitin heldur áfram innan
þess samfélags sem hann ólst up í,
og hann ígmndar upphaf þeirrar
sögu. Fólk þessa samfélags em
ekki þeir íslensku landnemar sem
settust hér að heldur sú kynslóð sem
á eftir þeim kom. Og það er fyrst
þegar hans eigin rödd rennur saman
við raddir þessara forfeðra sem
hann finnur einhvers konar sam-
svömn — og þó — jafnvel að lokum
er hann ekki viss, myndin er brota-
kennd, en lífið sjálft er brotakennt
og við verðum að gera okkur grein
fyrir því.
III.
Ef við snúum talinu að kanadísk-
um bókmenntum almennt. Er til
að mynda einhver umtalsverður
munur á því sem skrifað er í
frönskumælandi Kanada eða Que-
bec og svo í hinum enskumælandi
hluta landsins?
„Já, Quebec byggir mjög á
franskri og evrópskri hefð. Annars
hafa bókmenntir okkar hér í Kan-
ada til margra ára goldið þess að
vera nokkurs konar nýlendubók-
menntir Breta. Fyrr á ámm sóttu
skáldin efnivið til Evrópu, aðallega
til Englands og vom dæmd eftir
enskum mælikvarða, og borin
saman við stóm bresku rithöfund-
ana. Á fímmta áratug þessarar
aldar höfðu bandarískir rithöfundar
yfirþyrmandi áhrif hér, og við lent-
um í samanburði við þá. En þar sem
Bretar byggja á sinni eigin reynslu
og Bandaríkjamenn á sinni, urðum
við augljóslega utangátta, því við
getum hvorki verið góðir Bretar né
góðir Bandaríkjamenn, aðeins góðir
Kanadamenn. Mér virðist að á síð-
ustu þrjátíu ámm hafi orðið þær
breytingar á kanadískum bók-
menntum að þær beinast nú orðið
að þeim vemleika sem hér er og
verkefnin séu sótt í þann reynslu-
heim. Bresku og bandarísku módel-
in era því að íjarlægjast. í dag er
það eftirtektarverðasta sem skrifað
■ . —
David verður í þessu spjalli
tíðrætt um Michael Olito.
Meðfylgjandi myndir em
teknar við uppákomu i Mani-
toba Art Gallery í febrúar.
er hér annars vegar byggt á upp-
mnalegri reynslu í þessu landi eða
þá að leitað er fanga til ólíkra þjóða,
sem hafa þó átt svipaða sögu. Einn
okkar bestu rithöftmda, Margaret
Laurence, á t.d. margt sammerkt
með þeim sem fást við skáldsagna-
gerð í Afríku, t.d. í Nígeríu. Þar
er reynsla nýlendunnar af sama
toga og hér. Laurence hefur aldrei
verið bundin af breskum eða banda-
rískum módelum. Að öðm leyti em
margir rithöfundar í dag, og þá
sérstaklega í Vestur Kanada, á
svipaðri línu og ýmis skáld Suður
Ameríku. Tökum sem dæmi Robert
Kroetsch, sem hefur orðið fyrir
sterkum áhrifum af Gabriel García
Márquez."
Ert þú bundinn af einhveijum
slíkum fyrirmyndum?
í
í
iT
„Það held ég ekki — en á ekki
svo gott með að svara því sjálfur.
En ef ég ætti að svara því hvaða
rithöfundar hefðu haft mest áhrif
á mig, get ég nefnt Rabelais og
Cervantes. Og ég hef lesið mikið
af suður-amerískum bókmenntum,
hef lesið allar þær skáldsögur sem
ég hef komið höndum yfír og hef
miklu meiri áhuga á því sem skrifað
er þar heldur en því sem skrifað
er á Bretlandi og í Bandaríkjunum.
í rauninni þykja mér breskar bók-
menntir dauðleiðinlegar og þær
bandarísku em lítið skárri. Bók-
menntir nýlenduþjóða heilla mig
mest því þar er svo oft fjallað um
fólk sem lifir ekki þessu hefðbundna
millistéttarlífi. Við lifum okkar lífi
á barminum. Þess vegna em módel
miðjunnar mér engin stoð.“
IV.
Hefur þú lesið eitthvað eftir ís-
lenska höfunda þessarar aldar?
„Það verður að segjast eins og
er að ég les ekki íslensku þó ég
skilji talmálið að einhverju leyti.
Þegar ég var bam, talaði fullorðna
fólkið allt íslensku en við krakkamir
ekki. Það komst einhvem veginn
inn í hausinn á mér að fslenskan
væri mál fullorðna fólksins og yrði
því ekki mín eigin fyrr en með
fullorðinsámnum. En af skiljanleg-
um ástæðum brást það. En ég hef
lesið enskar þýðingar og man hér
helst að greina frá hvað Sjálfstætt
fólk hafði mögnuð áhrif á mig
þegar ég fyrst las hana og geri
raunar enn því ég lít oft í þá bók.
Ég held að hún sé einhver merkileg-
asta bók sem skrifuð hefur verið á
þessari öld, og það sem mér sjálfum
fínnst sérstaklega athyglisvert er
hvað Laxness minnir mig oft á þá
Márquez og Jorge Amado í Suður-
Ameríku."
Hvað um bókmenntir síðustu
ára?
„Þar lendum við í vanda sem ég
gæti trúað að eigi sér rætur í þýð-
ingum. í rauninni á ensk tunga sér
tvenns konar rætur, germanskar
og rómanskar, og em óhlutstæð
hugmyndaheiti oftast dregin úr
hinum latneska geira. Þýðendur
virðast oft verða fyrir áhrifum af
þessum óhlutstæða þætti, svo að í
þýðingunni hygg ég að glatist
stundum hið persónulega sem
byggir á reynslu einstaklingsins og
fyrirbæmm sem ef til vill eiga sér
einföld íslensk heiti. Þýðing á nú-
tímaljóðum íslenskum virðist mér
því oft vera ótrúlega latínuskotin,
og þetta fínnst mér að þýðendum
beri einmitt að forðast. Með öðmm
orðum dregur latínuþátturinn oft
íslenska þýðandann á tálar, þannig
að honum sést yfír hinn engilsaxn-
eska þátt málsins eða fínnst hann
blátt áfram of hversdagslegur."
V.
Dr. David Amason er, eins og
fyrr segir, mikill sagnamaður. Afí
hans, sem hann vitnar til í framan-
greindu spjalli, Guðjón Ámason,
hafði einnig gaman af að segja
sögur. Því má bæta við að iangafi
Davíðs var Baldvin Anderson kaft-
einn á Winnipegvatni. Baldi, eða
kafteinn Anderson, eins og hann
var oft nefndur, bjó lengi á lítilli ^
jörð í Mikley og var lítt efnum bú-
inn, en meðal fólks í Nýja íslandi
varð hann þekktur fyrir sögur sínar,
sem oft þóttu blandnar talsverðum
ýkjum.
Kafteinn Anderson átti frábær-
lega góð hundaeyki, sem hann
notaði við flutning á físki. Eitt sinn
fór hann með hunda sína til keppni
suður til Bandaríkjanna og unnu
þeir fyrstu verðlaun. Af því tilefni
birti bandarískt stórblað viðtal við
kaftein Anderson, sem hafði að
yfírskrift, „Stórbóndi frá Kanada".
Kom þar fram að kapteinninn hafði
um 10 þúsund ekmr til ræktunar
á jörð sinni, og gerði hann grein
fyrir því hvemig hann skipti landi «
sínu, þannig að hver uppskera hafði
sinn sérstaka reit. Undir lok við-
talsins spurði bandaríski blaðamað-
urinn kaftein Anderson hvort grein-
argerð hans um þessa skiptingu
væri lokið, og játaði kafteinninn
því. „Þú átt nú samt enn eftir að
gera grein fyrir þijú þúsund ekr-
um,“ sagði blaðamaður. „Já, stend-
ur heima," sagði kafteininn, „það
er einmitt blómagarður konunnar
minnar.“ Og lauk þar viðtalinu.
Þessi saga af Balda Anderson
var fyrsta sagan sem ég heyrði
David segja.
Texti:
Margrét Björgvinsdóttir