Morgunblaðið - 06.07.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.07.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ1986 Meö því ao sprauta eterblöndu gegnum þunna píþu inn í gall- blööruna geta læknar nú leyst upp kólesteról gallsteina án meiriháttar skuröaögeröar. Blöörugön. Gallsteinar Gallrás Gallsteinar verða hættulegir ef þeir berast frá gallblöðrunni og festast i blöðrugöngunum eða gallrásinni og stífla þau. Gallsteínum eytt án skurðaðgerðar illjónir Bandaríkja- manna þjást af gall- steinum, og fram til þessa hafa sjúklingarnir oftast þurft að gangast undir meiri- háttar skurðaðgerðir til að losna við steinana, eða þá að reyna að eyða steinunum með lyfjatöku, sem getur tekið eitt til þrjú ár. En nú hafa læknar við Mayo Clinic-stofnunina í Rochester, Minnesota, fund- ið upp nýja aðferð til að leysa upp sum afbrigði gallsteina á örskömmum tíma. Aðferð þessi er á algjöru til- raunastigi, en með henni hefur tekizt að leysa upp jafnvel stóra gallsteina á aðeins þremur dög- um. Til þess er notaður vökvi er nefnist metýl tert-bútýl eter, MTBE, skyldur díetýl eter, sem notaður hefur verið í meira en eina öld sem svæfingarlyf við skurðlækningar. Eterblöndunni er sprautað inn í gallblöðruna gegnum þunnt rör sem stungið er í gegnum lifrina og inn í gallblöðruna. Steinarnir, sem þarna myndast og hrjá upp undir 20 milljónir Bandaríkja- manna, eru af ýmsum stærðum og gerðum og efnasamsetning þeirra er margvísleg. Eterbland- an getur leyst upp kólesteról gallsteina, en það eru algengustu gallsteinarnir. Sá sem fann upp þessa aðferð og hefur þróað hana með tilraun- um er dr. Johnson L. Thistle meltingarfærafræðingur hjá Mayo Clinic, og segir hann að svo virðist sem hér sé kominn val- kostur fyrir sjúklinga með al- gengustu gerð gallsteina til að losna við meiriháttar skurðað- gerð. MTBE-vökvinn hefur lengi verið notaður sem leysiefni í rannsóknastofum og til að auka oktanhlutfall í bensíni. Matvæla- og lyfjaeftirlitið í Bandaríkjun- um hefur heimilað dr. Thistle og læknum við fimm eða sex önnur sjúkrahús þar í landi að nota MTBE í tilraunaskyni við eyð- ingu gallsteina. Að vanda hefur eftirlitið ekki látið uppi nöfn læknanna eða stofnananna, sem heimildina hafa fengið. Dr. Thistle sagði nýlega í blaðaviðtali að undanfarið hálft annað ár hefði hann notað eter- blönduna til að fjarlægja gall- steina úr 16 sjúklingum. Að feng- inni þeirri reynslu og þjálfun sagðist hann nú hugsa sér að taka fyrir einn til tvo sjúklinga í viku hverri eftir því sem önnur störf hans hjá Mayo Clinic leyfðu. Það mun þó taka fleiri ár að safna nægum upplýsingum úr hundruðum tilfella til að ganga úr skugga um notagildi og öryggi etersins, og sannreyna hjá hve mörgum sjúklinganna gallstein- ar myndast á ný eftir svona aðgerð. Gallsteinar eru mjög algengur sjúkdómur, sem hrjáir þrisvar sinnum fleiri konur en karla. Um ein milljón Bandaríkjamanna fær gallsteina í ár, og áætlað er að um 500.000 gangist undir skurðaðgerð til að láta fjarlægja gallblöðru og gallsteina, en heild- arkostnaður við þá uppskurði er áætlaður um einn milljarður dollara. geta lýst sér á margan hátt, eins og með ropa, flökurleika, upp- köstum og sárum verk, sem venjulega kemur fram í kviðar- holinu rétt undir bringubeininu. Stundum færist verkurinn yfir í hægri hliðina efst í kviðarholinu, eða yfir í bakið og upp undir öxl, eða þá sem stingur gegnum líkamann út í bakið ofarlega. Gallsteinar geta verið hættu- legir ef þeir sleppa út ur gall- blöðrunni og festast í blöðru- göngunum eða gallrásinni. Þann- ig getur steinn stíflað gall- streymið frá gallblöðrunni út í smáþarma. Gallsteinar geta haft hliðarverkanir, til dæmis valdið brisbólgu, sem getur verið ban- væn, en briskirtillinn framleiðir ýmis meltingarensím. Þar sem gallsteinaköst geta Gallsteinar fyrir meðferð, til vinstri, og eftir upplausn með MTBE. lyfið veldur oft niðurgangi. En þótt sjúklingurinn losni við steinana á þennan hátt, þarf það ekki að vera nein endanleg lækn- ing, því hjá 25-50% sjúklinganna myndast galisteinar á ný eftir fimm til tíu ár. Dr. Thistle var einn af frum- kvöðlum þróunar lyfjatöku til að leysa upp gallsteina, en vegna hliðarverkana hóf hann rann- sóknir á öðrum leiðum. Hann kynnti sér tilraunir sem aðrir læknar höfðu unnið að með uppleysandi efni. Læknar hafa lengi vitað að eter leysir upp kólesteról gallsteina, en er hins- vegar ónothæfur vegna þess að við líkamshita gufar eter upp og Gallblaðran er belgur sem tengdur er neðra borði lifrarinn- ar ofarlega hægra megin í kvið- arholinu rétt undir brjóstkassan- um. Þessi belgur geymir gallið sem myndast í lifrinni þar til líkaminn þarf á því að halda til að hj álpa til við meltingu. Gallsteinar erta oft innra borð gallblöðrunnar og valda þá bólgu og sársauka, sem getur staðið í fleiri klukkustundir. Gallsteinar gripið sjúklinginn fyrirvaralaust og hvenær sem er, auk þess sem gallsteinar geta verið banvænir vegna aukaverkana, er algeng- asta lækningin skurðaðgerð. Á síðari árum hafa hinsvegar margir sjúklingar frekar kosið að reyna að eyða steinunum með lyfjatöku. Það tekst þó ekki alltaf að leysa steinana upp á þennan hátt, og þegar það tekst, tekur það venjulega eitt til þrjú ár, og þenst út, og getur þessvegna verið sjúklingnum hættulegur. Fljótlega komst dr. Thistle að því að MTBE helst í fljótandi formi í líkamanum. Hann reyndi vökvann fyrst við að leysa upp gallsteina í tilraunaglösum. Síð- ar græddi hann gallsteina úr manni í gallblöðru á hundi og fylgdist með því hve hratt stein- arnir leystust upp. Hann komst að því að MTBE leysti steinana upp fljótar en díetýl eter, og að vökvinn hafði engin ertandi áhrif á slímhúðina. Á síðari árum hafa röntgenlækn- ar mikið notað örfínar nálar við að rannsaka og sjúkdómsgreina ýmsa líkamshluta. Dr. Thistle fékk því til liðs við sig geisla- lækninn dr. Gerald R. May hjá Mayo Clinic þegar hann gerði fyrstu tilraun sína á manni í marz 1983. Sjúklingurinn var 64 ára kona, sem neitaði að láta skera sig upp. Við tilraunina með MTBE leystust gallsteinar henn- ar upp á sjö klukkustundum. Eftir það gáfu stjórnendur Mayo Clinic leyfi til að nota þessa lækningaaðferð í tilraunaskyni. Þótt dr. Thistle dragi í efa að MTBE-lækningin geti komið öll- um sjúklingum með kólesteról gallsteina að notum, kveðst hann álita að hún eigi eftir að firra þúsundir sjúklinga hættunni á meiriháttar skurðaðgerð. Hann bendir þó á að skurðaðgerðin sé árangursrík og örugg lækning fyrir þá gallsteinasjúklinga sem að öðru leyti eru heilsuhraustir. Næsta skrefið telur hann vera fyrir sig og samstarfsmenn sína að reyna að eyða kalkmynduðum gallsteinum, sem mun erfiðara er að leysa upp. Takist þessar tilraunir geta þær haft mjög mikla þýðingu, því um 80% allra gallsteina eru kalk- eða kólesterólsteinar. Þau 20% sem eftir eru myndast úr litarefnum í gallinu og leysast ekki upp í MTBE eða með lyfja- töku. Ekki er ljóst hve hátt hlutfall sjúklinga fær gallsteina á ný eftir MTBE-meðferð, aðallega vegna þess hve mikill munur er á því hve algengur sjúkdómurinn er hjá kynþáttum, ættflokkum ogþjóðum. Um 70% allra kvenna í sumum Indíánaættflokkum fá gallsteina fyrir 30 ára aldur, en aðeins um 10% bandarískra blökkukvenna fá sjúkdóminn. Hjá Masai-þjóð- inni í Austur-Afríku eru gall- steinar svo til óþekktir, og þeir eru algengari hjá Svíum eða Finnum en hjá Bandarikjamönn- um. Hjá einum sjúklinganna sem gekkst undir MTBE-aðgerð hjá Mayo Clinic hafa nýir gallsteinar myndast, og sá sjúklingur gekkst undir venjulegan gallblöðruupp- skurð. (Hcimild: The New York Times.) Haf narfj ör ður: Grillað fyrir vistmenn Hrafnistu VISTMENN Hrafnistu í Hafnar- firði fengu óvæntan glaðning á fimmtudaginn þegar efnt var til grillveislu við dvalarheimilið. Það voru um 70 vistmenn af rúmlega 200 sem nutu veðurblíð- unnar, aðallega fólk sem á erfitt með að ferðast. Þeim var boðið upp á kartöflusalat, kók og pylsur sem grillaðar voru á útigrilli sem Þorlák- ur Þórarinsson yfirsmiður Hrafn- istu smíðaði í fyrra en vegna rign- ingar var það ekki vígt fyrr en nú. Að sögn Sigríðar Jónsdóttur for- stöðumanns Hranistu var þetta sér- staklega hugsað til að gleðja þá vistmenn sem ekki geta farið í ferðalög með öðrum vistmönnum og hafi þeir verið mjög þakklátir en einnig hafi það glatt starfsfólkið að geta stytt fólkinu stundir með einhverjum hætti. Mikið er gert af þvl að ferðast með vistmenn Hrafnistu og er til dæmis ætlunin að skoða sjóminja- safnið í Hafnarfírði á þriðjudaginn. Vegna þess hve vel tókst til er ætlunin að endurtaka þetta og hafa þá jafnvel eitthvað fleira til skemmtunar, harmonikkuleik og því um líkt. Frá veislunni á fimmtudaginn Morgnnblaðið/Emiiía
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.