Morgunblaðið - 06.07.1986, Page 48

Morgunblaðið - 06.07.1986, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ1986 > atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Forritari Eitt stærsta fjölmiðlafyrirtæki landsins vel staðsett í borginni vill ráða forritara til starfa í september. Nauðsynlegt að viðkomandi hafi þekkingu á IBM 34/36 ásamt forritunar- málinu RPG II. Starfsreynsla er ekki nauð- synleg en mjög æskileg. Allt það nýjasta í tækni og tölvumálum er fyrir hendi hjá fyrirtækinu, sem fylgist vel með á því sviði og gerir það starf forritara enn áhugaverðara. Gott framtíðarstarf sem bíður upp á mikla möguleika. Laun samningsatriði. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun ásamt starfsreynslu sendist skrifstofu okkar fyrir 17. júlínk. Gudntíónsson RÁÐCjÖF b RÁÐN I NCARÞJÓN USTA TÚNGÖTU 5. 101 REYKJAVÍK - PÓ5THÓLF 693 SÍMI 621322 Tölvuinnsláttur Laus störf hjá fyrirtæki í miðbænum við tölvuinnslátt. Ef þú hefur verslunar- eða stúd- entspróf og góða vélritunarkunnáttu eða reynslu við innslátt, getur unnið smávegis aukavinnu, ættirðu að hafa samband. Gudni Tónsson RÁDCJOF y RÁÐNI NCARÞJÓNUSTA TÚNGÖTU 5, 101 REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322 Skrifstofustjóri 1. október Sérhæft deildaskipt fyrirtæki á sviði við- skipta, vill ráða skrifstofustjóra til starfa frá og með 1. okt. nk. Á skrifstofu vinna um 10 manns. Viðkomandi er jafnframt staðgengill framkvæmdastjóra. Leitað er að viðskiptafræðingi eða aðila með viðskiptamenntun ásamt starfsreynslu, einn- ig góða bókhaldskunnáttu ásamt tölvuþekk- ingu IBM/36. Viðkomandi þarf að vera stjórnsamur og hafa tamið sér skipulögð vinnubrögð og hafa þokkalega tungumálakunnáttu. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun ásamt starfsreynslu sendist skrifstofu okkar fyrir 17. júlí nk. GuðntTónsson RÁDCJÖF & RÁÐN I N GARÞJÓN U5TA TÚNGÖTU 5, 101 REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMI621322 Laus staða Staða rannsóknarlögreglumanns við emb- ætti lögreglustjórans í Keflavík, Grindavík, Njarðvík og Gullbringusýslu er laus til um- sóknar. Laun samkvæmt launakerfi stafsmanna ríkis- ins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist undirrituðum . fyrir 15. júlí 1986. Keflavík, 3.júií 1986. Lögreglustjórinn íKeflavík, Grindavík, Njarð- vík og Gullbringusýslu. Varahlutaverzlun Viljum ráða starfsmann í varahlutaverzlun okkar sem fyrst. Nokkur reynsla æskileg. Ráðning getur verið bundin við sumarstarf. Upplýsingarveitirverzlunarstjóri, ekki ísíma. Sveinn Egilsson hf. Skeifunni 17. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Sérfræðingur (2) í blóðmeinafræði óskast til afleysinga við blóðmeinafræðideild Landspítalans. Um- sóknir á umsóknareyðublöðum lækna sendist stjórnarnefnd Ríkisspítalanna fyrir 6. ágúst nk. Upplýsingar veitir yfirlæknir blóðmeinafræði- deildar í síma 29000. Sálfræðingur óskast við Geðdeild Landspítala áfengis- deildir. Starfsreynsla áskilin. Sálfræðingur óskast í námsstöðu við Geðdeild Landspít- ala. Umsóknir um ofangreindar stöður er greini menntun og fyrri störf sendist stjórnar- nefnd Ríkisspítala fyrir 6. ágúst nk. Upplýs- ingar veitir yfirsálfræðingur Geðdeildar Land- spítalans í síma 29000. Meinatæknir óskast frá 1. ágúst nk. í hálft starf fyrir há- degi við göngudeild sykursjúkra 10E. Upplýs- ingar veitir meinatæknir á göngudeild sykur- sjúkra fyrir hádegi í síma 92000. Fóstrur óskast á dagheimili Ríkisspítala, Sunnuhlíð við Klepp. Upplýsingar veitir forstöðumaður dagheimilisins í síma 38160. Ritari óskast til starfa í birgðastöð Ríkisspítala við tölvuvinnslu. Upplýsingar veitir birgðastjóri í síma 671362. Hjúkrunar- fræðingur óskast til næturvakta við Geðdeild Land- spítalans. Hjúkrunar- fræðingur óskast á Geðdeild Landspítalans deild 33a (móttökudeild fyrir vímugjafaneytendur). Sjúkraliðar óskast í fastar stöður við Geðdeild Land- spítalans deild 32c og deild 14. Upplýsingar um ofangreindar stöður veita hjúkrunarframkvæmdastjórar. Reykjavík 6. júlí 1986. Afgreiðsla— Lager Óskum að ráða duglegt og áreiðanlegt starfsfólk til framtíðarstarfa í eftirfarandi 1. á kassa störf. 2. á lager við verðmerkingar og önnur störf. Við leitum að fólki sem hefur góða og örugga framkomu, er vant nákvæmum vinnubrögð- um og getur hafið störf hið allra fyrsta. Nánari upplýsingar gefur starfsmannastjóri (ekki í síma) mánudag og þriðjudag frá kl. 16.00-18.00 báða dagana. Umsóknareyðublöð liggja frammi á staðnum. HAGKAUP Skeifunni 15.— Starfsmannahald. Kerfisfræðingur Tölvudeild Kristjáns Ó. Skagfjörð hf. óskar að ráða kerfisfræðing til starfa. Starfssvið kerfisfræðingsins verður í notendaþjónustu fyrir VAX- og PDP-tölvukerfi. Nánari upplýs- ingar veitir Vigfús Ásgeirsson mánudaginn 7. júlíísíma 24120. KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ HF Hólmspata 4- pósthólf 906- sími 24120 -121 ReykiovíF Fósturheimili íReykjavík eða nágrenni Fósturforeldrar óskast fyrir 11 ára gamlan dreng sem á við félagslega erfiðleika að etja. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu í uppeldisstörfum og séu reiðubúnirtil náinnar samvinnu við foreldra drengsins. Uppl. veitir Áshildur Emilsdóttir í síma 25500 fyrir hádegi næstu daga. tH Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar V i • Vonarstræti 4 sími 25500 LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVIKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Læknafulltrúa í 100% starf við Fleilsugæslu- stöð Hlíðasvæðis, Drápuhlíð 14-16, frá 1. ágúst nk. Stúdentspróf eða sambærileg menntun áskilin, ásamt góðri vélritunar- og íslenskukunnáttu. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri heilsu- gæslustöðvar í síma 22400. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð fyrir kl. 16.00 mánudaginn 28. júlí. Rækjuveiðar Skipstjóra, stýrimann og háseta vantar sem fyrst á 250 tonna bát sem fer á rækjuveiðar fyrir Norðurlandi í tvo mánuði. Upplýsingar gefur Heimir í síma 95-4789 eða 95-4899 (heima). Rækjuvinnslan hf, Skagaströnd. JL-húsið auglýsir í eftirtalin störf 1. Stúlku við símavörslu og fleira. 2. Stúlkur í matvörumarkað. 3. Starfsmann á húsgagnalager. Jli Jón Loftsson hf. /A A A A A A Hringbraut 121 CTT n ' i-TT i ii i i ' 111 TmnM Bifvélavirki óskar eftir atvinnu, helst úti á landi. Hefur meirapróf. Margt kemurtil greina. Upplýsingar í síma 96-71543 og eftir kl. 18.000 í síma 96-71648. Arnar. Atvinna óskast Kona yfir fertugu óskar eftir atvinnu, ýmislegt kemur til greina. Hef unnið ýmis störf hjá sama fyrirtækinu síðustu árin. Vaktavinna kemurtil greina. Upplýsingar í síma 15233.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.