Morgunblaðið - 06.07.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 06.07.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ1986 51 HEILSUSKOKK Mikið hefur verið ritað og rætt að undanförnu um íþróttaiðkun og útiveni, og er það vel. í dag ætlar Dyngjan að koma með nokkrar ábendingar varðandi skokk. Má vera að sumum finnist það að bera i bakkafullan lækinn, en eins og segir í gömlu mál- tæki er gömul vísa aldrei of oft kveðin, og það er aldrei að vita nema þessar ábendingar geti komið einhverjum til góða. Þá væri tilganginum náð. Farið í hjartaskoðun Þeir sem komnir eru á miðjan aldur — eru um fimmtugt — og hafa áhuga á að fara að stunda skokk gerðu rétt í því að fara í læknisskoðun og láta taka af sér hjartalínurit áður en þjálfunin hefst. Þetta verða sérstaklega þeir að hafa í huga sem reykja eða eru með háan blóðþrýsting. Hjartakvillar geta leynt á sér. Danski læknirinn Peter Schnohr segir í grein sem birtist í tímariti dönsku hjartavemdar- samtakanna að öflug líkamsþjálf- un geti ein út af fyrir sig eða samfara óhetugri veðráttu (hita, kulda eða roki) eða sýkingu verið hættuleg heilsunni, og jafnvel valdið dauða hjá þeim sem haldnir eru leyndum eða ljósum hjarta- sjúkdómum. Ekki er unnt að segja fyrir hveijir þoli illa líkamsþjálfun, segir læknirinn, en ítarleg læknis- skoðun getur haft mikið að segja. Og nauðsynlegt er að forðast reykingar fyrir lfkamlega áreynslu og meðan á henni stend- ur. í bandaríska tímaritinu „Life and Health" er einnig sagt frá rann- sóknum, sem gerðar voru á vegum Stanford-háskóla í Kalifomíu á skyndilegum dauða 18 hlaupara. Stjómandi rannsóknanna var dr. Paul D. Thompson, og bendir hann á að ógleði geti verið merki um hjartakvilla. Sex af þessum 18 látnu hlaupurum höfðu þjáðst af ógleði, vindgangi og maga- verkjum. En enginn þeirra hafði fundið til bijóstverkja, sem annars eru taldir algengasta vísbendingin um hjartakvilla. Rannsóknimar leiddu einnig í ljós að 13 hlauparanna vom með þrengdar kransæðar, einn hafði þjáðst af hjartabólgu, og einn lést úr hitaslagi. Um banamein hinna þriggja er ekki vitað. Flestir þess- ara hlaupara höfðu stundað lík- amsþjálfun um margra ára skeið, og hafa þeir eflaust álitið að sú þjálfun væri þeim næg trygging gegn hjartakvillum. Skokk og g'eirvörtur Það er ekki víst að konur, sem stunda skokk eða hlaup, geri sér grein fyrir því að þessar líkamsæf- ingar get átt sök á rauðum og þrútnum eða sprungnum geirvört- um. En þarna getur verið sam- band á milli, og stafar það af núningnum þegar íþróttabúning- urinn verður rakur eða blautur af svita. Til að koma í veg fyrir þetta nudd er bezta lausnin að vera í bijóstahaldara á skokkinu. Einnig getur verið gott að smytja geirvörtumar með vaselíni áður en lagt er af stað. • • Qryggismál sjómanna í brennidepli: „Vinnuálag um borð í vöruflutningaskipum hefur , stuðlað að slysum“ — Víðtækar alþjóðasamþykktir um öryggismál sjómanna tóku gildi 1. júlí síðastliðinn Á TÍMABILINU frá 1. júlí 1984 til 30. júní 1985 voru 49 íslensk skip stoppuð í erlendum höfnum og reyndist einhverju áfátt í 29 af þeim. Þetta kemur fram í tölum frá Siglingamálastofnun ríkisins. Oftar en ekki var þó látið sitja við áminn- ingar og loforð um bót og betran. Undanfarin ár hefur mjög verið hert á öllu eftirliti með skipum og sæfarendum, sagði Hálfdan Hen- rysson hjá Siglingamálastofnun í viðtali við Morgunblaðið. Alþjóða- siglingamálastofnunin hefur haft fmmkvæði að setningu laga um aðskildar siglingaleiðir, að gerð alþjóðasamþykktar um menntun og þjálfun, skilríki og vaktstöður sjó- manna (STCW) og í þriðja lagi samþykkt um öryggismál á sjó (SOLAS) komið frá stofnuninni. Sum áðumefndra 29 skipa voru stöðvuð vegna brota á þessum samþykktum. En markmiðið með þessum stjómunaraðgerðum öllum er aðeins eitt, að tryggja sem best öryggi sjómanna. Lög um aðskildar siglingaleiðir Inn á borð Siglingamálastofnun- ar ríkisins hefur borist fjöldinn allur af kæmm vegna brota íslenskra skipa á alþjóðalögum um aðskildar siglingaleiðir, sagð Hálfdan. Rætur þessara laga liggja aftur á 19. öld en þá komu skipafélögin, sem áttu farþegaskip í fömm yfir Atlants- hafið, sér saman um ákveðnar leiðir sem skipin skyldu sigla fram og til baka milli álfanna tveggja. í dag er þetta „leiðakerfi" skipa orðið mjög umfangsmikið en lög um það vom samþykkt 1977. Kvað Hálfdan brot á lögum þess- um stundum mega rekja til tungu- málaörðugleika, en Alþjóðasigl- ingamálastofnunin hefur gefið út handbók yfir orð og orðasambönd sem algengt er að sjómenn þurfi að nota í samskiptum sínum við land, hafnsögumenn og aðra. I Sjó- kortasölunni, í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, er hægt að fá öll kort yfir þær lögbundnu siglinga- leiðir sem lögin taka til. STCW-78 Samþykktin um menntun og þjálfun, skilríki og vaktstöður sjó- manna, var gerð 1978 en hún tók gildi í júlí 1984. Hún nær til sjó- manna í farmennsku en ekki hinna sem em á fiskiskipum. Að sögn Hálfdans er gefínn fímm ára aðlög- unartími að samþykktinni en að þeim tíma liðnum, árið 1989, mega þær þjóðir sem að henni standa gera sömu kröfur til erlendra skipa og gerðar em til innlendra. Raunar er þegar byijað að stoppa okkar skip erlendis til að fá staðfestingu á réttindum áhafna þeirra, sagði Hálfdan. í samþykktinni em menntun- arkröfur til sjómanna tilteknar mjög nákvæmlega. Þar er t.d. kveðið á um lögskipaðar lágmarks- kröfur sem gera ber til skipstjóra og stýrimanna, yfírmanns siglinga- vaktar, endurmenntunar skipstjóra og yfirmanna á þilfari og háseta sem standa siglingavaktir. Þá er fjallað um margvíslegar vinnuregl- ur, s.s. í sambandi við vaktaskipti, viðbrögð við neyðarköllum og sigl- ingu í takmörkuðu skyggni. Hálfdan sagði STCW-78 vera mikið áhugamál íslenskra sjó- manna. Nú em um 49 ríki fullgildir aðilar að samþykktinni en ísland er ekki enn komið í þann hóp og er þannig eitt Norðurlanda fyrir utan. Að sögn Hálfdans stendur til að gera á þessu bragarbót. Nýbúið er að þýða alþjóðasamþykktina um menntun og þjálfun, skilríki og vaktstöðu sjómanna, á íslensku og verður hún lögð fyrir alþingi íslend- inga á komandi vetri, sagði Hálf- dan. Er þá loks von til þess að Is- lendingar eignist heildarlög um mönnun íslenskra skipa, því í sam- þykktinnni felst áskomn á ríkis- stjómir landa að þær hafí forgöngu að setningu slíkra heildarlaga. Að sögn Hálfdans hefur þannig laga- setningu skort sárlega hér á landi og þess em dæmi, sagði hann, að skipsströnd hefur að einhveiju leyti mátt rekja til vinnuálags um borð. Nokkrir farmenn sem blaðamaður tók tali vom allir á einu máli um það að vinnuþrælkun um borð í vöruflutningaskipum væri alltof algeng. STWC-samþykktin ætti að taka fyrir þetta en meðal sjómann- anna bólaði á áhyggjum um að hún yrði hundsuð af íslenskum yfírvöld- um. SOLAS-samþykktin SOLAS er skammstöfun fyrir Safety of Life at Sea, öryggi á sjón- um. Ólíkt STCW-78 þá emm við íslendingar aðilar að þessum al- þjóðalögum en þriðji kafli þeirra tók gildi 1. júlí síðastliðinn. Þessi þriðji hluti samþykktarinnar fjallar um björgunarbúnað og fyrirkomulag björgunarmála. Eins og STCW-78 þá nær SOLAS ekki yfir fískiskip. Hálfdan sagði að þrátt fyrir að það væri ekki fyrr en nú í öndverð- um júlí, að samþykktin tæki gildi, þá væri nokkuð umliðið síðan byijað var að stoppa skip í erlendum höfn- um vegna þess að þau uppfylltu ekki skilyrði SOLAS, og það jafnvel þó lögin ættu ekki að taka til ann- arra skipa en þeirra sem byggð em eftir 1. júll 1986 nema annað sé skýrt tekið fram. T.d. hefðu fslensk skip lent í töfum vegna þess að í búnað þeirra vantaði uppdrátt af staðsetningu öryggistælcja í skipun- um og vottorð um að allur björgun- arbúnaður þeirra væri í lagi. Slík skírteini sagði Hálfdan að Siglinga- málastofnun ríkisins léti í té. Hálfdan sagði að íslendingar væm þegar búnir að taka upp ýmis ákvæði SOLAS og lögleiða. T.d. hefur það verið skylda síðan um áramót að björgunarbátar á vöm- flutningaskipum, sem hingað hafa verið keypt frá því þá, væm yfír- byggðir. Gildistöku sumra annarra ákvæða þarf að fresta eins og þess er kveður á um að björgunarbúning- ar af hentugri stærð skuli vera um borð fyrir alla þá sem ætlað er að irianna léttbátinn. Sagði Hálfdan þetta vera vegna þess að nú væri í smíðum reglugerð, sem taka ætti í. til allra íslenskra skipa, og gerði það að skyldu að um borð væm björgunarbúningar fyrir alla áhöfn- ina. I SOLAS em skýr ákvæði um björgunaræfíngar og f STCW er að fínna „lögskipaðar lágmarkskröfur til löggildingar á leikni í meðferð björgunarbáta og fleka." Sagði Hálfdan að Islendingar væm frem- ur vel í stakk búnir til að uppfylla þessi ákvæði. Munar þar mest um Sæbjörgu, skip Slysavamarfélags Islands, sem áður var varðskipið Þór. Sagði Hannes Þórður fram- kvæmdastjóri félagsins að skipið væri þegar orðinn afskaplega góður björgunarskóli. Þar sem fer fram , bæði bókleg fræðsla og verkleg þjálfun fyrir sjómenn. Þá em til hjá Fræðslusafni sjó- manna 18 myndbönd um öryggis- mál sjómanna, s.s. eldvamir og þyrlubjörgun. Vildi Hálfdan ein- dregið hvetja skipsáhafnir til að fá þessar myndir lánaðar en þær hafa verið fjölfaldaðar og fást hjá Sigl- ingamálastofnun og umboðsmönn- um hennar út um allt land. Mynd- böndin standa sjómönnum til boða án endurgjalds. Þaðer alltaf gaman á Hlíðarenda VALUR ÞÓR íkvöld kl. 20.00. VALUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.