Morgunblaðið - 06.07.1986, Side 59

Morgunblaðið - 06.07.1986, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ1986 59 Morgunblaðifi/VIP 9 Rakel Birgisdóttir og Bergiind Guðnadóttir hvíla lúin bein í grasinu eftir erfiðan malarleik gegn Þór Ak. Mikið félagslíf hjá Stjörnunni ÍSLANDSMEISTARAR í 2. flokki stúlkna í knattspyrnu eru Stjömu- stelpurnar úr Garðabæ og hafa þser byrjað titilvörn sína ágætlega í sumar. Þœr hafa leikið þrjá leiki, unnið tvo en tapað einum. Um seinustu helgi lóku þær við Þór frá Akureyri og báru sigur úr býtum, 2:0. Bæði mörkin voru sjálfsmörk sem komu eftir ágætar sóknir Stjöm- ustúlknanna. Sigur Stjörnunnar f leiknum var sanngjarn, þær sóttu mun meira en voru þó full æstar og náðu ekki að sýna eins áferðar- fallega knattspyrnu og þær hafa oft sýnt áður. Eftir leikinn við Þór voru Rakel Birgisdóttir og Berglind Guðna- dóttir teknar tali og voru þær fyrst spurðar út í hinn nýliðna leik við Akureyringana. „Þessi leikur var erfiður á köflum sérstaklega þegar þær náðu að pressa fram. Annars kom það niður á gæðum leiksins að við fengum ekki að spila á grasinu. Á mölinni verður maður alltaf hræddari því þaö er óþægi- legt aö detta þar. Rakel og Berglind voru mjög ánægðar með félagslífið í Stjörn- unni en um 16 stelpur æfa með 2. flokki og sögðust þær stundum halda böll auk þess að hitttast oft í veislum hver hjá annarri. „Svo er náttúrlega líka gaman að æfa og keppa í fótbolta," bættu þær við til að fyrirbyggja að blaðamaður héldi að það væru bara veislurnar sem fengju þær til að leggja stund á fótbolta. Lára Eymundsdóttir og Borghildur Sigurðardóttir Ollum leikjum lokið íjúní BÆÐI Akureyrarliðin KA og Þór eiga lið í keppni 2. flokks stúlkna á íslandsmótinu f knattspyrnu f ár og er það vel. Þórsstelpurnar hafa leikið alla sína leiki f sfnum riðli en keppni er ekki enn lokið þar þannig að hver staða þeirra verður f riðlinum er ekki Ijóst ennþá. Blaðamaður spurði þær Láru Eymundsdóttur og Borghildi Sigurðar- dóttur hvernig það leggðist í þær að vera búnar með sína leiki í riðlakeppninni svona snemma sumars. „Þetta eru náttúrlega alltof fáir leikir, liðin ættu frekar að vera í einum riðli þannig að hvert lið fengi fleiri leiki. Ef við komumst ekki í úrslit er Akureyrarmótið það eina sem við eigum eftir að keppa af alvöruleikjum í surnar." Viðtalið við Þórsstelpurnar var tekið eftir tapleik þeirra gegn Stjörnunni en það var fyrsti tapleik- ur þeirra í mótinu. Daginn eftir áttu þær að leika gegn KR. „Ef við vinnum KR-ingana eigum við möguleika á að lenda í efsta sæt- inu í riðlinum og komast í úrslit," sögðu Lára og Jóna um möguleika þeirra á íslandsmeistaratitli. Um 20 stelpur æfa fótbolta í 2. flokki Þórs og er þetta 3. sumarið sem þær taka þátt í íslandsmótinu og sögðu þær stöllur að fótbolti væri frábær íþrótt, jafnvel MorgunblaðiðA'IP • Lára Eymundsdóttir og Borghlldur Sigurðardóttir virðast ekkert niðurdregnar á þessari mynd þrátt fyrir að þær hafi verið nýbúnar að bfða ósigur gegn Stjörnunni. skemmtilegri en handboltinn sem þær leggja líka stund. Lengur var ekki stætt á að tefja Akureyrarstelpurnar, daginn eftir var erfiður leikur sem gat ráðið úrslitum um hvort þær kæmust í úrslit eða ekki auk þess sem þetta verður sennilega eina keppnisferð þeirra suður í sumar og margt annað að gera en rabba við for- vitna blaðamenn. Knattspyrna: Staðaní yngri flokkum kvenna 3.fiokkur IA 3 300 9:0 6 ÍBK4301 18:3 6 UBK6 302 45:5 6 Afturelding 4 20212:18 4 KR4103 6:28 2 FH 3 003 0:20 0 Stjaman 3 003 1:41 0 2.flokkur B-riðill: ÞórA.5311 8:57 Stjaman 2 200 6:2 4 IA2101 3:12 KR 310211:8 2 FBK 3 021 2:5 2 KA 3 012 3:12 1 2.flokkur A-riðill: UBK 440018:1 8 Týr 2 200 6:0 4 Valur 3 20112:54 Afturelding 4 20214:7 4 ÞórV.2101 1:22 FH 2 002 0:180 Fylklr 4 0041:26 0 • Bjöm Knútsson lók mjög vel, fór fyrsta hringinn á 76 höggum, naastu tvo á 72 höggum og þann sfðasta á 74 höggum. Björn Knútsson: Sigraði í drengja- flokki BJÖRN Knútsson GK er 14 ára og hafði töluverða yfirburði f drengjaflokki. „Ég hef æft golf í 4 ár og spilað víða en þetta er í fyrsta skipti sem ég keppi í Vestmannaeyjum. Völl- urinn hérna er mjög góður og sá besti sem ég hef spilað á á fslandi. Mér gekk eins og óg bjóst við og er ánægður með árangurinn. Það er alltaf gaman að keppa f golfi og svo kynnist maður krökkunum vel,“ sagði Björn. Ragnhildur Sigurðardóttir: Sigraði í stúlkna- flokki RAGNHILDUR Sigurðardóttir GR hefur staðið sig vel á golfmótum og sigraði örugglega f stúlkna- flokki. „Þetta er æðislegur völlur, alveg meiriháttar. Ungu krakkarnir sem eru að byrja stóðu sig mjög vel. Þeir eru með faliegar sveiflur og upphafshöggin hjá þeim eru svo lótt og nett. Verst hvað fáar stelpur voru með og ég hvet allar ungar stúlkur til að fara í golf því þetta er svo gaman," sagði Ragnhildur. Morgunblaöið/Sfgurgeir • Ragnhildur Slgurðardóttlr var íslandsmeistari f fyrra og sigraðl örugglega f stúlknaflokki á Ungl- ingameistaramótinu f Eyjum. • Karen Sævarsdóttir sigraði örugglega í telpnaflokki. Sigraði í telpnaf lokki KAREN Sævarsdóttir GS sigraði f telpnaflokki með miklum yfir- burðum. Hún er 13 ára og segist alttaf hafa verið í golfi, byrjað með eina kylfu og elt foreldrana út á völl. „Þetta er ofsalega skemmtileg- ur völlur og það er gaman að spila í hólum og hæðum. En ég er ekki ánægð með árangurinn því óg spilaði frekar illa. Samt er búið að vera mjög gaman og maður kynn- ist öðrum krökkum á svona mót- um," sagði Karen. Morgunblaðið/Sigurgeir • Á unglingameistaramótinu voru ekki aldurstakmörk burðarsveina. Húnbogi Jóhannsson gengur á undan afa sfnum, Húnboga Þorkels- syni. Best að spila í Eyjum HÚNBOGI Jóhannsson GA er 13 ára og byrjaði 9 ára að leika golf. „Herjólfsvöllur er besti golfvöllur sem ég hef leikið á og ég kem hingað á hverju sumri f golf enda ættaður héð- an. Mór hefur gengið vel á mótum í sumar en árangur minn hérna var svipaður og ég bjóst við. En ég ætla að standa mig enn betur á Akureyrarmótinu," sagði Hún- bogi. Aðstoðarmaður Húnboga var afi hans og nafni Þorkelsson. Húnbogi eldri er 70 ára og hóf að æfa golf fyrir 5 árum. SigurðurJónsson: Yngsti keppandinn SIGURÐUR Jónsson, Golfklúbbi Grindavíkur, var yngsti keppand- inn á mótinu, aðeins 10 ára gamail. Hann sagðist hafa ákveð- ið að fara á mótið þvf svo fáir ætluðu frá Grindavfk „og ég sé alls ekkl eftlr þvf. Ég byrjaði í golfi 7 ára og fékk strax mikinn áhuga og er bara í þessu og engu ööru. En ég bjóst við að falla úr keppni og við, ég, mamma og pabbi, vorum búin að panta okkur far heim, en svo •Sigurður Jónsson er einbeittur ásvip. komst ég áfram og þá sagði ég við mömmu að hún gæti farið heim en ég færi ekki neitt."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.