Morgunblaðið - 06.07.1986, Page 60
Akureyri:
Skurðgrafa
rauf vatnsæð
Akureyri
í FYRRINÓTT fór í sundur vatns-
æð við Norðurgötu með þeim af-
leiðingum að mannhæðardjúpur
skurður við suðurenda götunnar
fylltist af vatni. Talsvert vatn
rann inn í kjallara þriggja húsa
við götuna og meðal annars flæddi
upp um skólprör.
Aðspurður um hvemig á þessu
hefði staðið, sagði Hilmar Gíslason,
bæjarverkstjóri, að þama hefði grafa
verið að störfum á föstudag því
skipta ætti um jarðveg í þessum hluta
götunnar, og hefði hún líklega komið
við vatnsæðina og rofíð hana. Afleið-
ingamar hefðu síðan ekki komið
fram fyrr en um nóttina.
Hafbeitar-
laxinn skil-
ar sér vel
HEIMTUR hjá hafbeitarstöðvum
á landinu hafa verið góðar að
undanfömu. 1.600 til 1.700 laxar
höfðu skilað sér f stöðina í Kolla-
fírði á miðvikudag og að sögn
veiðimálastjóra munu heimtur hjá
öðrum stöðvum vera góðar líka.
Smálaxinn virðist snemma á ferð-
inni. Slátrun er ekki hafin í nein-
um mæli, þar sem menn huga að
útflutningi á laxinum ferskum og
bíða því þess, að meira af honum
skili sér.
Ámi ísaksson, veiðimálastjóri,
sagði aðspurður í samtali við Morg-
unblaðið, að hafbeitarstöðvamar
ættu ekki að þurfa að óttast rýmun
af völdum laxveiði í sjó hér við land,
þar sem hún væri bönnuð. Nokkrar
undantekningar væru þó frá bann-
inu, en frá árinu 1932 hefðu nokkrir
landeigendur leyfí til netaveiða í sjó,
þar sem þær væru skráðar sem
hlunnindi. Leyfum þessum hefði
farið fækkandi að undanfomu enda
hefðu þau sums staðar verið keypt
upp við ár, þar sem laxveiði og seiða-
sleppingar em stundaðar. Ámi
sagði, að engin leyfi til netaveiða
væru í grennd við hafbeitarstöðvam-
ar.
Heimsókn
Danadrottningar:
Sólrík
ferð um
Suðurland
MARGRÉT Danadrottning og
eiginmaður hennar, Henrik
prins, heimsóttu Vestmanna-
eyjar og Skaftafell í gær í fylgd
Vigdísar Finnbogadóttur, for-
seta, og fylgdarliði og gistu á
Egilsstöðum í nótt. 1 dag var
áætlað að heimsækja Borgar-
fjörð eystri áður en haldið yrði
til Reykjavíkur. Ef veður haml-
ar þeirri ferð, var fyrirhugað
að heimsækja Höfn í Hornafirði
þess í stað.
Veður var bjart og fagurt í
gær, en nokkur vindstrekkingur
af norðri. í Vestmannaeyjum tóku
meðal annarra á móti hinum tignu
gestum starfandi bæjarfógeti,
Þorgeir Örlygsson, Ragnar
Óskarsson, forseti bæjarstjómar
SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1986
VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR.
Tekið á móti tignum gestum í Vestmannaeyjum. Morgunbiaðií/Sigurgeir
og Páll Zophoníasson, bæjarstjóri.
Síðan var farið í skoðunarferð um
Heimaey. Að loknum hádegisverði
var síðan flogið til Fagurhólsmýr-
ar, en þar tók Páll Bjömsson,
sýslumaður, á móti gestunum sem
síðan skoðuðu þjóðgarðinn í
Skaftafelii. Síðdegis var haldið til
Egilsstaða þar sem Bogi Nilsson,
sýslumaður, tók á móti fólkinu
og að lokum var kvöldverður
snæddur í Valaskjálf og gist þar
um nóttina.
Að lokinni heimsókninni á
Austfírði verður í dag haldið til
Reykjavíkur og í kvöld bjóða
Matthías Á. Mathiesen, utanríkis-
ráðherra, og kona hans, Sigrún
Þ. Mathiesen, til kvöldverðar. Á
mánudag er áætlað að Henrik
prins renni fyrir lax í Elliðaám
ásamt Davíð Oddssyni, borgar-
stjóra, en drottningin mun skoða
Þjóðminjasafnið. Loks verður há-
degisverður snæddur í boði borg-
arstjóra, en síðdegis halda gest-
imiraflandibrott.
Siglufirði:
Snjór nið-
ur undir si'ó
Siglufírði.
ÞEGAR Siglfirðingar litu út í
gærmorgun hafði snjóað um
nóttina og var alhvítt yfir að Hta
niður undir sjó. Þarna sannaðist
enn, að skjótt skipast veður
norður undir heimskautsbaug,
því um síðustu helgi komst hitinn
í 25 gráður á Sigluf irði.
Norðmenn vilja kaupa
60 tonn af kjúklingakjöti
FÉLAGI kjúklingabænda og
Framleiðsluráði hefur borist
fyrirspurn frá Noregi um sölu
á 50 til 60 tonnum af kjúklinga-
kjöti á markað þar. Málið er
nú til athugunar í norska Land-
búnaðarráðuneytinu varðandi
innflutningsleyfi en öll tilskilin
útflutningsleyfi af hálfu ís-
lenskra yfirvalda eru fyrir
hendi.
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins mun umrætt magn af
kjúklingakjöti vera til hjá fyrir-
tækinu Hreiður hf., sem framleiðir
undir vörumerkinu Isfugl. Morg-
unblaðið hafði samband við Jón
Guðmundsson, bónda á Reykjum
og varaformann stjómar Hreiðurs
hf., og staðfesti hann að viðræður
hefðu átt sér stað við forráðamenn
fyrirtækisins varðandi þessi við-
skipti en ekki hefði verið gengið
frá samningum. Jón sagði enn-
fremur að nokkur óvissa væri um
verð á kjúklingakjötinu og taldi
að til að geta boðið verð sem
Norðmenn sættu sig við, þyrfti
að koma til niðurfelling á inn-
flutningstollum og fóðurbætis-
gjaldi á fóðri.
„En það er rétt, að við eigum
til þetta magn í frystihúsinu og
getum því flutt kjötið út undir
einu vörumerki," sagði Jón.
„Norðmenn hafa fram til þessa
keypt talsvert af kjúklingakjöti
frá Svíum, en vegna skorts á
þessari vöru þar nú hafa þeir snúið
sér til okkar. Ég hef trú á þessum
viðskiptum og held áð þau gætu
orðið til góðs fyrir alla aðila og
ef af þessari sölu verður mun það
létta á kjötmarkaðinum hér
heima."