Morgunblaðið - 08.07.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.07.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ1986 ■ ■ Þjóðhátíðardegi fagnað Símamynd/AP Tugir milljóna Bandaríkjamanna héldu upp á þjóð- hátíðardag sinn 4. júlí. I lok hátíðahaldanna í New York fór fram mikil flugeldasýning, eins og sjá má á myndinni. Það skyggði þó nokkuð á fögnuð- inn að tveir menn létu lífið í Wisconsin og Florida og a.m.k. 70 slösuðust víðs vegar um Bandaríkin vegna mistaka við að skjóta upp flugeldum. Hengdir fyrir heróínsmygl London, Kuala Lumpur, Hobart, AP. Ástralíumennimir tveir, sem fundnir höfðu verið sekir um heróínsmygl í Malasíu, vora í gærmorgun hengdir af þarlend- um yfirvöldum. Viðurlög við sölu og dreifingu á eiturlyfjum hafa verið hert mjög í landinu síðustu árin, en að sögn ráðamanna eru 500 þúsund eiturlyfjaneytendur í landinu, sem telur um 15 millj- óuir íbúa. Mennimir tveir, Brian Chambers, 29 ára, með bresk/ástralskan ríkis- borgararétt, og John Barlow, 28 ára, voru handteknir árið 1983 með um 180 grömm af heróíni í fórum sínum. Síðan 1975 hafa 120 dauðadóm- ar verið kveðnir upp í Malasíu vegna eiturlyfjamála. 38 hefur verið fram- fylgt, en Chambers og Barlow eru fyrstu hvítu mennimir, sem týna iífinu. Aftökur mannanna tveggja hafa vakið mikla athygli, einkum í Ástr- alíu og Bretlandi. Bæði Hawke, forsætisráðherra Ástralíu og Thatc- her, forsætisráðherra Bretlands, höfðu beðið Malasíustjóm að þyrma lífi mannanna. Á ráðstefnu ástr- alska verkamannaflokksins í Hobart á Tasmaníu var samþykkt ályktun, þar sem aftökumar voru fordæmdar. Stuðningsmenn álykt- unarinnar sögðu, að eiturlyfja- vandamál í Malasíu fæm síversn- andi, þrátt fyrir aftökur undanfarinna ára. Hawke forsætisráðherra sagði er hann frétti um aftökumar, að þær væm „villimannlegar". Hayd- en, utanríkisráðherra Ástralíu, sagði aftökumar „óhugnanlegar og ekki við hæfi í siðuðu þjóðfélagi". Hins vegar upplýsti hann, að ástr- ölskum yfirvöldum hefði borist fyöldi bréfa og símhringinga, þar sem lýst var stuðningi við hengingu mannanna. Heimildir í bresku stjóminni sögðu, að beiðni Thatchers um náð- un hefði verið komið á framfæri, eftir að móðir Barlows hafði höfðað til forsætisráðherrans „sem móð- ur“. Blaðafulltrúi Thatchers sagði, eftir að tilkynnt hafði verið um af- tökumar, að samúð ríkti með aðstandendum mannanna, en þeir, sem hefðu í hyggju að stunda eitur- lyfjasmygl, myndu vonandi ekki gleyma þessum atburðum. Sumir flokksmenn Thatchers á breska þinginu vilja herða refsingar við eiturlyfjaglæpum, og einn þeirra sagðist ætla að þakka Malasíustjóm bréflega fyrir framgöngu hennar i málinu. Útbreiddasta dagblað Bret- lands,77ie Sun, hefur tekið í sama streng. Dauðarefsing var afnumin í Bretlandi 1969. Móðir Barlows hefur sagt, að hún tryði því, að sonur hennar væri saklaus og hann hefði ekki vitað, að heróín væri í ferðatösku Cham- bers, en Barlow hélt á henni, er hann var handtekinn. Breskur lög- fræðingur, Gifford lávarður, segist þess fullviss, að breskur kviðdómur hefði sýknað Barlow. Mahathir Mohamad, forsætisráð- herra Malasíu, varði aftökumar og sagði alla_ verða að hlíta lögum landsins, Ástralir og Bretar réðu engu þar um. Embættismaður í Malasíu benti á, að engin mótmæli hefðu borist, þegar Asíubúar hefðu verið teknir af lífi, en líflát tveggja hvítra vekti heimsathygli. Arturo Tolentino: Lögspekingur, stjórnarand- stæðingur o g upp- reisnarmaður Manila, AP. ARTURO Tolentino var varaforsetaefni Marcosar, fyrrver- andi forseta, í síðustu kosningum, en í kjölfar kosningasvika Marcosar gerði herinn byltingu og lýsti Corazon Aquino for- seta landsins. Tolentino er lögfræðiprófessor, sem hefur sérhæft sig í stjómar- skrármálum. Hann var almennt álitinn óháður flokkaskipan, allt þar til að hann féllst, öllum að óvörum, á að vera varaforsetaefni Marcosar, á síðasta ári. Tolentino var utanríkisráðherra í stjóm Marcosar, en var rekinn í fyrra eftir að hafa ítrekað gagn- rýnt stjómarstefnu Marcosar. Þegar forsetakosningar nálguðust var Marcos gagnrýndur æ meir fyrir harkalega stjómarhætti og fékk hann því Tolentino til liðs við sig, til þess að lægja öldumar. Munaði enda um, þar sem Tolentino lét sjálfur af allri gagmýni á Marc- os. Þrátt fyrir það léði hann kosningabaráttu Marcosar annan svip, þar sem hann hafði orð á sér fyrir að fara eigin leiðir. Tolentino er 75 ára gamall, er enn við hestaheilsu og þekktur fyr- ir öflugan og kjarnyrtan málflutn-í ing. Hann þykir snjall ræðumaður og nýtur töluverðrar lýðhylli, sér- staklega í Manila. Tolentino hefur samið margar lagabækur og þykir lögspekingur mikill. Hann var fulltrúi Filippseyja á þingi SÞ og aðalsamningamaður Filippseyinga á hafréttarráðstefn- unni. Hann sat á Filippseyjaþingi frá 1949, þar til Marcos leysti það upp árið 1972. Hann var endurkjör- inn þegar það var endurreist árið 1984, eini frambjóðandi stjómar- flokksins sem náði einu af fimm þingsætum Manila-kjördæmis. Á þingferli sínum samdi hann, eða var meðflutningsmaður meira en 2.000 afgreiddra frumvarpa, þ.m.t. laga um persónurétt og laga sem ætlað var að hamla gegn spillingu. Hann þykir fremsti fræðimaður landsins í stjómarskrármálefnum. í júní 1984 skipaði Marcos hann Kosningar í Japan: Frj álslyndi flokkurinn vann yfirburðasignr hlaut 300 af 512 þingsætum í neðri deild Tókýó, AP. FRJALSLYNDI lýðræðisflokk- urinn í Japan vann stórsigur í kosningunum til beggja deilda þingsins þar á sunnudag. Flokk- urinn endurheimti hreinan meirihluta sinn í neðri deild þingsins, og hlutu frjálslyndir a.m.k. 300 af 512 þingsætum. Úrslitin eru talin mikill sigur fyr- ir Yasuhiro Nakasone forsætisráð- herra, en hann efndi til kosning- anna 18 mánuðum áður en þær áttu að fara fram. Hins vegar er GENGI GJALDMIÐLA London, AP. GENGI Bandaríkjadollara var stöðugt gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum heims utan hvað það lækkaði gagnvart japanska jeninu. í Tókýó kostaði dollarinn 159,25 jen (160,90) þegar gjaldeyrismark- aðir lokuðu en síðar í London kostaði dollarinn aftur á móti 160,25 jen. í London kostaði sterlingspundið 1,5370 dollara (1,5395) þegar gjaldeyrisviðskiptum lauk. Gengi annarra helstu gjaldmiðla var á þann veg að dollarinn kost- aði: 2,1695 vestur-þýsk mörk (2,1735), 1,7625 svissneska franka (1,76225), 6,9375 franska franka (6,9400), 2,4440 hoílensk gyllini (2,4465), 1.487,25 ítalskar lírur (1.491,50) og 1,3790 kanadíska dollara (1,3785). ekki enn vitað hvort flokkslögum fijálsljmdra verður breytt til að gera Nakasone kleift að gegna áfram forsætisráðherraembætinu, en hann lætur af embætti flokks- formanns í október. Talið er þó að líkumar á að það verði gert hafi aukist eftir sigur hans í kosningun- um. Nakasone fagnaði niðurstöðun- um, sem hann kvað hafa komið sér á óvart. Hann hefði aldrei trúað því að sigur flokksins yrði eins stór og raun bar vitni. Úrslitin sýna að kjós- endur styðja stefnu mína í innan- ríkis- og utanríkismálum. Við munum nú hefjast strax handa við að reyna að ná samkomulagi um afvopnunarmál í heiminum og gera allt sem í okkar valdi stendur til að fá leiðtoga risaveldanna til að hittast aftur," sagði hann. Fijálslyndi flokkurinn, sem ráðið hefur lögum og lofum í Japan síðustu fjóra áratugina, missti meirihluta sinn í kosningunum árið 1983, og mynduðu fijálslyndir stjóm með stuðningi smáflokks. Flokkurinn þurfti a.m.k. 271 þing- sæti til að ná meirihluta í öllum þingnefndum, svo að ljóst er að fijálslyndir munu hafa ömggan meirihluta á þingi. Helsti stjómar- andstöðuflokkurinn, sósíalistar, missti mikið fylgi í kosningunum. Sósíalistar höfðu áður 110 þing- menn í neðri deild þingsins, en nú er þeim einungis spáð 85. Formaður flokksins sagði að hann kynni að segja af sér vegna „hins mikla ósig- Yasuhiro Nakasone forsætisráðherra Japans var að vonum ánægður með stórsigur Frjálslynda flokksins í kosningunum. urs“. Aðrir flokkar urðu fyrir fylgistapi. Lög Fijálslynda flokksins kveða á um að formaður hans megi aðeins gegna því embætti. tvö kjörtímabil. Nakasone lætur af störfúm flokks- formanns í október á þessu ári, og því yrði að gera breytingar á lögun- um til að gera honum kleift að sitja áfram á forsætisráðherrastóli. Nakasone sagði eftir að úrslit kosn- inganna lágu fyrir að hann myndi virða flokkslögin.„Ég sagði það fyr- ir kosningar og stend við það nú eftir þær,“ sagði hann. Nakasone hefur legið undir því ámæli að hafa efnt til kosninganna nú til að koma því þannig í kring að hann fái að gegna áfram emb- ætti. Úrslit kosninganna hafa verulega styrkt stöðu Nakasones meðal fijálslyndra, og því er talið að líkumar á því að hann haldi for- mannsembættinu hafí aukist veru- lega. Hins vegar er vitað að sterk öfl innan flokksins leggjast eindreg- ið á móti því að flokkslögunum verði breytt, svo að ekki er enn útséð um hvemig málinu lyktar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.