Morgunblaðið - 08.07.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.07.1986, Blaðsíða 15
15 lifi fyrir starfíð og er sívinnandi enda er nokkur hluti myndanna tekinn að nóttu til eða utan hefð- bundins vinnutíma. Ég vildi leggja áherslu á í bókinni að Reykjavík væri lifandi borg. Ég geri mikið úr mannlífinu því það er jú fólkið sem byggir borgina _og er því stór hluti umhverfisins. Ég lít á mig sem bjartsýnismann og tek því skemmti- legar myndir ef hægt væri að orða það svo. Það má segja að bókin sé glöð.“ Páll sagði að ekki væri vanda- laust fyrir ljósmyndara að lýsa sínu eigin umhverfi, því umhverfí sem maður hefði lifað og hrærst í um aldur og ævi. „Það er álíka og að hafa verið giftur í 70 ár — maður þekkir konuna sína nákvæmlega, ekkert kemur manni á óvart í sam- skiptum við hana. Ef maður hins- vegar hittir nýja persónu er hún spennandi í fyrstu, en eftir nokkurn tíma er maður farinn að þekkja hana. Það sama má segja um Reykjavík — hún er gömul fyrir mér og öðrum borgarbúum, en um leið og við komum út fyrir land- steinana, í annað umhverfí og aðrar borgir, er það umhverfí allt svo heillandi að manni fínnst þurfa að festa á filmu allt það sem fyrir augu ber. Sérstaklega finnst mér New York skemmtileg. Hún er svo margbreytileg fyrir ljósmyndarann — borg sem aldrei sefur,“ sagði Páll. Vænta leið- réttingar hjá Kjaradómi Sálfræðingar, félagsráðgjafar, hjúkrunarfræðingar í Félagi há- skólamenntaðra hjúkrunarfræð- inga og aðrir starfsmenn innan BHMR á geðdeild Landspítalans, héldu fund sl. föstudag um kjara- mál og væntanlega leiðréttingu Kjaradóms á launum BHMR-manna. Fundurinn fagnar því að Kjaradóm- ur skuli nú hafa í höndum nægjanleg gögn sem sýna ótvírætt hinn mikla mun, sem ríkt hefur á launum háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna og þeirra er vinna sambærileg störf á hinum almenna vinnumarkaði. Þvi væntir fundurinn þess að sú lögvarða leið til leiðréttingar sem nú er farin skili loks tilætluðum árangri. (Fréttatilkynning) Kosið aftur til hrepps- nefndar í Landeyjum NÝAFSTAÐNAR kosningar til hreppsnefndar í Vestur-Land- eyjum hafa verið dæmdar ógild- ar vegna formgalla og verður að kjósa þar á ný. Að sögn Friðjóns Guðröðarsonar, sýslumanns í Rangárvallasýslu, bar ekki saman númmerum á fylgiskjali með utankjörfundaratkvæði og umslaginu sem því fýlgdi. „Atkvæð- ið hefði átt að ógilda samkvæmt stífum ákvæðum laganna en var talið með,“ sagði Friðjón. „Síðan þurfti að varpa hlutkesti og þá um leið varð ljóst hvorum listanum vafaatkvæðið var ætlað þannig að meginreglan um leynilegar kosn- ingar var þar með úr sögunni." Tveir listar eru í framboði til hreppsnenfndar, K-listi, borinn fram af fráfarandi meirihluta hreppsnefndar og H-listi. Á kjör- skrá eru 130 manns og verða kosn- ingarnar auglýstar nánar síðar. Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1986 V estmannaeyjar: Tilraun með laxeldi í Eyjum komin á skrið UM 10.000 laxaseiði komu sl. föstudag til Vestmannaeyja en þar er ÍSNÓ að koma upp laxeld- isstöð. „Hér er um tilraun að ræða og verður komið með 40.000 seiði hingað í sumar en 30.000 þeirra eru enn ókomin," sagði Einar Sigur- jónsson, forstjóri ísfélagsins í Vestmannaeyjum, í samtali við Morgunblaðið. „Við erum þegar búnir að sjóvenja 12-1.500 seiði sem komu hingað í tilraunasendingu og hefur þeim verið sleppt í laxagirð- inguna. Aætlað er síðan að slátra í lok ársins 1987. Þá verður fískur- inn orðinn um 2 V2 kíló að þyngd, en sú stærð er mjög hentug fyrir Bandaríkjamarkað. Við vonumst til að fá ein 80-100 tonn út úr þessu. Eins og stendur er þó ógerlegt að spá fyrir um hvemig þessi til- raun heppnast, það fer allt eftir því hvernig fískinum vegnar yfír vetr- armánuðina. Ef allt gengur að óskum er stefnt að því að slátra hér um 300 tonnum á ári í framtíð- inni,“ sagði Einar að lokum. Búríð, sem laxarnir verða geymdír í, dregið á sjó út. í búrínu eru 4 hólf sem í er nót. Til að byija með, meðan seiðin eru smá, verða um 10.000 í hveiju hólfi. Nú gefur Iðnaðarbankirm viðskiptaviniim sínum kost á að ávaxta fé sitt á 18 mánaða bók eða reikningi sem gefur enn hærri vexti en önnur boð bankans. Fyrir þá sem vilja ná enn hærra ® iðnaðarbankinn -nútim Þanki ŒB AUGlýSINGAÞjONUSTAN / SiA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.