Morgunblaðið - 08.07.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.07.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1986 47 Listræn tilþrif hjá RAX Trygjrvi V. Líndal, Freyjugötu 25, skrifar: Kæri velvakandi: Eg vil lýsa þakklæti mínu yfir hversu margar myndir birtast í blaðinu eftir ljósmyndara blaðsins, Ragnar Axelsson. Að minni hyggju ber hann höfuð og herðar yfir alla aðra ljósmyndara, erlenda sem inn- lenda að því er varðar listræn tilþrif, frumleika og ferskleika. Hann ætti að fá listamannalaun. Vart er hægt að hugsa sér betri kynningu á myndlist en í hinu að- gengilegasta listformi, ljósmyndinni á forsíðu víðlesnasta dagblaðsins. Að vísu mun nú sérstakt ljósmynda- blað vera að hefja göngu sína og er það ánægjulegur viðbótarvett- vangur. En ég vona að Ragnar Axelsson eigi eftir að túlka sem mest af hinum íslenska raunveru- leika í ljósmyndum sínum í Morgun- blaðinu á komandi árum, því hann bregður skærum skáldaljóma á hina hversdagslegustu hluti. Aftur Dallas Margrét Sigurðardóttir hringdi: Mig langar til að bera upp þá frómu ósk að forráðamenn Ríkisútvarpsins Sjónvarps festi kaup á nýjum Dallas-þáttum. Það var mér alltaf tilhlökkunarefni að eiga von á þessum bráðskemmti- legu þáttum á miðvikudagskvöld- um. Maður var farinn að kannast við sumar persónumar eins og gamla kunningja. Siðferðið er kannski ekki til fyrirmyndar hjá Ewing-fjölskyldunni, en það er nú heldur ekki siðferðið í heimin- um yfirleitt. „Draumur fjósa- mannsins“ Halldóra Jóhanncsdóttir, Hlaðhömrum 2, liringdi: „Mig langar til þess að spyijast fyrir um meðal lesenda blaðsins, hvort þeir kannist ekki við eftir- farandi erindi. Það er úr kvæði er nefnist „Draumur fjósamanns- ins“ að ég held. Mig vantar öll erindin og einnig nafn höfundar- ins. Gæti ekki einhver hjálpað mér með það? En fyrsta erindið er svona: Mig langaði snöggvast að bregða mér brott, frá baslinu heima og vera nú flott, i spánnýum fötum mcð flibba um háls, ég fór nú af stað, svona glaður og frjáls. Eiga bændur að eiga ísland? H.J. hringdi: „Mér finnst verða að taka tillit til margra hluta í sambandi við útburðarmálið á Höfða við Haf- fjarðará. Er ekki bara gustuk að láta þessar jarðir fara í eyði? Það eykur þá ekki á vanda offram- leiðslunnar í landbúnaði. Og varla eiga bændur að eiga allt Island. Við í þéttbýlinu höfum ekkert á móti því að þeir eigi stóreignir í Reykjavík, með Bændahöllina í broddi fylkingar. Kolbeinseyjar- hreppur segist vilja kaupa jarðim- ar, — en til hvers? Hefur hann svona mikil fjárráð? Elða fær hann kannski lán í stofnlánadeild land- búnaðarins þar sem bændur skulda nú þegar þá ótrúlegu upp- hæð, 3 milljarða?" Vil þjóðar- atkvæðagreiðslu Vesturbæingur hringdi: „Mér finnst það alveg ótrúlegt ef ekki á að láta fara fram þjóðar- atkvæðagreiðslu um það ef fjölga á alþingismönnum og biskupum. Þetta eru allt hátekjumennmenn sem starfa hjá ríkinu í umboði fólksins og því er rétt að þjóðin sé látin taka ákvarðanir um það hvort þeim sé fjölgað." Hvaðan er orðatiltækið? „Afjörðu ertu kom- inn, að jörðu skaltu verða, af jörðu skalt þú aftur upp rísa “ í fyrstu Mósebók, 3,19 segir Drottinn við Adam eftir synda- fallið: „í sveita andiitis þín skalt þú neyta brauðs þíns, þangað til þú hverfur aftur til jarðarinnar, því að af henni ertu tekinn; því að mold ert þú og til moldar skalt þú aftur hverfa!“ E. TH. MATHIESEN H.F. BÆJARHRAUNI 10, HAFNARFIRÐI, SlMI 651000. NOIIO SKRIFSTOFUHÚSGÖGN DAGSINS í DAG • Norsk gæðavara • Margir möguleikar • Ráögjöf í skipulagningu Ath. Læknastofa mín verður lokuð frá 7.-22. júlí vegna sumarleyfa. Staðgengill minn verður Sigurður Hektorsson læknir, Heimilislækn- ingastöðinni v/Alftamýri, sími 688550. Grímur Sæmundsen, læknir. SNITTVÉLAR Oo 6c- Frá því að við hófum innflutning á OGURA snittvélunum höfum við aldrei getað annað eftirspurn. Þær eru sérlega sterkbyggðar, léttar og meðfærilegar og verðið er ótrúlega hagstætt. OGURA snittvélarnar eru nú til á lager og til afgreiðslu strax. Allt til pípulagna r BURSTAFELL Bygingavöruverslun Bíldshöfða 14-110 Reykjavík Sími38840

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.