Morgunblaðið - 08.07.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1986
37
í>að
stansú. ,
flestxr i
STAÐARSKALA
Blað um
Staðarskála
í Hrútafirði
I STAÐARSKÁLA í Hrútafirði
hefur að vanda verið mikið um
ferðamenn i sumar að sögn
Magnúsar Gislasonar veitinga-
manns en þeir i Staðarskála hafa
nú gefið út bækling handa gest-
um sinum.
í bæklingnum er saga staðarins
reifuð og sagði Magnús að ferða-
menn hefðu bara tekið þessari
nýbreytni vel. Upphaflega stóð til
að gefa bæklinginn út í fyrra til
að halda upp á að 25 ár voru frá
því að Magnús og Eiríkur bróðir
hans og fjölskyldur þeirra hófu veit-
ingasölu í Staðarskála en bækling-
urinn kæmi ekki út fyrr en í ár.
Síðasta hálfa mánuðinn hefur
veðrið verið gott og talsvert um
fólk á leið á landsmót hestamanna
við Hellu auk annarra. Útlendingar
virtust líka nota sér mikið sértilboð
Norðurleiðar, hringmiða og fleira.
Greinilega hefur það gefíst vel hjá
Norðurleið að gefa fólki kost á af-
sláttarmiðum.
Nú starfa 15 manns í Staðar-
skála, þar af tveir matreiðslumenn,
en veitingahúsið selur bæði veiting-
ar og bensín auk þess sem nokkur
gistiherbergi eru á staðnum. Aðal-
annatímann sagði Magnús vera frá
um 10. júlí fram að verslunar-
mannahelgi og þá þyrfti hann að
fjölga starfsmönnum eitthvað.
TJöfdar til
11 fólks í öllum
starfsgreinum!
SVIPMYNDIR ÚR BORGINNI/óiafur Ormsson
„Eg er starfsmaður hérna“
Varla hefur það farið fram hjá
fólki að fyrstu dagana í júní og
fram yfir miðjan mánuðinn var
listahátíð í Reykjavík. Á hátíðinni
komu fram margir góðir lista-
menn við mikla hrifningu við-
staddra og einmitt þá daga sem
hátíðin stóð yfir var eins og borg-
in fengi á sig alþjóðlegan svip.
Hér dvaldi fólk frá mörgum
heimshomum, af ýmsum litar-
hætti og allt voru það góðir gestir.
Ég leit inn í afmælisfagnað í
Brekkugerði kvöldið áður en Dave
Brubeck spilaði í Broadway og
kvöldið eftir að Herbie Hancock
spilaði í veitingahúsinu. Kunningi
minn bauð til fagnaðar í tilefni
af því að hann var orðinn hálffer-
tugur sem er auðvitað enginn
aldur þegar fjölmargir íslendingar
ná því að verða sjötugir og þurfa
sumir ekki einu sinni að nota gler-
augu við lestur. Afmælisveislan
var í íbúð hjá vinafólki kunningja
míns. Afmælisbamið hringdi seint
að kvöldi og bauð til fagnaðar.
Sagði fagrar konur á staðnum,
fjöruga músík og sumarið ailt í
kring og boðið upp á notalega
kvöldstund. Ég stóðst ekki svona
freistandi boð. Þegar komið var á
staðinn var þar fýrir hópur af
fólki. Ég hringdi dyrabjöllunni og
tveir hávaxnir blökkumenn komu
tit dyra í kjallaraíbúðinni og ég
hélt svei mér þá að ég væri að
villast. Datt helst í hug að íbúðin
væri á vegum framkvæmdastjóm-
ar listahátíðar og að blökkumenn-
irnir væru úr hópi listamanna á
hátíðinni. Það reyndist ekki vera.
Þeir voru gestir í afmælisfagnað-
inum og kom í ljós að þeir hafa
dvalið hér á landi um tíma, ljúfir
menn og kurteisir. Annar þeirra
var svo líkur Herbie Hancock að
ég þakkaði honum fyrir frábæra
frammistöðu í sjónvarpinu kvöldið
áður í þætti frá tónleikunum í
Broadway. Hann brosti og kvaðst
ekki spila á annað en munnhörpu
og auk þess minnir mig að hann
heiti Brown.
Síðar kom tækifærið til að
þakka Herbie Hancock fyrir leik
hans á Broadway. Það var eftir
miðnætti þegar afmælisveislan
var komin yfir á Hótel Borg. Þar
var andrúmsloftið ekki síður al-
þjóðlegt en í kjallaraíbúðinni í
Brekkugerði enda ýmsir gestir
listahátíðar einmitt gestir á hótel-
inu á meðan þeir dvöldu hér á
landi. Dave Brubeck og kona hans
vom með herbergi á annarri hæð
hótelsins og það hef ég eftir leið-
toga og hugmyndafræðingi
íslenskra jazzgeggjarar sem mikið
umgekkst þau hjónin á meðan þau
dvöldu hér, að þau hafí varla haft
svefnfrið um nætur vegna hávaða
og drykkjuláta frá ungmennum
úti á Austurvelli og Pósthús-
stræti. Bmbeck sagði það hafa
minnt sig einna helst á óeirðir á
rokkhátíð í Kanada fyrir um það
bil þijátíu ámm.
Kaffíhúsamenningin dafnaði
prýðilega dagana sem listahátíðin
stóð yfír. Það vom engar óeirðir
í Nýja kökuhúsinu, öðm nær. Þar
em ávallt prúðir gestir og boðið
upp á góðar veitingar. Föstudags-
morgun, annan eða þriðja dag
listahátíðar, var þar nokkum veg-
inn setið við hvert borð og það
myndaðist löng röð viðskiptavina
fyrir framan afgreiðsluborðið en
allir fengu góða þjónustu eins og
jafnan í þessu ágæta og vistlega
húsi. Þar var myndlistarkonan
Rúrí að kaupa nýbökuð brauð og
fyrir framan kaffíkönnuna vom
þrengsli.
Greinarhöfundur var að búa sig
undir að hella kaffí í bolla þegar
kunnur Reykvíkingur, Jón Guð-
mundsson, sölustjóri hjá Fast-
eignamarkaðnum á Óðinsgötunni,
umfangsmikill athafnamaður,
sagði allt í einu: „Góðan daginn
Ólafur. Ég er starfsmaður héma.“
— Ég veit allt um það, sagði
ég og bauð einnig góðan dag. Eg
sá að hann hafði ekki mikinn tíma
og ætlaði aðeins að stoppa stutt
í þetta sinn í Nýja kökuhúsinu og
ég leyfði honum að vera á undan
mér að könnunni. Hann var
líklega að koma af hlutafélags-
fundi eða á leiðinni á nýjan fund,
því Jón kemur víða við í viðskipta-
lífínu, ungur maður á uppleið og
á framtíðina fyrir sér. Ég veit t.d.
ekki betur en að hann sé hluthafi
í því félagi sem á húsið þar sem
Nýja kökuhúsið og Bókaverslun
Isafoldar em til húsa og þess
vegna að einhveiju leyti sjálfsagt
starfsmaður í Nýja kökuhúsinu.
Jón settist við borð þar sem félag-
ar hans í viðskiptaheiminum sátu,
t.d. Leó Löye og fleiri og ég tel
Iíklegt að þeir hafí verið að ræða
ný umsvif í atvinnurekstri í borg-
inni, enda bjartsýnir menn —
framtakssamir og þekktir fyrir
góðan rekstur á þeim fyrirtækjum
sem þeir reka. Þeir sátu þama
um stund við borðið, reyktu
vindla, með teikningar og skjöl
fyrir framan sig og töluðu mikið.
Á liðnum vetri keyptu þeir kvik-
myndahúsið Nýja bíó við Lækjar-
götu og hafa nú leigt það út til
aðila sem er öllum hnútum kunn-
ugur varðandi kvikmyndahúsa-
rekstur. Þegar þeir félagarnir
stóðu upp frá borðinu gengu þeir
út af staðnum í einni röð, með
svartar skjalatöskur í hendi og
út á Austurvöll. Það hafði verið
rigning en stytt upp og sá allt í
einu til sólar. Við borðið þar sem
Jón og tveir félagar hans sátu,
settust fjórar konur eitthvað á
milli tvítugs og þrítugs og þar sem
ég sat ekki langt undan heyrði
ég að þær ræddu ákaft úrslitin í
borgarstómarkosningunum í lok
maímánaðar síðastliðins og vom
greinilega ekki ánægðar með ár-
angur kvennalistans. Höfðu
sennilega allar kosið listann en
orðið fyrir vemlegum vonbrigðum
með útkomuna. Eins og kunnugt
er tapaði kvennaframboðið manni
hér í höfuðborginni og allvemlegu
fylgi-
Konumar fjórar við borðið leit-
uðu skýringa á þessum ósigri en
vom ekki sammála. Ein þeirra
sagði eitthvað á þessa leið: „Það
er engin ástæða til að vera að
bjóða fram lengur. Við konur höf-
um náð árangri á svo mörgum
sviðum. Af hveiju getum við t.d.
ekki sett á stofn fyrirtæki og far-
ið út í margs konar atvinnurekstur
eins og karlarnir?" Og svo héldu
þær áfram að ræða hina ýmsu
möguleika sem konur hafa í at-
vinnulífínu. Vom það nokkuð
fróðlegar umræður um stöðu
kvenna almennt. Niðurstaðan var
eitthvað á þá leið að ekki væri
nóg að tala um hlutina, það þyrfti
að framkvæma þá. Það var ekki
annað að heyra en að ein þessara
kvenna væri ákveðin í að hasla
sér völl í einkarekstri. Hún taldi
ríkisrekstur og samvinnurekstur
alltof áberandi í þjóðfélaginu og
samkeppni af hinu góða ...
mmmmmmm
Kjörbókin er óbundin og örugg ávöxtunarleið. Hún ber háa vexti, sem leggjast við höfuðstól
á 6 mánaða fresti. Til þess að tryggja aó Kjörbókareigendur njóti ávallt hagstæðustu kjara
er ávöxtun Kjörbókarinnar ársfjórðungslega borin saman við ávöxtun bundinna 6 mánaða
vísitölutryggöra reikninga og hagstæðari leiðin valin.
Kjörbókin er góð bók fyrir bjarta framtíð. /W Landsbankl
1 Islands
Banki allra landsmanna
L