Morgunblaðið - 08.07.1986, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ1986
íslandsheimsókn Margrétar Danadrottning’ar og Hinriks prins
Nína Björk Leósdóttir 6 ára og Þóra M. Helgadóttir 5 ára færðu drottningu og
forseta blóm við komu þeirra til Egilsstaða.
Tekið á móti Margréti drottningu, Henrik prins og Vigdfsi forseta á Egilsstaðaflug-
velli.
Egilsstaðir:
Ánægjuleg heimsókn
Danadrottningar þrátt
fyrir leiðinlegt veður
EgQflstSðum.
MARGRÉT Danadrottning og eiginmaður hennar, Henrik prins,
komu flugleiðis til Egilsstaða frá Fagurhólsmýri um kl. 19.00 á laug-
ardag ásamt forseta Islands, Vigdísi Finnbogadóttur, og fylgdarliði.
Bogi Níelsson, sýslumaður Suð-
ur- Múlasýslu, Sigurður Helgason,
sýslumaður Norður-Múlasýslu, Jón-
as Hallgrímsson, ræðismaður Dana
á Seyðisfirði og Helgi Halldórsson,
oddviti Egilsstaðahrepps, tóku á
móti gestum á Egilsstaðaflugvelli
ásamt eiginkonum og tvær ungar
stúlkur frá Egilsstöðum færðu
drottningu og forseta blómvönd.
Veður var napurt, hiti um 7 stig
og þokuslæðingur í lofti.
Að lokinni móttökuathöfn á flug-
vellinum heilsuðu Margrét drottn-
ing og Henrik prins sem snöggvast
upp á danska skáta er þama stóðu
heiðursvörð, en skátahópur þessi
hefur verið á ferðalagi hérlendis að
undanfömu. Þessu næst var ekið
að Hótel Valaskjálf þar sem snædd-
ur var kvöldverður og gist aðfara-
nótt sunnudagsins.
Ráðgert var að halda til Borgar-
fjarðar eystri að morgni sunnudags
og snæða hádegisverð úti í guðs
grænni náttúrunni, en hverfa varð
frá þeirri áætlun vegna rigningar
og kalsa. Þess í stað var ekið til
Hafnar í Homafirði.
A leiðinni til Hafnar var staldrað
við á Lindarbrekku í Berufirði, þar
sem hjónin Þórdís Guðjónsdóttir og
Gunnar Guðmundsson, hreppstjóri,
leiddu gesti til stofu og matreiðslu-
meistarar Hótels Snæfells á Seyðis-
firði framreiddu hádegisverðinn er
ætlað var að snæða í Borgarfirði
eystri. Þar vom ýmsar kræsingar
á borðum, m.a. síldarréttir frá
Verktökum hf. á Reyðarfirði og ósk
drottningar um spenvolga mjólk að
drekka var þegar uppfyllt.
Meðan stansað var á Lindar-
brekku skoðaði Henrik prins fjósið
og spurði margs um íslenska naut-
griparækt og cinkum þó kúabú-
skap.
Að lokinni máltíð afhenti Sigurð-
ur Helgason, sýslumaður Norðmýl-
inga, Margréti drottningu og
Henrik prins að gjöf frá sýslunefnd
Norður-Múlasýslu jaspissteina frá
Borgarfirði eystri sem fyrirtækið
Álfasteinn hf. hefur unnið. Og áður
en hinir tignu gestir kvöddu heimil-
isfólkið á Lindarbrekku gáfu
Margrét drottning og Henrik prins
hjónunum handmálaðan postulíns-
disk með vangamynd af drottningu
og manni hennar.
Að svo búnu var ekið til Hafnar
í Homafírði þaðan sem flogið var
til Reykjavíkur, en stuttur stans var
gerður á sýslumörkum Suður-
Múlasýslu og Austur-Skaftafells-
sýslu, þar sem Páll Bjömsson,
sýslumaður, kom til móts við gesti.
Þótt veðurguðimir hafi ekki leik-
ið við þessa tignu gesti á ferð þeirra
hér um Austurland að þessu sinni
var ferðin engu að síður ánægjuleg.
— Ólafur
Skátar frá Kaupmannahöfn, sem hér eru á ferðalagi um þessar
mundir, stóðu heiðursvörð við komu Margrétar drottningar til Egils-
staða.
Á bæjarhlaði Lindarbrekku i Berufirði: Sigurður Helgason sýslumað-
ur Norðmýlinga, Henrik prins og Jónas Elíasson prófessor og
sérlegur fylgdarmaður prinsins.
Hjónin á Lindarbrekku, Þórdis Guðjónsdóttir og Gunnar Guðmunds-
son, hreppstjóri, ásamt syni og tengdadóttur, Guðmundi Val og
Ragnheiði Eiðsdóttur. Gunnar heldur á postulínsdiskinum er Mar-
grét drottning og Henrik prins gáfu þeim hjónum að skilnaði.
Heimilisfólkið á Lindarbrekku kvatt. Morgunbiaðíð/ói.K.u.
í stofunni í Lindarbrekku: Sigurður Helgason sýslumaður færði Margréti drottningu og Henrik prins
gjöf frá sýslunefnd Norður-Múlasýslu, jaspissteina úr Borgarfirði eystra unna af Alfasteini hf.