Morgunblaðið - 08.07.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.07.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1986 23 Arturo Tolentino veifar til stuðningsmanna sinna þar sem hann tal- ar við fréttamenn á hótelinu þar sem hann hélt til. utanríkisráðherra, en níu mánuðum síðar rak Marcos hann. Það var vegna þess að Tolentino krafðist þess að tveir kunningjar Marcosar í ráðuneytinu yrðu reknir. í des- ember komu þeir Marcos öllum að óvörum þegar tilkynnt var um framboð þeirra. Eftir kosningamar, sem Marcos sagðist hafa unnið, kom Tolentino lítið fram opinber- lega. Sérstaka athygli vakti að hann var ekki viðstaddur embættis- töku Marcosar hinn 25. febrúar, en nokkrum klukkustundum síðar þurfti Marcos að flýja uppreisn hersins. Frá því hefur lítið farið fyrir Tolentino, en hann segir að Marcos hafí hringt f sig frá Hawaii og skipað sér að lýsa sjálfan sig for- seta eyjanna, þar til Marcos sæi sér fært að snúa heim. Dr. Kurt Waldheim settur inn í embætti: Mótmæla- og hung- urvaka fyrir fram- an forsetahöllina Vín og Jerúsalem, AP. AUSTURRÍKISMENN helltu úr skálum reiði sinnar yfir nasistaveið- arann Beate Klarsfield og fjóra Bandaríkjamenn, sem héldu áfram mótmæla- og hungurvöku á mánudag til að mótmæla setningu dr. Kurts Waldheim i embætti forseta Austurríkis. Aðstoðarmaður Waldheims gagnrýndi Heimssamband gyðinga fyrir að reyna að dreifa margtuggn- um „upplýsingum" sem nýjar væru í því skyni að bendla forsetann til- vonandi við stríðsglæpi. Waldheim, sem sver embættiseið sinn í dag, hefur verið sakaður um að hafa logið til um athafnir sínar í síðari heimsstyijöldinni. Heims- samband gyðinga birti á mánudag skjal, sem það kvað sanna þetta enn frekar en áður hefði verið gert. Abraham Weiss rabbíni, einn úr hópi mótmælafólksins, sagði, að morguninn hefði verið erfíður. „Við lágum undir stöðugum svívirðing- um og skömmum." „ísraelsk stjómvöld munu halda áfram að safna upplýsingum í máli Kurts Waldheim, svo lengi sem hann lætur undir höfuð leggjast að gera hreint fyrir sínum dyrum varð- andi fortíðina," sagði Simon Peres, forsætisráðherra Israels, á frétta- mannafundi í Jerúsalem. „Afstaða ísraelsku stjómarinnar til Aust- urríkis mun ráðast af svörum dr. Waldheims." Sendiherrar ísraels og Banda- ríkjanna verða ekki við innsetning- arathöfnina í Vínarborg. Um 10 af 90 þingmönnum Sósíalistaflokksins í Austurríki hafa tilkynnt að þeir verði ekki viðstaddir. Bera þeir við veikindum. „Dr. Waldheim var engin hetja og heldur enginn nasisti," sagði nasistaveiðarinn frægi, Simon Wiesenthal, sem heldur fram, að allar sannanir skorti gegn Wald- heim. „Hann var bara tækifæris- sinni, sem hafði það eitt að markmiði að lifa af. Það er enginn glæpur að hafa vitað um óhæfu- verkin, og það verður enginn stríðsglæpamaður fyrir það eitt að segja ekki sannleikann." Frakkland: Veður víða um heim Lægst z * S Akureyri 12 skýjað Amsterdam 13 18 skýjað Aþena vantar Barcelona 24 skýjað Berlín 15 20 skýjað Brussel 9 19 skýjað Chicago vantar Dublin 12 17 heiðskfrt Feneyjar 22 rigning Frankfurt 14 22 skýjað Genf 14 22 skýjað Helsinki 16 19 skýjað Hong Kong 25 32 heiðskírt Jerúsalem 16 27 heiðskírt Kaupmannah. 16 17 heiðskirt Las Palmas 22 léttskýjað Lissabon 16 28 haiðskfrt London 14 19 skýjað Los Angeles 17 27 hsiðskfrt Luxemborg 13 rigning Malaga 27 þoka Mallorca vantar Miami 22 30 rigning Montreal vantar Moskva 17 26 heiðskírt NevwYork 21 37 heiðskírt Osló 10 24 heiðskírt París 14 19 skýjað Peking 20 29 skýjað Reykjavík 11 léttskýjað Rfó de Janeiro 14 25 rigning Rómaborg 15 32 skýjað Stokkhólmur 15 20 heiðskirt Lýsa ábyrgð á tilræðunum París, AP. FRÖNSKU hryðjuverkasamtökin Action Direct hafa lýst ábyrgð á hendur sér á tveimur sprengjutilræðum í París á sunnudag. Þótt enginn slasaðist í sprengingunum varð nokkuð tjón á mannvirkjum. ERLENT Báðar sprengjumar sprungu fyr- ir framan fyrirtæki sem eiga viðskipti_ við stjómvöld í Suður- Afríku. í yfírlýsingu hryðjuverka- samtakanna em tengsl Frakka og Bandaríkjamanna við hvíta minni- hlutann í Suður-Afríku fordæmd. Önnur sprengjan var sérlega öflug, en hún sprakk í bifreið í miðborg- inni. Brotnuðu rúður í gasverk- smiðju þar skammt frá og eldur varð laus. Talið er að Action Direct hafi staðið á bak við um 50 sprengjutil- ræði í Frakklandi síðan árið 1979. NÝTT OG ENDURUNNIÐ PERSÖNTJKORT persónuleikakortinu. Verð er ennþá það sama en þeir sem áður hafa fengið kort geta eignast þetta nýja kort á hálf- virði gegn framvfsun eldra korts. Við bjóðum tvær gerðir af stjörnukortum sem báðum fylgir skriflegur texti. Persónukort: Lýsir persónuleika þínum m.a.: Grunntóni, tilfinningum, hugsun, ást og vináttu, starfsorku og framkomu. Bendir á hæfileika þína, ónýtta möguleika og varasama þætti. Framtíðarkort Hvað gerist næstu 12 mánuði? Framtíðarkortið segir frá hverjum mánuði, bendir á jákvæða möguleika og varasama þætti. Hjálpar þér að vinna með líf þitt á uppbyggilegan hátt og finna rétta tímann til athafna. NÁMSKEIÐ f STJÖRNUSPEKI Brasilíumaðurinn Howard Sasportas mun halda tvö helgar- námskeið hér á landi 26. og 27. júlí og 2. og 3. ágúst. 26.-27. júlí — Húsin í stjörnukortinu. 2.-3. águst — Mannleg samskipti — sérstök áhersla lögð á Venus og Mars. Ath.: að hér er um einstakt tækifæri að ræða. Howard er einn fremsti stjörnuspekingur sem starfar í dag. Þáttakendafjöldi er takmarkaður. Skráning og upplýsingar í sfma 10377. Howard Sasportas er Brasilíumaður sem hefur verið búsettur I London síðan 1973. Auk þess að kenna stjörnuspeki og halda fyrirlestra víða um heim er hann meðstofnandi og samstarfsmaður Liz Greene í The Centre for Psychological Astrology í London. Howard hefur M.A. gráðu í sálfræði. Hann er einnig útskrifaður úr skóla breska stjörnuspekisambandsins og fékk gullverðlaun á lokaprófi þaðan 1979 fyrir besta árang- ur það ár. Hann er höfundur bókarinnar „The Twelve Houses" — Húsin tólf og er eins og stendur að skrifa bók með Liz Greene „Þróun persónuleikans" (The Development of the Per- sonality). Líttu við á Laugavegi 66 eða hringdu í síma 10377 og pantaðu kort. + mjí)RNUSR£KÍ_ * lÍOSTÖOÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.