Morgunblaðið - 08.07.1986, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ1986
„Langaði fyrst
og fremst að
sýna nýjar hlið-
ar á Reylgavík“
- seg’ir Páll Stefánsson ljósmyndari
og höfundur ljósmyndabókar, sem út er
komin vegna afmælis borgarinnar
ÚT ER komin bókin „Reykjavík - A Fresh Portrait of Iceland’s
Capital" eftir Pál Stefánsson ljósmyndara. Bókin hefur að geyma
80 litmyndir eftir Pál og er hún framlag Iceland Review til 200 ára
afmælis Reykjavíkurborgar.
„Það er endalaust hægt að
mynda í Reykjavík og aldrei hægt
að vera fullkomlega ánægður, en
öll verkefni hafa endi og hér segi
ég stopp í bili,“ sagði^ Páll í sam-
tali við blaðamann. „í raun vann
ég ekki markvisst að bókinni í byij-
un heldur greip þau tækifæri sem
gáfust. Ef ég sá eitthvað nýtt, eitt-
hvað spennandi, hugsaði ég
myndina í bókina. Að lokum fór að
komast mynd á verkið. Mér fínnst
ég sjálfur ekki dómbær á bókina
enda bólusettur gagnvart henni þar
sem ég hef unnið það lengi við
hana. Annars held ég að menn
ættu ekki að dæma sjálfa sig sem
afskaplega færa á sínu sviði því þá
tapast á vissan hátt nauðsynleg
sjálfsgagnrýni, sem hveijum manni
er afar brýn. Mig langaði fyrst og
fremst að sýna nýjar hliðar á
Reykjavík, því umhverfi sem við
sjáum á hveijum degi án þess að
hugsa svo mikið um það. Það er
erfítt enda tiltölulega vandalaust
að búa til venjulega bók um
Reykjavík, en til hvers?"
Páll sagði að hugmyndin að bók-
inni hefði fæðst í fyrravor jafnframt
því sem óformleg beiðni hefði kom-
ið frá Reykjavíkurborg og lauk
hann myndatökum í janúar sl. „Ég
byijaði að mynda með bókina I
huga í fyrrasumar og um haustið
fór ég að hafa áhyggjur af vetrar-
myndum, sem urðu að vera hluti
bókarinnar þar sem við höfum svo
langan vetur. Ég lauk myndatökum
í janúar sl. og fór þá að hanna
bókina og raða efninu saman. Ég
skipti því í fjóra kafla. Fyrstu
síðurnar eru einskonar yfírlit af
borginni frá morgni til kvölds, þá
koma ýmsir tillidagar í Reykjavík
og uppákomur, síðan fylgja myndir
af vinnu og tómstundum borgarbúa
og lokakaflinn er tileinkaður
Reykjavíkurstemmningu og ólíkum
árstíðum."
Páll Stefánsson er 28 ára gam-
all. Hann útskrifaðist árið 1982 frá
ljósmyndaskóla í Gautaborg eftir
tveggja ára nám þar og síðan hefur
hann unnið hjá Iceland Review. „Ég
T) arís er full af lífi og krafti, fjöri og ferðamanna-
1 lúxus. Þar blómstrar lifandi menning og
sérdeilis lystaukandi matarlist; kræsingar fyrir
líkama og sál á hverju götuhorni.
Lúxus-Paris fyrir JB
aðeins kr. 28.390.- Æ
Í' þessum viku hópferðum 6. og 20. m
ágúst er markmið okkar að stjana m
við þig og láta París sýna þér sínar M
bestu hliðar.
Gist er á lúxushótelinu Lutetia jEV1
Concorde - einu glæsilegasta
hóteli Parísar. ÆbT **
Ty ararstjórinn Ásiaug
Jl Marinósdóttir gjör-
þekkir borgina. Hún
mun standa fyrir
skoðunarferðum um
París og Versali og
leiðbeinaþéráeinn
eða annan hátt.
V' erð pr. mann í '||i
tvíbýli erkr. 28.390.- W
Verðið er mjög hagstætt því
innifaliðer:Gisting, flug, morgunverður
akstur fráog að flugvelli í París,
skoðunarferðir og örugg íslensk
fararstjórn. Góður barnaafsláttur.
Ferðaskrifstofan Úrval v/Austurvöll. Simi (91) 26900.
Heilsuskokk ^
Ábyrgðar og ÍR
4. vika
1. dagur
— Upphitun
— Skokka 200 M + ganga 200 M 2 sinnum
— Skokka 300 M + ganga 200 M 2 sinnum
— Skokka 100 M + ganga 100 M 2 sinnum
— Skokka 300 M + ganga 200 M 1 sinni
— Teygjur
2. dagfur
— Upphitun
— Skokka 2.800 M með skokki 400 M og göngu 200 M til skiptis
— Teygjur
3. dagur
— Upphitun
— Skokka 100 M + ganga 100 M 2 sinnum
— Skokka 300 M + ganga 200 M 2 sinnum
— Skokka 200 M + ganga 200 M 3 sinnum
— Skokka 100 M + ganga 100 M 1 sinnum
— Teygjur
Áfengi og heilbrigði
Áfengið veldur ýmsu heilsutjóni
og skaðar líkamann á margan hátt.
Eitt af þeim líffærum sem áfengi
gengur nærri er hjartað, en það
skemmir t.d. vöðvafrumur þess.
Sterkt og heilbrigt hjarta er ein
af undirstöðum góðs árangurs með
líkamsþjálfun.
Víst þykir að áfengi dregur
beinlínis úr starfsemi hjartans. Ein-
kenni þess er einkum aukin mæði
við áreynslu.
Áfengi veldur því að rauðu blóð-
komin límast saman. Blóðstreymi
til líffæra og vöðva tregast af þess-
um sökum.
Það dregur verulega úr þoli og
æfíngar skömmu eftir áfengis-
neyslu því tilangslitlar.
Áfengið veldur líkamanum ýms-
um fleiri kárínum og fer það eftir
tíðni og magni. Sá sem stundar
líkamsþjálfun sér til heilsubótar
hlýtur því að draga úr eða hætta
áfengisneyslu alveg.
(FrA Ábyrgð og ÍR)
H