Morgunblaðið - 08.07.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.07.1986, Blaðsíða 35
35 Stjörim- speki Umsjón: Gunnlaugur Guömundsson Fordómar Fordómar eru merkilegt fyrir- bæri, sem hijá alla menn að einhveiju leyti, ef ekki á einu sviði þá á öðru. Ég ætla í dag að fjalla lítillega um þetta fyr- irbæri, hugleiða hvaða afleið- ingar þeir hafa fyrir okkur og hvemig þeir myndast. Hvað eru fordómar? Flestir geta verið sammála um að fordómar fela í sér nei- kvætt viðhorf til ákveðinna mála. Fordómar fela oft i sér stórar fullyrðingar eins og t. d.: Negrar em verr gefnir en hvítir menn. Sennilega stafa þeir oftar en ekki af þekking- arleysi eða einfaldlega af hugsunarleysi. Hugsunarleysi Helst heldur undirritaður að auk vanþekkingar megi rekja fordóma til viðhorfa sem hafa festst „ósjálfrátt" eða hugsun- arlaust í minni okkar. Hugsum okkur kennara sem er að segja frá uppgötvunum í sínu fagi og lætur í framhjáhlaupi falla niðrandi athugasemdir um aðra grein sem ekki er á kennsluskrá skólans. Nemend- ur heyra að viðkomandi grein á ekki upp á pallborðið hjá hæstvirtum kennara. Þetta viðhorf situr síðan áfram í hugarheimi nemenda en það að aldrei fór fram málefnaleg umræða gleymist. Þegar um- ræða kemur síðar upp um viðkomandi grein hafa menn álit á reiðum höndum. Upplýsinga- skortur Framantalið dæmi er kannski ekki ítarlegt en er hugsað sem ábending um það að við mynd- um okkur oft skoðanir á mönnum og málefnum á harðahlaupum. Álit mitt á Jóni Jónssyni útvegsfulltrúa er mótað af glefsu úr sjónvarps- viðtali, af lestri á hálfri grein um hann í helgarblaði og því að ég heyrði kunningja bölva honum. Út af hveiju hann bölvaði honum? „Æ, ég náði því ekki alveg nógu vel.“ En viðhorfið (og fordómamir) er mótað, á litlum og kannski röngum upplýsingum. Fátœkur heimur Hvaða áhrif skyldu fordómar hafa á þann einstaklinginn sem er fordómafullur? Fyrst og fremst þrengja þeir sjón- deildarhring viðkomandi. Ef ég er búinn að mynda mér fyrirfram skoðun á ákveðnu máli, er líklegt að ég búi yfír röngum eða ófullnægjandi upplýsingum og telji ónauð- synlegt að fræðast frekar. „Æ, líkamsrækt, hún er stórhættu- leg.“ (Er þá kyrrseta holl? Eða hvað um fjölda æfínga og þ. h.?) Í raun er sá sem verður vís að fordómum að segja meira um eigin hugsun en umræðuefnið. Og það sem meira er, hann er að gera heim sinn fátæklegri. Hann sér ekki þau mörgu og fallegu blóm sem eru í umhverfí hans og lokar á Qölbreytileika og feg- urð heimsins. Sjálfseyðilegging Ég vil því enda þessa stuttu hugleiðingu á því að hvetja þig lesandi góður til að varast for- dóma, þ.e., að varast að dæma í ákveðnum málum, a.m.k. þar til þú veist öll málsatvik. For- dómar takmarka sjálfan sig. Þeir þrengja þinn eigin sjón- deildarhring og loka á mögu- leika þinn til að öðlast þekkingu og visku, hindra það að þú getir búið yfir raunsærri þekkingu. Fordómar eru ósið- ur, sem auk annarra leiðin- legra fylgikvilla, fyrst og fremst eyðileggja þtna eigin vitsmuni. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1986 X-9 TOMMI OG JENNI LJÓSKA FERDINAND ;;;iiii;iii;iirw;;;wiHiiiiMi;i;iijijiii»Miiii;i;;iii;;;iii;iii;iHn«immii;ii;;;ijiiniiiii;;iiiiijijiiiiuiini;iii;j;;ii{iiniiHniHui;i SMÁFÓLK Grjóthrun Næat Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Austur gat ekki verið fullkom- lega viss um að hann væri að" gera það eina rétta, en hann hugsaði sem svo, að það væri synd að sleppa slíku tækifæri til að sýna snilli. Austur gefur; allir á hættu. Norður ♦ 762 V- ♦ ÁKDGIO ♦ 98752 Vestur Austur ♦ Á108 ♦ 105 ♦ 4 ♦ ÁDG10643 Suður ♦ DG54 ♦ 7432 ♦ 97532 ♦ - ♦ K93 V ÁKDG986 ♦ 86 ♦ K Vestur Norður Austur Suður — — Pass 1 hjarta 2 lauf 2 tíglar Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Vestur spilaði út laufás gegn fjórum hjörtum. Hvemig líst þér á horfur sagnhafa? Þær virðast nokkuð góðar. Vestur getur tekið á spaðaásinn, en fleiri slagi fær vömin ekki. Eða hvað? Það veltur á því hvað austur'- gefur í fyrsta slag. Okkar maður sá sér leik á borði og trompaði laufás makkers og spilaði spaða- drottningunni til bakal'Geysilega vel heppnuð vöm og fullkomlega rökrétt líka. Af sögnum og blind- um að dæma liggur ljóst fyrir að helsta von vamarinnar liggur í spaðanum. Og það er mjög líklegt að það verði að sækja spaðann frá austurhendinni. Það skiptir ekki máli þótt suður eigi tvö lauf og tvo spaða, svo fremi sem vestur á spaðaásinn. Vestu!**- er í aðstöðu til að meta hvort hann á að reyna að taka þrjá spaðaslagi eða gefa makker sínum aðra laufstungu. Umsjón Margeir Pétursson Á argentínska meistaramótinu í ár kom þessi staða upp í skák þeirra Mahia, sem hafði hvítt og átti leik, og Campos. Hvítur er heilum hrók yfir, en virðist þó vera í vandræðum þar sem báðir biskupar hans og báðir hrókar standa f uppnámi. Hann fann þó laglega leið til að halda liðsyfirburðum: 27. Hxe6! — Bxal, 28. Hel - Bc3, 29. Bd2 — Bxd2, 30. Rxd2 og svartur gafst upp, því hann hefur engar bætur fyrir manninn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.