Morgunblaðið - 08.07.1986, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.07.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1986 41 Minning: Páll Gestsson stýrimaður Páll Gestsson stýrimaður andað- ist í Landakotsspítala sunnudaginn 29. júní sl. Hann fæddist í Reykjavík 27. sept. 1931. Foreldrar hans voru Gestur Pálsson lögfræð- ingur og leikari, frá Hrísey, og kona hans Dóra Þórinsdóttir, Þor- lákssonar listmálara. Á góðu og glaðværu heimili ólst hann upp ásamt systrum sínum þremur, Sigríði, Svanhildi og Evu. Að loknu gagnfræðaprófi hélt hann á sjóinn. Það var sjómannsblóð í æðum hans og átti hann að langafa Jörund hákarlaformann í Hrísey. Páll var háseti á togurum og um skeið á skipum Eimskipafélags ís- lands. Hann settist í Stýrimanna- skólann og lauk prófi þaðan árið 1958. Í þjónustu Olís gekk hann árið 1959 og var árum saman á olíuskipinu Kyndli, lengst af sem stýrimaður. Hann var lánsmaður í því starfí og naut góðs álits. Að því kom að hann hvarf frá sjó- mennskunni sakir magakvilla er hijáði hann. Vann hann áfram hjá Olís og þá á skrifstofu félagsins, þar til heilsa hans bilaði á liðnum vetri. Páll kvæntist eftirlifandi konu sinni, Gunnþóru Jónsdóttur frá Dalvík, árið 1960. Var hjónaband þeirra hamingjusamt og eignuðust þau tvö mannvænleg böm, Hauk og Kristínu. Haukur hefur lokið námi frá Kennaraháskóla Islands og verið undanfarin þijú ár kennari í Búðardal. Kona hans er Una Bjamadóttir kennari, eiga þau einn son, Bjama Pál. Kristín er stúdent, sambýlismaður hennar er Erlingur Þorsteinsson, sem les viðskipta- fræði við Háskóla Islands. Þau eiga eina dóttur, Gunnþóm. Áður en Páll kvæntist eignaðist hann son, Víði. Hans kona er Björk Sigurðar- dóttir og eiga þau tvo drengi. Sá sem skrifar þessi orð hefur þekkt Pál frá barnæsku. Og eitt sumar, þá nýfermdur unglingur, var hann kaupamaður hjá mér í Saur- bæ. Á ég æ síðan ljúfar minningar um samvemna. Hann var í stuttu máli sagt góður drengur. í öllum hlutum reyndi ég hann að stakri trúmennsku. Trausts var hann verður við hvaða starf sem hann vann, iðjusamur unglingur og kapp- samur og einkar handlaginn. Hann var þægilegur í umgengni, broshýr og fallegur piltur, fámáll og varfær- inn í dómum um menn og málefni. Prúðmennska var honum í blóð borin, en gamansamur gat hann verið í sínum hópi. Munu þeir allir sakna hans er þekktu hann best. Og víst er það sorgarefni, ekki að- eins ástvinum hans heldur og öðmm, að sjá á bak honum á besta skeiði. Engum duldist sem sá Pál síðustu mánuðina að hann gekk ekki heill til skógar. En það var síst háttur hans að bera tilfinningar sínar á torg eða kvarta. Hann var karl- menni og tók því sem óumflýjanlegt var með fullkominni ró, æðmlaus til hinstu stundar. Það er bjart yfir minningu Páls Gestssonar. Aðra vildi hann styrkja, engan hryggja. Innilegar samúðarkveðjur fæmm við hjónin ástvinum hans, sem hafa mikils misst. Siguijón Guðjónsson Marta Jóns- dóttir—Minning Fædd 11. mars 1903 Dáin5.júlí 1986 Vinkona í>kkar hjóna, frú Marta Jónsdóttir, lést í svefni aðfaranótt 5. júlí á 84. aldursári. Hún hafði lokið því að ferðast hringinn í kring- um landið með bömum sínum tveim og dótturdóttur frá Bandaríkjunum í fegursta veðri sem um getur á þessu landi. Síðasti dagurinn sem hún lifði, 4. júlí, var einn sá besti hér suðvest- anlands. Eftir að hafa átt þetta fagra sumarkvöld í faðmi fjölskyldu sinnar bauð hún góða nótt hress að vanda og vaknaði ekki aftur til þessa heims. Slíks dauðdaga óska allir sér eftir góða ævi. Það er gott að kynnast slíkri manneskju sem Marta var. Hún var ávallt hress og jákvæð og lifði með hjartasjúkdómi sínum með æðm- leysi eins og ekkert væri eðlilegra. Kærar minningar á ég sem rita þessar línur í návist Mörtu og eigin- manns hennar, móðurbróður míns, Jóns E. Guðmundssonar bakara- meistara, frá elskulegu heimili þeirra að Hverfísgötu 93 og frá ferðalögum með þeim um landið ásamt syni þeirra, Einari, á ungl- ingsámm okkar. Sumarið 1982 áttum við hjónin ógleymanlega daga ásamt Mörtu hjá Lillu, dóttur hennar, og tengda- syni í Piccayune í Missisippi. Þar fannst mér sem ég kynntist enn betur öllum bestu kostum Mörtu sem ég hef áður lýst. Nú að leiðarlokum þegar lífshringferð Mörtu er lokið þakka Karitas Ósk Bjarna- dóttir — Kveðjuorð Fædd 30. apríl 1967 Dáin4.júní 1986 Hart er til þess að hugsa að Kaja sé horfín frá okkur fyrir fullt og allt í blóma lífsins. Þegar mér barst þessi harmafregn færðist yfír mig sú tilfínning að þetta mætti ekki vera satt. Við áttum eftir að gera svo margt saman. Kaja kom til okkar í Skaftafelli þegar við vomm sjö ára og var fram til 15 ára aldurs. í>essi ár gengum við saman gegnum súrt og sætt og lit- um aldrei öðmvísi hvor á aðra en sem systur. Eftir að Kaja fór frá Skaftafelli héldum við sambandi og hittumst reglulega. Hún var mjög trygg og kom ætíð við héma í Skaftafelli er hún átti leið framhjá. Hún var traustur og góður vinur og mikill dýravinur. Eg hafði hlakk- að til samvemnnar með henni í sumar. En nú standa aðeins minn- ingamar eftir; leikir okkar í bernsku og skemmtilegar stundir nú síðustu árin. Þessar minningar mun ég ávallt geyma í huga mér og söknuð- ur minn er meiri en orð fá lýst. Blessuð sé minning hennar. Guðlaug Jakobsdóttir, Skaftafelli. ég fýrir hönd móður minnar sem átti hana fyrir sína bestu vinkonu frá tíu ára aldri og fyrir hönd okk- ar hjóna. Marta var glæsileg eiginkona míns kæra frænda. Böm- in hennar, Sigurlaug og Einar, ásamt mökum sínum, bára einstaka umhyggju fyrir henni. Hún átti skilið slíkt ævikvöld. Guðm. Jóhannesson Blommtofa Friðfinns Suðurtandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opíð öl! kvöld tll kl. 22,- elnnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Elskulegur frændi okkar er lát- inn. Páll, eða Palli frændi eins og við oft kölluðum hann, lést í Landa- kotsspítala þann 29. júní aðeins 54 ára að aldri. Páll hafði átt við erfíð veikindi að stríða um nokkurt skeið og hafði lífsþróttur hans dofnað síðustu vikur. Samt er eins og dauð- inn komi okkur alltaf á óvart og eigum við bágt með að sætta okkur við þessi umskipti. Að leiðarlokum sækja á okkur minningar um Palla, sem era okkur kærar. Við minnumst hans ávallt sem hins góða og sanna frænda sem hafði prúðmennskuna og hógværð- ina að leiðarljósi. Þessar minningar munum við geyma og varðveita. Margar ánægjustundir höfum við átt með Palla, bæði á heimili hans og í sumarbústað hans á Laugar- vatni. Þessara stunda minnumst við með þakklæti. Elsku Gunnþóra, Haukur og Kristín, við biðjum Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar og söknuði. Guð blessi minningu frænda okk- ar. Dóra Guðrún Eva Sigríður Látinn er mágur minn og ágætur vinur, Páll Gestsson, aðeins 54 ára að aldri. Hann hafði ekki gengið heill til skógar undanfama mánuði og lést hann 29. júní sl. eftir stutta sjúkralegu. Palli, eins og hann var kallaður af vinum sínum og venslafólki, fæddist í Reykjavík 27. september 1931 og var sonur þeirra merkis- hjóna Dóra Þórarinsdóttir, Þorláks- sonar listmálara, og Gests Pálssonar leikara hér í borg. Ég mun ekki frekar rekja æviferil Palla, það munu aðrir gera, en mig langar að minnast hans með örfáum orðum, sem mér er bæði ljúft og skylt. Ég kynntist honum á þeim árum þegar alvara lífsins er um það bil að heíjast eða um tvítugsaldurinn. Hann var þá þegar orðinn togara- sjómaður og hlotið eldskím þeirrar lífsreynslu, sem sjómennskan er. Ég var þá nýkominn úr framhalds- skóla og á góðri leið með að tengjast honum þeim fjölskylduböndum, sem varað hafa síðan. Frá þessum áram í erfíði lífsbaráttunnar á ég honum margt gott upp að unna, sem ég verð honum alltaf þakklátur fyrir. Pálli var greindur maður eins og hann átti kyn til. Hann var hægur og prúður, hlédrægur en traustur. Hann bar fas hins íhugula manns, sem vekur traust samferðamann- anna. Hann var einn af þessum hóglátu og hávaðalausu mönnum, > sem krefjast einskis fyrir sjálfa sig en gera því meiri kröfur til sjálfra sín. Palli var giftur Gunnþóru Jóns- dóttur frá Dalvík, hinni ágætustu myndarkonu, sem bjó honum og börnum þeirra farsælt og fagurt heimili. Þar átti hann þann griða- stað sem hann óskaði sér, til hinstu stundar. I sumarbústaðnum Birkihlíð að Laugarvatni, sem móð- urafí hans, Þórarinn B. Þorláksson listmálari, byggði á áram áður, trúi ég að Palli hafí átt sínar óskastund- ir þegar hann dvaldi þar með fjölskyldu sinni að sumarlagi. Áhugi hans og umhyggja fyrir staðnum, að fegra hann og híúa að gróðri staðarins, átti hug hans allan. Á góðum stundum þegar systkini Palla og fjölskyldur þeirra dvöldu saman í Birkihlíð var Palli gjaman hrókur alls fagnaðar og fór þá oft á kostum með skemmtilegri frá- sagnarlist sinni, sem honum var einum gefin. Þær stundir eru okkur hjónum ógleymanlegar og þeim sem á hlýddu. Að lokum bið ég góðan Guð að styrkja og styðja Gunnþóra eigin- konu hans og böm þeirra, Kristínu og Hauk. Þórarínn Elmar Jensson ATHYGLI skal vakin á þvi, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargrein- um skal hinn látni ekki ávarp- aður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrít þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Meginregla er að minningargreinar birtist undir fullu höfundamafni. Legsteinar ýmsar gerðir Marmorex Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður Tökum að okkur að rétta og lagfæra legsteina í kirkjugörðum. !i S.HELGASON HF ÍSIEISIM ■ SKEMK'UVEöl48SlMI766?7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.