Morgunblaðið - 02.08.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.08.1986, Blaðsíða 4
4 Grandi hf MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1986 162 milljónír í laun - Aflaverðmæti 227 millj. GRANDI HF. greiddi samtals 162 milljónir króna í laun og launatengd gjöld fyrstu 5 mánuði ársins. Samkvæmt þessu er fyrirtækið einn stærsti launagreiðandi í Reykjavík. Starfsmenn voru á þessu tímabili rúmlega 400. Samsvarar launa- kostnaðurinn um 80 þúsund krónum á mann á mánuði að meðal- tali. Að sögn Jóns Rúnars Kristjáns- sonar fjármálastjóra Granda hf., skiptist launakostnaðurinn þannig að 142 milljónir voru greiddar út í laun, en launatengdu gjöldin námu 20 milljónum króna. Af launa- greiðslunum fóru 53 milljónir til vinnslunnar, 68 milljónir til togar- anna og 21 milljón til svonefndra stoðdeilda, en það eru skrifstofan og verkstæðin aðallega. Launa- tengdu gjöldin voru orlof, lífeyris- sjóðsgjöld o.þ.h. og skiptust þau þannig að 11 milljónir voru til vinnslu, 7 milljónir til togaranna og 2 milljónir til stoðdeilda. Eftirlit á hálendinu um verslunar- mannahelgina NÚ UM verslunarmannahelgína hafa Vélflugfélag íslands og Náttúruverndarráð skipulagt könnunar- og eftirlitsflug á há- lendinu í samvinnu við lögreglu- yfirvöld víðsvegar um landið. Vegagerð ríkisins og Ferðamála- ráð eru einnig aðilar að þessu samstarfi. Þijár flugvélar verða notaðar í eftirlitsflugið og munu þær fljúga frá Reykjavík, Vík í Mýrdal og Egilsstöðum. Um borð í hverri vél verða starfsmenn lögreglu og Nátt- úruvemdarráðs og verða þær í beinu talstöðvarsambandi við lög- reglu, þyrlu Landhelgisgæslunnar og landverði Náttúruvemdarráðs. Grandi hf. gerir út 7 togara og var aflaverðmæti þeirra 227 millj- ónir fyrstu 5 mánuði ársins. Þar af var Snorri Sturluson með 53,6 milljónir, en hann hefur siglt með aflann. Hjörleifur skilaði 25,8 millj- ónum, Jón Baldvinsson 33,4, Ottó N. Þorláksson 43,6, Ásgeir 23,2, Ásbjöm 29,3, og Asþór 18,8. Ástæðan fyrir mismunandi afla- verðmæti sagði Jón Rúnar að væri aðallega að mismikið af afla skip- anna hefði farið í gáma. Samt hefðu menn rejmt að jafna því nokkuð milli skipanna en það yrði aldrei gert fullkomlega. Einnig er nokkur munur á afla skipanna og hlutfalli þorsks í aflan- Hallgrímskirkja: Þörf á sjálf- boðaliðum nú um helgina STEFNT ER að því að Hallgríms- kirkja, sem verið hefur i smíðum í rúm 40 ár, verði orðin vígslu- hæf fyrir sunnudaginn 26. október nk. en biskup íslands hefur boðað til Prestastefnu 1986 i kirkjunni um þá helgi. Nýlokið er við að fullvinna hinar gotnesku miðskips-hvelfingar Hallgrímskirkju og kirkjusmiðimir vinna nú við að taka niður vinnu- palla í kirkjuskipinu, sem staðið hafa þar um langt árabil. Þá vinna sjálfboðaliðar um verslunarmanna- helgina að því að bera tijáviðinn út úr kirigunni og segir í frétt frá forráðamönnum Hallgrímskirkju að þörf sé á fleiri sjálfboðaliðum í það verk nú um helgina. Morgunblaðið/Bjami Starfsmenn Reykjavíkurborgar vinna af kappi við undirbúning hátíðarhaldanna vegna 200 ára afmælis borgarinnar. Hér er verið að reisa staur sem á að bera uppi hátalara, en 25 hátalarar munu miðla skemmtidagskrá, sem flutt verður að kvöldi 18. ágúst, til áheyrenda, sem væntanlega verða fjölmargir, og dreifðir um allt svæðið við Lækjartorg. Afmæli Reykjavíkur: Arnarhóllinn undirbúinn UNDIRBÚNINGUR vegna 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar stendur nú sem hæst viða um borgina, þ.á m. á Amarhóli og við Lækjar- torg, þar sem aðalhátíðarhöldin fara fram á afmælisdaginn, 18. ágúsL Meðal þess sem hæst ber á afmælisdaginn verður fyrsta opinbera heimsókn forseta Islands til Reykjavíkur frá 1961, og veisla á Lækjargötu þar sem tvö hundruð metra afmælistertan verður borð- uð. Um kvöldið verður hátíðardagskrá á Amarhóli. Þar verður m.a. söngur, gamanmál og tónlist, þ.á m. leikin lagasyrpan „Reykjavíkurflugur", og leikar- ar úr Leikfélagi Reykjavíkur flytja leikþáttinn „Skúli fógeti og upphaf Reykjavíkur". Skemmtuninni lýkur á miðnætti með flugeldasýningu. í því skyni að minnka umferðarálagið verður frítt með strætisvögnunum, en ekið verður samkvæmt helgaráætlun. Hátfðarhöldunum verður fram haldið á Amarhóli 19. og 20. ágúst, með rokkhátíð og djasstónleikum. Starfsmenn borgarinnar vinna þessa dagana að smíði sviðs á Lækjargötu og uppsetningu hátalara- kerfis á hátfðarsvæðinu. Ný hljómtæki sem borgin keypti í vor verða notuð til að koma því sem fram fer á sviðinu til skila, og 25 hátalarar munu dreifa hljóðinu um svæðið svo að heyrist hvar sem fólk stendur. Þá verða ljósatumar reistir á Lækjargöt- unni og flóðlýsingu komið fyrir á nærliggjandi húsum. Ráðherra ber saman tölur byggð- ar á mismunandi forsendum segir Bolli Þór Bollason hjá Þjóðhagsstofnun Geysisgos í dag GEYSIR í Haukadal verður lát- inn gjósa klukkan þijú í dag, laugardag. Það er Geysisnefnd, sem stendur fyrir því, eins og undanfarin ár á laugardeginum um verslunarmannahelgi. Geysir hefur gosið nokkrum sinn- um í sumar og þóttu gos takast ágætlega fyrir miðjan júlí. FUNDUR fulltrúa fiskmjöls- framleiðenda með sjávarútvegs- ráðherra á þriðjudag breytir engu um stöðuna í deilu loðnu- bræðslunnar og útvegsmanna um hráefnisverð. „Eg hef ekkert vald til þess að breyta loðnuverð- inu,“ sagði Halldór Ásgrímsson. „Verðiagsráð er búið að ákveða það, og menn verða hlíto þessum leikreglum." Kristján Ragnars- son, framkvæmdastjóri LÍÚ telur að öldurnar hafi lægt og loðnu- veiðar og -sala muni nú færast í eðlilegt horf. Gisli Ami og Súlan í SAMTALI við Morgunblaðið í gær, var það haft eftir Þorsteini Pálssyni fjármálaráðherra, að athyglisvert væri, að þrátt fyrir að Þjóðhagsstofnun hefði haft skattframtöl undir höndum, hefði hún ekki getað gefið upp réttar tölur um tekjubreytingu á milli áranna 1984 og 85; Þjóð- hagsstofnun hefði gefið upp i apríl að tekjubreytingin yrði um eða yfir 40%, en hún hefði hins vegar orðið 43%. Morgunblaðið landa afla um verslunarmanna- helgina, og á fimmtudag hélt Svanur RE á miðin. Hjá loðnu- nefnd fengust þær upplýsingar að fleiri bátar væru tilbúnir að halda á veiðar. Jón Reynir Magnússon, formaður Félags fiskmjölsframleiðenda, sagði að ráðherra hefði ekki verið beðinn að grípa til aðgerða. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu neita sjómenn og útvegsmenn að breyta loðnuverðmu. Þeir segja að kau- pendum hafi verið boðið að gefa verðið frjálst, en því hafí verið hafn- leitaði álits Bolla Þórs Bollasonar aðstoðarforstjóra Þjóðhags- stofnunar á þessum ummælum. Bolli vildi í fyrsta lagi taka það fram, að á þeim tíma, sem könnun- in var framkvæmd, hafi Þjóðhags- stofnun ekki haft öll skattframtöl undir höndum, þannig hafi t.d. eng- ar niðurstöður legið fyrir úr skatt- framtölum fólks á landsbyggðinni, það sé því rangt, að stofnunin hafi haft öll skattframtöl undir höndum. í öðru lagi væri það áriðandi að að. Halldór Ásgrímsson sagði að margt mælti með frjálsu loðnu- verði. Sérstaklega þar sem kaup- endur og seljendur væru margir. „í reynd hafa kaupendur ekki farið eftir því verði sem um er samið. Yfirboð hafa alltaf tíðkast. Frjáls verðlagning væri því aðeins viður- kenning á því ástandi sem hefur ríkt.“ „Ég býst við að margt bendi í þá átt að gefa verðið frjálst," sagði Jón Reynir. „Sjóðakerfíð hefur ver- ið tekið út úr verðlagningunni, sem gerir hlutina einfaldari. Hlutaðeig- menn gerðu sér grein fyrir því, að hér væri aðeins um skyndikönnun að ræða á úrtökum, en ekki heildar- könnun á öllum framtölum. Þjóð- hagstofnun hefði þvf ávallt beðið menn að hafa fyrirvara á niðurstöð- um slíkra kannana. Bolli taldi enn fremur, að túlkun ráðherrans á þeim tölum, sem hann hefði fengið hjá stofnuninni, og fleiri tölum væri ansi grófleg. Þjóð- hagsstofnun hefði í apríl gefið ráðuneytinu þær upplýsingar, að andi eru flestir fylgjandi fijálsri verðlagningu. Hinsvegar gerðum við könnun meðal félaga okkar þeg- ar þessi kostur var ræddur í verð- lagsráði og var meirihluti því fylgjandi að hafa ákveðið lágmarks- verð." Loðnuverðið gildir til 15. septem- ber nk. og ætla kaupendur að segja því upp. Það er þegar ljóst að sam- tök útvegsmanna og sjómanna vilja gefa Ioðnuverðið frjálst. Jón Reynir vildi ekki um það spá hvort meiri- hluta kaupenda snýst hugur í september. tekjubreytingin yrði um og yfír 40%. í þessari tölu væri ekki gert ráð fyrir fjölgun skattþegna, en ef það væri gert, væri þessi tala 41, 9%. „Heildarbreytingin á atvinnu- tekjum, sem ráðherra talar um, 43,3%, gerir ráð fyrir fjölgun skatt- þegna, en sama tala án þeirrar fjölgunar er 41,9%. „Það er ósann- gjamt að bera saman tölur, sem ekki eru byggðar á sömu forsend- um,“ sagði Bolli. Að sögn hans væri eðlilegri samanburður svo- hljóðandi: Tekjubreyting, þar sem reiknað er með flölgun skattþegna, sam- kvæmt spá Þjóðhagsstofnunar annars vegar og samkvæmt loka- niðurstöðunni hins vegar: 41,9% á móti 43,3%. Samanburðurinn án þessarar for- sendu yrði hins vegar eftirfarandi: Um eða yfir 40% á móti 41,9%. „Af þessu má sjá að munurinn er ekki eins mikill og ráðherra vill vera láta, eða innan við 1%, og samanburður hans því ósanngjam," sagði Bolli að endingu. Bolli var einnig inntur álits á þeim ummælum Eggerts Jónssonar borgarhagfræðings, að ekki hefði verið unnt að fylgja upplýsingum Þjóðhagsstofnunar um telcjubreyt- ingar, þar eð tekjuþróun tekjuhópa væri það misjöfn. Bolli sagði, að það sem Eggert ætti við, væri ein- faldlega það að í Reykjavík byggju fleiri opinberir starfsmenn en í öðr- um iandshlutum og hefðu þeir hlotið meiri launahækkun en aðrir laun- þegar á árinu 1985. Bolli gat þess hins vegar, að í forsendum fjárlaga Reykjavíkur hefði verið gert ráð fyrir þessari misjöfnu tekjuþróun, þ.e. þetta væri í raun engin ástæða. Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LÍÚ: Loðnuveiðarnar munu nú færast í eðlilegt horf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.