Morgunblaðið - 02.08.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.08.1986, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1986 Frídagur verslunarmanna Frídagnr verslunarmanna hefur nú verið lögbundinn frídagur allra stétta síðan Alþingi samþykkti um það lög árið 1982, en talsvert lengra er um liðið síðan verslunarfólk í Reykjavík hélt fyrst daginn hátíðlegan. Það var 13. september árið 1894, fyrir nærri 92 árum, í kjölfar sam- þykktar sem gerð var á fundi Verslunarmannafjelags Reykjavíkur. Þar var samþykkt að „kaupmenn og verslunarstjórar allra hinna stærri verslana í Reykjavik gæfu þjónum sínum frídag svo þeir gætu skemmt sér á einn eða annan hátt.“ Þann 13. september fóru síðan fram mikil hátíðahöld á Ártúni, og er varðveitt fundargerð frá hátíðinni. Þar segir m.a.: „Var byijað með því að flestir sem tóku þátt í skemmtuninni söfnuðust saman á Lækjartorginu. Þaðan var lagt af stað kl. KFA f.m. og gengið í fylk- ingu með fánum, söng og hljóðfæraslætti í broddi fylkingar. Þegar að Artúni kom (kl. 12) hresstu menn sig dálítið eptir ganginn.“ Siðan segir frá ræðuhöldum og söng og var mælt fyrir minni íslands, versl- unarstéttarinnar, kvenfólksins og að þess utan hafi ótal minni verið haldin. Lauk skemmtuninni um kveldið og var gengið til Reykjavík- ur, „stanzaði hópurinn á Lækjartorginu, voru þar sungin nokkur lög og að endingu hrópað nífalt húrra í von um að menn sæist aptur að ári undir sömu kringumstæðum.“ Þegar þetta var voru félagar í Verzlunarmannafjelagi Reykjavíkur öðru hvoru megin við hundrað. Núna eru skráðir félagar 12 þúsund. Morgunblaðið heimsótti nokkra vinnustaði og spjallaði við verslunarf ólk: Rut Bergsteinsdóttir: Áhugi á listrænum prjónaskap hefur aukist. Gam oggaman í öll- um regnbogans litum Karlaríki hér í Sundahöfninni VR-samningar aldrei verið góðir, betri laun hjá Dagsbrún - segir ísleifur Tómasson hj á Rönning GARN og gaman er litrík, lítil verslun við Hverfisgötuna, sér- verslun með Anny Blatt-prjóna- gam frá Frakklandi. Rut Bergsteinsdóttir er eigandi verslunarinnar og starfsmaður. Blaðamaður spurði Rut hvort væri grundvöllur fyrir verslun sem seldi eingöngu prjónagarn - segir Særún Sigurðar- dóttir hjá Eimskip í LITLUM skúr, líkustum sum- arbústað, inni á miðju hafnar- svæði Sundahafnar, vinnur Særún Sigurðardóttir, ein af fáum VR-félögum meðal Dags- brúnarverkamanna. Hún vinnur hjá Eimskip. „Ef þið hefðuð komið fyrir 5 mínútum síðan hefði ég ekki mátt vera að því að tala við ykkur, því það er allt bijálað hérna tvisvar í vikur, dagana sem Álafoss og Eyrarfoss fara, þá er mest að gera héraa. Álafoss er að fara núna.“ — Hvert er þitt hlutverk hérna? „Mitt starf er fólgið í því að skrá alla frystigáma sem fara í skipin, útbúa skipspappíra sem afhentir eru í erlendum höfnum, svara fyrirspumum um vörur og gáma sem komnir eru í frysti- geymsluna." Aðspurð um hvemig henni likaði vinnan sagðist Særún aðeins vera búin að vinna þama í 2 mánuði og sér líkaði mjög vel. „En þetta er mjög krefjandi starf. Hingað kemur alls konar fólk og margir vinna á svæðinu og við alla þarf að lynda. En það gengur é 1 ÍSLEIFUR Tómasson vinnur við lagerstörf í Sundaborginni, hjá Jóhanni Rönning hf., sem flytur inn og selur raflagnaefni. ísleif- ur hefur unnið þar sl. tvö ár og sagði starf sitt fólgið í að taka á móti vörum sem berast fyrir- tækinu að utan og afgreiða þær síðan til viðskiptavina. Hvernig líkar honum vinnan? „Eg kann svona sæmilega við þessa vinnu, en gæti vel hugsað mér ýmislegt annað. Ég hef yfir- leitt unnið verkamannavinnu og kann betur við hana. Við erum frek- ar aflokaðir hér á lagemum og í svona starfí kynnist maður ekki mörgum. Verkamannavinnan er meira skapandi og mikill munur að vinna úti við. Olíkt skemmtilegra." — Eru launin góð í þessu starfi? „VR-samningar hafa aldrei verið taldir góðir, síst betri laun en fyrir verkamannavinnu. Launin eru betri hjá Dagsbrún, betri samningar. Vinnutíminn hjá mér er frá 8—5 og ekki um neina yfírvinnu að ræða. Það er ekki hægt fyrir ijögurra manna ljölskyldu að lifa af launum sem þessum ef fyrirvinnan er bara ein.“ ísleifur sagði að hingað til og hvort mikið væri um að fólk pijónaði sínar flíkur sjálft þegar allt er hægt að kaupa tilbúið. „Það má segja að tíska á undan- fömum árum hafí boðið upp á pijónavörur og fólk sem aldrei hef- ur snert pijóna áður hafí nú tekið til við pijónaskapinn. Ég held að þetta hafí ekkert með blankheit að gera, frekar að fólk hafí þörf fyrir að skapa sjálft og svo hefur áhugi á listrænum pijónaskap aukist. Peysa sem þú pijónar sjálf úr fal- legu og vönduðu gami er miklu fallegri" vara en fjöldaframleiddar peysur sem þú kaupir í búð. Það fínnst mér ekki hægt að bera sam- an og ég held að það borgi sig að pijóna sjálfur, hvemig sem á það er litið. Ætli sé ekki líka ríkt í Is- lendingum að vilja gera hlutina sjálfír og hafa eitthvað á milli hand- anna. Þeir hafa gaman af því að vinna og sjá eitthvað liggja eftir sig. Mér fínnst að það ætti að leggja áherslu á að kenna fólki handa- vinnu, bæði að pijóna og annað, í æsku því það kemur að því að fólk þarf á því að halda að hafa eitthvað fyrri stafni, t.d. þegar löngum starfsdegi er lokið og frítímar auk- ast. Konur held ég að fari oft betur út úr efri árunum en karlar, þvi þær geta oft dundað sér miklu meira t.d. við pijónaskap." — Hveijir versla hérna hjá mér? „Konur fyrst og fremst. Konur á öllum aldri og af öllu tagi. Margir eru fastir viðskiptavinir. Eg er bara með ekta gam og pijónauppskriftir sem eiga við það. Það er dýrara en gerviefni, þetta er líka gæða- vara. Dýrasta gamið hérna hjá mér er hrein angóra, gam sem er með sérstaka eiginleika. Það er gaman að þekkja þá vöru sem maður versl- ar með. Ég segi fólki t.d. oft söguna um angórageitina, en af henni er móherullin. Angórageitin er mjög sjaldgæf og viðkvæm skepna, upp- runnin í Tyrklandi. Framleiðsla á móherull er innan við 1% af heildar- framleiðslu allrar náttúrulegrar ullar í heiminum, mjög vinsæl ull." — Svo kaupmaðurinn Rut kvart- ar ekki? „Ég reyni nú bara að bera mig vel, sérstaklega opinberlega, en ég verð ekki mjög rík af þessu.“ Særún Sigurðardóttir á skrifstofu Eimskips, Sundahöfn. vel, þrátt fyrir allt. Launin eru góð, ég er ánægð með þau. Ég vinn ekki eftir launataxta, fæstir gera það hér á svæðinu, a.m.k. af skrifstofufólkinu. Það var sa- mið sérstaklega um launin þegar ég réði mig, en svo bætist við mikil yfirvinna. Ég á að vinna frá 8—5 á daginn en ég vinn alltaf miklu lengur. Sem dæmi get ég nefnt að í síðustu viku var ég með 40 tíma í yfirvinnu, vann alla heigina. Oft er maður auðvit- að orðinn ansi þreyttur og langar mest til að labba út, burtu frá þessu öllu. Það væri ekki hægt að vinna svona nema með góðu fólki. Hér í Sundahöfninni er al- gert karlaríki, en allt mjög góðir menn, kannski ein kona á hveija hundrað karla.“ Morgunblaðið/Einar Falur ísleifur Tómasson: Kann betur við verkamannavinnu. hefðu hann og konan hans unnið úti bæði en hún væri nú komin í fæðingarorlof þvf fjölskyldan myndi stækka í byijun september.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.