Morgunblaðið - 02.08.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.08.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1986 13 Selma Kristinsdóttir: Líflegt og skemmtilegt starf. Það á vel við mig að vinna tvo daga og eiga síðan frí næstu tvo - segir Selma Kristinsdóttir á Hótel Esju SELMA Kristinsdóttir vinnur við símavörslu á Hotel Esju, hún tveimur árum eftir að hafa kom út á vinnumarkaðinn fyrir verið húsmóðir í 10 ár. „Ég er ekta VR-manneskja því áður vann ég alltaf við verslunar- störf. En hér byijaði ég að vinna fyrir einu ári og kann afskaplega vel við mig. Þetta er tilbreyting- arríkt starf, líflegt og skemmti- legt. Öll símtöl hótelsins fara í gegnum skiptiborðið héma hjá okkur, en auk þess þurfum við símadömurnar að veita upplýsing- ar í afgreiðslunni þegar þannig ber undir, því það er oft mjög mikið álag héma. En fyrir mína parta verð ég að segja að mér líkar þetta mjög vel. Mér finnst gott fyrirkomulag að vinna í tvo daga og eiga svo frí næstu tvo. Það kemur sér vel þegar mann langar að geta sinnt áhugamálum sínum. Ég spila mikið golf svo þetta er hentugt fyrir mig.“ — Hvernig fannst þér að koma út á vinnumarkaðinn eftir að hafa verið heimavinnandi í 10 ár? „Það sem kom mér mest á óvart var hvað launin höfðu lítið hækk- að. Ég myndi ekki geta lifað af þessum launum, en ég hef aðrar tekjur líka. Annars væri þetta ekki hægt.“ Utlendingar fara ekkert út íóvissuna Margrét Haraldsdóttir í afgreiðslu Flugleiða. - segir Margrét Haralds- dóttir hjá Flugleiðum ÞAÐ VAR mikill erill á Reykjavíkurflugvelli þegar Morgunblaðið lagði leið sína þangað á fimmtudaginn, enda verslunarmannahelgin að ganga í garð. Margrét Haraldsdóttir, gjaldkeri hjá Flugleiðum, gaf sér samt tíma til að líta upp frá störfum sínum og spjalla aðeins við okkur. Hún hefur unnið hjá Flugleiðum í 11 ár. „Það er ofsalega gaman að vinna hérna, mikið líf, margir sem fara hér um og maður kynnist mörgum í'þessu starfi. Svo er samstarfs- fólkið mjög gott og ótrúlegustu hlutir sem koma upp á sem gaman er að. Auðvitað er oft mikið álag á okkur starfsfólkinu, í júlí fara t.d. að meðaltali 1.000 manns hér um á dag. Verslunarmannahelgin er mikil álagshelgi. Á morgun fer 31 vél héðan, þar af 15 til Vestmannaeyja sem þýðir að þangað fara yfir 700 manns á morgun. Venjulega eru 3 vélar á dag til Eyja yfir sumarið. Þá fara útlendingar mikið þangað í dagsferðir." — Eru útlendingar meirihluti þeirra sem fljúga með ykkur á sumrin? „Kannski ekki í meirihluta, en þeir eru fjölmennir. Stórir hópar flúga héðan á morgnana og koma oft til baka á kvöldin. Þeir fara mikið í dagsferðir út á land. Útlend- ingamir þurfa oft á tíðum meiri þjónustu en íslendingar, allt þarf að vera á hreinu áður en lagt er af stað, verð, veðurspáin og fleira, því þeir fara ekkert út í óvissuna." — Hvað vinna margir hér í af- greiðslunni? „Það eru um 10 manns á vakt hér í afgreiðslunni í einu. Við vinn- um á vöktum, 12 tíma í senn. Sumum líkar alls ekki svona vakta- vinna, hún á ekki við alla og það fólk endist ekki lengi héma. Við vinnum svo auðvitað á frídegi versl- unarmanna þótt við séum í VR, þá er umferðin til Reykjavíkur.“ — En hvað um kaup og kjör? „Launin eru betri núna en áður, við fengum leiðréttingu um síðustu mánaðamót, vaktaálagið var leið- rétt og við fengum 5% launahækk- um vegna sérkjarasamnings. Vaktaálagið hífir launin upp, en þau myndu samt ekki duga til að fram- fleyta heimili, þótt láunin séu hærri en VR-taxtarnir gera ráð fyrir. En starfið hér hefur ýmsa kosti, við höfum þau hlunnindi að geta nýtt okkur laus sæti og ferðast fyrir vægt verð.“ SUMARTILBOÐ Við hvetjum húseigendur og sumarbústaðaeigendurtil þess að nota sumarið vel og búa fasteignir sínar af kostgæfni undir veturinn. _______Sértílboð okkar í sumar er: __ OnOZAFSLMTUR Við erum austast og vestast í bænum. BYGGINGAVÖRUR Stórhöfða, sími 671100 - Hringbraut 120, sími 28600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.