Morgunblaðið - 02.08.1986, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.08.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1986 11 i • * Hljóðeinangrun er eins og geng- ur, veghljóð á grófum vegi og vélin murrar þegar gefið er í og fyrir- gefst henni það. Vindhljóð er lítið og á sléttu yfirborði malbikaðs veg- ar líður Carinan áfram og er við sínar draumaaðstæður. Klæðningin er smekkleg og vönd- uð að frágangi. Á vondum vegi marrar nokkuð í henni og leiðinlegt skrölt er í hillunni undir afturrúð- unni, nokkuð sem ekki ætti að heyrast í fjögurra dyra bflnum. Aftursætin eru með tvískiptu baki, 40/60%, og eru fellanleg til að stækka farangursrýmið, sem er þó mjög rúmgott fyrir og aðgengilegt eins og best verður á kosið. Niðurstöður Fimmgangsfákur — fjölhæfur. Aðal Carinunnar af annarri kynslóð er fjölhæfni. Aksturseiginleikar eru góðir, hún er lipur sem smábfll í bæjarakstri og ljúfur ferðabíll, vélin er snörp og um leið dugleg á lág- snúningi. Bensíneyðslan er mjög hófleg og einkar aðgengilegt er með Reynsluakstur: Toyota Carina II Verð (með afhendingar- kostnaði og ryðv.) kr. 512.500 (15.7. 1986). Um- boð: Toyota-umboðið, P. Samúelsson & Co. hf. Toyota Carina II Helsti búnaður — Aflstýri — Aflhemlar — Tveir útispeglar, fjarstýrðir — Eftirgefanlegir stuöarar úr plastefni — Hlífðarlistar á hliðum — Afturrúðuþurrka með sprautu — Aðvörunarljós fyrir ólokaðar dyr — Þokuljós að aftan — Barnalæsingar — Afturhurð og tanklok opnan- leg innanfrá Fáanlegur auka-/valbúnaður (frá verksm.) — Fjögragíra sjálfskipting — Rafdrifin sóllúga — Snúningshraðamælir — Rafdrifnar hliðarrúður — Veltistýri allt viðhald og umhirðu. Eitt líður hún þó fyrir sem vart er .við að gera, það er verðið. Fýrir sama verð er nefnilega hægt að fá evr- ópska bfla í sama stærðarflokki sem eru mun betur útbúnir með munað og tækni. Enginn dómur verður á það lagður hér hvort eru betri kaup, en ekki er við að búast að Toyotum- ar verði betur í stakk búnar en nú er um nánustu framtíð eins og gengi yensins þróast nú, það hækkar dag frá degi og er þar að finna skýring- una á hve hátt verð er orðið á japönskum bflum hér á landi. Helstu kostir Gott vélarafl, spameytni, lipurð í akstri, góð sæti, frágangur góður og útsýni með besta móti. Helstu gallar Lækkar um of hlaðinn, veghljóð á grófum vegi, verðið. Toyota Carina II Eínkunnagjöf: 4 = frábært, 3 = gott, 2 = viðunandi, 1 lélegt, 0 = óhaeft Vélbúnaður Vélarafl/snerpa 4 Skipting 3 Hlutf. milli gíra 4 Lággír Undirvagn 3 Fjöðrun 3 Hemlar 3 Stýri Öryggisatriði 4 Ljósabunaður 4 Belti 4 Útsýni 4 Speglar 3 Laesingar 3 Rúðuþurrkur/sprauta 4 Handbremsa Stjórntæki 4 Stýrishjól 2 Rofar 3 Fótstig Þægindi 3 Mæiaálestur 4 Sæti 4 Miöstöð/blástur 3 Hljóðeinangrun 3 Rými ökum. 3 Rými farþ. 3 Innstig/útstig Annað 3 Klæðning/innrétting 3 Farangursrými 4 Smámunagaeymslur 3 Meðaltal 3,37 Toyota Carina II Tæknilegar upplýsingar Helstu Mesta lengd mm 4360 mál Mesta breidd mm 1670 Mesta hæð mm 2515 Veghæð mm 160 Eigin þyngd kg 1000 Farmþungi kg 490 Tankurltr 55 Sætafjöldi 5 Hæfni Hámarkshraði km/klst 165 Hröðun 0—100 km/klst 10,8 sek. Beygjuradíus m 5.0 Vél Gerð 4 strokka, þverstæð að framan, vatnskæld, Slagrúmmálcm3 OHC 1587 Þjöppunarhlutfall 9,5:1 Mesta afl hö/snún.mín. 84/5600 Mesti togkr. Nm/snún. 135/3600 Eyðsla mín. 90 km/klst ltr/100 km 5,4 120 km/klst ltr/100 km 7,3 Blandaður akstur 8,9 Kassí 1/100 km Girkassi 5 gíra, alsamhæfður og drif 5. yfirgir Framdrif, hlutfall 4.059:1 Stýri Gerð Tannstöngm. breytil. Fjöðrun Framan og aftan hlutfalli, hjálparafl MacPherson, sjálfstæð á hverju hjóli, jafnvægis- stengur aftan og framan Hemlar Framan/aftan Diskar/skálar, hjálparafl Dekk Framan og aftan 165SR13 Franz Liszt TónlSst Jón Ásgeirsson Tónlistarfélag kaþólskra stóð fyrir tónleikum í félagsheimili kaþólska safnaðarins í Reykjavík til að minnast dánarafmælis Fi-anz Liszt. Þess er getið í efnis- skrá að hann hafi látist á heimili dóttur sinnar, Cosimu Wagner, þann 31. júlí 1886. Nútímafólki gleymist það oft, að tónmál Franz Liszt var á hans tíma algjör ný- lunda, þar sem horfið var frá klassísku lagferli og hreinni hljómskipan, yfir í krómantískt lagferli og fjölbreytilegar breyt- ingar á hljómum og tengslum þeirra. Skilaboð skáldskapar svo og nýstárleg tilfinningatúlkun, þar sem stemningar byggðar á slíkum hugmyndum vom látnar að verulegu leyti koma í staðinn fyrir þau tónrænu átök er ein- kenndu klassíkina. Þar var tilfinn- ingaleg upplifun tónlistarinnar, hrein tónlistarleg upplifun, ólíkt rómantíkinni, sem gerði tónlistina að tæki til að túlka hlnn ytri veru- leika eða jafnvel segja sögu. Það er þess vegna, sem langir kaflar í tónlist eftir Liszt eru þannig gerðir, eins og ekkert tónlistarlegt sé að ske og sá sem er vanur klassískum vinnubrögðum missir því oft af stemmningunni. Nú hafa menn, sem hlýtt hafa á nú- tímatónlist, fundið að kyrrðin og hægferðugt tónferli stafar ekki af getuleysi Franz til skáldskapar og þar sem hraðinn er mikill er það ekki eingöngu skrautið eða flúrið sem skiptir máli, heldur sú ástríða sem fólgin er í tæknilega erfiðum átökum meistarans. Þeg- ar afneitun nútímans á rómantík- inni tröllreið evrópsku menning- arlífi léku flestir píanistar hann vegna tækni hans, svo að margar af nokkuð nýlegum upptökum á honum eru nánast leiknar eins og Snillingurinn Franz Liszt Martin Berkovsky fingraæfingar. Nú hefur kald- hamraður fullkomleikinn vikið fyrir tilfinningunni og þess vegna er þrátt fyrir allt töluverð upplifun i leik Martins Berkofsky. Hann sleppir fram af sér beisiiuu og þá vill hann á stundum fara nokkuð geyst, bæði hvað hraða snertir og styrk en ávallt með sterkri innlif- un. Það verður ekki sagt að Berkofsky sé einhver bókstafs- maður eða fínpússningarmeistari, því hann notar stórbrotna tækni sína til að upplifa tónverkin og skila tilfínningum sínum til áheyr- enda. Það eina, sem í raun skyggði á var píanóið, sem er ágætt en allt of lítið fyrir slíkan píanóleikara, að ekki sé talað um tónverkin. Þau verk sem Bergkov- sky lék að þessu sinni voru víða úr tónverkaskrá Liszt. Fyrstu tvö verkin eru úr flokki tónverka, sem nefnast Harmonies poétiques et religieuses, sem er til í tveimur útgáfum. Fýrra lagið var Pensée des morts, sem er til í útgáfu frá 1835 og þar tileinkað Lamartine. Annað lagið er Miserere d’aprés Palestrína og er úr seinni út- gáfunni frá 1853. Þriðja verkið var það fræga verk er heilagur Franz frá Assisi predikaði yfir fuglunum en tvö verk um heilagan Franz voru gefin út 1866 og til- einkuð Cosimu, er þá bar enn nafn fyrri manns síns, Biilows. Fjórða verkefnið var svo ellefta „transcendante“-æfingin, en þessar tólf æfíngar samdi hann 1851 og tileinkaði þær kennara sínum, Carl Czemy. Síðasta verk- ið var svo sú ógnarerfíða h-moll sónata, er hann samdi á árunum 1851—53 og tileinkaði Robert Schumann, sem þakkaði pent fyr- ir sig og endursendi Liszt verkið. Þetta erfiða verk lék Berkovsky af glæsibrag og án oftrúar á bók- stafnum, en af slíku tilfinninga- afli, að trúlega eru ekki margir sem leika Liszt á þennan máta í dag. Friðarhreyfing- ar fleyta kertum ÁTTA FRIÐARSAMTÖK munu að kvöldi þriðjudagsins 5. ágúst af- henda sendiherrum kjarnorkuveldanna áskorun um að hætta tilraun- um með kjarnorkuvopn, stöðva framleiðslu kjamorkuvopna, og sameinast um alhliða afvopnun, og að því loknu fleyta kertum á TÍöminni í minningu fyrstu kjamorkusprengjuárásarinnar í Hiro- Böðvar Guðmundsson Ný ljóðabók eftir Böðvar Guðmundsson BÖÐVAR Guðmundsson hefur sent frá sér sína fjórðu ljóðabók. Nefnist hún Vatnaskil. Fimmtán ár era liðin frá útkomu síðustu ljóðabókar hans. Böðvar Guðmundsson hefur áður sent frá sér bækumar Austan Eli- voga (1964), í mannabyggð (1966), Burt reið AÍexander (1971) og smá- sagnasafnið Sögur úr seinni stríðum (1978). Auk þess hefur Böðvar sungið eigin texta inn á stóra hljómplötu. Vatnaskil inniheldur 27 ljóð. Kápumyndin er eftir Hilmar Þ. Helgason. Bókin er prentuð í Prent- smiðjunni Hólum hf., útgefandi er Mál og Menning. shima. Samtökin sem að þessu standa eru: Friðarhópur fóstra, Friðar- hreyfing íslenskra kvenna, Friðar- hópur listamanna, Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna, Samtök eðlisfræðinga gegn kjarn- orkuvá, Samtök lækna gegn kjam- orkuvá, Samtök herstöðvarand- stæðinga og Samtök um kjamorkuvopnalaust ísland. Safnast verður saman á Haga- torgi, fyrir framan Háskólabíó, kl. 20.30 og gengið þaðan fylktu liði um Espimel og Víðimel, með við- komu í kínverska sendiráðinu, svo um Hofsvallagötu, Túngötu og Garðastræti með viðkomu í franska og sovéska sendiráðinu, svo um Suðurgötu og Skothúsveg upp á Laufásveg til sendiráða Banda- ríkjanna og Bretlands. Þaðan verður gengið niður að Tjöm, þar sem Guðmundur Georgsson læknir og sr. Myako Þórðarson flytja stutt ávörp. Að lokum verður svo kertum fleytt út á Tjömina kl. 23.15 í minn- ingu þeirra sem fómst í Hiroshima. Húsnæði óskast keypt -500 Félagasamtök leita að húsnæði ca. 200- fm til kaups fyrir starfsemi sína. Nýtt eða eldra húsnæði kemur til greina. Tilboð sendist augld. Mbl. merkt: „Félaga- samtök" fyrir 10. ágúst næstkomandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.