Morgunblaðið - 02.08.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.08.1986, Blaðsíða 21
20 21 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1986 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, símí 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Mikilvægi verslunar Verslun, sem atvinnu- grein, skipar þýðing- armikinn sess í þjóðarbúskap íslendinga. í fyrsta lagi er hún nú orðin starfsvettvang- ur um fímmtán þúsund einstaklinga um land allt. í öðru lagi — og það er enn mikilvægara — ráðast lífskjör á íslandi að miklu leyti af því, hvemig milliríkjaverslun okkar gengur. Fáar þjóðir eru jafti háðar viðskiptum við útlönd og íslendingar. Við flytjum líklega út stærra hlut- fall af þjóðarframleiðslunni en nokkur önnur þjóð, og sömu sögu er að segja af inn- flutningi lífsnauðsynja. Það verð, sem fæst fyrir útflutningsvörur okkar á er- lendum mörkuðum, hefur gífurleg áhrif á möguleika atvinnufyrirtælganna, hvað launagreiðslur varðar. Og hagstæð innkaup á erlendum vamingi geta ráðið úrslitum um kaupgetu almennings. Þessi atriði em raunar svo augljós, að um þau ætti ekki að þurfa að fara frekari orð- um. En eitt er að átta sig á þýðingu verslunar og annað að skilja mikilvægi fijálsrar verslunar. Um hið síðar- nefnda hefur verið deilt og alltaf heyrast raddir í þá veru, að takmarka beri með einum eða öðmm hætti svigrúm verslunarinnar, hvað innkaup og sölu varðar. í þessu efni er reynslan besti dómarinn. Annars vegar getum við borið kjör almenn- ings hér á landi á tímum verslunareinokunar eða um- talsverðra verslunarhafta saman við það sem nú er á dögum verslunarfrelsis. Hins vegar getum við borið kjör fólks í þeim löndum, þar sem ftjáls verslun er bannorð, saman við það sem við þekkj- um í þjóðfélögum, þar sem markaðshagkerfi er við lýði. Hvom tveggja samanburður- inn leiðir til þeirrar niður- stöðu, að viðskiptafrelsi og samkeppni færi okkur vel- megun, en ríkiseinokun, innflutningshöft, vöm- skömmtun og afskipti stjóm- valda af verðmyndun sé ávísun á fátækt og stöðnun. Nærtækt dæmi um þetta er hin harða samkeppni versl- ananna á höfuðborgarsvæð- inu um viðskiptavini. Hún hefur leitt til þess, að vöm- verð hefur almennt lækkað, en það þýðir að fólk fær meira fyrir ijármuni sína hér, þar sem samkeppnin er mest, en í stijálbýli, þar sem ein verslun, oftast kaupfélag, ræður verslunarháttum. Upp á síðkastið hefur verið deilt nokkuð um samanburð þann, sem Verðlagsstofnun gerði á vömverði í Glasgow og Reykjavík. Könnunin leiddi í ljós, að í nokkmm til- vikum var smásöluverðið í Skotlandi lægra, en það verð sem íslenskir innflytjendur greiddu skoskum heildsölum. Fljótræðisleg og röng túlkun ýmissa rnahna á niðurstöðum Verðlagsstofnunar hefur því miður skyggt á atriði, sem könnunin veitir upplýsingar um, og hægt er að draga lærdóma af. í því sambandi er einkum ástæða til að staldra við hin margvíslegu — og háu — gjöld, sem innflutn- ingsverslunin þarf að greiða í ríkissjóð. Það er að mörgu leyti skiljanlegt, að fólk kenni kaupmönnum einkum um það, ef vömverð þykir of hátt, en sannleikurinn er sá, að hæsta álagningin er að jafn- aði verk innheimtumanna ríkissjóðs. Réttlátast væri auðvitað, að hin opinbem gjöld væm lækkuð vemlega og í sumum tilvikum felld með öllu niður, en þá blasir vandi við ríkissjóði, sem ekki er auðvelt að leysa. En á það er þó einnig að líta, að stund- um getur lækkun eða niður- felling ákveðinna opinberra gjalda beinlínis haft í för með sér auknar tekjur fyrir ríkis- sjóð, eins og mörg dæmi em um. Verslunin er ekki hafín yfír gagnrýni, fremur en aðr- ar atvinnugreinar, enda hefur hún ekki farið varhluta af henni. Hins vegar er það fagnaðarefni, að sú tor- tryggni í garð verslunarinnar, sem eitt sinn var ríkjandi, heyrir að mestu leyti sögunni til. Astæða þess er vafalaust sú, að verslunin almennt — og hin fijálsa verslun sérstak- lega — hefur sýnt getu sína og möguleika í framkvæmd. Með þeim orðum sendir Morgunblaðið íslenskum verslunarmönnum kveðjur og ámaðaróskir í tilefni af frídegi þeirra á mánudaginn. jMsisíMiiiáD Umsjónarmaður Gísli Jónsson 348. þáttur Heyrðir þú í Hafrsfirði hvé hizig barðisk konungr enn kynstóri við Kjötva enn auðlagða. Knerrir kómu austan, kapps of lystir, með gínöndum höfðum ok gröfnum tinglum. í þessari ævagömlu vísu, sem eignuð er Þorbimi homklofa (9. öld), koma fyrir nokkrar skemmtilegar orðmyndir. Ríkur maður er nefndur auðlagður. Þetta lýsingarorð er nú týnt og tröllum gefíð, en það hefur eign- ast skilgetið afkvæmi sem lífseigt hefur orðið, auðlegð = ríkidæmi. Lýsingarorðið lyst(u)r = löngunarfullur, fús, gjam á, hefur líka farið forgörðum, en frændyrðin lyst og losti, lyst- ugur og lystisemd, lifa góðu iífi. Nú erum við hætt að beygja lýsingarhátt nútíðar með sama glæsibrag og Þorbjöm homklofí og samtímamenn hans. Við segjum ekki með gínöndum höfðum eða brennöndum ljós- um, þetta hefur allt flast út í tilbreytingarleysi. Allt er nú gínandi og brennandi, í hvaða falli og tölu sem er. Það er rétt að við höldum stundum í brot af fomu máli og segjum á vetri komanda, varla getum við leng- ur talað um stinganda strá eða grátanda bam. Snorri Sturlu- son sagði í Eddu að þá hefði verið „gott beranda borð á hominu", þegar það var ekki fyllra en svo, að hægt var að bera það á borð án þess að út úr flóði. Og svo er það lokaorð vísunn- ar, tingl. Knerrimir, sem komu að austan og langaði í bardaga, vom ekki aðeins með gapandi drekahöfðum, heldur líka með gröfnum tinglum. Grafinn merkir víst þama settur ein- hvers konar kroti til skrauts, en hvað er tingl? Sveinbjöm Egilsson segir í skáldmálsorðabók sinni hinni miklu að það sé málmplata, sér- staklega í skipsstafni og þá til skrauts. Orðabók Menningar- sjóðs hefur þessu til viðbótar merkingamar „hengiskart úr málmi, dútl og nýsprottið gras“. Mönnum hefur dottið í hug að orðið tingl væri skylt töng, tangi, tagl og sömuleiðis tungl og tunga. Ég veit ekki hvort við megum hugsa til orða eins og dinglumdangl og samsvar- andi sagna í þessu sambandi. ★ Bragarháttur vikunnar verð- ur að þessu sinni dverghenda (ferskeytluætt VI): Fegurð hrífur hugann meira’ ef hjúpuð er, svo andann gruni ennþá fleira’ en augað sér. (Hannes Hafstein) Ekkert gott um Odd ég hermi, eitt er samt: Sína lofar ’ann upp í ermi öllum jafnt. (Indriði á Fjalli) ★ Úr nöldurskjóðunni: 1) „Fyrst Flugleiðir em nefndir," sagði í kvöldfréttum útvarpsins 14. júlí. Ég læt mig ekki með það, að Flugleiðir sé kvenkyns eins og aðrar leiðir, nefndar og ónefndar, greiðar eða torsóttar, langar eða skammar eftir atvikum. 2) „ .. . að þingmenn þæðu“, o.s.frv. (líklega peninga eða einhver fríðindi). Þetta er úr sömu útvarpsfréttum. Ég vísa til 312. þáttar um myndun viðtengingarháttar af þiggja. Ég held að við ættum að halda okkur við þægju („þótt þing- menn þægju“), sbr. slægju, sæju, lægju, af slá, sjá og liggja. Ljótt held ég okkur þætti: „Þótt þeir siæðu mig, sæði ég ekki ástæðu til að slá á móti, svo að þeir læðu.“ 3) Um skiptingu milli lína einu sinni enn: Hér í blaðinu stóð 20. júlí „ne-grasálmar“. Sennilega hefur verið átt við sálma negranna, en enga „gras- álma“ með neitunarforskeyti, heldurfomlegu. 4) Ósköp kann ég illa við þann talshátt að „slátra" fisk- um, sjá og bréf Víkings Guðmundssonar í 285. þætti. Út yfír þykir mér þó taka, þeg- ar rækju er „slátrað". í sjón- varpsfréttum 17. maí nefndi viðmælandi spyrils rælqu sem var „í frosnu formi og nýslátr- uð“, hvorki meira né minna. Hvemig er frosið form? Hvernig er rækju slátrað? Er rækjuslátur gott? Skiptist það í blóðmör og lifrarpylsu? 5) „Útgjaldalega séð er þetta ekki dýr samningur..." hefur DV eftir formanni samninga- nefndar ríkisins. Hann á senni- lega við að samningurinn hafí ekki mikil útgjöld í för með sér. Og ég gæti þá líklega sagt eitt- hvað á þessa leið: Orð eru ýmist dýr eða ódýr (málfarslega séð, eða þannig, já, þið vitið hvað ég meina)! ★ A að beygja lýsingarorðin hægri og vinstri? Það er frjálst. Þau voru beygð í gamla daga, og þá sögðu menn t.d. á vinstra hné eða hægra fæti. í kvenkyni vora þessi orð alltaf eins. Ef smekk manna líkar betur að hafa orðin óbeygð, þá má það sem best verða, því að svo tala nú flestir. P.s. í síðasta þætti var Krist- ján Níels Jónsson ekki auð- kenndur. Hafí einhveijir ekki kannast við hann, þá er hann oftar nefndur bara K.N. eða Káinn. Hraði eftir Katrínu Fjeldsted Nú stendur yfír sameiginlegt átak Umferðarráðs og lögreglunn- ar, sem miðar að því, að draga úr hraðakstri. Á undanfömum áram hefur það sýnt sig, að áróð- ur í fjölmiðlum hefur áhrif á akstursvenjur fólks. Besta dæmið um það var norrænt umferðarör- yggisár 1983, en þá fækkaði umferðarslysum hérlendis vera- lega. Þó virðist skráningu um- ferðarslysa vera stórlega ábótavant, og kom það glögglega fram í könnun sem Bjami Torfa- son læknir gerði á skráningu umferðarslysa hjá opinberam aðil- um annars vegar og hjá Slysadeild Borgarspítalans hins vegar. Þar kom m.a. fram að um 70% af þeim sem komu í Slysadeildina árið 1979 vegna umferðarslysa vora ekki á skrá Umferðarráðs. Ætla má að raunveralegur fjöldi slas- aðra í umferð á landinu hafí árið 1979 verið milli 2.600 og 3.100 í stað 707 eins og stendur í opin- beram skýrslum. Slysatíðni hérlendis Samkvæmt upplýsingum land- læknis er slysatíðni bama og unglinga (drengja) á íslandi með því hæzta sem gerist í Evrópu. Á sama tíma og dregið hefur mjög úr slysum meðal bama og unglinga í nágrannalöndum okkar, hefur slysum fjölgað á íslandi. Flest slys- in verða í frítíma, í umferð, í heimahúsum og í starfi. gegn hraðakstri í umferðinni Drögiim úr hraða I skýrslum lögreglunnar er hraði ekki ofarlega á blaði sem slysavald- ur, og mun það vera vegna þess að skráður hraði er sá sem ökumað- ur segist hafa verið á þegar slysið varð. Þess vegna hefur hraði sem orsök slysa verið stórlega vanmet- inn, að mínu áliti. Það er ekki að ástæðulausu að foreldrar bama í Reykjavík óttast svo mjög um börn sín, sem raun ber vitni, og kvarta undan hraðakstri í íbúðarhverfum. Aðgerðir borgaryfírvalda geta stuðlað að því að fækka slysum og sem dæmi má nefna: 1. Lækkun hámarkshraða í íbúða- hverfum, eins og nú hefur verið gert í gamla Vesturbænum, Þingholtum og Suðurhlíðum. 2. Vandaðsétilgatnakerfísogþað byggt upp samhliða uppbygg- ingu nýrra hverfa. í eldri hverfum þarf að aðlaga götumar breyttum aðstæðum, fyrst og fremst með því að draga úr óþarfa gegnumakstri um íbúða- hverfí. 3. Flokkað gatnakerfi leiðir til þess að minna er ekið gegnum íbúða- hverfí og greiðari umferð verður milli borgarhluta. Katrín Fjeldsted 4. Gerðar verði vistgötur í auknum mæli. 5. Hverfamörk verði samræmd svo sem kostur er til þess að draga úr líkum þess að böm þurfí að fara yfír miklar umferðaræðar, til dæmis í og úr skóla. Smá- bamaskóla þarf að reisa í ^ barnmörgum hverfum, svo sem verið er að gera fyrir Eiðis- grandasvæðið og í Ártúnsholti. 6. Hraðahindranir, rimar, þar sem aðrar aðgerðir nægja ekki, er lausn sem oft gagnar vel á húsa- götum og jafnvel safngötum, en á ekki við á tengibrautum nema í sérstökum tilvikum, og aldrei á stofnbrautum. 7. Greinilegar merkingar, bæði skilti og málning á götum úti, hjálpa ökumönnum að fara eftir settum reglum. 8. Krafa um aksturshæfni öku- manna er um borgina aka mætti koma fram, þannig að menn verði í raun að taka ökupróf í Reykjavík og æfast í að keyra þar, ef upphaflega bílprófið og akstursreynslan hefur hvort- tveggja fengizt við allt aðrar aðstæður. 9. Samvinna við lögregluna um stórbætt eftirlit með umferðinni. Tillitssemi Það er hins vegar á valdi okkar ökumanna að auka tillitssemi í umferðinni. Kjörorð umferðarviku í Reykjavík sl. haust var „vertu með“. Það átti ekki sízt að hvetja ökumenn til að sýna tillitssemi og kurteisi í umferðinni. Tillitssemi við aðra er nauðsynleg þar sem margir búa saman, eins og í borg og þurfa að komast leiðar sinnar. Tillitssemi kostar ekki neitt. Umferðarhraði eins og sá, er sjá má í meðfylgjandi töflu, er stað- festing á þeim glórulausa hrað- akstri, sem iðulega á sér stað í borginni og nauðsynlegt er að stemma stigu við. Til þess þurfum við öll að vinna saman, ef við ætlum að ná tökum á hinni geysiháu slysa- tíðni hérlendis. Heimildir ma.: 1. Slys á bömum og ungiingum, Heilbrigðisskýrsl- ur. Fylgirit 1986, nr. 1 frá Landlæknisembættinu. 2. Umferðarslysin og afleiðingar þeirra eftir Bjama Torfason. Heilbrigðisskýrslur. Fylgirit 1984, nr. 1. I Höfundur er borgarfuUtrúi og heimilislæknir i Reykjavík. Hæstiréttur Bandaríkjanna: Japanska hvalveiðifélagið sýknað Hinn 30. júní síðastliðinn kvað Hæstiréttur Banda- ríkjanna upp dóm í máli Japanska hvalveiðifélagsins o.fl. gegn Bandaríska hvalvemdunarfélaginu o.fl. Þar er að finna skýringar dómstólsins á þeim skilyrðum, sem hann telur að vera þurfi fyrir hendi, þegar túlk- uð em lagaákvæðin er snerta viðskiptalegar þvinganir til að takmarka hvaiveiðar. Japanska hvalveiðifélagið vann málið á þeim forsendum, sem lýst er í þessum útdrætti úr dómsorði Hæstaréttar Bandaríkjanna. í Alþjóðasamþykkt um stjómun hvalveiða (ICRW) er fylgiskjal varðandi veiðivenjur aðildarþjóða (þ. á m. Bandaríkjanna og Japan), sem setur skorður að því er ýmsar hvalategundir varðar. í samþykkt- inni er einnig stofnað til Alþjóða hvalveiðiráðsins (IWC) og því heimilað að ákvarða veiðikvóta. Hins vegar hefur Alþjóða hval- veiðiráðið ekkert vald til að beita unum um vemdun fiskstofna, setti Bandaríkjaþing Pelly-ákvæði í lög um vemdun fískimanna frá 1967 og lagði fyrir viðskiptaráðherra að staðfesti við forseta, ef þegnar erlends ríkis stunduðu fískveiðar á þann hátt að það „dragi úr virkni" alþjóðlegrar áætlunar um vemdun fískstofna. Að eigin vali getur for- seti síðan fyrirskipað framkvæmd refsiaðgerða gegn þjóðum, sem refsiaðgerðum vegna brota á kvót- um og sérhver aðili getur lagt fram tímanleg mótmæli gegn breytingu Alþjóða hvalveiðiráðsins á fylgi- skjalinu um kvóta og undanþegið sig þar með frá hverskyns skyldu að hlíta þeim takmörkunum sem þar eru sett. Þar eð Alþjóða hval- veiðiráðið getur ekki fylgt því eftir, að ríki hlíti kvótum þess og í þeim tilgangi að stuðla að framkvæmd kvóta, sem settir era í öðram áætl- hlotið hafa staðfestingu. Síðar samþykkti Bandaríkjaþing Pack- wood-breytingatillöguna við lög Magnusons um vemd og stjómun fiskveiða, sem gera ráð fyrir að staðfestingaraðgerðum verði hrað- að og mæla fyrir um, að staðfesti ráðherra að þegnar erlends ríkis stundi fískveiðar á þann hátt að „dragi úr virkni" alþjóðlegrar áætl- unar (ICRW) um vemdun, verði að beita viðskiptalegum refsiað- -----l' •«! w___ [bWMUuwiiW1ÍIiiSmImLIw CnC kWn m. SUPREME COURT OF THE UNITED STATES SyOabui JAPAN WHALING ASS0CIATI0N CTAL. u AMERICAN CETACEAN 80CIETY *T AL. CERTIORAIU TO THE UNITID STATES COURT UT APPEALS F0R TUE D13TRICT OP C0LUMBU CIRCUIT No. S5-9M. Arju* Aprtl SO. 1996-Daeldad Jum--------,1886* Th* Intiraitional Convtnllon for thi R*|uUtlon of WhaUni (ICRWl in- tludid • Schodul* r»ful»tlnf «-hal* harv*ittn| pmtieaa of mambar na- tlona (lndudlni tht Unltod 8utai and Japan) and uttln( harvttt Umltl for varloui whali apodai. It 1U0 otuhUthid th* Intimationtl Whalini Conuniuloc (IWC) and luthortud U to ut hirvoii quotaa. Kowivir. tho IWC hai m powté to Unpoo* unctioni for quou vtolitlont, and any W*mb«r country may fll* a tlmily ohjtction to an rwc amvndmant of th* Schadul* and th*rvb> txtmpt Itulí from any obllfitlon to comply wlth Ow llmit. Bomum qíUm JWCa iiublUty to on/oro* Ka >n tuu and ln an affort to promota anfortomant of quotai i*t by othar Inumatlcnil ftihary eoni*rvatlsn propami. Conptu inactod tho PoDy Amandment to th» Flihorman’i Prouetlv* Aet of 19«?. dlmtlnf th* S*er*t*ry of Commirc* (Socrotiry) to eirti/y to th« Prtildint lf natlonali of • forilpi country afi eonductlnf flahing op*ratloni in luch • manner ai to -dlmin- lah the effoctivonen* of an Inttmatlonal ftihery eor^rvatlon pro(tam. Tho Pmldint. In hii dUmtien, miy thm dlmt th* impoihlon of unc- tiom on thi eertlftid natlon. Later, Conpeu paaMd tha Packwood Amondmem to Uia aupiuaon r'Unory Uonaorvation and Manonmont Act. roquirlnf oipodition ef tho caniáation procvu and mandatlng that, If tho Bocroury eertiflei thot nationaU of a forolfn oountry an eon- ductinf flahlnf oporauona in aueh a mannor u uj Mimuuah tho offoctlvo- neu- ofthe ICRW fwnpmic tanttloiu muubo Lmpoted bv th« Eaaeu- - Uv Braneh afalnat tha offandlng natlon. Afur th» ftfÁ Íif.hilSZÍ. Mto m>ou for eortaia ipomi whoWo and ordtrvd a l-yaar moratorlum on Toftlhar wllh No. BS-9U. BaUrig,. íoeroiary (/CommeTt,, «< ,i. v. Amorteon Crtacian SocUíy rt al.. aiao on eortiorari t> tbo umo eourt. gerðum af hálfu framkvæmda- valdsins gegn hinni brotlegu þjóð. Eftir að Alþjóða hvalveiðiráðið setti núllkvóta varðandi tiltekin búrhveli og fyrirskipaði 5 ára stöðvun hvalveiða í viðskiptaskyni, sem hófst árið 1985, bára Japanir fram mótmæli gegn báðum tak- mörkununum og voru því ekki skuldbundnir samkvæmt þeim. Árið 1984 gerðu Japanir og Banda- ríkjamenn hins vegar framkvæm- dasamning og samkvæmt honum hétu Japanir að hlíta tilteknum veiðitakmörkunum og að hætta hvalveiðum í viðskiptaskyni árið 1988 og ráðherra féllst á að Bandaríkjamenn myndu ekki gefa út staðfestingu varðandi Japan í sambandi við Pelly- eða Pack- wood-lagaákvæðin, ef Japanir héldu heit sín. Skömmu áður en til fullnustu framkvæmdasamn- ingsins kom höfðuðu nokkrir hópar hvalvemdarmanna mál fyrir Sam- bandsríkjadómstóli, þar sem leitað er eftir stefnu um fyrirmæli æðra dómstóls til lægra dómstóls eða stjómvalds til að knýja ráðherra til að gefa út staðfestingu gegn Japan, og dómarinn komst að þeirri niðurstöðu, að hverskyns hvala- dráp umfram kvóta Alþjóða hvalveiðiráðsins drægi úr virkni hinnar alþjóðlegu áætlunar (ICRW). Dómstóllinn lagði fyrir ráðherra að staðfesta þegar við forseta, að Japanir hefðu gerst brotlegir við búrhvalakvótann. Afrýjunardómstóllinn staðfesti dóminn. 1. Kenningin um skiptingu valds milli dómstóla og framkvæmda- valds útilokar ekki úrskurð dómstóls um deilumál þetta. Dómstólar hafa heimild til að túlka alþjóðasamninga og fram- kvæmdasamninga og að túlka lagaboð þingsins. Andmælin gegn þeirri ákvörðun ráðherra að gefa ekki út staðfestingu varðandi Japan er beinlínis spuming um lagalega túikun. Eigi verður vikið frá ábyrgð dómsvaldsins samkvæmt stjómarskránni um að túlka sett lög einfaldlega með því að ákvörðun kynni að hafa þýðing- armikla pólitíska yfírtóna (sic. þýð.). 2. Þess er hvorki krafíst í Pelly- né Packwood-lagaákvæðunum að ráðherra gefí út staðfestingu varðandi Japani vegna þess að þeir synji um að hlíta hvalveiði- kvótum Alþjóða hvalveiðiráðs- ins. Ákvörðun ráðherra um að tryggja að Japanir haldi áfram að hlíta áætlunum Alþjóða hval- veiðiráðsins, samkvæmt fram- kvæmdasamningnum frá 1984 frekar en að byggja á því að staðfesting og beiting efna- hagslegra refsiaðgerða ieiði til sama eða betri árangurs, er sanngjöm túlkun á samningn- um. a) Samkvæmt skilmálum laga- ákvæðanna er staðfesting hvorki heimil né heldur er henn- ar krafíst fyrr en ráðherra kemst að þeirri niðurstöðu að þegnar erlends ríkis stundi veið- ar á þann hátt er „dragi úr virkni" alþjóðlegu áætlunarinn- ar (ICRW). Þótt ráðherra þurfí strax að taka ákvörðun um staðfestingu fyrirfínnast engin lagafyrirmæli um skilgreiningu varðandi „draga úr virkni" eða sundurliðun atriðanna, sem ráðherra ætti að athuga 1 sam- bandi við ákvarðanatöku, sem honum einum er falin. Lagafyr- irmælin leggja ekki fyrir ráðherra að gefa sjálfkrafa og athugunarlaust út staðfestingu um þjóð, sem ekki fer eftir hvalveiðiáætlunum Alþjóða hvalveiðiráðsins. b) Ekkert það er felst í forsögu Pelly- eða Packwood-ákvæð- anna fjallar um eðli ráðherra- skyldunnar eða gerir honum skylt að gefa út staðfestingu jafnan þegar horfíð er frá tak- mörkunum Alþjóða hvalveiði- ráðsins. Saga Pelly-lagaákvæð- isins og síðari breytingar þess sýna, að Bandaríkjaþing ætlaði sér alls ekki að krefjast þess af ráðherra, að hann gæfí út staðfestingu hvenær sem horfíð væri frá takmörkunum sem sett era f áætluninni um al- þjóðlega vemdun, og þingið notaði orðalagið „draga úr virkni" til að veita ráðherra svigrúm varðandi ákvörðunar- rétt um staðfestingu. Þótt Packwood-lagaákvæðinu væri ætlað að mæla skilyrðislaust fyrir um beitingu refsiaðgerða eftir að staðfesting hefði farið fram, hélt þingið sérstaklega eftir sama svigrúmi til stað- festingar og í Pelly-Iagaákvæð- inu og þingmeðferð bendir ekki til þess að staðfestingarreglan geri ráðherra skylt, að gefa út staðfestingu varðandi sérhvert frávik frá hvalveiðireglum Al- þjóða hvalveiðiráðsins án þess að taka tillit til aðstæðna. .* ■ rt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.