Morgunblaðið - 02.08.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.08.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1986 19 Mozart-verk finnst í Óðinsvéum á Fjóni ENN hefur fundist Mozart-verk í Óðinsvéum í Danmörku. Þó að það sé ekki eins viðamikið og hin svokaliaða Óðinsvéa-sinfónía, sem þar fannst í fyrra, eins og frægt er orðið, og ólíkiegt sé, að þessi fundur veki jafnmikla athygli og hinn fyrri, er hér engu að síður um merkan atburð að ræða. Nótnaheftið, sem tónlistarunnandi að nafni Poul Munk fann við eftirgrennslan fyrir skömmu, hefur að geyma endurritun á þekktu verki, kvartett fyrir blásturshljóðfæri og pfanó, hinum svonefnda Þriðja píanókvartett. Svo virðist sem Mozart hafi sjálfur endurritað verkið. Að minnsta kosti benda upplýsingar frá ekkju hans, Constönsu, til, að svo sé. Nótumar eru prentaðar í Englandi á dögum Moz- arts og kunna að hafa hafnað í Óðinsvéum eftir sömu ókunnu stigum og sinfónían. (Byggt á danska blaðinu Aktuett) Alþjóðlega skákmótið í Bienne: Polugaevsky ogHort með forustu Rienne, Sviss, AP. SOVÉSKI stórmeistarinn, Lev Polugaevsky, er efstur ásamt Vlastimil Hort frá Tékkóslóvakíu á alþjóðlega skákmótinu í Bienne í Sviss, með sex vinninga, þegar aðeins ein umferð er eftir af mótinu. Polugaevsky sigraði í tíundu umferð Joseph Klinger frá Austurríki, en Hort, sem nú teflir fyrir Vestur-Þýskaland tapaði fyrir Viktor Korchnoi, er hann féll á tíma í 37. leik í unn- inni stöðu. Vestur-þýski stórmeistarinn Erik Lobron er í þriðja sæti eftir tíu umferðir með 5,5 vinninga og bið- skák. Skák hans við júgóslavann Milo Cebalo í 10. umferð fór í bið og hefur Lobron einhveija vinnings- möguleika. Greenfeld, Miles og Nunn eru í 4.-6. sæti með 5,5 vinn- inga. Cebalo er í 7. sæti með 5 vinninga og biðskák. I 8.-10. sæti eru Hubner, Korchnoi og Rogers með 5 vinninga. Klinger er í 11. sæti 3,5 vinninga og Hug í 12. sæti 1,5 vinning. Tókst ekki að synda yf ir Ermarsund Dover, AP. 76 ARA gamall Argentínumaður stakk sér í Ermarsund í gær í þeirri von um að verða elsti maðurinn sem tekist hefur að synda milli Englands og Frakk- lands. Tilraunin mistókst. Gafst hann upp þegar hann hafði synt um fjórðung leiðarinnar, sem er 34 kílómetrar. Bandarílqamaður á nú metið. Hann var 65 ára þegar hann synti þessa leið árið 1982, og var tími hans 13 klukkustundir og 52 mínút- ur. Boy George: Vill halda vega- br éf sárituninni New York, AP. BRESKI poppsöngvarinn Boy George sagði á föstudag að hann væri ekki lengur háður eiturlyfj- um, en hann hefði áhyggjur af því hvort hann fengi að ferðast aftur til Bandarikjanna. Söngvarinn kom fram í þættinum „Góðan dag, Ameríka", sem ABC- sjónvarpsstöðin sendir út og lauk útsendingunni með því að hann hrópaði: „Ekki taka af mér vega- bréfsáritunina, ljótu Bandaríkja- menn.“ Boy George, sem var nýlega sektaður í Bretlandi fyrir að hafa heróín undir höndum er nú í með- ferð til þess að venja sig af eiturlyf- inu og sagði hann að það gengi vel. VISA-ísland býður nú öllum korthöfum nýja þjónustu vegna ferðalaga jafnt innanlands sem utan. Ferðamenn geta fært sér í nyt hina nýju VISA-Gistiþjón- ustu. Samningar um þessa þjónustu hafa þegar verið gerðir við helstu hótel og gististaði í höfuðborginni og um land allt. VISA-Gistiþjónustan tryggir bókun gistirýmis ogstaðfestingu bókunar, annað og jafngott gistirými ef hið pantaða bregst, korthafa að kostnaðarlausu í eina nött. Forgangsuppgjör tryggir tafarlausa brottför af hóteli án þess að þurfa að lenda í biðröð og kannski „missa af lestinni." VISA-Qreiðsluseðill ("VISA Travel Voucher”) er til mikilla hagsbóta fyrir ferða- menn og fyrirtæki í ferðaþjónustu. Ferðaskrifstofur geta gefið þessa seðla út til greiðslu fyrir ferðamenn á hótelum, bílaieigum og víðar. V/ISA-Qreiðsluseðill býr ferðamanninum mikið öryggi. hann lendir ekki í vandræð- um á áfangastað með VISA-greiðsluseðil t farteskinu. Mann nýtur aðstoðar hjá afgreiðslustöðum VISA um heim allan. Ef seðillinn týnist fæst hann endurútgefinn fyrir milligöngu Viðlagaþjónustu VISA International, sem hefur opið jafnt á nóttu sem degi, árið út og árið inn. VI5A - Öryggi á ferð og flugi VISA - QISTIÞJÓNUSTA - QREIÐSLUSEÐILL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.