Morgunblaðið - 02.08.1986, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.08.1986, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1986 Bflar Þórhallur Jósepsson Morgunblaðið/Júlíus Hér er hlutunum haganlega fyrir komið og ekkert sem þvælist fyr- ir, stjórntækin innan seilingar. Takið eftir að kveikjarann vant- ar, svo virðist sem ekki sé hægt að treysta fólki til að skoða bíla án þess að einhverju sé stolið úr þeim, þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég rek mig á að kveikjarinn er horfinn! Mikið stóð hefur verið rekið á ísland þetta árið og er enn sem vænta má margrar ættar og vant ókunnugum á stundum að greina á milli vekringa og ótíndra bykkja. Er enda misjafnt hvers fólk væntir af færleik þeim er fest eru kaup á, láta þar sumir nægja gæflyndið eitt meðan aðrir leita fjörsins um- fram allt, en allir eru á höttunum eftir traustum og þrautseigum þjón- um. Ekki þurfa stóðrekar íslenskir að kvarta um trega sölu nú á sum- artíð, enn mun allt seljast sem inn rekst og undrar menn stórum að Fimmgangsfákur af Japankyni Toyota Carina II, rennileg út- lits — og rennur vel. ekki linni þeim kaupum öllum og er nú komið alllangt fram yfir þann tíma að búist var við að markaður- inn mettaðist. Enginn kann full- nægjandi skýringu á langlífí þessa viðskiptafjörs og enginn treystir sér lengur til að spá um lok þess. Japankyn er fyrirferðarmikið í hópnum öilum og það sem hér er skoðað, Toyota, með einn stærsta flokkinn það sem af er árinu. Nú þegar mun sala þessa árs vera kom- in nálægt tvö hundruð vagna fram yfir sölu alls ársins í fyrra og er enn ekkert lát á. Sömu sögu er reyndar að segja af flestum, allt bendir til metsölu á árinu og linnir ekki látunum þótt líði á. Annarrar kyn- slóðar Carina Hún ber sig vel, er ljónviljug, þýðgeng og hleypur ekki út undan sér. Þannig má lýsa henni með til- liti til kosta, láta síðan kaupandann um að uppgötva ef einhverjir ókost- ir fylgja, því að fáir vagnar eru slíkir gæðingar að gallalausir séu. En — hér er ætlunin að lýsa hvoru tveggju, kostum og göllum sem í ljós komu við reynsluakstur um vegakerfið okkar með allri þess fjöl- breyttu holuflóru. Carina II er dæmigerð fyrir þá þróun sem er að verða í japönskum bflaiðnaði og ekki þá síst hjá Toy- ota. Afturdrifið fær hvfld og framdrifíð tekur við, Ijöðrun verður sjálfstæð á hverju hjóli, vélarafl eykst og eldsneytisnýting batnar, iými nýtist betur og útlit færist nær einhvers konar stöðluðu alþjóðlegu formi. Bfllinn sem ég prófaði er 5 dyra útgáfan og er þar af leiðandi nokk- uð frábrugðinn þeim fjögurra dyra í útliti og einnig í eðli sínu að nokkru leyti. Loftmótstaða er minni, sem þýðir að hann eyðir minna bensíni og verður þess vart þegar eknar eru lengri leiðir, eink- um ef hraðinn er i hærri kantinum. Ef til vill er það bara sérviska í mér, að mér líkar ekki allskostar þessi hönnun, að bfllinn opnast fyr- ir veðrinu úti fyrir alla leið inn í farþegarýmið þegar afturhurðin er opnuð. Getur þá orðið veðrasamt inni, í okkar illviðrum, sérstaklega í skafrenningi vetrarins. Á móti kemur að farangursrými er stærra og loftmótstaðan minni. Öflug vél Það jaðrar við að hægt sé að fullyrða að á Carinu II sé hægt að aka til Akureyrar í toppgír án þess að skipta niður nokkur sinni á leið- inni, þ.e. ef umferð og vegafram- kvæmdir ekki tefla. Vélin er einstaklega dijúg á lágsnúningi og þótt fimmti gírinn sé yfírgír er henni ekki ofboðið á 50 km hraða í fimmta á láréttum vegi og frá 70 vinnur vélin sig upp flestar brekkur í toppgír. Við niðurskiptingar tekur vélin vel við sér og bíllinn þýtur áfram og er snöggur að vinna hraða. Gírahlutfall samsvarar sér vel, þó er fyrsti gírinn fullhár þegar tekið er af stað, sér í lagi ef far- þegar eru með. I reynsluakstrinum lá leiðin um slæma malarvegi með öllum holuaf- brigðum sem hér á landi finnast á fólksbílafærum vegum. Þá opin- beruðust sterkar og veikar hliðar ljöðrunar og aksturseiginleika all- vel. í ljós kom að Carinan tekur venjulegar smáholur of harkalega til að geta kallast þýð við þær að- stæður, þó án þess að valda umtalsverðum óþægindum. Stærri ójöfnur, hvörf o.þ.h., hurfu hinsveg- ar undir bflinn án þess maður yrði þeirra eiginlega var. Það var marg- reynt. Kostir sjálfstæðu íjöðrunar- innar komu ótvírætt fram í öllum holunum, aldrei kom það fyrir að Carinan hvikaði frá stefnunni með því að skrika til i holum eða þvotta- brettum. Fjöðrunin er slaglöng og hefur það kosti eins og áður segir um hvörfin, en ókostimir fylgja þvi einnig, sem em fólgnir í því að með tvo eða fleiri farþega í bílnum verð- ur hann lægri en malarhryggir leyfa og þarf því að sýna gát við þær aðstæður. Bremsumar em mjög nákvæmar og ástigið hæfilega létt, en maður þarf að vara sig á að pedalinn er nokkuð fyrir ofan inngjafarpedal- ann og þarf þvi að lyfta fætinum nokkuð til að stíga á bremsumar. Stýrið er hámákvæmt og létt, nær alveg laust við að taka í þegar hröðun er sem mest. Það fannst þó ef annað framhjólið var á malar- hrygg og gefíð í að bíllinn leitaði undan hryggnum og eins ef lagt var á í botn á malbiki og gefið hressilega í, ekki var þó hætta á að missa vald á bílnum. Stýrishjólið er of grannt fyrir minn smekk og olli þreytu í höndum þegar líða tók á. Öryg’gið í lagi Vel er séð fyrir öryggisbúnaði í Carina II. Belti em í öllum sætum og liðug í notkun, útsýni með þvi sem best gerist, speglar em góðir og stillanlegir innanfrá (já, inni- spegillinn er þannig staðsettur að hann skyggir nær ekkert á út- sýni!). Ljósabúnaðurinn er góður og þokuljós fylgir að aftan, þurrkur og sprautur virka vel og er tíma- rofi að framan. Rofar em aðgengi- legir og mælaborðið allt vel sýnilegt, þar saknaði ég snúnings- hraðamælis þótt ekki geti hann kallast nauðsyn. Sætin halda vel við og em þægi-1 leg, eftir ijögurra klukkustunda akstur vom ökumaður og farþegar ekki enn famir að emja og kalla ég það góð sæti sem þá þögn fá. Miðstöðin er góð, en hávær þeg- ar stormurinn stendur af henni á mesta hraða. Rými er allgott fyrir bæði ökumann og farþega, þar til hávaxið fólk sest inn, þá er fóta- rými í þrengra lagi og of lágt till loftsins aftur í. Fram í er aftur á; móti nóg höfuðrými og valda lág- sett sæti. Það hefur hins vegar; þann ókost að önugt er fyrir lappa- langa að stíga inn og út. ..... '' Hér finnast fiörtökin Þessa litlu Corollu hnaut ég um þegar ég fór með Carinuna í myndatöku og auðvitað varð ekki hjá þvi komist að fá að taka í! Corolla FR 1600 Twin Cam heitir hún fullu nafni og er frægur bíll fyrir afl og aksturseiginleika. Hún er tíl með framdrifi eða aftur- drifí og munar 40 þús. kr. hvað sú afturdrifna er dýrari. Það er sannast sagna að sú stutta þessum hundrað og tuttugu hestöfl- rís fyllilega undir því orði sem af henni fer — hún tryllist gjörsamlega þegar komið er við gjöfina og skýst fram eins og byssubrennd og maður má hafa sig allan við að skipta. Hún er öll stíf og stinn og svarar öllum aðgerðum tafarlaust. Ekki er sóað orku í fyrirbæri eins og aflstýri, ónei — hér er allt með „handaflinu". Þessi sem hér um ræðir er með afturdrifinu og finnst mér ekki af veita til að taka við um sem tekist hefur að troða í lítil 1587 kúbikin eð tveimur ofanáliggj- andi knastásum bergjandi sextán ventla og elektrónískri innspýtingu að auki. Hún er skv. bestu heimild- um rétt undir átta sekúndum að ná hundrað km hraða og á að geta náð 180 km hraða. Við reyndum ekki að sannreyna þessar tölur. Verðið fær mann til að lyfta brún, þessi kostar ný u.þ.b. 570 þús krón- ur komin í hendur kaupanda og er ekki í anda sportbfla. Hún lítur sak- leysislega út, er að vfsu sportleg og rennileg, en þannig eru jú líka allmargir aðrir bflar sem þó hafa ekki af neinu sérstöku öðru en útlit- inu að státa. Hún er þó enginn „sleeper" eins og amerískir kalla bfla sem líta út eins og fjölskyldu- vagnar, en eru í reynd örgustu tryllitæki. Hún þekkist úr á götu, varið ykkur! Reynið enga stæla ef þið eruð ekki á alvöru tryllitæki eins og þessum þýsku sem eru með vélina aftur í og við skulum ekkert vera að tala um hvað heita, þið gætuð fengið að skoða, skamma stund, baksvipinn á henni þessari!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.