Morgunblaðið - 02.08.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.08.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1986 17 Ætla örugglega ekki á útihátíð * í/ ' - \ \ * Morgunblaðið/Magnús Gottfreðsson „Svíar eru íhaldssamari en íslendingar í klæðaburði" segir Bryndís Hilmarsdóttir í Flónni. - segir SteingrímurBjörnssonhjáKEA „ÉG ÆTLA helst ekki að gera neitt um verslunarmannahelg- ina, en það finnst mörgum lélegt svo það er spurning hvort maður eigi að drífa sig i hey- skap,“ segir Steingrímur Björnsson, starfsmaður KEA á Akureyri, í samtali við Morgun- blaðið. Steingrímur sagðist vera fædd- ur Þorpari, sem þýðir á máli þeirra Akureyringa að hann sé úr Glerár- hverfmu, sem fyrir sameiningu við Akureyringa bar nafnið Glæsi- bæjarhreppur. „Satt að segja kann ég ekkert til verka í heyskap, en það er önnur ástæða sem liggur þarna að baki. Ég vil nefnilega fá bónd- ann á bænum, hann Sigurgeir á Völlum í Reykjadal, með mér í veiði í næstu viku. Við ætlum í Stóra-Viðarvatn á Öxarfjarðar- heiði með frúmar okkar og veiða ekki minna en 250 silunga. Eitt er þó víst að ég fer ekki á úti- hátíð. Ég man sérstaklega eftir einni slíkri í Atlavík upp úr 1960 þegar hún var bókstaflega lögð í rúst. Mér fínnst afskaplega gott að eiga reyktan silung í frystikist- unni, þó ég e.t.v. veiði hann ekki reyktan í þetta skiptið. Steingrímur hefur áður komist á síður dagblaðanna, en þá á Steingrímur Björnsson, starfsmaður KEA á Akureyri. íþróttasíðumar. „Ég hef fengist að, dæmt og verið dæmdur," sagði við fótbolta töluvert, spilað, þjálf- Steingrímur. Hnetubarinn, Laugavegi 33: Hnetur ogkínverskt sælgæti á boðstólum Uppskriftin frá því fyrir íslandsbyggð Á LAUGAVEGI 33 er til húsa nýleg verslun er ber heitið Hnetubar- inn. Eins og glöggskyggnir menn mættu ætla er þar verslað með hnetur og annað góðgæti. Afgreiðslumaðurinn á Hnetubarnum er tvítugur nemi úr Fjölbraut í Breiðholti, Halldór Baldvinsson. Hall- dór sagði að salan væri þokkaleg um þessar mundir, en reynsla erlendra hnetusala væri sú að ládeyða kæmi í söluna yfir hásumar- ið, þannig að brátt mætti búast við að færi að glæðast. Morgunblaðið/Magnús Gottfrcðsson „Hér er meira úrval af gotteríi á boðstólum en margan grunar“ segir Halldór Baldvinsson afgreiðslumaður á Hnetubarnum. „Þegar ég heyrði fyrst um þessa verslun, Hnetubarinn, fannst mér fremur lítið til þess koma að ætla eingöngu að selja hnetur. Ég komst þó fljótt að því að hugmyndir mínar voru á misskilningi byggðar eins og svo margra annarra er þekkja ekki til. - Hvað seljið þið hér á Hnetu- barnum? „Hér er mikið úrval af alls kyns gotteríi. Ég get tekið sem dæmi jógúrthúðaða ávexti, banana, anan- as og rúsínur. Þá seljum við súkkulaðihúðaðar jarð- og hesli- hnetur, döðlur, apríkósur og epli. Nú, svo má ekki gleyma hnetunum. Hér er mikið úrval af þeim eins og gefur að skilja. Alls eru hér á milli 50 og 60 tegundir af sælgæti." ; Hefur þetta fengist áður hér á íslandi? „Nei, megnið af vörunum hefur ekki verið til sölu hérlendis áður. Ég get tekið sem dæmi rísbita sem hér eru seldir. Þeir eiga sér alllanga sögu er hefst á 8. öld. Þá voru slíkir bitar fluttir inn til Kína frá Japan til kynningar. Sagan segir að fræg- ur japanskur prestur, Ku-Kai, hafí kynnst þessu hnossgæti í miðdegis- verðarboði við kínversku hirðina og orðið svo heillaður af bragðgæðun- um að hann kynnti sér framleiðslu rísbitanna og flutti þekkinguna með sér til Japan. Bitarnir eru fram- leiddir úr sérstakri gerð hrísgrjóna er nefnast Arare. Ur þeim er búið til eins konar pasta sem síðan er kryddað með mismunandi urtum og efnum, t.d. þangi, soyasósu, ses- amfræi og sjávarsalti." - Hafa Islendingar verið fljót- ir að tileinka sér nýja siðu í sælgætisáti? „Já, þeir hafa tekið vel í þessa nýjung, enda góð vara á boðstólum. Hingað koma þó margir útlendingar og taka heilmikið af myndum, þeim finnst innréttingin áhugaverð. Mað- ur getur yfírleitt þekkt erlenda ferðamenn á því að þeir klæðast gjaman fjallgönguskóm og bera bakpoka. Um daginn kom hingað stúlka nokkur sem passaði ná- kvæmlega við þessa lýsingu. Hún keypti sér hnetur sem ég vigtaði. Sagði svo verðið stundarhátt á ensku yfir alla búðina svo viðstadd- ir heyrðu. Stelpan sagði mér þá að ég gæti sparað mér erlendu tungu- málakunnáttuna því hún væri borinn og barnfæddur Frónbúi. Þetta var nú svolítið neyðarlegt“. - Hvernig líkar þér starfið og launakjörin? Mér líkar starfíð afar vel. Versl- unin er mjög miðsvæðis og hingað kemur oft fólk sem maður kannast við. Það er ekki alltaf sama fólkið í kringum mann allan liðlangan daginn. Starfíð er því fjölbreytt og skemmtilegt og launin eru ágæt. STÓR ÚTSALA — TOPPÚTSALA í Toppskónum 30—60% afsláttur af vönduðum og góðum skóm fyrir alla fjölskylduna. Munið 5% staðgreiðsluafsláttinn. 21212

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.